Þjóðviljinn - 21.01.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 21.01.1982, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. janúar 1982 Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trún- aðarmannaráðs fyrir árið 1982. Tillögur skulu vera um formann, varafor- mann, ritara, gjaldkera og þrjá með- stjórnendur, ásamt þremur varamönnum. Og um tólf aðalmenn i trúnaðarmannaráð og átta til vara, auk þess um tvo endur- skoðendur og einn til vara. Tillögum ásamt meðmælum hundrað full- gildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins að Skólavörðustig 16, eigi siðar en kl. 11 f.h. fimmtudaginn 28. janúar 1982. Stjórn Iðju Evrópuráðsstyrkir Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvala erlendis á árinu 1983 fyrir fólk, sem starf- ar á ýmsum sviöum félagsmála. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. Félagsmálaráðuneytið, 19. janúar 1982. Sveinafélag pípulagningamanna Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu félagsins, Skipholti 70, fyrir kl. 18.00. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desember mánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin20%, en siðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. febrúar. Fjármálaráðuneytið, 18. janúar 1982. fpÚTBOÐ m ■*« ^ MM Tilboð óskast i lögn holræsis við Gufunes. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi 3 gegn 1500 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 3. febrúar 1982 kl. 11 f. hád. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800 Slökkvili&smenn i Reykjavik aö störfum Brunavarðafélag íslands: Starfsaðferðir Rúnars víttar Brunavarðafc'lag fslands hefur sent frá sér cftirfarandi athuga- semd vcgna ráðningar i stöðu v a r a s 1 ök k v i 1 i ð s s t j ó r a i Rcykjavik: Brunaverðir á Slökkvistöðinni i Reykjavik mótmæla harMega og lýsa furðu sinni á skipan borgar- ráðs i stöðu varaslökkviliðsstjóra i Reykjavik, þ. 5. janúar s.l.. Við skipan i stöðuna var berlega gengið fram hjá þeim starfs- mönnum stöðvarinnar, sem mesta þekkingu og reynslu hafa til að gegna starfi þessu, en þess i stað skipaður maður, sem sára- ilitla reynslu hefur af störfum slökkviliðsins, en tæknimenntað- ur og hefur sem slikur starfað á Slökkvistöðinni í eitt og hálft ár, aðallega við skrifstofustörf. Meðal umsækjenda um stöðuna voru 3 aðalvarðstjórar Slökkvi- liðsins með starfsaldur frá 18 árum upp i' 30 ár. Auk mikillar starfsreynslu hafa þeir allir sótt löng námskeið i slökkvistörfum og sjúkraflutningum hérlendis og erlendis og sem aðalvarðstjórar reynst góðir stjórnendur. Fram hjá þessum mönnum var gengið en reynslulitill maður þess i stað skipaður og þar með undir- strikað, að svo löng starfsreynsla aðalvarðstjóra hefur ekkert að segja, þegar tæknimenntun er annars vegar. Þetta er e.t.v. enn furðulegra, þegar litið er til þróunar þessara mála i öðrum löndum. Eftir þvi sem best er vitað mun nær undantekningalaust stefnt að þvi að yfirmenn slökkviliða, þ.e. slökkviliðsst jórar og vara- slökkviiiðsstjórar séu skipaðir úr röðum brunavarða með mikla starfs- og stjórnunarreynslu enda mikið i húfi að yfirstjórnendur á brunastöðum séu slikum kostum búnir. 1 Reykjavfk eru önnur sjónarmið látin ráða varðandi bæði þessi störf. Þó hafa stjórn- endur borgarinnar orðið sér meðvitandi um mikilvægi þess- arar þróunar þvi á árinu 1978 gekk úr' giidi brunarnálasam- þykkt fyrir Reykjavikurborg frá árinu 1953, sem gerði kröfu til verkfræði- eða húsameistara- menntunar i störfin, en með reglugerð. sem við tók, voru skiiyrði þessi felld niður. Er þvi ekki lengur krafist sérstakrar menntunar i störf slökkvi- og v a r a sl ök k v i 1 i ð ss tj ór a i Reykjavik, enda ekki séð hvaða tilgangi það þjónar og reynslan ekki sú, að slikt sé réttlætanlegt. A það má benda vegna þeirrar miklu áherslu sem lögð er á menntuna rþá tt þessarar ráðningar, að á Slökkvistöðinni hefur s.l. 9 ár starfað bygginga- tæknifræðingur við eldvarnaeftir- litið. Það mun vera að undirlagi RUnars Bjamasonar, slökkviliðs- stjóra, að staðið var að ráðning- unni með þessum hætti. Eftir að umsóknir bárust borgarráði, var honum falið að segja sitt álit á umsækjendum og mun hann ein- dregið hafa mælt með þeim sem skipaður var og lagt á það mikla áherslu, enda mun Rúnar hafa lofað viðkomandi þvi, þegar sá kom til starfa á Slökkvistöðinni fyrir einu og hálfu ári. 1 umsögn sinni til borgarráðs gerir RUnar grein fyrir starfs- sviði varaslökkviliðsstjóra. Þar kemur fram, að störf hans séu einkum fólgin i deildarstjórn i varðliðsdeild, dagleg umsjón með starfi og þjálfun á vöktum, umsjón með starfseminni og skipulagningu i deildinni svo og yfimmsjón með slökkvibilum, sjúkrabilum og öðmm búnaði liðsins. Miðað við þessa lýsingu RUnarser þaðámælisvert af hans hálfu að beita sér fyrir þvi, að til starfsins sé ráðinn maður með sáralitla starfsreynslu þar sem störfum þessum verður aldrei gerð fullnægjandi skil nema fyrir hendi sé mikil starfsreynsla og starfsmenntun. Þrátt fyrir að menntunar- skilyrði fyrir ráðningu slökkvi- og varaslökkviliðsstjóra séu löngu niður fallin eins og áður segir, þ.e. 1978, mun Rúnar hafa visað i gömlu reglurnar i umsögn sinni til borgarráðs og látið svo lita Ut sem þær væru i fullu gildi og verkfræði- eða húsameistara- menntun enn áskilin. Það virðist ætla að verða erfitt að kom a Rúnari Bjarnasyni i skilning um að skilyrði þessi séu niður fallin eða hann á erfitt með að sætta sig við að svo sé. Hann hefur allt til þessa dags i mörgum málum visað í þessar löngu niðurfelldu reglur og m.a. tókst honum að hrekja mann úr starfi bruna- varðar fyrir rúmu ári siðan, þar sem viðkomandi uppfyllti ekki lengur búsetuskilyrði skv. gömlu reglunum. Ákvæðið var þá Ur gildi fallið og ekki talin ástæða til að halda þvi inn i gildandi reglum frá 1978. Starfsaðferðir Rúnars Bjarnasonar i máli þessu koma okkur brunavörðum ekki mjög á óvart og e.t.v. ekki heldur ibúum borgarinnar. Það er ekki aðeins við mannaráðningar og stöðu- veitingar, sem hann hefur í gegn- um árin beitt geðþóttaákvörðun- um, heldur einnig i öðrum störfum si'num. Brunaverðir eru orðnir langþreyttir á misvitrum ákvörðunum Rúnars Bjarnason- ar. SPENNUM BELTIN yUMFeiOAR Éh ... alltaf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.