Þjóðviljinn - 21.01.1982, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. janúar 1982
Umbúöasamkeppni Félags
Isl. iðnrekenda 1981 er lokið og
þar með þeirri sjöttu. Sam-
keppnin er fyrir allar gerðir
umbúða. Verða að vera hann-
aðar hérlendis og hafa komið á
markað hér eða erlendis. Allir
islenskir umbúöaframleiðendur
og -notendur gátu tckið þátt i
keppninni, svo og þeir aðrir,
sem hanna og gera umbúðir.
Umbúðirnar urðu að hafa
komið á markaö frá miðju ári
1977. Tilgangur samkeppninnar
var nú sem áður, að auka áhuga
á hagkvæmum og söluörvandi
umbúðum og styrkja þannig
samkcppnishæfni Islenskra iðn-
fyrirtækja.
Dómnefnd skipuðu: Brynj-
ólfur Bjarnason, formaður, frá
Félagi isl. iðnrekenda, Gunn-
laugur Pálsson frá Neytenda-
samtökunum, Kristmann
Magnússon frá Kaupmanna-
samtökum islands, Ottó Ólaís-
son frá Myndlista- og handiða-
skólanum, Þröstur Magnússon
frá Félagi isl. teiknara. Ritari
nefndarinnar var Þórarinn
Gunnarsson skrifstofustjóri FÍI.
Dómnefnd ákvað að veita eftir-
töldum umbúðum viðurkenn-
ingu:
Póstumbúðir: Notandi: Is-
lenskur markaður hí. Framleiö-
andi: Plastprent hf. Hönnuður:
Auglýsingastofan hf. — Gisli B.
Björnsson, Guðjón Eggerts-
son/Þóra Baldursdóttir. Um-
sögn dómnefndar: Vandaðar og
hagnýtar umbúðir, sem veita
vöruni góða vernd. Hönnun ein-
föld og stilhrein.
Avaxtasúpur og grautar:Not-
andi: Verksmiðjan VILKO
Framleiðandi: Kassagerð
Reykjavikur hf. Hönnuður:
Auglýsingastofa Kristinar hf.
(Anna Þóra Arnadóttir). Um-
sögn dómneíndar: Fallegar
umbúðir þar sem ljósmyndir
eru notaðar á virkan hátt i sölu-
hvetjandi tilgangi Upplýsingar
ýtarlegar og greinilegar.
Prentun góð.
Eplajógi, Jarðarberjajógi og
Sopi-Fiotandi: Mjólkursamsalan
i Reykjavik og Mjólkurbú Flóa-
manna, Selfossi. Framleiðandi:
Tetra Pak. Hönnun: Auglýs-
ingastofa Kristinarhí. (Tryggvi
T. Tryggvason, Stephen Fair-
bairn). Umsögn dómnefndar:
Fallegar umbúðir. Skemmti-
lega útfærðar teikningar og frá-
gangur góður. Upplýsingar ná-
kvæmar.
Rjómaostur (100 gr): Not-
andi: Osta- og smjörsalan sf.
Framleiðandi: Torsten Jepps-
son, Svfþjóð. Hönnuður: Aug-
lýsingastofa Kristinar hf. (Sig-
riður Bragadóttir). Umsögn
dómnefndar: Skemmtilegt form
á umbúðum. Frágangur góður.
Upplýsingar nákvæmar.
Flöskur undir oliur: Notandi:
Smjörliki hf. Framleiðandi:
Sigurplast hf. og Vörumerking
hf. Hönnuður miða: Auglýs-
ingastofan Argus hf. Hönnuður
flösku: Sigurður Jónsson. Um-
sögn dómnefdar: Heildarsam-
ræmi gott með samhæfðum lit-
um, letri og myndskreytingum.
Ora lifrarkæfa: Notandi:
Ora — Kjöt & Rengi hf. Fram-
leiðandi: Moblik Sannem A/S
Noregi. Hönnuður: Auglýsinga-
stofa Kristinar hf. (Anna Þóra
Árnadóttir). Umsögn dóm-
nefndar: Handhægar umbúðir,
sem veita innihaldi góða vernd.
Frágangur góður og upplýs-
ingar fullnægjandi.
Sildartunna: Notandi: Sildar-
útvegsnefnd. Framleiðandi:
Moblik Sannem A/S Noregi.
Hönnuður: Auglýsingastofa
Kristinar hf. (Stephen Fair-
bairn). Umsögn dómnefndar:
Vandaðar umbúðir með hrein-
legt og heilsteypt yfirbragð.
Vernd góð.
Við mat umbúðanna notar
nefndin matskerfi, sem notað
hefur verið i fy rri samkeppnum.
Er þar m.a. tekið tillit til ýmissa
þátta m.a. utanaðkomandi
áhrifa, hagkvæmni i sölu og
neyslu, upplýsinga og frágangs.
— mhg
Póstumbúðir islensks markaðar sem Auglýsingastofan hf. hannaði og Plastprent hf. framleiddi.
„Vandaðar og hagnýtar umbúðir sem veita vörunni góða vernd. Hönnun einföid og stilhrein”, segir I
áliti dómnefndar.
Umbúðasamkeppm FÍI1981
Þórdis Gunnarsdóttir tekur hér við vinningnum úr hendi framkvæmdastjóra félagsins.
Happdrætti Styrktarfélags vangefinna:
BMW bíllinn afhentur
Nýlega fór fram afhending d
aðalvinningi i happdrætti
Styrktarfélags vangefinna 1981,
BMW518 bifreið.
Vinninginn hlaut Þórdis
Gunnarsdóttir, Mariubakka 18,
Reykjavik, og sýnir myndin.
þegar framkvæmdastjóri félags-
ins afhendir henni lyklana að
bi'lnum.
Nú þegar er búið að sækja alla
vinningana í happdrættinu. —
Félagið flytur öllum, sem styrktu
það með kaupum á miðum inni-
legar þakkir.
Tónlistarhátíð ungra einleikara:
Sigríður Vil-
hjálmsdóttir val-
in til þátttöku
Tónlistarhátið ungra einleikara
á Norðurlöndum verður haldin i
annað sinn 25. sept. — 2. okt. n.k.
og að þessu sinni i Stokkhólmi.
Fyrsta hátið af þessu tagi var
haldin i Kaupmannahöfn haustið
1980 og voru þá tveir Islendingar.
Manúela Wiesler flautuleikari og
Einar Jóhannesson klarinettleik-
ari, meðal þeirra 16 listamanna
semunnu sérrétttilþessaðkoma
fram á hátiðinni. Nú hafa 13 ungir
hljóðfæraleikarar og söngvarar
veriðvaldir tilþátttiScu ihátiðinni
i Stokkhólmi i haust og er einn Is-
lendingur þeirra á meðal. Sig-
riður Vilhjálmsdóttir óbóleikari.
Auk Sigriðar voru 2 þátttakendur
valdir frá Sviþjóð, 3 frá Dan-
mörku, 3 frá Finnlandi og 4 frá
Noregi. Samnorræn dómnefnd
valdi þátttakendur en i henni sátu
af Islands hálfu Ragnar Björns-
son og Jón Nordal.
Sigriður Vilhjálmsdóttir stund-
aði fyrst óbónám hér heima hjá
Kristjáni Stephensen og tók ein-
leikarapróf frá Tóniistarskól-
anum i Reykjavi'k vorið 1974. Hún
hefur dvalið erlendis siðan og
lokið einleikaraprófum frá Royal
College of Music i London og
Kjarajanstofnunina i Berlin, en
þarhefurhún m.a. leikið með Fil-
harmoniuhljómsveit Berlinar
undir stjórn heimsfrægra hljóm-
sveitarstjðra, s.s. Karajan, Solti,
Böhm, Abbato og fleiri Hún
starfar nú sem 1. óbóleikari
Rikishljómsveitarinnar i
Koblenz.
Undirleikari Sigri'ðar á Stokk-
hólmshátiðinni verður Snorri Sig-
fús Birgisson.
Lán á lán ofan
Frá þvi er greint á öðrum stað
hér I blaðinu að Bjargráðasjóði sé
ætlað að lána hátt á fjórða hundr-
að bændum 13 milj. kr. vegna
harðindanna á sl. sumri.
En hvernig er Bjargráðasjóður
svo i stakk búinn til þess að leysa
af hendi þetta hlutverk? Er þess
þá skemmst að minnast, að 1979
þurfti hann að taka veruleg lán til
þess að standa straum af þeim
harðindum, sem þá gengu yfir.
Enn varð hann að koma við sögu
vegna tjóna af óveðrinu i febrúar
árið sem leið. Nú er hann févana,
með mikla verðtryggða skulda-
byrði á baki en rýra tekjustofna
miðað við verkefni. Sjóðnum hef-
ur nú verið heimilað að taka enn
lán svo hann fái veitt úrlausn
vegna harðindanna i sumar. En
skammgóður vermir er það.
Sjálfsagt eru einhver ráð finn-
anleg til þess að hressa upp á lög-
gjöfina um Bjargráðasjóð og er
raunar ekki nýlunda þótt það sé
gert, þótt ekki hafi þær lækningar
reynst varanlegar. Ýmsir telja þó
að endurskoða þurfi trygginga-
mál landbúnaðarins niður i rót,
bæði hvað varðar tjón af upp-
skerubresti og meiri háttar bú-
fjáráföllum. Liklega væri ráð að
iáta það ekki dragast lengi.
En athygli vekur að jafnframt
þvi sem haiiar undan fæti fyrir
Bjargráðasjóði eflist Viðlaga-
sjóður. Er lika ólikt að börnunum
búið,þvi samkvæmt upplýsingum
búnaðarm álastjóra greiðir
„meðalstórt sveitarfélag minna
til Bjargráðasjóðs heldur en hver
einstakur bóndi greiðir af eignum
sinum til Viðlagasjóðs”.
Hér sýnist eitthvað skjóta
skökku við. — mhg
Rauði krossinn:
Fundiir í Genf
vegna Póllands
Alþjóðaráð Rauða krossins het-
ur boðaða til fundar i' Genf mánu-
daginn 18. janúar um alþjóðlegt
Rauða krossstarf i Póllandi.
Verður m .a. f jallað um ástand og
horfur, framkvæmd starfsins og
leit að fólki sem horfið hefur i
Póllandi að undanfömu. Borist
hafa um 400 beiðnir til
alþjóðaráðsins vegna fólks sem
hefur horfið og hefur tekist að
greiða úr um 90 málum. Þá
verður að loknum þessum fundi
haldinn fundur um Kampútseu,
en þar hefur Alþjóðasamband
Rauða krossfélaga tekist á hend-
ur að halda uppi heilsugæslu þar
til heilbrigðysyfirvöld og Rauði
kross landsins eru fær um að
annast þau mál sjálf. Jón As-
geirsson, framkvæmdastjóri
Rauða kross islands situr fundinn
af hálfu islenska Rauða krossins.
Esperanto besta lausnin
Eftirfarandi ályktun var
samþykkt nýlega i Esperantista-
félaginu Auroro:
1. Talandi maður er mállaus
meðal fólks, þegar sameigin-
legt tungumál skortir.
2. Akvæði Helsinkisáttmálans um
aukin samskipti milli einstak-
linga Ur mismunandi rikjum
verða innantóm orð meðan
málaþröskuldurinn hindrar
eðlileg samskipti.
3. Engum einstaklingierkleift að
læra að gagni nema örfá allra
þeirra mála sem bera uppi
heimsmenninguna.
4. Málakunnátta sem bindur
tjáskipti við eitt tiltekið mál-
svæði ýtir undir sjálfbirgings-
hátt gagnvart öðrum mál-
svæðum sem er óþarfur heims-
friði og bræðraþeli milli þjóða.
5. Lausn á þessu verður þá fyrst
viðunandi þegar allir þeir sem
leita samskipta við fólk utan
nánasta umhverfis sins, kunna
mál sem þeir geta notað i
tjáskiptum við alla jarðarbúa.
6. SU lausn ein er viðunandi sem
veitir öllum notendum sliks
alþjóðlegs hjálparmáls sama
rétt i' raun án tillits til þess
hvert móðurmál þeirra er.
7. Engin þjóðtunga er þvi tæk
sem alþjóðlegt hjálparmál, þvi
sá sem ætti alþjóðlegt tungu-
mál að móðurmáli stæði skör
hærra við notkun þess en aðrir.
8. Þeir sem til þekkja, vita að
besta lausnin — og raunar hin
eina sem fullnægir kröfum
nútimans um jafnrétti — er
Esperantoogað það hefur fyrir
löngu sannað verðleika sina á
öllum sviðum mannlegra
tjáskipta, enda eru það stjórn-
málalegar ástæður og tregða
sem hafa til þessa komið i veg
fyrir að það væri viðurkennt i
raun af opinberum aðilum sem
alþjóðlegt hjálparmál.
8. Með ofangreindum rökum
bendir 300. fundur Esper-
antistafélagsins Auroro,
haldinn 11. desember 1981 á
brýna nauðsyn þess að skiln-
ingur aukist á þessu vandamáli
og að jafn réttur allra verði
virtur við lausn þess.