Þjóðviljinn - 08.09.1981, Síða 7
Þriðjudagur 8. september 1981 þjöÐVILJINN — SÍÐA 7
Valtýr Pétursson við myndaröð sina um kaffibrúsann sem kennd er við Kristján Davlðsson, Þorvaldur Skúlason og Karl Kvaran undirbúa sýningu Septemhúpsins að Kiarvalsstöðum.
fyrrum forseta Frakklands De Gaulle. Ljósm. gel.
„Gömlu mennirnir”fara á kreik
Septemhópurinn að Kjarvalsstöðum
Fjölbreytt myndlist á Kjarvalsstöðum
Septemhópurinn# sem i
eru nokkir af elstu og
reyndustu myndlistar-
mönnum landsins, opnaði
sýningu að Kjarvalsstöð-
um sl. laugardag. Þetta er
8. sýningin sem hópurinn
heldur í „þessari lotu" eins
og Valtýr Pétursson komst
að orði. Hér fyrr á árum
sýndi hópurinn saman og
vakti bæði aðdáun og
hneykslun, en síðar varð
hlé á, þar til fyrir 8 árum
að „gömlu mennirnir"
(reyndar er i hópnum ein
kona, en eins og allir vita
eru konur lika menn) tóku
aftur upp þráðinn.
Að þessu sinni eru um 80 verk á
sýningunni og að öðrum ólöstuð-
um hlýtur að vekja hvað mesta
athygli að Sigurjón Olafsson
myndhöggvari á hvorki meira né
minna en 19 verk þarna i vestur-
salnum. Annar Nestor islenskrar
myndlistar Þorvaldur Skúlason
lætur ekki sitt eftir liggja, en
hann rær reyndar á fleiri mið
þessa dagana, eins og listunn-
endur vita. Valtýr komst svo að
orði að liklega væri Þorvaldur að
feta i fórspor Picassos sem á
niræðisaldri sýndi á meira en
hundrað stöðum i einu.
Valtýr fylgdi blaðamanni um
salinn, meðan aðrir þátttakendur
sátu hinir rólegustu og sögöu
Valtý formann hópsins. Við litum
á verk þeirra sem áður eru
nefndir og hinna, þeirra Guð-
mundu . Andrésdóttur, Jóhann-
esar Jóhannesonar, Karls
Kvaran og Kristjáns Daviðs-
sonar. Sá siðastnefndi hefur eins
og Þorvaldur fleiri járn i eldinum
niðri i miðbæ.
Valtýr sagði aö megnið af
myndunum væri til sölu, þar gæti
að lita verk, sem flest væru með
Hallsteinn Sigurðsson að Kjarvalsstöðum
Höggmyndir M og inni
Framan við Kjarvalssalinn
hefur Hallsteinn Sigurðsson kom-
ið fyrir 28 höggmyndum sem unn-
ar eru i epoxy kvarts, steinsteypu
og plötujárn. Þetta er 5. einka-
sýning Hallsteins en hann stund-
aði nám við Myndlista- og hand-
iðaskólann, listaskóla i London
auk þess sem hann hefur farið I
námsferðir til italiu og Grikk-
lands.
Sýningin er bæði inni á gangin-
um og úti á stéttinni. Gestir geta
þvi gengið út og inn og horft á
verkin frá öllum hliðum. Hall-
steinn sagði það skemmtilega til-
breytingu að geta sýnt verkin
með húsið sem bakhjarl, þvi þeg-
ar höggmyndir væru einhvers
staðar úti á strætum eða túnum
vildu þau gjarnan týnast i viöátt-
unni. Sýningin stendur til 20. sept.
og er opin á opnunartima hússins.
—ká
Höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar eru bæði utan og innan dyra að Kjarvalsstöðum. Ljósm. gel
abstrakt undirtónum, þó aö menn
eins og hann sjálfur heföu verið
að fikra sig i átt til hlutbundnari
forma. Myndir Valtýs eru eins
konar sería, stef um kaffibrúsa,
sem hann kennir við De Gaulle.
Það þarf ekki annað en aö lita á
myndirnar til að sjá hvað við er
átt.
Það var ekki annað að sjá að
Kjarvalsstöðum en aö Semptem-
hópurinn væri hinn hressasti,
enda sagði Valtýr að hann hefði
aldrei verið „aktifari” svo gripið
sé til útlenskunnar. Það verkar
hvetjandi á listamennina aö sýna
árlega og það eru engin smá af-
köst sem getur aö lita á veggjun-
um. Septemhópurinn er löngu
viðurkenndur, abstraktið vekur
ekki lengur deilur, nema hvað
sumum finnst það heyra fortið-
inni til. Svo er reyndar ekki að sjá
þegar litiö er viö að Kjarvalsstöð-
um, þar lifir það góöu lifi i lita-
gleði og margs konar formum
Septemhópsins. Sýningin stendur
til 20. sept. — ká
Asa ólafsdóttir vefori við eitt veggteppanna sem hún sýnir að Kjar-
valsstöðum. Ljósm.: gel.
Vefnaður á göngum Kjarvalsstaða
jöklar,
náttúra
Konur,
torf Ojí
A göngum Kjarvalsstaða hanga
nú veggteppi Asu ólafsdóttur 21
að tölu. Asa hefur ekki áður sýnt
verk sin á einkasýningu hér á
iandi, en undanfarin ár hefur hún
verið búsett i Sviþjóð.
Asa vefur teppin úr ull, hör,
bómull og silki og hjá henni getur
aö lita teppi sem búa yfir mikilli
litadýrð svo og látlausum mynd-
um meö mismunandi áferð. Jökl-
ar, torfhleðslur, náttúran og kon-
ur koma við sögu, en eins og oft-
ast er sjón sögu rikari.
Asa var að ganga frá teppunum
er blaðamann og ljósmyndara
bar að. Hún sagði að það væri
mikiö verk að undirbúa svona
sýningu, hún hefði þurft að mála
hlerana sem eru baksvið tepp-
anna og bera þá upp I ganginn,
sem væri sko meiriháttar púl.
Hún sagði að verkin á sýningunni
hefðu verið i vinnslu á annað ár,
en það gæti tekið allt að tvo mán-
uði að vefa myndina eftir að
skyssa lægi fyrir og garnið hefði
veriö litað.
Sýning Asu stendur fram til 20.
september. —ká