Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. desember 1981 Úr framsögu Geirs Gunnarssonar form. fjárveitinganefndar við aðra umræðu fjárlaga: Undirstaðan er verðmæta sköpun í þjóðfélaginu Þótt faðmur fjárveitingavaldsins sé stór rúmar hann því miður ekki allt sem hann þyrfti að umlykja Stóraukin félagsieg þjónusta hefur bæst á útgjaldahliö fjárlaga á siöustu árum, sagöi Geir Gunnarsson. Fjárveitinganefnd kom saman til starfa hinn 1. okt. s.l. og átti viötöl við fulltrUa um 60 sveitarfélaga áöur en Alþingi var sett hinn 10. okt. Siðan hefur nefndin haldið 41 fund auk funda i undirnefndum, sem hafa unnið að afgreiðslu einstakra málaflokka. Nefndinni hafa borist erindi, sem taka til um 1000 efnisatriða og hdn hefur átt viötöl við um 200 aðila fráþvi að hún hóf störfhinn 1. okt. Þrátt fyrir öll þessi fundahöld og þann mikla tima, sem nefndin ver til afgreiðslu fjárlagafrv., þá skortirá að nægilegt ráðrúm gef- ist til þess aö kanna einstök málefni til þeirrar hlitaj', sem nefndarmenn kysi^ svo umfangs- mikiö er það svið sem fjárlaga- frum varpið spannar. Þess má t.d. geta, að i núgildandi fjárlögum eru þærframkvæmdir sem riki og sveitarfélög standa að i sam- einingu og veita þarf fé til á fjárlaga, um 750, auk þeirra verkefna, sem rikið annast eitt. Forstöðumenn rikisstofnana og hvers konar félagssamtaka eiga jafnan margt vantalað við f járveitinganefnd þegar fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram og i viðræður fer mikill timi.en óhætter að segja, að eftir að sá háttur var tekinn upp að viðtöl við sveitarstjómarmenn fara fram fyrir þingsetningu, þá hefur þó gefist mun meírí timi til að fjalla um einstök erindi, afla upplýsinga og meta og vega þau mál, sem fyrir liggja, og að þessu sinni afgreiðir nefndin fyrir 2 umræðu alla framkvæmdaflokka B-hlutafyr- irtæki og tekjuáætlun. Öafgreidd eru þá nokkur málefni, svo sem vegamál, byggingamál Lands- spitala, framlög til landbúnaðar, málefni Háskóla tslands og heimildargreinar. Margt smátt gerir eitt stórt Ég hef getið þess áður i fjárlagaumræðu að nefndin hefur auglýst að erindi skuli hafa borist fyrir tiltekinn tima og að á þvi hafi verið nokkur misbrestur. Ég tel þó að verulega hafi áunnist i þessu efni, enda þott nokkrir aðilar séu enn seint á ferð og þar á meðal sum ráðuneytiog fer ekki hjáþviaðþað er undir hælinn lagt hvað verður um afgreiðslu slikra erinda. Þegar viðkomandi aðilar ákveða með seinlæti sinu að sending erinda þoli bið langt umfram auglýstan tima, er hætt við aö nefndin álykti á hliðstæðan hátt að afgreiðsla þeirra þoli þá einnig nokkra bið, t.d. eitt ár eða svo. Við gerö fjárlagafrumvarps eru beiðnir rikisstofnana og þeirra ýmsu aðila sem leita eftir fjármunum úr rikissjóði metnar og mældur skammturinn. Það fer ekki hjá þvi að nefndarmenn i fjárveitinganefnd finna fyrir þvi að á þeim standa öll spjót frá þeim sem hefur þótt sinn hlutur rýr og æðioft og oftast verður hlustkipti nefndarmanna í augum umsækjenda aö fara með hlut- verk þess, sem fæst ekki til aö skilja og meta þær brýnu þarfir sem illgirni og skilningsleysi Fjárlaga- og hagsýslustofnunar hefur bitnað á. Flestum finnst þeir fara i' geitarhús til þess að leita sér ullar, þegar þeir reyna að bæta sinn hlut við afgreiðslu nefndarinnar á fjárlagafrum- varpinu. Einkum sýnist ýmsum furðulegt, að nefndarmenn skuli ekki skilja hversu litið muni um þær fáu þúsundir eöa millj. kr. sem viðkomandi biður um til viðbótar þegar haft er i huga, að fjárlagatalan er svo griðarlega há. Að visu er það nú svo, að sú talaereinsog allar aðrarsafntöl- ur m.a. byggð á þvi marga smáa sem gerir eitt stórt. Hefna þess í útvarpi sem hallast í frumvarpi Sjálfsagt hafa ýmsir ástæðu til þess að hafa hátt vegna þess hvernig með þá er farið við samn- ingu fjárlagafrumvarps og þvi ekki ástæöa til að undrast þó að þeir noti sér athvarf rikisfjöl- miöla til að lýsa skoðun sinni á gáfnafari þeirra, sem setja saman fjárlagafrumvarpið og hefna þess þá i útvarpi sem hall- ast í frumvarpi. Enskyldi samt sem áður ekki vera orðið timabært aö huga að þvi hvert stefnir i'þjóðfélaginu með rekstr- ardtgjöld rikissjóðs og lesa á þann mæli sem fjárlög eru i þeim efnum? Við höfum á undanförn- um árum i mjög rikum mæli notaö verulegan hluta af afrakstri þjóðarbúsins til þess að byggja upp þjónustustofnanir og efla hvers kyns þjónustu og félagsleg réttindi. 1 þeim efnum hefur markið verið sett hátt og fyr- irmyndir verið sóttar til þeirra þjóða sem rikastar eru og gera mestar kröfur. Það er engin aðstaða til þess á þessari stundu að fjalla rækilega um stöðuokkar i þessu efni nú, en örfá atriði má benda á. Undirstaða allrar getu til að standa undir félagslegri þjónustu i landinu hvort heldur er i skólamálum, heilbrigðismálum eöa öðrum efnum er verðmæta- sköpun i' þjóðfélaginu, undir- stöðuframleiðslan og þvi aðeins er unnt að auka sífellt við þjón- ustuþættina, aö verðmætaöflunin aukist að sama skapi eða i ein- hverju sé dregið Ur þeirri sóun sem kann að eiga sér stað á ákveðnum sviðum, t.d. i verslun hér á höfuðborgarsvæðinu. Ef við leggjum fjármagnið fyrst og fremst i þjónustustofnanir án þess að efla grundvallarfram- leiðsluna, þá verkar þessi sistækkandi yfirbygging fyrr eða siðar neikvætt hversu nauðsynlega og óhjákvæmilega sem menn telja hana. HUn stendur ekki ein sér. Það nægir ekki að tryggja fjármagn i uppbygginguþjónustuaöstöðu svo báglega sem flestum finnst það takast við afgreiðslu hverra fjárlaga. A hitt verður einnig að lita að þegar t.d. bygging sjúkrahúss eöa heilsugæslu- stöðvar er lokið, þá jafngildir þingsjá árlegur rekstrarkostnaður sem við tekur að jafnaði þriðjungi byggingarkostnaðar. Það jafn- gildir þvi' aö slik stofnun væri reist þriðja hvert ár um alla fram tið. Bætt lífskjör reiknast ekki til kaupmáttar En þó að litið sé framhjá þvi hvað þessar framkvæmdir kalla siðar á i reltstrarfé, mætti gæta að þvi að ástæðan til þess að þaö þrengist um framkvæmdafé er m.a. sú stóraukna margvislega félagslega þjónusta, sem bæst hefur i Utgjalda þáttinn hjá rikissjóði á undanförnum árum. Það eru ekki mörg ár siðan farið var að greiða tannlækningar Ur rikissjóði. 1 fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1982 nema þessar greiðslur 45.3 millj. kr. Sama er að segja um fæðingarorlof. Þaö er stutt sfðan það kom til, en það kostar á næsta ári um 65.2 millj. kr. Ýmsum hefur þótt of litið fjármagn fara til byggingar grunnskóla, sjúkrahUsa og heiisugæslustöðva. Samtals er veitt til þessara framkvæmda i fjárlagafrumvarpinu 107.4 millj. kr. Þá upphæö mætti meira en tvöfalda fyrir þá fjármuni, sem nú er varið til þeirrar félagslegu þjónustu, sem ég áðan nefndi og ekki var greidd fyrir nokkrum árum. Framlag til Lánasjóðs isl. námsmanna nam ekki háum upphæðum fyrir fáum árum, 1 fjárlagafrum varpinu nU nemur það 117.1 millj. kr. eða áli'ka upphæð ogætlaö er ifrum varpinu samanlagt til hafnar- framkvæmda, flugvallagerða, bygginga dagvistarheimila og iþróttamannvirkja. Stööiigildi á rikisspitölum eruum 1830 og gætu jafngilt áhöfnum, 110—120 togara Jafnframt eykst þjónusta á heilsugæslustöðvum og nýjum sjúkrahúsum hvarvetna i landinu eins og aö hefur verið stefnt. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru bætt lifskjör. En á hvem veg reiknast það þegar borinn er samankaupmáttur launa frá einu timabili til annars? Ég er ekki að benda á þessa rekstrarliði sérstaklega vegna þess að ég telj i þá ekki eiga rétt á sérheldur nefni ég þá til þess að mönnum sé ljóst, að það eru takmörk fyrir þvi hversu skip verður hlaðið án þess að menn stækki það og það eru takmörk fyrir þvi hve stóran hlut þjóðarteknanna við getum notað ár eftir ár til þess að auka þjón- ustuþáttinn og þá um leið' þjón- ustuUtgjöldin i framtiðinni án þess að raunverulegur verðmætisauki sé fyrir hendi. Ef við höldum áfram að hlaða lifs- gæðapinklunum i skipið án þess að stækka það og bæta, þá gæti svo farið, ef að gáraði á sjó, að við yrðum að kasta einhverjum af þessum farmi Utbyrðis eins og þær þjóðir eru farnar að gera sem við tókum okkur helst til eftir- dæmis, þegar leitað var fyr- irmynda um þær ströngustu kröfur sem fundust um þjónustu- gæðin. Þvi með þvi að nýta þetta að svo mflriu leyti sem unnt hefur verið þarna Uti i Þórshamri að fylgjast með þvi sem gerist hérna i Kirkjustræti, þá ber ekki á Öðru en i fullum gangi sé að venju framleiðsla á tillögum um bætt mannlifmeð liprum greiðslum úr rikissjóði. A sama tima sýnast þær tillögur vera merkastar i skattamálum að leggja niður tekjuskatt, en vegna þess að hann gegnir nokkru hlutverki til tekju- jöfnunar, megi snarlega bæta Ur þvi i staðinn með útborgun Ur al- mannatryggingum. Þetta teljast h'klega orðnar nokkrar Urtölur og vissulega væri vænlegraraöég tali nú ekki um skemmtilegra að brjóta fremur heilann um nýja og aukna þjónustu, sem almenning- ur nyti góðs af en rikið greiddi og þá sagt frá þessum áhuga sinum og vellyndi i' fjölmiðlum heldur en stunda helst niðurskurð og neit- anir Tengslin við hagsmunasamtökin Það er aö sjálfsögðu svo, að þingmenn hafa einlægan áhuga á framgangi hagsmunamála þeirra, sem höllustum fæti standa i þjóðfélaginu. Ég veitekki hvaða hópa á helst að nefna, börn, gam- almenni og öryrkja, trygginga- sjúklinga og fanga, en ég er á hinn bóginn ekki viss um, að það sé heppilegt eða viöeigandi að þingmenn gerist framámenn i einstökum siikum hagsmunahóp- um. Ég hef þá skoðun, að þing- menn þurfa að geta staðið alger- lega óháðir og án beinna tengsla við einstaka aðila og samtök, þegar gera þarf upp og m eta inn- byrðis við lagasetningar og við afgreiðslu fjárlaga þarfir, óskir og kröfur hinna einstöku hópa og samtaka. Þótt faðmur fjárveit- ingavaldsins, sem er Alþingi, sé stór, þá rúmar hann þvi miður ekki allt sem hann þyrfti að um- lykja. Ég held lika að það sé hvorki heppilegt né viðeigandi að þingmenn gerist beinir aðiiar að hagsmunasamtökum og verði helstu forsvarsmenn félagssam- taka, sem stefna að stofnun og rekstri atvinnufyrirtækja, sem beinlinis eru byggð á þeim grund- velli aö hljóta fjármagn frá rikis- sjóöi að láni eða sem bein fram- lög. Þaö þykir ekki við hæfi að bankastjórar sitji i stjórn fyrir- tækja, sem hafa viðskipti við bankana sem þeir stjórna. Þeir sem með lagasetningu fara, þ.á m. fjárveitingar i fjár- lögum, og ráða þvi hvernig hags- munakröfum félagssamtaka og fyrirtækja reiðir af, ættu á hlið- stæðan hátt að standa persónu- lega utan við öll slik samtök. Það þykir náttúrulega lofsvert, að þingmaður sýni áhuga á fram- gangi baráttumála góðra félags- samtaka með þátttöku i þeim, og eftir atfylgi þeirra er að sjálf- sögðu sóst, en þegaraðer gáð, þá eru fleiri hliðar á þvi máli eins og öðrum. Ýmsum kann að þykja að ég sé kominnnokkuð út fyrir það efni sem hér er á dagskrá, af- greiðslu f járlagafrv., en það er ég vissulega ekkiog e.t.v. nærþvi en margur hyggur. : Vinstri I sósíalistar j ráða ; ferðiimi I Uppbygging í j anda frjálshyggju, | sagði Lárus I' Jónsson Aðaltalsmaður stjórnar- andstöðunnar i annarri um- , ræðu um fjárlögin var Lárus IJónsson og talaöi langt mál og mflrið. Eignaði þingmað- urinn Alþýðubandalaginu , efnahagsstefnu rikisstjórna Iundanfarinna ára og boðaði næstum þvi leiftursókn ihaldsins til bjargar þjóðar- ■ skútunni. ,,Það er þörf á ger- Ibreyttri stefnu, jákvæöri “PPbyggingu i anda frjáls- hyggju, en það er sú grund- ■ vallarstefna sem SjáU- Istæðisflokkurinn hefur barist fyrir frá öndverðu.” Þá sagði Lárus að „is- ■ lenskir vinstri sósialistar og Ikommúnistar i Alþýðu- bandalaginu telja stjórnar- stefnuna sér þóknanalegri en ■ stefnu vinstri stjórna sem Isetiö hafa fyrr”. Þannig varö efnahagsstefna rikisstjórna undanfarinna ára að efna- ■ hagsstefnu Alþýðubanda- Ilagsins i munni hæstvirts al- \ þingismanns Lárusar Jóns- • . sonar. — <>g I j Minniháttar- I álit Karvels j Þegar Karvei Pálmason I I mælti fyrir aliti annars I I minnihluta viö aðra umræöu | ■ fjárlaga i fyrrakvöld (hann • J var á móti fjárlögunum), þá I I kvartaði hann undan frétta- I I fiutningi rikisútvarpsins. | ■ Sagði hann að útvarpið hefði • j sagt að hann (Karvel) og I I Lárus Jónsson myndu mæla I I fyrir minniháttar áiiti (i stað | ■ minnihlutaáliti). • Auglýsinga- síminn er @81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.