Þjóðviljinn - 03.12.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.12.1981, Qupperneq 5
Fimmtudagur 3. desember 1981. ÞJÖDVILJINN — SIÐA 5 Dönsku þingkosningarnar: flægristjórn eða nýtt samstarf til vinstri? íhaldið og SF eru sigurstranglegust Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum eru það einkum tveir f lokkar sem eiga von á meiriháttar fylgisaukningu í þeim kosningum til danska þingsins sem fyrir dyrum standa. Það er annarsvegar Ihaldsf lokkurinn sem gerir sig liklegan til að fá 30 þingsæti og bæta við sig átta, hins- vegar Sósíalíski alþýðuflokkurinn, SF, sem er stærstur þriggja flokka til vinstri við sósíaldemókrata. Hann gæti fengið 20 þingsæti, en hefur nú 11. Gert Pedersen formaöur Sósialfska alþýöuflokksins: viö leggjum höf- uöáherslu á aö skapa atvinnu... Sósialdemókrataflokkur Ank- ers Jörgensens mun tapa fylgi samkvæmt þessu, fara niöur i 33% atkvæöa og 58 þingsæti (haföi 68). Framfaraflokkur Glistrups, sem nú hefur loks veriö dæmdur i tugthús fyrir skattsvik, mun missa tvö þingsæti, fá átján. Kommúnistar eiga nú aöeins 1% atkvæöa og eru enn fjær þvi aö komast á þing en áöur. Og Vinstri sósialistar, sem höföu 3,6% at- kvæöa i siöustu kosningum, eiga á hættu aö detta út af þingi. Borgarastjórn? Þessa daga er mest talaö um samsteypustjórn tveggja borg- aralegra flokka, Ihaldsmanna og Vinstri. Þessir flokkar hafa gert áætlanir um sparnaö og niöur- skurö, sem mjög er deilt á: þeir ætla til dæmis aö skera niöur út- gjöld til menntamála um hálfan miljarö danskra króna og spara um miljarð á aðstoö Dana viö fá- tæk riki. Miödemókratar gætu vel slegist i þennan hóp og á bak viö allt saman býr þaö, aö lýö - skrumsflokkur Glistrups tryggi hinni borgaralegu samsteypu starfsfriö, þótt hann sé svo ekki talinn stofuhæfur þar sem ráö- herrstólum er upp raðað. Anker aftur? Talsmaður Sósialdemókrata, Mogens Camre, lætur hafa þaö eftir sér I Information nú á mánu- dag, aö ef að stjórn Vinstriflokks- ins og thaldsins komist til valda, þá muni sinn flokkur ekki hika viö aö fella hana viö fyrsta tækifæri þótt svo þar á eftir fylgdu enn nýjar kosningar. Viö ætlum ekki, segir Camre aö vera „þegnleg stjórnarandstaöa”, þvi aö slik borgarastjórn yröi alltof mikil ógnun viö danskt velferöarþjóöfé- lag nú, þegar hægrivindar blaáa yfir Evrópu. Camre segir, aö þrátt fyrir allt sé það liklegast aö enn veröi mynduö minnihlutastjórn sósial- demókrata eftir kosningarnar. SF, Kristilegir og Radikalir munu ekki sjá sér fært annaö en taka þann kostinn aö benda á Anker Jörgensen aftur til stjórnar- myndunar. Hitt yrði svo mjög I ó- vissu hver háttur yröi haföur á stuöningi hinna ýmsu smærri flokka við nýja minnihlutastjórn Ankers Jörgensens. Umræðugrundvöllur Undanfarna daga hefur allmik- iö veriö rætt um möguleika á formlegri samvinnu Sósiaiiska alþýöuflokksins, SF, Sósialdemó- krata og Radikala, sem er borg- aralegur flokkur meö róttæk sjónarmiö i ýmsum greinum. 1 viötali viö formann SF, Gert Ped- ersen, segir hann, aö hann sé ekki bjartsýnn á slikt samstarf, en þó sé flokkurinn reiöubúinn til mála- miölana á ýmsum sviöum. Fyrst og fremst þó meö þvi skilyröi, aö ekkert þaö veröi gert sem dragi úr atvinnu. SF er flokkur mjög andvigur Natóstefnu i hermálum og telur sig i þeim efnum geta haft visst samstarf viö Radikali, sem aldrei hafa verið sérlega hrifnir af vig- búnaðarkapphlaupinu. Gert Ped- ersen telur aö þessir tveir flokkar geti haldiö aftur af Sósialdemó- krötum ef þeir freistist til auk- inna hernaöarútgjalda. Formaö- urinn telur einnig aö þaö sé hægt aö ná samkomulagsgrundvelli viö sósialdemókrata um ýmislegt sem til bóta horfi i atvinnumál- um. 1 þeim efnum, segir hann, viljum viö einkum einbeita okkur aö orkusparnaði meö miklum fjárfestingum i varanlegum orkugjöfum, eflingu jarögasnotk- unar, skattlagningu á Noröur - sjávaroliuni. Auk þess viljum viö útvega fé til ibúöabygginga og viö viljum efla opinbera þjónustu, t.d. meö fleiri dagvistarstofnun- um. SF vill ekki fallast á nema litiö af þeim hækkunum á greiöslum fyrir opinbera þjónustu sem Sósialdemókratar hafa á prjón- unum og alls ekki frysta visitölu- bætur. Og ef af samstarfi verður, segir Gert Pedersen, þá veröa Radikalir aö slátra sinni heilögu kú, en hún heitir trúin á niöur- skurö á hinum opinbera geira. Þá leggur Gert Pedersen og á þaö nokkra áherslu, aö næsti granni SF i stjórnmálum, Vinstri sósial- istar, séu nú fúsari en áöur til þess aö samþykkja nokkrar óvin- sælar ráöstafanir — ef þær koma ekki niöur á þeim sem verst eru settir. AB Minning: Sigurjón Jónsson frá Snæhvammi Fæddur 29. jan. 1896 — Dáinn 10. nóv. 1981 A himni er hækkandi dagur, í huganum sólarlag. Þessar hendingar eru niöurlag á visu sem Sigurjön i Snæhvammi kvaö ungur maöur 1921. NÚ60 árum siöar á dánardægri hans finnst mér eins og þetta veröi aö áhrinisoröum. Ef nokkur maöur áskiliðaösjá bjarma fyrir björtum degi á dauöastundinni, hvort heldur talað er 1 líkingum eöa ekki, þá er þaö i minum huga öölingurinn og ljúfmenniö Sigurjón i Snæhvammi, eins og við Breiðdælingar nefndum hann ætiö. Þó ég hafivitað hver maðurinn var allt frá því aö ég man fyrst eftir mér tel ég mig ekki hafa kynnst honum fyrr en ég gekk I skóla” út iSnæhvamm” veturinn 1941-2 en þá kenndi B jörn Jónsson okkur krökkunum á Otsveit þar i nokkum tima. Og svo litlu siðar eöa veturinn 1943-4 gengum viö börnin af Breiðdalsvik aftur i skóla út i Snæhvamm. En nú var sú breyt- ing á oröin aö Sigurjón annaðist kennsluna sjálfur. Hafi eitthvaö skort á kynni okkar barnanna við Sigurjón og annaö heimilisfólk á bænum frá fyrri skólagöngu þangaö þájbætti þessi vetur fylli- lega úr þvi. Ég man enn vel eftir fyrsta skóladeginum þá um haustið: Aökomubörnin voru öll kölluð inn ieldhús og sett þar niö- ur viö borö og gefin hressing. Sjálfsagt hefur þetta átt aö vera táknrænn þáttur i byrjun vetrar- starfsins á þann veg aö Sigurjón vildi sýna okkur aö hann væri öðrum þræöi aö taka okkur inn i heimiliö, sem og reyndist. Ég efast ekki um aö veitingar þær sem Eli'n kona hans bar okk- ur hafi veriö hinar mestu kræs- ingar, þótt ég muni þaö ekki. En hitt man ég vel að bolla og drykkjarglös þraut á heimilinu þegar svona margir sátu til borös samtimis hjá Snæhvammshjón- um. Það var hart I heimi um þessar mundir, hamsstyrjöldin i algleymingi og annaö aö gera meö peninga en aö birgja sig upp af gestaleirtaui. Ég drakk kakó úr stórri sultukrukku og sum hin börnin höfðu einhver álika ilát. Sjálfur drakk Sigurjón Ur sprengdum bolla og haföi þetta i fUmtingum. Or þvi aö hann hló fannst okkur að viö mættum lika skemmta okkur og hlæja. Hér var i rauninni veriö aö framkvæma eins konar ,,busa- vigslu” Aö aflokinni þessari ,,skóla- setningu’ ’ hófst svo vetrarstarfið. Þvi var ekki aö leyna aö bekkjar- bróöir Tómasar Guömundssonar úr menntaskóla var sumsstaðar farinn aö ryöga i fræöunum þegar hann tók til aö fræöa okkur um leyndardóma tölfræöinnar eða gang himintungla. — En hafi i þeim efnum eitthvaö skort á hag- kvæmustu vinnubrögð þá bætti hinn nýi kennari i Breiödalsskóla- hverfi þaö fyllilega upp á öörum sviöum. Ég tel mig búa enn aö þeirri „innrætingu” sem ég hlaut i kennslu Sigurjóns þennan vetur. Og þess þykist ég full viss aö fengju öll börn i heirni hér aö ganga i skóla til sliks manns þó ekki væri nema part úr vetri, þá væri betra i heimi aö búa. Við fráfall Sigurjóns I Snæ- hvammi eiga ættingjar og vinir um sárt aö binda eins og ætiö þeg- ar dauðinn kallar. En jafnframt eiga Breiödælingar á bak aö sjá einum af si'num ágætustu sonum. Nú týniraldamótakynslóðin ört tölunni. Sennilega er hægtaö telja á fingrum annarrar handar þá núlifandi Braödælinga semfædd- ust á öldinni sem leiö. U m leið og þeir hverfa, hverfa fyrir fullt og allt persónueinkenni sem hver Islendingur gæti verið stoltur af. Þvi fleiri eiginleika sem viö nútimamenn tileinkum okkur af þvi, sem Sigurjón i Snæhvammi hafði til brunns að berayþeim mun hærra getum viö borið höfuðiö. — En þaö var einmitt, eftir á að hyggja,einn dagfarsháttur hans, aö bera höfuöiö hátt. Og nú þegar göfugmenniö og mannvinurinn, skáldbóndinn i Snæhvammi, Sigurjón Jónsson kemuraö hliöum Himnarikis get- ur hann svo sannarlega leyft sér að bera höfuðið hátt. Samúöarkveöjur til allra ætt- ingja og vina hins látna. Heiinir ÞórGislason. Áskrift - kynning vurnWW LAUNAfOLKS vid bjódum nýjum lesendum okkar ÓKEYPIS ÁSKRIFT til næstu mánadamóta. Kynnist bladinu af eigin raun, látið ekki aóra segja ykkur hvaó stendur í D/OÐVIUINN m Keramik eftir Idu Holm Morten- sen Norræna húsið: Kvöldvaka með llstiðnar- mönnum 1 tengslum viö sýninguna „List- iönaöur frá Fjóni” einnig nefnd „Herfra min verden gár” sem sýnd er þessa dagana i sýningar- sölum Norræna hússins, munu tveir af listamönnunum sem eiga verká sýningunni sýna litskyggn- ur af verkum sinum og vinnudegi. Myndirnar veröa sýndar i fund- arsal Norræna hússins fimmtu- daginn 3. desember n.k. kl.20.30. Á eftir veröa umræöur niöri i sýn- ingarsölunum. Hugmyndin er aö auka skilning og samvinnu milli lslands og Danmerkur. Listamennirnir tveir eru Peter Tybjerg (keramik) sem dvalist hefur á Islandi siöan i september og Birgit Rastrup Larsen (textil) sem kom til lslands vegna upp- setningar sýningarinnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir: 23 listiönaöarmenn taka þátt i þessari farandsýningu, sem fer héöan til Sviþjóðar. A henni eru keramik, vefnaður, textilar, gler- munir, skartgripir og ljósmyndir. Sýningin er opin til 19. desember. Ný bók eftfr Astríd Lfndgren Nýkomin er út hjá Máli og menningu barnabókin Ronja ræn- ingjadóttir eftir Astrid Lindgren. Þetta er alveg ný bók, frumút- gáfa kom út I heimalandi höfund- ar mánuöi á undan islensku út- gáfunni. Af fyrri bókum Astrid Lindgren svipar þessari bók mest til ævintýrasagnanna, t.d. Elsku MIó minn og Bróöir minn Ljóns- hjarta, en þó er hún ólik öllu sem hún hefur áöur skrifaö. Ronja ræningjadóttir gerist á miööldum og fjallar um tvo ræn- ingjaflokka sem hafa átt i illdeil- um margar kynslóöir og um börn foringjanna sem fæöast sömu nóttina og veröa til þess aö binda endi á þessar illdeilur. En slikt gerist ekki átakalaust. Ræningj- aforingjarnir eru mestu þver- hausar og vilja ekkert siöur en aö börnin þeirra veröi vinir. Ronja og Birkir veröa aö flytjast út I skóg til aö geta veriö saman og þar lifa þau ævintýralegu lifi inn- an um villt dýr og furðuverur. Þaö lif reynist ekki hættulaust.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.