Þjóðviljinn - 22.10.1981, Side 2

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1981 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍð Nú vantar mig aftur nýjan fótbolta. Hvort ætti ég að biðja guð/ skrifa jólasveininum eða hringja í ömmu? Þjófar ógna almennings- Nýlega afhenti Norman Acton abalframkvæmdastjóri Alþjóölegu endurhæfingarsamtakanna (Rehabilatation International) Forseta tslands, Vigdlsi Finnbogadóttur. stefnuyfirlýsingu samtakanna fyr- ir 9. áratuginn í málefnum fatlaöra. Þessi mynd var tekin viö þaö tækifæri en viöstaddir athöfnina voru forystumenn ýmissa samtaka fatlaöra hér á landi, starfsmenn ráöuneyta og féiagsmálaráöberra. Mynd þessi var tekin viö þetta tækifæri. 37 ökumenn voru 14 ára og yngri Þaö sem af er þessu ári hafa orðið 16 dauöaslys I umferöinni, en á sama tima i fyrra, mánuö- ina jan.—sept., uröu alls 21 dauöaslys. Alls hafa 508 manns slasast i umferöinni fram til 1. október (529 á sama tlma i fyrra). 1 skýrslu Umferðarráðs um bráðabirgðaskráningu umferð- arslysa meö meiöslum segir ennfremur, að slysin flokkist þannig (tölur frá 1980 innan sviga): árekstrar 169 (179), ekiö á gangandi 96 (104), ekiö á dýr/hluti8 (1), ekið út af vegi 92 (116). Börn á aldrinum 0—14 ára, sem fyrir slysi urðu voru 119 talsins (105), þar af 38 á aldr- inum 0—16 ára (37). Fólksbif- reiðar áttu aðild að 334 slysanna (368) en reiðhjól 49 (37) Athygli vekur, aö 37 öku- manna, sem aöild áttu aö um- ferðarslysum voru aöeins 14 ára og þaöan af yngri, og þeir voru 30 á sama tlma i fyrra. 31 öku- menn voru 15—16 ára (53 I fyrra). Betri er bænasöngur en blek- svart kók aö morgni! ,Fannst ég alltaf I vera hestur sjálf" stgir Kollmm Arisf jáusiloffir Það er ekki aö spyrja af þess- um norðlendingum... Úrklippa úr Degi þeirra Noröanmanna. bókasöfnum 1 Bandarikjunum færast nú stuldir á sjaldgæfum bókum á bókasöfnum mjög i vöxt, og vekur þaö aö vonum ugg i brjósii bókasafnsmanna þar i landi. Þaö er aö visu engin ný bóla, aö menn stingi á sig sjald- gæfum eintökum bóka, en nú á timum niöurskuröar I Banda- rikjunum er erfiöara aö stemma stigu viö þessu en áöur, þvi fé vantar til öryggisvörslu. 1 mörgum bókasöfnum hefur verið komið upp rafeindabúnaði sem kemur upp um menn sem ætla að lauma bókum framhjá safnvörðunum. Inn í allar bæk- ur er stungiö litlum renningi, sem setur búnaðinn af stað um leið og gengið er út úr safninu. Renninginn eiga bókaverðinir að f jarlægja um leið og bækurn- ar eru stimplaöar. Þetta þykir þó ekki alls kostar fullnægjandi aöferö, og þvi hafa sum söfn veitt miklu fé af naumum tekju- stofnum sinum i enn frekari búnað. Almenningsbókasafnið i Chicago hefur t.d. komið sér upp búnaði fyrir 1.7 milljónir dollara, en á árunum 1979 til 1981 hirtu þjófar bækur fyrir 2 milljónir dala. Háskólabóka- safnið i Pennsylvaniu segir, að öryggisbúnaður þess hafi lækk- aö þjófnaði um 39% og borgað sig þannig upp á 38 mánuðum. Þessi mikli öryggisbúnaður veldur notendum safnanna aö sjálfsögðu nokkrum óþægindum, og þá vaknar sú spurning hvort tilgangi almenningssafna sé ekki hreinlega stefnt i voða. Princeton háskólinn hefur geng- iö svo langt að tilkynna að vegna þjófnaðaröldu sjái for- ráöamenn safnsins sér ekki annað fært en að loka safninu næsta ár, öllum nema stúdent- um og starfsliöi háskólans. \ \ < \ ■Q- O © Bulls Hæ! Ertu nú einsog vant er, aö vinna þér inn peninga meö öllum fimm skynfærunum? Hversvegna fimm þegar lyktarskyniö nægir? Rætt við Unni Kristjánsdóttur formann Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins ,,Auka þarf þátttöku unga fólksins” „Við erum núna einmitt aö undirhúa ráöstefnu ungra AI- þýöubandalagsmanna. Þaö er verið aö senda út bréf til for- manna féiaganna um allt land og kynna þessa ráðstefnu”, sagði Unnur Kristjánsdóttir for- maöur Æskulýðsnefndar Al- þýðubandalagsins f viötali viö blaðið. „Þessi ráðstefna verður hald- in dagana 7. og 8. nðivember næst- komandi. Hún verður haldin i Sóknarsalnum hér við Freyju- götu og verður byrjað kl. 13.00 á laugardag. Þar verður gerð grein fyrir störfum Æskulýðs- nefndarinnar siðastliðið ár og siðan verða hópumræður þar sem tillögur verða samdar og ræddar. Flokkstarfið kemur þar til umræðu, ekki sist með tilliti til ungs fólks i flokknum. Þá verður fjallað um stefnu flokks- ins í æskulýösmálum. A laugar- dagskvöldiö verður svo kvöld- vaka og veröa ýmis skemmtiat- riði á boðstólum. Meöal annars mun fiðlusveit undir stjórn Wilmu Young leika þar og syngja þjóðlög frá Hjaltlands- eyjum og Skotlandi og ýmis baráttulög.” NU ber þessa ráðstefnu upp á rússneska byltingardaginn. A ekki að minnast hans? „Við munum minnast rUss- nesku byltingarinnar i þessari dagskrá. Þaö er ekki enn ljóst hver gerir það, en það kemur i ljós.” Verður ekki dansur aftani'? ,,Það verða bæði veitingar og svo að sjálfsögðu stiginn dans, allt eftir smekk og löngun.” Hvað ætlið þið að gera á sunnudaginn? „Dagskráin á sunnudaginn hefst kl. 9,30. Þá munu gestir ráðstefnunnar flytja ræður sin- ar. Viö höfum boöið tveimur á- gætum fulltrúum erlendis frá. Það eru fulltrúi frá Unga Þjóð- veldisflokknum i Færeyjum og fulltrúi frá Siumut ftokknum á Grænlandi. Eftir hádegið er meiningin að hópar geri grein fyrir sinum tillögum og svo verða þærræddar og afgreiddar i framhaldi af þvi. 1 lokin verður svo gengið til kosninga.” „Megintilgangurinn með þessari ráðstefnu er að reyna að efla starf æskufólks i flokknum, en það hefur verið alltof litið hingað til. Er þvi mikilvægt að fólk fjölmenni á ráðstefnuna til þess að taka þátt i þeirri um- ræðu og stefnumótun.” Viltu koma einhverjum prakt- iskum upplýsingum á framfæri varðandi ráðstefnuna? ,,Já,ég vil benda fólki á að við munum hér á flokksskrifstof- unni aðstoða við útvegun hús- næðis ef þörf krefur. Þá vil ég minna fólk á að tilkynna þátt- töku sina i sima skrifstofunnar, sem er 17500. Dagskráin verður svo auglýsti Þjóðviljanum núna næstu daga,” sagði Unnur Kristjánsdóttir að siðustu. — Svkr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.