Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.12.1981, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum tfrá lesendum Enn um málfarið: Skriplað á skötunni Þegar ég las vandlætingar- greinar um málfar Guðna Kolbeinssonar hér i blaðinu 1. og 3. þ.m. dattméri'hug sagan af manninum, sem sagði við spjátrunginn: „Stigðu á sköt- una, maður minn.” Það er nefnilega eins með vandlæt- inguna og skötuna, menn geta skriplað á henni, ef þeir hafa ekki eitthvað til að styðjast við. Ég sé nú ekki að neitt sem þarna er haft eftir Guðna sé verulega rangtmál. „Viska og sálarró skina af andlitum þeirra” er auövitað rétt mál. Viska skin og sálarró skin, en samanskina þær. „Fólkið var að gera eitthvað i morguns- árinu” er dálitið flóknara, sjálfsagt er réttara að segja i morgunsárið, en hvers vegna? Þetta er nokkuð sem fólk mætti gjarnan ræða sin á milli, en er tæplega tilefni til jafnsvæsinna ummæla eins og sjónvarpsáhorfandilætur hafa eftir sér, ekki sist vegna þess að hann getur ekki nafns sins. Nafnlausar glósur af þvi tagi eru heldur hvimleiðar, svo ekki sé meira sagt. 1 hinu bréfinu er hneykslast á beyg- ingu oröisins Þingvellir. Oftast er talað um Þingvelli nú til dags, en orðið Þingvöllur er lika til og gæti það e.t.v. skýrt meinta ambögu, ég kem ekki auga á hana i bréfinu. Það væri fróðlegt athugunarefni fyrir þá sem unna islenskri tuiigu, hvort finna megi skynsamlega meiningu i siðustu málsgrein fyrra bréfsins: „Ef svo héldi áfram, að óhæfir þýöendur yrðu látnir eyöileggja islenskuna, þá væri kannski best að leggja hana niður og sleppa henni viö að þola slikar misþyrm- ingar.” Hvaö eigumvið þá að gera? Kannski ætlar maðurinn að tala fuglamál. Er vist að ekki sé hægt að misþy rma þvi lika? Svona ruglandi er misþyrm- ing á móðurmálinu. Það er vissulega aldrei of mikið brýnt fyrir mönnum að vanda málfar sitt. Vandað málfar er sterkasta vopn okkar i' lifsbaráttunni. Þvi betri tök sem við höfum á máli okkar, þvi auðveldara eigum við með að hugsa skýrt og gera öðrum ljósa grein fyrir hugsunum okkar. Þetta býst ég við að Guðni skilji betur en þeir bréfritarar, sem hér skripluðu á skötu vandlæting- arinnar. Móðurmálið læra menn aldrei til hlitar. Það þarf að rækta og bæta alla ævina, ekki með vandlætingu i garð annarra, heldur með þvi aö lita i eigin barm og vera alltaf reiðubúinn að breyta mál- venjum sinum tilhins betra, ef manni er bent á eitthvað sem ekki er rétt. Það ætti gjaman að vera umræðuefni manna, hvað sé rétt mál og h'vað rangt, hvað séu málvillur og hvað sérkenni á máli i ein- stökum landshlutum. Þessu má ekki rugla saman, en er oft gert. Oft hefur mér fundist að málvernd sé náskyld náttdru- vernd. Málið er snar þáttur i umhverfi okkar og verndum móðurmálsins ákaflega mikilsverð. Það verður bara hver að rækta sitt málfar, það gera engir aðrir. Hinsvegar gæti Þjóðviljinn stuðlað að málrækt m eð þvi að hafa þætti um „islenskt mál” á siðum sinum. Slikir þættir gætu bæði veitt fróðlegar upplýsingar um eitt og annað sem vefst fyrir mönnum að skilja (t.d. morgunsár) og kennt okkur aö orða hugsanir okkar á skýran hátt. Þaö gæti að sinu leyti gert menn færari um að gagn- rýna þýöingar i sjónvarpinu af einhverju viti. Ekki mun af veita, en i fleiri horn er aö lita. Helgi Jónsson P££ &2/FS £>P/9U G//1/A/ / Barnahorniö Myndina sendi Gunnar Þór Björgvinsson, efnilegur teikn- ari á 5. aldursári. HUn sýnir Súpermann blása drauginn i burt. < ■ * > ■ i, .■) i). i• * ) ' í ‘ » Miövikudagur 16. desember 1981. ÞJöÐVlLJINN — StÐA 15 Eskimóar /LJl* Sjónvarp ’O’ 18.25 1 sjónvarpinu i dag er tólfti þátturinn i flokknum Fdlk að leik, Fjallar þessi þáttur um Eskimda i Kanada. Eskimóar 1 Kanada eru ná- skyldir Grænlendingum, tala svipaö tungumál og klæöast á likan hátt. Þeir byggja Norðursvæðin i Kanada, Nova Scotia og eyjar i Norður-ls- hafinu. Eskimóar hafa löngum lifað af veiöiskap, seladrápi, fiskveiði og fugla- fangi. Þár hafa á snilldar- legan hátt samlagast þvi harða umhverfi, sem er þar norður frá og komistupp á lag með að nýta þá landkosti, sem fyrir hendi eru. Mál Eskimóa í Kanada er ekki skylt mongólskum málum, þó talið sé að þeir séu af mongólskum kynstofni, sem komið hafi til Ameriku yfir Beringssund. Kunnugir segja, að hinir fornu lifnaðarhættir Eskimóa séu nú mjög á undanhaldi fyrir hinum stöðluðu vestur- heimsku neysluháttum. Þessu fylgir bæði menningarleg og félagsleg upplausn hjá þessu fólki og hið forna jafnvægi mannsins og annarrar náttúru þar noröurfrá verðUr bráttúr sögunni. I bókum evrópskra land- könnuða má lesa að Eskimóar hafi verið einstaklega glað- sinna og elskulegt fólk. Von- andi er svo enn, þó að þeim steðji margur vandinn. I þessum þætti fáum við aö sjá leiki þeirra. Flóttamannabúðir IPalestfnu. Leiðin til lífs ájj. Sjónvarp O kl. 22.15 1 sjónvarpi i kvöld er þáttur er nefnist Leiðin til lifs. Þessi mynd er frá Flóttamanna- hjálp Sameinuðu þjóðanna og fjallar um vanda flóttafólks i heiminum. Mynd þessa fékk sjónvarpið til sýningar hjá Kauða krossi tslands. I myndinni er greint frá starfi Flóttamannahjálp- arinnar og þeim árangri, sem stofnunin hefur náð með starfi sinu viða um heim. Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna var stofnuð 1950, en Sameinuðu þjóöirnar höföu áður aöstoðað flótta- menn Ur seinni heimsstyrj- öldinni og einnig flóttamenn úr Palestínu 1948. Þessi stofn- un fær tillag sitt frá rikis- stjórnum þeimeraðild eiga að Sameinuðu þjóöunum og frá einstaklingum og stofnunum, sem vilja leggja henni fé til starfseminnar. A þeim þrjátiu árum, sem liðin eru frá stofn- un Flóttamannahjálparinnar hefur hún aðstoðað miljónir manna, sem flUið hafa heimili sín vagna styrjalda eða náttúruhamfara. Miðvikudagssyrpa Miðvikudagssyrpa er á dag- skrá Utvarpsins eftir aö til- kynningum er lokiö f dag. Það er Asta Ragnheiður Jóhannes- dóttir sem sér um þennan þátt. Þó þessi þáttur sé settur á dagskrána er alls ekki vist að nokkurtimivinnisttilað flytja þar nokkurt efni vegna rúm- frekju tilkynninga í útvarpinu um þessar mundir. Ef ekki er stórlega vitlaust reiknaö, þá má gera ráö fyrir að þær taki allt að þremur og hálfum klukkutima i flutningi i dag, og eru þar með orönar lang- stærsti dagskrárliöur útvarps- ins. Við verðum þó að hafa biðlund, þvi þeim mun meiri auglýsingatekjur sem Ut- varpið fær á jólavertiðinni þeim mun minni hækkun kemur á afnotagjöldin. Syrpuþættirnir eftir hádegið hafa látið vel i eyrum fyrir þó ., Asta Ragnheiður Jóhannes- dóttir sér um Miðvikudags- syrpu. sem eru við vinnu er leyfir hlustun á Utvarp. Að minnsta kosti er minna um að kaninn ségjallandi þar sem komiðer.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.