Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.09.1981, Blaðsíða 11
Helgin 5. — 6. september 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II Einar Bragi skrifar: A sunnudaginn veröur aldurs- höföingi grænlenskra listamanna, skáldiö og myndlistarmaöurinn Hans Lynge, 75 ára. Hann er einn hinna stóru og góöu sona Græn- lands og hefur átt flestum meiri þátt i aö vekja sjálfsvitund þjóöar sinnar, vikka sjóndeildarhring hennar, efla hróöur grænlenskrar menningar innanlands sem utan. Hann er fæddur 6. september 19061 Nuuk (Nesi), sem nú er höf- uöstaður landsins. Faöir hans var sálnahiröir (kateket), mikils- virtur maöur af grænlensku faö- erni, en móöirin dönsk og ættin einnig á annan hátt margvislega blönduö evrópsku blóöi, svo aö Hans veröur ekki af útliti greind- ur frá venjulegum vesturevrópu- búa, nema litiö sé i lófa karls. Þrátt fyrir prestablóöiö hefur mér þó sýnst hann flestum glögg- skyggnari á skoplegar hliöar og tviskinnung „grænlenskrar kristni”, svokallaörar. Ég minn- ist þess, aö i ræöu i Norræna hús- inu 1976 kom hann þvi neyöarlega aö, aö hann væri að visu afkom- andi Hans Egede, þótt skömm væri frá aö segja. Og i skemmti- legum endurminningum um Nuuk á fyrsta fjóröungi aldarinn- ar i veglegri bók, sem út var gefin á 250 ára afmæli bæjarins 1978, segir hann: „Hans Egede sló fólk, sem fékkst ekki til aö spenna greipar, og sömuleiöis þá sem hlógu að ambögum hans. Þaö heföi vafalaust glatt hann aö sjá, af hvflikri alvöru og andakt, já fullkominni uppgjöf afkomendur þessara „villimanna” höföu und- irgengist boöskap hans, á yfir- boröinu aö minnsta kosti, eöa hve gjörsamlega eftirmönnum hans, prestunum haföi á 200 árum tekist aö brjóta andlegt stolt þeirra á bak aftur, uns þeir fóru aö lita ekki aöeins á orö bibliunnar, heldur prestanna lika sem óvé- fengjanlegan stórasannleik. 1 faömi kirkjunnar leiö mönnum svo vel, aö hver sjálfstæö hugsun var gufuö upp, kenningin veitti mönnum svo óbrigöult öryggi, að þeim var alveg óhætt aö sofna”! Á hinn bóginn leynir sér ekki aö- dáun hans á Grænlendingum hin- um fornu, sem fyrir daga trúboðs og erlendrar áþjánar sáu sér og sinum borgiö og áttu sér merki- ára lega menningu, sem þróast haföi og dafnaö viö einhver harökeypt- ustu lifsskilyröi sem um getur á byggöu bóli. Nægir aö visa til óös- ins um Ulaajuk annars staöar i blaöinu, þó af nógu ööru sé aö taka. Vegna afmælis Hans Lynge sendir Grænlandsforlagiö bernskuminningar hans á mark- aö i dag, bæöi á grænlensku og dönsku. Eg fékk aö lesa þær i próförk, og af þeim er ljóst, aö hann hefur átt hamingjusöm bernskuár, þó ekki væri veraldar- auöi aö fagna á heimilinu. Fabir hans var harðduglegur aö bjarga sér, fór á veiðar hvern virkan dag sem veöur leyföi, þvi prestslaunin hrukku skammt. En hann vildi sýna trú sina af verkunum og sást þá ekki alltaf fyrir: fyllti húsiö af þurfandi ættmennum og um- komuleysingjum i trausti þess, aö himnasjóli sendi nógu marga seli eöa æöarblika i skotmál til aö all- ir skrimtu — og varö aö trú sinni. Listgáfa hefur fylgt fööurætt Hans Lynge; afi hans og amma málubu bæöi vatnslitamyndir, og hún lék á slaghörpu. Mjög snemma tók aö bera á listhneigö hjá drengnum, og um 8 ára aldur var honum oröin ástriöa aö draga upp myndir, teiknaði þá með blý- anti á bakhliö fæöingar- og dánar- vottoröa, sem faöir hans lét hon- um i té, og stöku sinnum fékk hann auöa örk, en þær varö hann aö fara sparíega meö: teikna smámyndir margar og báöum megin á blaöiö! Þegar á barns- aldri var honum lagiö aö ná and- litssvip manna, og hefur á áranna rás dreift i slóö sina af takmarka- lausu örlæti teikningum affólki, sem hann hefur sjaldan eöa aldrei tekiö eyri fyrir, en taliö goldnar aö fullu meö gleöinni sem þær vöktu. Laust eftir fermingu hóf hann nám i kennaraskólanum i Nuuk og lauk þaöan prófi tvitugur. Sama ár gerðist hann kennari i Qaqortoq (Júliönuvon), en veikt- ist af berklum 4 árum siöar og varö aö hætta kennslu. Hann neit aöi aö láta höggva sig, þvl dánar- tiöni var há meöal þeirra sem gengust undir slika aögerö. 1 þess staö greip hann til eigin ráöa: smiðaöi sér dálitinn timburkofa I botni fjarðarins, dvaldist þar mörg sumur og iökaöi nektar- lækningar á eigin spýtur. Græn- land er ekki beinlinis sólrikt, eins og allir vita. Þess vegna herti hann sig upp 1 aö steypa sér oft á dag i iskalt vatn, þvi aö þegar hann kom upp úr, var svo ákaf- lega notalegt aö liggja um stund allsber undir jafnberum himni og láta vindinn gæla viö likama sinn. Hann telur sjálfur, aö þetta hafi gefiö sér þá likamshreysti, sem vel hefur dugaö honum fram á þennan dag. Aö fáum árum liön- um gat hann án þess aö blása úr nös klifið á hæsta tind fjallsins Akuliaruserssuaq (1700 m) og Hans Lynge: gengiö i einni lotu án þess aö bragöa þurrt eöa vott 20 klukku- stundir um fjöll og firnindi. Og vel hefur honum enst likamsfjöriö. 1 vor leib vorum viö á gangi i Qas- igiánguit (Kristjánsvon) ásamt skáldinu Villads Villadsen. Allt i einu fannst Hans viö kumpánar orönir allt of silalegir i spori og dansaöi á undan okkur eftir veg- inum. Þá varö fornvini hans Vill- ads að oröi: „Furöulegur maður Hans, hann veröur yngri með hverju árinu”. Likamsrækt hans og Iþróttaiök- anir vöktu áhuga unga fólksins, en það leiddi aftur til þess, aö hann beitti sér fyrir stofnun sam- taka meðal ungmenna, sem kirkjunnar menn vildu ekki heyra né sjá vegna of frjálslegrar hátt- semi i ástamálum! Kennarinn ungi var laus viö þröngsýni i þeim efnum og hefur ekki forpokast með árunum, þvi fyrir stuttu end- aöi hann eina af ræöum sinum á þessum oröum: „Maður veröur aldrei of gamall til aö elska”. Þar talaöisá sem gerst mátti vita, þvi Amor hefur veriö honum fylgi- spakur alla ævi, og Hans hefur eins og svo margur maðurinn i þeirri djörfu listamannasveit löngum inspirerast mjög af sam- neyti viö fagrar gáfaöar konur. 1 kennaraskólanum lásu nem- endur og settu á sviö gamanleiki Hostrups og Heibergs. A fyrsta kennaraári sinu snaraöi Hans sumum þeirra á grænlensku, og voru þeir sýndir I bænum undir leikstjórn hans viö miklar vin- sældir. Upp úr þvl fór hann aö hugsa meö sér, aö nær væri hann semdi sjálfur leikrit um græn- lensk efni og hófst þegar handa. Fyrsta leikrit hans fjallaöi um daglegt lif þarna i „nýlendunni” (kolonien), eins og verslunar- staöirnir voru þá nefndir, og hæddist hann ótæpilega aö undir- lægjuhætti ibúanna og auösveipni viö dani. Leikritiö féll i góöan jaröveg, nemadanskir embættis- menn I bænum og undirtyllur þeirra fyrtust aö sjálfsögöu, og i nokkra mánuöi eftir aö sýningum var lokiö héngu i auglýsingaköss- Sjá næstu síðu Teikning eftir Hans Lynge viö Ijóöiö Ulaajuk og Imaneq. Prologus að leikritinu Ulaajuk og Imaneq Eitt sinn i bernsku sá ég á sjávarkambi leifar af kumli með veðruöum beinum. Munnmæli hermdu, að hér lægi Ulaajuk grafinn Landið seig, og hafið hámaði i sig ætilegustu moldarbörðin. Þannig atvikaðist, að bein Ulaajuks, siðustu minjar stórbrotins lifs, fóru forgörðum. Hann nennti ekki að kasta feðratrú sinni og kærði sig ekki um að komast i himnariki hinna turnuðu. Menn höfðu eftir honum, að þegar dómsdagur gengi yfir vesalings kristlingana, ætlaði hann að gæða sér á þurrkaðri loðnu vættri i ljúffengu selslýsi og lita meðaumkunaraugum niður á hina skirðu. sem fór ekki alfaraleið og var þess vegna fordæmdur. Fólk sagði, að svo hefði honum hefnst, að hann vildi ekki láta skirast, og upprisu væri honum að eilifu varnaö. A uppvaxtarárum átti ég tiðum leið um Kópafjörð og fann þá, hvernig augu min drógust að þessum stað sem svarf að segli. Þótt látinn væri fyrir löngu. stóð hann mér glöggt fyrir hugarsjónum sem hreystimenni, ósvikinn kalaaleq 1) Hann undi glaöur við sitt og unni firðinum og fjöllunum háu sem létu i leysingum heljarbjörg falla i loftköstum niður snarbrattar hliðar. Lifsskoðun hans var sprottin úr umhverfinu: Það var hér sem menn iifðu og dóu, lifandi fólk lifði þróttmiklu lifi, og dauðir voru fullkomlega dauðir. Lifið var barátta: þrekmennið fékk ljúfan sigur, hinn laut i lægra haldi með beiskri kvöl. Þegar eitthvað amaði að, hugsaði hann með sér: Ég vildi ég rækist á illvigt veiðidýr til að hrekja burt leiðindin. Skelfast kunni hann ekki, þvi hann vissi, að eigi verður feigum forðað né ófeigum i hel komið. Lifið er stormur og stórsjór, hrein sjávarströnd i sólskini, upp frá henni foldgnátt f jall: Ukkusissaq, andspænis þvi himningnæfir tindar Hjartarhornsins ógnvænlega. Hann dáði og vildi ekki kveðja þetta auðuga fjall sem fólk vitjaði úr norðri og suðri. Ukkusissaq: uutsissaq: tálgusteinn sem breyta má i kolur og potta, glitsteinninn fagri sem glóir i sól. Hann vekur endurminningu um andlit manns að snæðingi, gljáandi i bjarma lampaljóssins þegar sviti og lýsi renna niður kinnarnar, minnir á góðar skemmtisögur eða blóðidrifnar sagnir af fjandmannavigum, á látbragðsglaðan sagnamann með ör eftir kalsár á bústnum vöngum. Þetta var lif sem honum lét, mál sem hann skildi, talsmáti vaskra húðkeipsræðara. Það var eins og ræða fjallanna, þegar skriður falla með gný og gerbreyta kunnu landslagi. Það vareins og þegar snjóskefur af tindum eða isþoku rekur norðan úr eyjum. Það gat lfka verið eins og djúp kyrrðin, þegar raddir náttúrunnar þagna, þvi stórmenni voru eins og náttúran sjálf. ruddu sér ekki til rúms, töluðu aðeins i réttan tima — og þögðu oftast. 1) Kalaaleq:grænlendingur. Þýö.: Einar Bragi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.