Þjóðviljinn - 03.12.1981, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 03.12.1981, Qupperneq 4
4 StÐA• — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. desember 1981.. UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag újóftvjljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. Fréttastjórí: Áifheiöur Ingadóttir. úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Auöur Stýrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. llandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriöur Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Gúöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Annéy B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavík, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Vonbrigðakjör • Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik var ekkert glæsiupphaf á kosningabaráttu flokks- ins. Þúsundir flokksbundinna sátu heima og skiptu sér ekki af þvi. Miðað við fokdýra auglýs- ingamennsku frambjóðenda, og allan þann fjölda sem gekk i flokkinn til þess að hefna harma Alberts Guðmundssonar, verður ekki önnur ályktun dregin en sú, að stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins i borginni hafi ekki þótt sérlega áhugavert að velja milli þeirra sem i framboði voru. Davið Oddsson segir að það sé mikill at- burður þegar 6000 manns komi saman til þess að velja á lista. Nokkuð er til i þvi, en hann hefði verið stærri ef 90% flokksbundina hefðu mætt i prófkjör i stað 65%, og ef 11 þúsund manns hefðu tekið þátt i kjörinu eins og siðast i opnu prófkjöri. Og atburðurinn minnkar enn þegar þess er gætt að Sjálfstæðisflokkurinn verður að fá 25 þúsund atkvæði i Reykjavik til þess að ná þar meirihluta i borgarstjórn á ný. • Engin afgerandi úrslit fengust i prófkjörinu á þvi álitamáli Sjálfstæðismanna i Reykjavik, hver leiða skuli borgarmálin af þeirra hálfu, hvert eigi að vera borgarstjóraefnið. Sáralitill munur er á efstu mönnum, og enda þótt Davið Oddsson sé kokhraustur er sigur hans svo naumur að hann verður ekki túlkaður sem ótvirætt forystuumboð til hans frá Sjálfstæðismönnum i Reykjavik. Hann hefur reynt að bæta sér það upp með hroka- fullum ummælum i fjölmiðlum, þar sem hann segir að sú staðhæfing Alberts Guðmundssonar að flokksmaskinan hafi unnið gegn sér, sé hreint bull. Áður hefur komið fram hjá Davið Oddssyni að það sé nánast brandari að nefna Albert sem hugsanlegt borgarstjóraefni. Málið sé þegar út- kljáð. • Albert kemur snertur en ósár út úr einvigis- skylmingunni við Davið, og var þó prófkjörinu lokað til þess að koma höggi á þann fyrrnefnda. En enginn sem fylgst hefur með orðahnippingum þeirra hólmgöngumanna þarf að fara i grafgötur um það, að milli þeirra verður seint friður. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn i borgarmálum jafnt sem i landsmálunum. Lafi þeir saman Albert og Davið verður framboðið tvi eða þriklof- ið i einum flokki. • Aðeins ein kona hafnaði i óhagganlegu sæti á framboðslista i prófkjörinu, og fékk meira en helming greiddra atkvæða. Með góðum vilja og mikilli trú á sigurmöguleika Sjálfstæðisflokksins má halda þvi fram að konan i tiunda sætinu eigi möguleika á að ná inn i borgarstjórn, verði borgarfulltrúum fjölgað i 21. Jafnréttissjónar- miðið beið lægri hlut i hinni hatrömmu baráttu fylkinganna innan Sjálfstæðisflokksins. • Frambjóðendur i prófkjörinu voru fáir, flest- ir úr innsta hringnum og breiddin litil. Þátttakan og úrslitin gera Sjálfstæðismenn ekki sigur- stranglega i borginni. Það skynjuðu tveir menn „ sem létu sig vanta i prófkjörið. Birgir Isleifur og Ólafur B. Thors flúðu af hólmi. Þeir vildu ekki láta það henda sig að tapa borginni tvisvar. —ekh . Sáluhjálp A þeim timum þegar furðu I margir virðast telja það I sáluhjálparatriði að marg- • falda sjónvarpsgláp og I myndbandanotkun og likja I miklu framboði á sliku við I sjálft frelsið og gott ef ekki ■ mannréttindaskrár — þá I getur verið hressing aö I heyra i efasemdarmönnum. I Eins og Dan þeim Greenberg • sem segir frá i nýju hefti is- I lensks timarits. Atvinnuleysi heilans Þar segir svo i endursögn • á grein eftir Greenberg: Þá nefnir hann að banda-,.| riskir skólakrakkar verji nú | mun lengri tima i sjónvarps- • gláp en til skólasetu og I heimavinnu. I stað heima- I vinnu séu jafnvel sérstakir ] sjónvarpsþættir. Bóklestur • heyri til undantekninga hjá I stórum hluta almennings. I Allt beri þetta að sama | grunni, — að minnka þörfina ■ fyrir hugsun, jafnvel mynda- I blööin, sem bandariskir ung- I lingar lágu i hér fyrr á árum I eru á hröðu undanhaldi fyrir ■ sjónvarpsglápi. Þaö þýðir að I ekki þarf einu sinni að hafa I fyrir þvi að lesa, eða fletta ( lengur: Allt stefnir aö hvild • hugans. Þar með telur Dan Green I sig hafa fært nægileg rök | fyrir þvi að það sé af og frá ■ að „Holl sé hugarró”. Þegar I tæknin fari að hugsa fyrir I okkur geti varla farið öðru- | visi en hjá Bandarikjamönn- ■ um: Heimskan vex I jöfnu I hlutfalli við atvinnuleysi heil- I ans. I Kannski halda menn að • þetta hafi birst I einhverju I róttæklingariti. Nei, svo er | reyndar ekki, þetta er úr I timaritinu Frjálsri verslun. ■ Málgagni sem að öðru jöfnu I fær aldrei nóg af myndefni I inn á hvert heimili. En eins I og þar segir: það er sama • hvaðan gott kemur. I Alltof námfásir; Sumir munu að visu halda þvi fram, að sú „tækni- brjálun” sem fyrrgreindur Greenberg talar um i grein sinni sé ekki beinlinis á dag- skrá hér vegna þess hve langt við eigum i land með ofneyslu á myndefni. Má vera. En gái menn að þvi, aö engin þjóö virðist i jafn rikum mæli „tæknibrjáluð” og við i þeim skilningi, að þegar einhver skriða er af stað farin gengur hún miklu hraðar hér en annarsstaöar. Hvergi keyptu menn sjón- varpstæki hraðar, hvergi voru menn eins fljótir aö fá sér litasjónvarp — og nú ætla mörlandar að slá öll met I myndbandavæöingu... klippt Þásundkallinn japanski Þegar klippari var i New York á dögunum voru tvö inn- anlandsatvik öðrum fremur á milli tannanna á landsfólkinu. Annaö var sú uppákoma að sjálfur öryggismálaráðherra forsetans, Allen, haföi fengið i Þetta varö aö sjálfsögðu hinn mesti hvellur, David Stockman var tekinn til bæna og bauöst til að segja af sér. Hann mun samt sitja áfram. í vondu hási Lane Kirkland, forseti verka- lýössambandsins AFL-CIO vék að þessu máli á hundraðasta þingi samtakanna, sem haldiö var I New York þessa daga. Hann talaði skemmtilega og dá- litið i stil viö Islenska stjórn- málafundi eins og þeir áður geröust. Hann hafði ekki mikla Hér látum við Kirkland verkalýösforseta horfa á Stockman sem hefur fengið hirtingu hjá Reagan fyrir lausmælgi um „hóruhús efnahagsmála”. vasann þúsund dollara frá jap- önskum blaöamanni I þakklæt- isskyni fyrir aö koma á viötali hans við Nancy Reagan forseta- frú. Og menn spurðu undrandi: hvaöa klaufaskapur er það aö háttsettur embættismaður lætur hanka sig á skitnum þúsund dollurum? Ég lagöi þessa spurningu fyrir smábisness- mann frá Kanada og hann svar- aði: Blessaöur vertu — það er sama hvað menn eru rikir, þeir eru grátfegnir hverjum tikalli sem þeir fá fyrir ekkert! Láttu mig þekkja þá. Bull og vitleysa Hitt máliö var svo bersögli David Stockmans, sem haföi i samtali við kunningja frá tima- ritinu Atlantic Monthly gerst hreinskilinn og opinskár um frammistööu Reaganstjórnar- innar i efnahagsmálum. Stock- man þekkir þessa hluti manna best, þvi hann stjórnar fjárlaga- gerö fyrir Reaganstjórnina. Stockman sagði i samtali þessu margt merkilegt. Hann viöurkenndi að þær tölur sem stjórnin væri að leika sér meö væru óraunhæfar. Að niöur- skurður rikisútgjalda væri álika marktækur og aö maður úti á labbi sveiflaði staf og segöist hafa lækkaö hitastigiö i loftinu. Um útgjöld til hermála sagöi hann, að hjá hermálaráðuneyt- inu væri allt i sukki og fábjána- skap — vel mætti þar spara 10 - 30 miljaröi dollara án þess það kæmi aö sök, en herforingjarnir væru gráðugir og hefðu frelsi til aö skrifa undir hvaða tékk sem væri. Og hann vlsaöi á bug þeirri eftirlætiskenningu Reag- ans sem segir, aö þegar lækkaö- ir séu skattar, þá örvist fjárfest- ingar að þvi marki að innan skamms fái rikið meiri tekjur en áöur á lækkaöri skattpró- sentu. Þetta kallaöi Stockman nú „Trójuhest”, sem ekki sé ætlaö annaö en blekkja fólk og fá þaö til aö sætta sig viö skatta- lækkanir hjá þeim riku. samúö með Stockman, sem heföi verið „innanhússkreytir þessa efnahagslega hóruhúss” eins og hann komst að orði. Nú þegar allt er uppvist, hélt hann áfram, þá vantar ekki útskýr- ingarnar. „Hann (Stockman) var barasta sá sem spilaði á pianóið i setustofunni. Hann vissi aldrei hvað fór fram uppi á lofti”. Grádugir ríkisbubbar Kirkland var afar reiður Reaganstjórninni og það var i fyrsta sinn nú aö forseti lands- ins og hans flokkur kemur hvergi nálægt þingi AFL-CIO. Kirkland sagði, að Reagan heföi sýnt verkalýönum „kalt hjarta og haröan hnefa” og spurði: hvar er afgangurinn af honum? I þvi sambandi taldi Kirkland upp uggvænleg tiöindi um mikið atvinnuleysi, niðurskurð á fé- lagslegri samhjálp — meöan fé væri dælt I „gráöuga rikisbubba I nafni frumkvæðis”. Bandarisku verkalýðssam- tökin hafa aö sönnu aldrei verið þekkt fyrir róttækni: sum verkalýðsfélög hafa verið hörö I kjarabaráttu, en hinn pólitíski þáttur hefur verið vanræktur ef ekki beinlinis litinn hornauga — af ótta viö „rauöu hættuna”. Hitt er svo annaö mál, aö AFL-CIO mun ekki veita af póli- tiskri hressingu um þessar mundir. Atvinnuleysiö hefur leikiö félögin grátt og meðlimum þeirra hefur fækkað. I nýlegri yfirlitsgrein er um það rætt, að kapitalistar vilji nú, I skjóli Reagans, hefja gagnsókn — og ráöast þá sérstaklega gegn ýmsum félagslegum friöindum verkafólks. Heimta jafnvel kauplækkun. Kreppan og þá lik- lega fyrri yfirsjónir banda- riskra verkalýðssamtaka leiða nú til þess, aö nú eru það at- vinnurekendur sem gera kröfur um kjarabætur sértil handa. Og mótaðilinn er i varnarstööu... 09 skorio

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.