Þjóðviljinn - 08.09.1981, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 08.09.1981, Qupperneq 16
DMÐVIUINN Þriðjudagur 8. september 1981 ! Bráðabirgða- samkomulag um Jan Mayen Dönsk og færeysk skip veiða áfram Slæmar fréttir segir Steingrímur Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra sagði i stuttu samtali við Þjóðviij- ann I gærkvöld, að hann harmaði það samkomuiag, sem fulltrúar Dana og Norðmanna náðu i gær um ioðnudeiiuna við Jan Mayen. Sér hefði fundist eðlilegast að skipin færu út af umdeildu svæði meðan samið væri. Samkvæmt fréttum frá Oslð er samkomulagið til bráðabirgða. Það leyfir dönskum og færeyskum skipum aö veiða áfram á hinu umdeilda svæði gegn þvf að ekki verði send fleiri skip á vettvang. Fulltrúar norskrar útgeröar eru óánægðir með þetta og finnst eins og Steingrfmi Hermannssyni, að ekki eigi að veiða á umdeildu svæði fyrr en samkomulag hefur náðst. Norðmenn eru ekki að veiöum núna, vegna þess að þeir eru búnir meö sinn loðnukvóta og þar meö er veriö að veiða umfram það sem m .a. haföi verið gert ráö fyrir i samkomulagi Islend- inga og Norömanna viö Jan Mayen. Þaö er þviekki nema von að Steingrlmur Hermannsson segöi fyrr- greindar fréttír valda sér vonbrigðum. Mæðgín létust Hörmulegt slys varð á Grinda- vfkurvegi, á móts við Seltjörn, s.l. laugardagsmorgun. Mæðgin, tæplega tvitug kona úr Grindavfk og hálfs annars árs sonur hennar, létust þegar bifreið sem konan stýröi fór út af vegin- um. Mæðginin köstuðust út úr bif- reiðinni og létust samstundis, en systursonur konunnar, tveggja ára gamall, slapplittmeiddur frá slysinu. Sjónarvottar voru að slysinu i bfl sem ók næst á eftir. Konan sem lést hét Jóna Auöur Guðmundsdóttir búsett i Grindavik og sonur hennar Viktor Sigurðsson. Dauðaslys 5 umferðinni: 6 hafa látist á einum mánuöi 6 Islendingar hafa látist i um- feröarslysum á siöustu fjórum vikum, en alls hafa 15 látist þaö sem af er árinu í 13 umferðarslys- um. Samkvæmt upplýsingum Um- feröarráös létust tveir f umferð- arslysum í ágúst mánuði á sfð- asta ári, en 27 dauðsföll uröu i umferðinni 1980. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná I afgreiöslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur slmá 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 5SS5,. : o _ Nýkjörin stjórn Stéttarsambands bænda. Frá v. Gisli Andrésson, Þórarinn Þorvaidsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Magnús Sigurösson, Þorsteinn Geirsson, Ingi Tryggvason, Böðvar Pálsson. Mynd, jjd Stéttarsamband bænda:- Ingi Tryggvason kosinn f ormaður A skyndifundi nýkjörinnar stjórnar Stéttarsambands bænda norður I Laugaskóla árla á sunnu- dagsmorguninn var Ingi Tryggvason kjörinn formaður Stéttarsambandsins. Hafði Gunnar Guðbjartsson, sem gengt hefur formennsku i Stéttarsam- bandinu I 18 ár, óskað eftir að veröa leystur frá þvi starfi, og hverfur hann jafnframt úr stjórn sambandsins. Hinn nýkjörni formaður Stéttarsambandsins, Ingi Tryggvason, er fæddur aö Litlu - Laugum i Reykjadal, 14. febr. 1921 sonur þeirra Tryggva Sig- tryggssonar, bónda að Laugabóli i Reykjadai og Unnar Sigurjóns- dóttur, skálds Friðjónssonar. Ingi er kvæntur Onnur Þorsteins- dóttur frá Götu á Arskógsströnd. Ingi Tryggvason er kennari að menntun og stundaði kennslu meira og minna allt til ársins 1970, jafnframt þvi sem hann rak búskap að Kárhóli i Reykjadal. Hann átti sæti á Alþingi um skeiö. Ingi Tryggvason hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir fslenska bændur og m.a. setið i stjórn Stéttarsambandsins um árabil. Hann gjörþekkir áhuga- hagsmuna- og vandamál bændastéttarinnar og er þvi vel i stakk búinn til þess að gegna þvi ábyrgðarmikla og vandasama starfi, sem hann hefur nú tekist á hendur. — mhg arinn bundinn við bryggju: Atvinnu líf samt í blóma Togarinn Rauðinúpur liggur bundinn við bryggju á Raufarhöfn og frystihúsið Jökull er ennþá lokað. 1 vik- unnivar haidinn fundur með forsvarsmönnum frystihúss- ins, þingmönnum kjördæm- isins og fulltrúum Lands- bankans. Búist er við ein- hverjum aögerðum til að- stoðar fljótlega. Atvinnulff stendur að öðru ieyti í tölu- verðum blóma á Raufarhöfn. Lokun frystihússins kemur aðallega niður á konum sem þar vinna. Loðnubræðsla er I fullum gangi og margir bátar leggja upp hjá fyrirtækinu Fiskavik sem er með skreiöarverkun og saltfiskvinnslu á sinum vegum. Bátarnir sem lögðu upp hjá Jökli hafa landað á Kópaskeri en þar mega þeir landa sex tonnum á dag fram undir miðjan september en þá hefst slátrun á Kópaskeri. Þá kemur lokunin til með að bitna á bátunum. A Raufar- höfn er einnig rekin sauma- stofaog hafa margir atvinnu af henni. Nú liggur semsagt togarinn bundinn við bryggju, en þó eru menn á höttunum eftir nýjum togara tilviðbótar þar Ibyggðarlag- inu. Guðm./LIney/óg Könnun á ástandi ogútbreiðslu fiskiseiða: 1981 árgangur þorsks, ýsu og loðnu með lélegasta mótí I siðustu viku iauk ár- legri könnun Hafrann- sóknastof nunarinnar á fjölda og útbreiðslu fisk- seiða> en henni var einkum ætlað að veita fyrstu vitn- eskju unf árgangastyrk- leika þorsks/ ýsu, loðnu og karfa. Slikar athuganir hafa farið fram á ári hverju síðan 1970. Tvö skip voru notuð til rannsókn- anna nú, Árni Friðriksson og Hafþór og voru leiðang- ursstjórar Hjálmar Vil- hjálmsson og Vilhelmina Vilhjálmsdóttir. Niðurstööur eru ekki sérlega ánægjulegar. Heiti sjórinn úti fyrir Suður- og Vesturlandi hefur verið I meðallagi heitur i sumar en hans hefur alls ekki gætt fyrir Norðurlandi að þvi er segir I frétt frá Hafrannsóknastofnun. Sjór fyrir norðan hefur verið sem vet- ur væri, bæði hvað varöar seltu og hitastig i sumar. Þetta hefur áhrif á dreifingu og styrkleika fisk- seiða. Fjöldi þorskseiða var litlu meiri en mældist árið 1974, en það er lélegasti árgangur frá þvi að þessar árlegu rannsóknir hófust. Sama máli gegnir um ýsuna. Þetta á við um Norðurlandssvæö- ið, en þorsk- og ýsuseiði voru vel á sig komin fyrir vestan land. I heild er þó reiknaö með að 1981 árgangur af þorski og ýsu verði lélegur. Fjöldi loðnuseiða var með minnsta móti, eða svipaöur og 1978, en sá árgangur var mjög lé- legur. Seiðin reyndust þó stór og vel á sig komin. Karfaseiði voru útbreidd og ár- gangurinn virðist i góðu meðal- lagi. Þá bar mikið á grálúðu og útbreiösla hennar meiri en oftast áður. —j j Félagslegar ibúðir: j Avinningar baráttunnar Hvað eftir annað held- ■ ur Morgunblaðið þvi | fram að Sigurjón Péturs- ■ son og Alþýðubandalagið I hafi þá stefnu í húsnæðis- ■ málum Reykvíkinga að I taka íbúðir af fólki I" leigunámi. Þetta er að sjálfsögðu rangt. Alþýðu- j bandalagið og Sigurjón * Pétursson hafa komið | fram með þá hugmynd ^meðal margra annarra, að íbúðir sem hafa staðið auðar langtímum saman verði teknar leigunámi. Svipað er um málf lutning sama blaðs um lóðaút- hlutanir í Reykjavík, en samkvæmt lygamyllunni eiga Alþýðubandalags- menn að hafa stöðvað lóðaúthlutanir í borginni á síðustu árum. Þessi kúnstuga fuilyrðing læðist stundum út úr borgar- stjóraefni ihaidsins Daviö Oddssyni. Hann segir: „siðustu tvö kjörtimabil sem Sjálfstæðis- flokkurinn stjórnaði var lóðum fyrir 752 ibúöir úthlutað að meðaltali á ári”. Og að slðan hafi þessi tala fallið niður I 368 i tið vinstri flokkanna I borgar- stjórn. I fyrsta lagi segja þessar tölur ekkert um „ágæti” ihalds- ins. Það er verkalýðshreyfingin og flokkur hennar sem hafa bar- ist fyrir þvi siðustu áratugi að leysa húsnæðisvanda Reykvik- inga og annarra. Það er verka- lýðshreyfingin sem stóð I ströngu með verkföllum og póli- tiskri harðfylgni að fá ióðir og semja um byggingar þúsunda ibúða. Það skýtur þvi skökku við þegar að Ihaldiö fer að gorta sig af félagslegum ávinningum verkalýðshreyfingarinnar. I öðru lagi þá var 411 Ibúðalóðum úthlutað að meðaltali á ári frá 1979 til 1981 og til samanburðar var 472 lóðum úthlutað á ári á siöasta kjörtimabili Ihaldsins. Avinningar verkalýðshreyf- ingarinnar og flokks hennar hafa náðst I stríði við Ihaldið og alla þess pótintáta. Þeir hafa ekki efni á að gorta sig af sigr- um verkalýðshreyfingarinnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.