Þjóðviljinn - 21.01.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.01.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. janúar 1982 UÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýós- Hreyfingar og þjódfrelsis Otgcfandi: Útgáfuíélag Þjóftviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Álfheiöur Ingaðóttir. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöðversson. lilaðam' ín: Auöur Styrkársdóttir, Magnús H. Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. tþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ólafsson. útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guðrún Guovarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Skerðing í báða enda Þjóðviljanum er ekkert i mun að efna til deilna við stjórnarmálgagnið Timann. En hjá þvi verður þó ekki komist að leiðrétta beinar rang- færslur sem það hefur i frammi i forystugrein i gær. Þar er látið að þvi liggja að tillögur Fram- sóknarmanna sem Timinn kynnti á laugardaginn séu „svipaðar” og aðgerðir þær sem gripið var til i byrjun siðastliðins árs. I fyrra var um það að ræða að skipt var á minni verðbótum fyrri hluta árs i staðinn fyrir meiri verðbætur á seinni hluta ársins en annars hefði orðið án efnahagsráðstaf- ana. i staðinn fyrir 7% skerðingu á verðbótum 1. mars kom afnám skerðingarákvæða Ólafslaga út árið ásamt skattalækkun og hagsbótum af minni verðbólguhraða fyrri hluta árs en ella hefði verið. Þetta var ástæðan fyrir þvi að hægt var að tala um slétt skipti yfir árið i heild, og skýringin á þvi að Timinn getur sagt með réttu um árið 1981.’ ,,Opinberar skýrslur sýna nú, að þessar ráðstaf- anir drógu ekki úr kaupmættinum heldur tryggðu hann betur en orðið hefði að óbreyttu. Þar fékkst skýr sönnun þess, að það, sem skiptir máli er ekki krónutala launanna heldur kaup- máttur þeirra.” Tillögur þær sem Framsóknarflokkurinn kynnti í Timanum þess efnis að taka eigi raf- magn og hita út úr kaupgjaldsvisitölu og þyngja skerðingu Ólafslaga vegna viðskiptakjara geta á engan hátt samræmst þvi sjónarmiði að viðhalda eigi umsömdum kaupmætti. Á það getur launa- fólk ef til vill sæst að greiða megi niður verðlag með auknum niðurgreiðslum á búvöru og tolla- lækkunum 1. mars næstkomandi, en hugsanleg verðbólguhjöðnun mun ekki mæta viðbótartillög- um Framsóknarflokksins i kaupmætti út árið. Langt þvi frá. Tillögurnar sem kynntar voru i Timanum fjalla um kaupmáttarskerðingu i báða enda, en i fyrra var um að ræða skerðingu i annan endann en uppbætur i hinn. Hér er þvi ekkert sambærilegt á ferðinni. —ekh Stóra hneykslið í útvarpsviðtali hélt Anders Hansen blaða- maður Morgunblaðsins þvi fram að þegar nýi meirihlutinn tók við i Reykjavik hafi aldrei verið upplýst um stóra hneykslið i stjórn borgarinnar. Sigurjón Pétursson sagði þetta rangt þvi stóra hneykslið hefði komið fram og allt fjármálasukk Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. ,,Ég gerði samanburð i sumar eftir þriggja ára stjórn vinstri meirihlutans”, sagði Sigurjón „á þeirri úttektarskýrslu, sem gerð var á miðju sumri 1978 og úttekt á sömu hlutum — hlaupa- reikningi —, inneignum borgarinnar, skuldum borgarinnar og ógreiddum reikningum — eins og það var þá, fært til verðlags dagsins i dag. Það munaði 5 milljörðum gamalla kr. á þvi hvað borgin var betur stæð á hlaupareikningi, og það munaði einum og hálfum miljarði hvað var minna af ógreiddum reikningum 1981 heldur en var 1978.” Það urðu nefnilega alger umskipti i fjármálastjórn borgarinnar er nýi meirihlutinn tók við. —ekh Erfiðismaöur gengur I félag Sannra tslendinga Genginn í Geirsarminn Hrafnkell Jónsson fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins á Eskifirði og for- maður Verkalýðsfélagsins Arvakurs á staðnum er genginn i Sjálfstæðisflokk- inn. Hann segir i einkar hug- ljúfri vitnun i Morgunblaðinu að innan Alþýðubandalags- ins sé „gert meira en góöu hófi gegnir af þvi aö brjóta niður einstaklinginn”. Satt er það aö allt er best i hófi, en sjálfur gengur Hrafnkell heill og óbrotinn og hress á sál og likama, til liðs við sjálfan Geirsarminn i Siálf- stæðisflokknum eftir sex ár þrotlaust starf sem róttækur „sósialisti” i Alþýðubanda- laginu — að eigin sögn. Og nú ætlar hann að stjórna erfiðismannafelag- inu á Eskifirði i félagi við erkiihaldið og grossistastétt- ina i landinu. Það er um aö gera að hugsa stórt, og hve- nær hafa svo sem Sannir Is- lendingar látið erfiðismenn svelta. Við gáum i frimúr- aratalið að ári. Og hvað sagði ekki Pétur Þrihross i •Húsi skáldsins: Ég er iýð- ræðissinni og hef ævinlega verið góður sósialisti. 1 fé- lagsskap slikra manna hlýt- ur að vera skjólgott. r Ur öskunni í eldinn 1 Morgunblaösviðtalinu koma fram þungar áhyggjur af afdrifum einstaklingsins og lýst er nauðsyn þess að ..byggja einstaklinginn upp sem mann”. Nú er þaö svo að fyrir liggja ótal yfirlýs- ingar Sjálfstæðismanna sjálfra um flokksræði, flokkseigendafélag, Morgun- blaðskliku og fleira af þvi tagi sem allt vilji reyra i flokksviðjar niðsterkar i Sjálfstæðisflokknum. Það er ekkert hóf á niðurbrotinu á þeim bænum. Ekki ómerkari menn en Gunnar Thor, Al- bert Guðmundsson, Pálmi Jónsson, Friðjón Þórðarson og Eggert Haukdal hafa gert uppreisn gegn flokksræöinu og látið sig hafa það að starfa með „kommúnist- um”. Og þó þessi vitnisburö- ur liggi fyrir tekur sig upp verkalýðsieiðtogi á Eskifirði og fer úr öskunni i eldinn, úr Alþýðubandalaginu i Geirs- arminn hjá ihaldinu. Hér hlýtur að búa að baki kenn- ing Hannesar Hólmsteins og fleiri róttækra ihaldsmanna um að svo mikið kapp verði að leggja á að verja frelsið að réttlætanlegt gæti verið að fórna þvi i vissum tilfell- um. klippt ísland óhœft meö Blaðamaður Timans hefur verið á ferð i Oslð og notað tæki- færið til þess að ræða við Jon Grepstad yfirmann upplýsinga- deildar „Nei til atomvSpen” i Noregi. Grepstad þessi segir i viðtalinu m.a.: „Svo lengi sem bandariska herstöðin er i Kefla- vik er útilokað að ísland geti orðiö aðili að baráttuhreyfing- unni fyrir kjarnorkuvopnalaus- um Norðurlöndum. Ef Is- lendingar vilja vera með, þá verður herstöðin að fara.” sem sögð er sú flóknasta sinnar tegundar. Gefur hún upplýsing- ar um fjarlægð, hæð, hraða og staðsetningu flugvéla (eða her- skipa). Algengast er að AWACS fljúgi i um 30.000 feta hæö og þekur þá ratsjáin svæöi, sem hefur yfir 400 km radius nálægt jörðu en yfir 550 km radius þeg- ar hærra dregur. Ahöfn vélarinnar er 17 manns, þar af eru 13 sem vinna við tækjabúnað vélarinnar. Úr upp- lýsingum ratsjárinnarer unnið i öflugri tölvu en þær koma siðan fram á niu myndskermum i flugvélinni þar sem fylgjast má með hernaðarstööunni. Ein AWACS vél getur stjórnað fBaráttuhreyfSngin fyrir Lkjarnorkuvopnalausum Norourlöndui ÚT1L0KAÐ AÐ fSlAND GETI ORDIÐ AÐIU — segir Jon Grepstad, yfirmaður upp- gadelldai: samtakanna f Noregi( Siðan segir blaðamaður Tim- ans að af svari Jon Grepstad hafi mátt skilja að forsvars- menn „Nei til atomvápen” telji hernaðarlega þýðingu her- stöðvarinnar i Keflavik það mikla, „að ekki sé raunhæft að gera ráð fyrir að þar séu ekki geymd kjarnorkuvopn, jafnvel á friðartimum. Sagöi Grepstad að staðsetning Awacs-vélanna á íslandi sýndi það glögglega hversu mikilvæg Keflavikur- herstöðin væri fyrir NATO.” Nú hefur oft verið á það bent aö Norðmönnum væri hollast að huga að eigin tengslum við kjarnorkuvopnakerfi Banda- rikjamanna áður en þeir fara að tala um stórkostlegan eðlismun á stöðu Islands vegna her- stöðvarinnar og sinnar eigin stöðu. Enlátum það liggja milli hluta að sinni og hugum frekar að þvi sem Gunnar Gunnarsson starfsmaður öryggismála- nefndar hefur að segja um Awacs-fyrirbæriöi ritinu GIUK- hliðið: Tvöfaldar árasargetu herflugvéla „E 3A Sentry eða AWACS (Airborne Warning and Control System) er hönnuð til að gegna þríþættu hlutverki til eftirlits, aðvörunar og stjórnunar her- afla. Vélunum er ætlað að geta uppgötvað, fylgt eftir og borið kennsl á bæði herskip og flug- vélar og einnig stjórnað her- flugvélum NATO. AWACS vélarnar eru breytt gerö Boeing 707-320 B farþega- þotunnar. Þær eru arftaki eldri gerðar fljúgandi ratsjárstöðva EC-121 Super Constellation en mikið fullkomnari. Þróun AWACS vélanna hófst á sjötta áratugnum, en framleiðsla 1975 og var fyrsta vélin tekin i notk- un i april 1978. Ráðgerir banda- riski flugherinn að taka samtals 34 AWACS i sina þjónustu, en 18 vélar eru ætlaðar evrópskum NATO-rikjum. Kjarni vélarinnar er ratsjáin, 100 herflugvélum i senn. Er full- yrt að stjórnun frá Awacs tvö- faldi i mörgum tilfellum hæfni herflugvéla. Fer stjórnun og upplýsingamiðlun fram i gegn- um fjarskipti. Flugþol er um 12000 km og getur vélin tekið eldsneyti á flugi ef þörf krefur. Árásargeta NATO stóraukin Hugmyndin að baki fljúgandi ratsjár- og stjórnstöðva eins og AWACS, á rót sina aö rekja til veikleika loftvarnarkerfa S jörðu”. I riti öryggismálanefnd- ar eru þessir veikleikar siðan raktir og greint frá endurbótum og aukningu á tækjabúnaði AWACS sem séu i þróun. Miðað er að þvi að gera möguleg tengsl vélanna við upplýsingakerfi sem tekið verður i notkun á næstu árum og á að auka sam- ræmingu milli hinna ýmsu deilda bandarisks herafla. Einnig er ætlunin að gera mögu- legar sendingar upplýsinga til yfirvalda i landi samtimis þvi sem þær koma fram á mynd- skermum AWACS. Sjálfs- varnarbúnaður fyrir ratsjárað- vörun og rafeindahernað verður byggður i vélina, stjórnunar- hæfni aukin og gervitunglasam- band við bandarisku yfirher- stjórnina gert mögulegt. Ýmsir erlendir hermálasér- fræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að AWACS sé mesta viðbót við árásargetu NATO sem oröið hefur frá stofnun bandalagsins, með þvi að vélarnar geta stjórnað og sam- hæft hernaðaraðgerðir langt inn i Sovétrikin. Þá hefur verið sagt að flugvellir þar sem AWACS séu staðsettar teljist til hættu- mestu staða á hnettinum. Loks má minna á hinar miklu deilur um sölu fimm AWACS véla til Saudi-Araba i Bandarikjunum, en i þeim umræðum kom veí fram herstjórnunar- og árásar- geta þessa tækjabúnaðar. Og i augum Norðmanna eru AWACS vélarnar á Islandi sönnun fyrir tengslum Islands við kjarnorku- vigbúnaðinn. -3-ekh •9 skoríð

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.