Þjóðviljinn - 21.10.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.10.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. október 1981 Myndirnar hér á siDunni eru af kennurum og nemendum á námskeiDi Blissnefndarinnar. Ahuginn og einbeitnin leynir sér ekki. — Ljósm. -eik. Höfum séð mikinn árangur Rætt við íslensku Blissnefndina um starf þeirra með talhamlaða Ég hef séð mikinn á- rangur í mínu starfi þessi tvö ár, sem ég hef unnið með þetta kerf i. Ég get því hiklaust mælt með þessari aðferð til handa öllum, sem vinna með tal- og hreyfihömluð börn." Sú sem þetta mælir heitir Guð- rún Arnadóttir og við tókum hana tali i Norræna húsinu sl. fimmtu- dag. Hún er I islensku Blissnefnd- inni, en félagar i henni héldu námskeiö I siðustu viku fyrir kennara og þjálfara tal- og hreyfihamlaðs fólks. Þetta er I annaö sinn, sem slikt námskeið er haldiö hér á landi — hið fyrra fór fram fyrir tveimur árum. Þá voru þaö Sviar sem sáu að öllu leyti um kennslu á námskeiöinu, en Islenska Blissnefndin þurfti i þetta sinn aöeins á einum utanað- komandi sérfræðingi aö halda. Nefndina skipa nú tveir iðjuþjálf- ar, tveir talkennarar og einn sér- kennari. Guðrún Árnadóttir er einn iðjuþjálfanna. En hvað er is- lenska Blissnefndin? Alþjóðlegt merkjamál „Nefndin ber þetta heiti sökum þess aö við erum þarna að vinna með kerfi, sem heitir Blisskerfi. Höfundur þess hét Charles Bliss og viö hann er kerfið kennt. Bliss fæddist i Austurriki árið 1897 og ólst upp i umhverfi, þar sem mörg tungumál voru töluð. Hann sá, aö þetta leiddi til náms- örðugleika og torvaldaöi mannleg samskipti. A árunum 1942-49 vann hann aö þvi aö búa til þessi tákn, sem hann hugsaði sem alþjóölegt merkjamál, eitthvað svipað og Esperanto var hugsaö sem al- þjóðlegt tungumál. Hann gaf sið- an út bók sina „Semantography” árið 1949.” Kanadamenn uppgötva táknin Bókin vakti hins vegar ekki mikla athygli nema þá helst með- al nokkurra fræðimanna, og Blisskerfið lá þvi i gleymskunnar dái þar til kennarar og þjálfarar tal- og hreyfihamlaðra barna i Kanada rákust á bókina mörgum árum siðar. Þeir tóku hana upp á arma sina — og þótti árangurinn undraverður. Bliss var boðið að koma, og kenndi hann siðan hóp- num aö nota kerfið. Blisskerfið barst siöan til Sviþjóöar og var tekið þar til notkunar við kennslu slikra barna. Stofnendur islensku Blissnefndarinnar komust i kynni við kerfið i námi, ýmist i Kanada eða Sviþjóö. Hingað fluttu þau svo þekkinguna með sér og hófu nám- skeiðahald áriö 1979, eins og áður sagði. Fyrra námskeiöiö sóttu 35 en i þetta sinn 41. Guðrún kvað nefndina vona, að unnt yröi að halda slikt námskeið sem fyrst aftur, helst einu sinni á ári, hið minnsta. En hér stendur á fjár- magni, eins og svo oft. Kennara- háskóli Islands hefur staðið fyrir kostnaöi við námskeiðið og einnig fékk nefndin styrk frá Mennta- málaráðuneytinu. En öll vinnan er sjálfboðavinna og hjálpartækin af skornum skammti. „Fram- haidið veltur þvi allt á f jármagn- inu,” segir Guðrún. Blisstáknin veita mikla möguleika En þá eru það Blisstáknin. Fyr- ir fáfróða blaöamenn eru þetta allt meira og minna einhver huldutákn. En Guörún segir þetta ósköp einfalt. „Auövitað tekur tima að kynna sér táknin, en þegár það er búið veitfr það mjög mikla tjáningar- möguleika. Árangurinn er þegar farinn að koma i ljós hér á landi meðal þeirra, sem hafa getað not- glaður \ / það þessi hérna maður kona Tákn Opnar jafnvel sjálfhverfum möguleika að sér táknin. En þaö eru hins vegar ekki allir sem geta þaö, og þvi er þetta engin allsherjarlausn fyrir alla talhamlaða.” Allir þekkja fingramál heyrn- leysingja, en sárafáir þeirra sem fæðast með heilaskemmdir þann- ig að talhömlun er veruleg og eru hreyfihamlaðir, að auki, hafa þann hreyfimátt, sem þarf til að tjá sig með fingramáli. Fatlaðir, sem kunna að lesa og skrifa, geta tjáð sig með skrift eöa orða- eða bókstafstöflu. Þessi aðferð kemur þó oft að litlu gagni, þvi mjög timafrekt er fyrir hreyfihamlaða aö stafa skilaboö, bókstaf fyrir bókstaf. Þessi tjáningarmáti krefst einnig mikillar þolinmæði afviðmælendum. Sárafáir þeirra, sem ómálga eru frá barnsaldri vegna heilaskaða, geta lært að lesa og skrifa svo vel að nægi til að tjá sig. Bókstafirnir virðast alltof óhlutbundnir til að slik börn nemi þá. Hér geta Blisstáknin komið aö gagni, þvi þau eru hlut- bundin. Blisstáknin byggjast á sjónlæg- um hugmyndum og skiptast i nokkra flokka: myndræn tákn — likjast þvi, sem þau tákna; hugmyndatengd tákn — tákna hið huglæga; velþekkt alþjóöleg tákn (svo sem ?, + ); tákn, sem Bliss bjó til. Hér eru sýnd nokkur dæmi um Blisstáknin. En hverjir geta þá haft gagn af Blisstáknum ? Samkvæmt upplýsingum frá islensku Bliss- nefndinni munu fæðast að jafnaði á íslandi á hverjum 2 árum 3 börn með varanlegar heilaskemmdir vegna áfalla á fósturskeiði, við sjálfa fæðinguna eða á fyrstu tveimur æviárunum. Hjá þessum börnúm koma fram margs konar talörðugleikar, allt frá minni- háttar málhelti upp i fullkomið málleysi. Svipaðra einkenna get- ur einnig orðiö vart hjá fullorðn- um sem afleiðing af sýkingu, heilablæðingu og ýmissa slysa. Þessu fólki öllu geta Blisstáknin hugsanlega opnað nýja mögu- leika i tjáningarmáta. Blissnefndarmenn fullyrða einnig, að jafnvel vangefnir geti haft not af Blissták'nunum — auka megi tjáningarmöguleika slikra einstaklinga með þvi að nota táknin með öðrum tjáningar- aðferöum, t.d. myndum og bend- ingum. Þá er einnig hugsanlegt, að sjálfhverfir (autistiskir) einstaklingar geti haft gagn af táknunum. „En það er auðvitað nokkuð mismunandi frá einum manni til annars hvernig útkom- an verður.” Framhaldlð veltur á f jármagni Ekki geta allir notfært sér tákn- in, t.d. þeir sem eru verulega greindarskertir eða það hreyfi- eða taihamlaðir að kerfiö kemur ekki að gagni. En það er aldrei hægt að úrskurða um það fyrirfram — menn þurfa að feta sig áfram og prófa alla möguleika. Eins og er hamlar tækja- og fjármagns- skortur öllu okkar starfi. Draum- ur okkar er sá að koma á fót hjálpar tækjabanka aö grein- ingarstöðinni i Kjarvalshúsinu, þar sem unnt yrði að prófa hvað kæmi hverjum einstaklingi að bestum notum, þannig að hægt sé að panta fyrir hann tæki. Lionsfélagið á Seltjarnarnesi gaf nefndinni þau tæki, sem notuð voru á námskeiöinu. Hins vegar skortir verulega á, að draumur- inn um Blissbankann geti orðið að veruleika. Islenska Blissnefndin er ekki i vafa um, að tákn þessi, sem Austurrikismaðurinn Charles Bliss færði heiminum, séu gagnleg i meira lagi. Sumir talhamlaðir geta lært að tala eftir þessu kerfi, aðrir læra að lesa og tjá sig betur, en öllum, sem kerfiö henta á annaö borð, lærist að tjá sig betur. Það er þvi vonandi að starfið geti haldið áfram, og það / af fullum þrótti. — ast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.