Þjóðviljinn - 03.12.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.12.1981, Blaðsíða 10
1Ö SÍÐ’a — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. desember 1981. BREFSKAK/2 LANDSKEPPNIR Yfirburða sigrar á Norðmönnum og Skotum í uppsiglingu i þessum þætti er ætlunin að gera grein fyrir stöðu mála í lands- keppnum islenskra bréfaskákmanna. Árangurinn hefur verið með eindæmum góður frá upphaf i/ en ekki eru mörg ár á bak við ísienska bréfskákhefð. Fyrsta landskeppnin var viö Svia, en þeir eru á meöal sterk- ustu bréfskákþjóöa heims, en þrátt fyrir þaö geröu þeir ekki meira en aö merja sigur á okk- ur. Næstir á dagskránni voru Finnar, sem máttu þola stórtap, 31 vinningur okkar gegn 19 vinn- ingum þeirra! Þá erum viö komin aö þeim landskeppnum sem nú eru i gangi. Skotar Landskeppnin viö Norömenn hófst voriö 1979 og er nú langt komin. Viö fengum þær upp- lýsingar hjá Bjarna Magnús- syni, liösstjóra islensku sveitar- innar, aö íslenska sveitin hefur nú hlotiö 19.5 vinninga gegn 9.5 Norömanna. Tiu vinninga for- skot þegar ellefu skákum er ólokiö. Þeir sem unniö hafa tvö- falt eru: Jón Pálsson, Askell Örn Kárason, Jörundur Þóröar- son og Jón JóhannessonTeflt er á 20 borbum, 40 skákir ails. Norðmenn I keppninni viö Skota er teflt á 25 boröum, eöa alls 50 skákir. Jón Pálsson liösstjóri, lét okkur i té stööuna eins og hún er i dag. Aöeins tólf skákum er ólokiö og standa leikar þannig aö Is- lendingar hafa hlotiö 25 vinn- inga en Skotar 13 vinninga. Ekki þarf þvi nema hálfan vinning til aö innsigla sigurinn. Þeir sem unnib hafa tvöfalt gegn Skotum eru: Þóröur Egils- son, Harvey Georgsson, Gunnar Finnlaugsson, Jón Jóhannes- son, Þóröur Þóröarson, Þórir Sæmundsson, Birgir Karlsson og Agúst Karlsson. Keppni lýkur 31. des. n.k. og veröa þær skákir sem þá er ólokiö settar i dóm. Hér er ein fjörug viöureign úr þessari keppni. Hvitt: Gunnar Finnlaugsson Svart: W.G. Brady Skikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bc4 e6 7. Bb3 a6 8. Be3 Bd7 9. De2 Da5 10. 0-0-0(Velimirovic-árásin, kennd viö samnefndan júgóslavneskan stórmeistara). 10. - Be7 11. Hhgl b5 12. f3 b4 13. Rbl Dc7 14. g4 Ra5 15. Rd2 g6 16. g5 Rh5 17. Df2 Hc8 18. Kbl Rxb3 19. cxb3 e5 20. Hcl Db7 21. Re2 0-0 22. Rc4 f5 23. gxf6 Rxf6 24. Dh4 Rxe4!? (Athyglisverður leikur sem leiöir til mikilla sviptinga). 25. Dxe7 Rc3 (Þenn- an riddara má auövitaö ekki taka vegna 26. - Bf5+). 26. Kal Rxe2 27. Rxd6 Hxcl 28. Hxcl Dxf3 29. Bh6 Df6 30. Dxd7 Rxcl 31. Bxcl Hd8? (Afleikur i tapaöri stöðu). abcdefgh 32. Re8! og svartur gafst upp. Nýlega er hafin landskeppni viö Tékka á tiu borðum, og um áramótin hefst landskeppni við Dani á 25 boröum. _eik— Ný úrsllt í Bréfskákþlngum 79’ mótið I.a ndsiiðsf lokkur: MagnUs Þorsteinsson og Gisli Gunnlaugsson unnu báöir þá Guðna Þóröarson og Frank Herlufsen. ’80 mótið Landsliðsflokkur: Bjarni Magnússon vann Gunnar Finnsson. Almennur flokkur B-riöill: Einar Þorvarðarson vann Sævar Jónsson og þar með riðil- inn, hlaut 4.5 vinninga af 5 mögulegum. ’81 mótið Landsliösflokkur: Jón Jóhannesson tapaöi fyrir Bjarna MagnUssyni, Jóni Þ. Þór og Gisla Gunnlaugssyni. Svavar G. Svavarsson vann Jón Jó- hannsson og gerði jafntefli við JónPálsson. Bjarni MagnUsson vann Svavar G. Svavarsson. Mcistaraflokkur: Sigurður örn Hannesson jafn- tefli gegn Þórkatli Sigurðssyni. Arni Jakobsson vann Sigurð öm Hannesson og Jakob Thoraren- sen. Almennur flokkur A-riöHl: Halldór Bragason tapaði öllum sinum skákum. Almennur flokkur B-riöill: Jón Björnsson vann Leif Eiriksson. Leifur Eiriksson vann Benedikt Sigfússon. Leið- rétting: Þorkell Ólafsson vann Lárus Guðjónsson. Minning: Guðbjöm Sigurjónsson Fæddur 17.9 18% — Dáinn 20.11. 1981 28, nóvember var Guðbjörn Sigurjónsson jarösunginn frá Sel- fosskirkju. Kynni okkar voru ekki löngaöeins einn áratugur, þaö er ekki mikib af heilli mannsævi en þaö var ánægjulegur timi og lær- dómsríkur, svo heilsteypt og for- dómalaus voru þau hjón bæöi gagnvart lifinu. Ég var þá viö nám i þjóöbúningasaum hjá konu hans Margréti Gissurardóttur, einni af færustu saumakonum okkar Islendinga á þvi sviði. Guöbjörn var fæddur i Sölva- holti i Hrunamannahreppi jarö- skjálftaáriö mikla. Þá höföu bæjarhús viöa hruniö, fólk og fénaður oröiö undir og látiö lifiö. Mannfólkið haföist þvi viö aö mestu i tjöldum um nætur. Foreldrar Guöbjörns, Sigurjón Steinþórsson og Þorbjörg Einars- dóttir höföu veriö á prestsetrinu Stóra-Hrauni þar sem að Sigurjón var ráösmaöur hjá prestinum Olafi Helgasyni er skipaöur haföi verið kennari heyrnardaufra og mállausra 20.8.1891. Jaröskjálft- arnir urðu m. a. til þess aö miklum óhug sló á fólk og þaö var hvergi óhult innan dyra. Þorbjörg Einarsdóttir flúöi þvi heim til foreldra sinna aö Sölvaholti og ól þar fyrsta barn sitt i tjaldi á þesssum köldu haustdögum. Þaö var drengur og hlaut hann nafniö Guöbjörn eftir hjónunum Guörúnu og Arnbirni sem aö höföu búiö á bænum Selfossi og látið bæöi lifið þegar að bæjar- húsin hrundu yfir þau. Vorið eftir flutti Guöbjörn með foreldrum sinum að Lambastöðum og siöar aö Króki i Hraungerðishreppi þar sem að hann ólst upp við ástriki foreldra sinna og systur, er bar nafnið Sigrún en er nú látin. Guöbjörn naut aöeins farskóla- kennslu i æsku. Hann var viljugur og verkhagur og kom það sér vel siðar á ævinni. 17.7.1920 gekk hann að eiga Margréti Ingibjörgu Gissurardóttur frá Byggöarhorni i Sandvikurhrepp Gunnarssonar og Ingibjargar Siguröardóttur frá Langholti i Hraungeröishreppi Ingibjörg og Gissur eignuöust 16 börn sem aö öll komust til manns. Guöbjörn flutti brúöi sina heim aö Króki, þar sem aö þau bjuggu fyrstu árin og þar fæddist fyrsta barn þeirra. Siöar fluttu þau aö Jórvik I Flóa en eftir 5 ára veru þar yfirgáfu þau sveitina og settust aö á Selfossi, þar sem mikiö lifsstarf liggur eftir Guö- björn. 1 félagi viö múrara- meistara lagöi hann fyrir sig þá iön og má segja aö þó svo aö hann vantaöi skólagönguna skorti ekkert á hæfni, verklægni eöa vandvirkni hans I starfi. Sem dæmi má nefna aö honum var falið múrverk viö kirkjuna á Sel- fossi, sem aö ekki var vandalaust starf. ötaldar byggingar á Sel- fossi og úti um nærliggjandi sveitir bera vitni um handbragð Guöbjörns. Er þó ótaliö hús þaö er hann byggöi yfir fjölskyldu sina og ber nafniö Asheimar og er nú notaö af Selfossbúum fyrir dagvistun barna; megi andi glað- væröar rikja þar um ókomin ár. Guöbjörn hafði góöa söngrödd og starfaöi alla tiö i kirkjukórnum á Selfossi. A heimili þeirra hjóna var oft glatt á hjalla, þau voru bæöi gestrisin, en umfram allt góðar og hjálpsamar manneskj ur sem máttu ekkert aumst sjá. Tvær litlar telpur tóku þau i fóstur og ólu upp sem sin börn til fullorðins ára, þær eru Ragna Pálsdóttir og Guörún Guömunds- dóttir. Sjálf eignuöust þau tvö börn, Margréti Sigrúnu fædda 28.12.1921. Hún var gift Karli Þorsteinssyni er andaðist fyrir tæpum mánuöi og er þvi þungur harmur hjá fjölskyldunum er tveir ástvinir falla frá á svo skömmum tima. Þau áttu fjórar dætur. Sonur Guðbjörns og Margrétar heitir Sigurjón fæddur 30.6.1937. Kona hans er Gunnlaug Jónsdóttir. þau eiga þrjú börn. A sjöunda áratugnum bauðst Guðbirni föst vinna sem i augum aldamótakynslóðarinnar veitti heimilinu örugga afkomu. Þetta var hjá Mjólkursamsölunni i Reykjavik og átti hann aö annast viöhald og viögeröir. Þau kvöddu þvi Ásheim og Selfossbúa meö söknuöi og settust að i Safamýri 93, þar sem eftirlifandi kona hans býr nú. Guðbjörn var vel látinn í starfi og hélt þvi svo lengi sem aldurinn leyfði. Vinnuþrekiö var þó ekki búið að hann fékk starf hjá Jóni .Sveinssyni I Stálvik. Margrét kona hans var sem hann og hefur haldiö vinnuþreki fram á þannan dag. 82 ára varð hann þó að láta undan siga vegna lasleika, sem að ágerðist og siöustu mánuðina hefur hann legið þungt haldinn á Landakotsspítala. Hann andaðist 20.11. Viö hjónin vottum Margréti, börnum þeirra og ástvinum öllum innilega samúö og biðjum guö aö blessa þeim minninguna um mætan mann. Hulda Pétursdóttir, Útkoti. ® ÚTBOЮ Tilboð óskast i eftirfarandi fyrir Rafmagnsveitur Reykja- vikur. a. Alvir i háspennulinur. Tilboðin veröa opnuö þriöjudag-. inn 12. jan. 1982 kl. 11.00 f.h. b. Jaröstrengi. Tilboðin veröa opnuð miövikudaginn 13. jan. 1982 kl. 14.00 e.h. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3. Tilboöin verða opnuö á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Blikkiðjan Asgaröi 1. Garöabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiöi. Gerum föst verötilboö SIMI53468 Leigjendasamtökin óska eftir starfsmanni i hlutastarf strax. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt öll almenn skrifstofustörf, annast dag- legan rekstur, auk þess að veita upplýs- ingar og ráðgjöf. Æskilegt er að starfsmaður hafi einhvern áhuga fyrir málefnum leigjenda. Laun skv. samningi V.R. Umsækjendur geta snúið sér til Jóns Kjartanssonar, frá Pálmholti, s. 77815, eða sent upplýsingar og nöfn til blaðsins merkt: LEIGJANDI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.