Þjóðviljinn - 18.12.1981, Page 16

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Page 16
djúðvhhnn Föstudagur 18. desember 1981 Abalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hsgt ab ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins f þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins 1 slma 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kýöld Áðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 V erkamenn drepnir í Póllandi Nemendur Laugarnesskóla horfa á Láka IIjótriklipu á Litlu jólunum I gær. — Ljósm.: GEL ■ Litlu jólin voru haldin I háti&leg I Laugarnesskóla i gær. I Var gengiö i kring um jólatréö I a& hef&bundnum hætti og bæ&i ■ jólasveinninn og grýla komu I heimsókn. Þá lék yngri deild Lúðrasveitar Laugarnesskóla og 12 ára nemendur sýndu leik- ritiö Láki i ljótri klipu. Þá söng skólakórinn og Laufey Pét- • ursdóttir lék einleik á fiölu. I Jólaleyfi i grunnskólum hefjast I nú um helgina. __________________________________i Mikil þátttaka í kosningu BSRB Atkvæöagreiðslu Ríkis- starfsmanna um nýgerðan kjarasamning BSRB og ríkisins lauk í gær, og eiga þátttakendur utan af landi að póstleggja atkvæði sín ekki síðar en í dag, föstu- dag. Við leituðum frétta hjá Haraldi Steinþórssyni varaformanni BSRB um gang kosningarinnar. — Mér skilst a& þátttaka sé mjög mikil og a& þetta fyrir- komulag á kosningunni hafi reynst vel og mælst vel fyrir. Þaö hef&i aö visu veriö æskilegt a& hafa meira svigrúm til kynninga- funda um þá valkosti sem um var aö ræða, en viö vorum i tima- þröng vegna hátíöanna. Hins vegar er hér ekki um flókiö mál aö ræöa, við gátum valiö um 2 leiöir. Annars vegar skammtima- Ilaraldur Steinþórsson: Vænti stuönings viö samninga- nefnd BSRB. samning meö þeim ávinningum sem honum fylgja og hins vegar var um aö ræöa aö hefja erfiða baráttu sem væntanlega heföi falið I sér verkfallsbo&un. Annars er þaö aöalatriöið aö sem flestir taki þátt i kosningunni og taki afstööu, og ég vænti þess að þar komi fram mjög ákveð- inn stuöningur viö sjónarmiö samninganefndar BSRB og þá leiö sem farin var meö undirritun samningsins. — Hvenær má vænta þess aö talningu atkvæöa ljúki? — Þaö get ég ekki sagt um fyrirfram, þaö er undir samgöng- um komiö. Hins vegar hefur þegar borist það mikiö af at- kvæðum, aö ég er bjartsýnn á þátttökuna og að unnt veröi að telja þaö snemma, aö þess vegna veröi hægt að greiöa út um ára- mótin samkvæmt nýjum samn- ingi — aö þvi tilskildu aö hann verði samþykktur. —ólg. Blóðug átök í Gdansk Útvarpið i Varsjá skýröi frá þvi í gær aö 7 námuverkamenn heföu veriö drepnir og 39 heföu særst er öryggissveitir hersins réöust á þá i Wujek námunum i Katowice i Suöur Póllandi á miövikudag. Sagt er aö öryggissveitirnar hafi skotiö á verkamennina er þeir öftruöu hernum inngöngu i nám- una. Sagt var aö 41 hermaöur heföi særst i átökunum. Til blóö- ugra átaka kom einnig i Gdansk á miövikudag og særöust 164 óbreyttir borgarar og 162 her- menn i þeim átökum. t Gdansk eru höfuðstöðvar Samstöðu og voru helstu leiðtogar samtakanna þar saman komnir, er hernaðarástandi var lýst yfir. Fréttir herma þó aö her og lög- regla hafi skipasmiöastöðvarnar i Gdansk á sinu valdi. Fréttaritari breska útvarpsins i Varsjá haföi þaö i gær eftir hálf - opinberum heimildum aö hern- aðarástandi heföi veriö lýst yfir i Póllandi samkvæmt tilskipun Viktors Kulikov marskálks, hins sovéska yfirmanns herafla Var- sjárbandaiagsins. Segir fréttarit- arinn aö Kulikov hafi átt fundi með Jaruzelski sl. fimmtudag og föstudag og þar á hann að hafa gefiö Jaruzelski 48 klst. frest — annars myndi herafli Varsjárbandalagsins gripa i taumana. Varsjárútvarpiö greindi frá þvi i gærkvöldi aö allir starfsmenn vinnustaöa undir vörslu hersins væru undirseldir heraga. Þetta jafngilti þvi aö óhlýðni við fyrir- skipanir kosti refsingu er næmi allt frá tveggja ára fangelsi til dauðadóms. Óstaðfestar fréttir herma að 15.000—75.000 manns hafi veriö handteknir frá þvi heriög gengu I gildi. Lech Walesa leiðtogi Samstööu er sagður i stofufangelsi. V erkfall bátasjó- manna Atkvæöagreiöslu hjá Sjó- mannafélagi Reykjavikur um heimild til verkfallsboöunar á bátaflotanum lauk i gær. 134 greiddu atkvæöi og sögöu 128 já en 4 nei. Flest önnur sjómanna- félög höföu áöur veitt heimild til verkfallsboöunar. Verkfall þarf aö boða meö viku fyrirvara og má búast viö aö þaö verði gert f dag. Fjárhagsáætlun borgarinnar: Þrengra um „Fjárhagsáætlunin ber enn merki kostnaðarsprengingar og nýja krónan viröist þvi miður ekki ætla aö verða stööugri gjald- miðill en sú gamla”, sagöi borgarstjóri m.a. viö fyrri um- ræðuum fjárhagsáætlun Reykja- vikurborgar i gærkvöldi. 62% af tekjum borgarinnar fara i rekstrarkostnað, 18% i gatna- og holræsagerö og 20% iaðrar fram- kvæmdir. Niðurstööutölur áætl- unarinnar eru 957,3 miljónir króna og borgarstjórn samþykkti i gær að Utsvör og aðrar álögur yrðu með sama hætti og á þessu ári. i máliborgarstjóra kom fram aö margar nýjar stofnanir hafa verið teknar í notkun á þessu ári, m.a. þrjár æskulýðsmiðstöövar og á næsta ári bætast enn aðrar við.Verður þvi sifellt þrengra um vik I f ramkvæmdaá ætlun borgar- sjóðs. Borgarstjóri gerði að sérstöku umtalsefni kostnað viö skólatann- vik en áður lækningar sem á næsta ári munu kosta samtals 25,4miljónirkróna. Þá kom fram i greinargerð með fjárhagsáætluninni aö rekstur dagvistarstofnana kostar borgina 44.2miljónir en hlutur foreldra i kostnaði við hvert pláss hefur lækkað úr 40% á árinu 1972 i 24% nú vegna framkvæmda á verð- stöðvunarlögunum. Gert er ráð fyrir að i lok næsta árs hafi 252 pláss bæst við 1 5 nýjum stofn- unum og fjölgar stöðugildum þvi um 39 á næsta ári. Við óbreytta gjaldskrá yrði hluti foreldra 22,4% af rekstrarkostnaði á árinu 1982. Verölagsstefna stjórnvalda veldur þvi einnig að taprekstur á strætisvögnunum er áætlaður 25,5 miljónir króna á næsta ári og er þó gert ráð fyrir að fargjöld hækki i samræmi viö verðlag. 1 Af framkvæmdum næsta árs sem áætlunin gerir ráð fyrir má Framhald á 14. siöu • v. ” msa* -'ir' nifítjiaóiivi1 iiiv 'Fijifr : Togarinn Ottó N. Þorláksson Eyðir minni olíu og togar betur Eins og menn rekur cflaust minni til, lét skipasmiöa- stöðin Stálvík hanna skips- skrokk meö nýju lagi og breyta skrúfu og skrúfubún- aöi, þegar togarinn Otto N. Þorláksson var smiöaöur fyrir BÚR. Nú hefur skipiö veriö aö veiöum I tæplega hálft ár og verður ekki annað sagt en a& útkoman þessa 6 fyrstu mánuöi sé mikill sigur fyrir hönnuö skipsins og skipasmiöastöðina. 1 ljós hefur komið að skipið eyöi mun minni oliu, bæöi á siglingu og viö að toga, en sambærilegir togarar, en aö þvi var stefnt meö hinu nýja skrokklagi skipsins. Auk þess hefur afli skipsins veriö mun meiri en annarra togara hér á landi og fer þar saman einhver frægasti afla- skipstjóri landsins og ein- stök toghæfni skipsins. Jón Sveinsson, forstjóri skipasmiöastöðvarinnar Stálvikur sagðist a& vonum vera afskaplega ánægöur með útkomuna, en Stálvik hefur fylgst mjög náið meö gangi mála hjá togaranum og gert á honum tilraunir, svo sem togtilraunir. Jón sagöi aö ljóst væri aö þetta skipslag nýtti oliu betur við to^auk þess sem Otto heföi einstakiega mikla toggetu, eða 35 tonna toggetu og má benda á að stóru togararnir eru meö 26 tonna toggetu, en Otto er af minni gerðinni. Astæöan fyrir þessari miklu toggetu væri bæöi skipslagið og eins skrúfubúnaöurinn; þarna væri samspil i milli sagöi Jón. Oliuey&slan er lika mun minni, sem fyrr segir og munar þar mjög miklu, þótt aö nákvæmar tölur liggi ekki fyrir, sumir segja aö eyðslan sé allt aö 30% minni en hjá sambæri- legum togurum. Þá má aö lokum geta þess að skipið hefur vakiö gifurlega mikla athygli erlendis, I Kanada, V-Þýskalandi og Bretlandi og hafa aöilar frá þessum löndum spurst fyrir um skip- iö. — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.