Þjóðviljinn - 24.03.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.03.1982, Blaðsíða 15
Miövikudagur 24. mars 1982 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15 Hringið í sima 81333 kl 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum fra lesendum Aö leik á Biáfjallasvæöinu. Ljósm.: — eik. Umferðaröngþveiti í Bláfjöllum Ég get ekki oröa bundist yfir þvi stjórnleysi sem rikti á Blá- fjallasvæöinu um helgina 13. og 14. mars. Fyrir þaö fyrsta var umferö hleypt inn á svæöiö áöur en búiö var aö ryöja veginn aö nokkru viti, svo aö bilar sátu fastir hér og þar i misstórum sköflum og geröu ruöningstækjum erfitt fyrir. I annan staö var enginn lög- gæslumaöur til staöar til aö stjórna umferö i brekkuna ill- ræmdu, eins og var t.d. helg- ina þar á undan. Þess i staö reyndi hver bilstjórinn aö troöast fram fyrir annan, svo úr varö ein allsherjarvitleysa og öngþveiti þar sem allir sátu meira og minna fastir. Fyrir velvilja einstakra bifreiöa- stjóra og fórnfýsi tókst um siöir aö greiöa á einhvern hátt úr flækjunni, og vil ég nota tækifæriö til aö þakka þeim Nokkrar fyrir- spurnir til Bláf j allanef ndar ágæta manni sem óumbeöinn hjálpaöi mér og minum feröa- félögum út úr þessum umferöarhnút og vorum viö ekki þau einu sem nutum að- stoðar þessa ágæta manns. Mættu aðrir taka hann sér til fj'rirmyndar, i stað þess að troðast fram fyrir aðra með þeimtufrekju og yfirgangi. 1 þriöja lagi finnst mér dálitiö erfitt aö kyngja þvi aö þurfa aö hætta aö renna mér á skiöum kl. 18 um helgar. Þá er skiöasvæöinu lokaö þrátt fyrir jafnstórkostlegt veöur og \|ar þessa helgi og skiöafæriö eftir þvi, en slikt hendir ekki qft hér sunnanlands. Þvi langar mig að lokum aö óska svara hjá Bláfjallanefnd eöa öörum þeim sem máliö er skylt viö eftirfarandi spurn- ingum? 1) Er enginn sem ber ábyrgö á umferöinni á Blá- fjallaafleggjaranum, og hvers vegna er ekki hægt aö hafa stjórn á umferðinni i brekkuna illræmdu, sérstaklega um helgar þegar fólk streymir þarna uppeftir. 2) Hvers vegna er þessi sjama illræmda brekka aldrei sjand- eða saltborin? 3) Er enginn möguleiki á aö breyta opnunartima Bláfjalla- svæöisins um helgar þegar vel viörar, þannig að opið sé lpngra fram á kvöldið? Meö von um skjót svör. Skföamaöur. Barnahornid X Atli Knútsson — 6 ára, að verða 7 — teiknaði þetta myndarlega vík- ingaskip' fyrir Barna- hornið. Þriöji þátturinn af fjórum um Emil Zola og afskipti hans af málum Dreyfus liösforingja er á dagskrá Sjónvarps kl. 21.00. Haldiö er áfram þar sem frá var horfiö meö réttarhöldin yfir Zola og hina gifurlegu athygli sem þau vöktu. t siöasta þætti kom berlega i Ijós hvilikur skripaleikur réttarhöldin voru, hæstráö- endur i franska hernum komust upp meö aö breiöa hulu yfir mikilsverö atriði sem snertu mál Dreyfusar. Þátturinn um Zola i kvöld tekur hvorki meira né minna en 2 klst. i flutningi. Varúð að vetri Sjónvarpiö hefur látiö gera nýjan þátt meö ýmsum þörfum upplýsingum um var- úðarráðstafanir i sambandi við ýmislegt þaö sem fólk dvelur viö á vetrum, s.s. vél- sleöaferðir, fjallgöngur, skiöagöngu og sfrv. Umsjón með þáttunum er i höndum Sighvats Blöndal 'blaöamanns, en hann hefur mikiö unniö aö björgunar- málum. Hann er félagi i Flug- björgunarsveitinni og fyrsti formaöur Alpaklúbbsins. Ýmsir þeir sem leggja mál- efnum þessara klúbba liö, eru fengnir til aöstoðar auk þess sem einn af starfsmönnum Sjónvarps, Baldur Hermanns- son, hefur lagt ýmislegt til málanna. Þátturinn tekur rúma hálfa klukkustund i flutningi. ^ Sjónvarp', O kl. 20.35 Enskukennsla: Könnun- arferðin Nýr breskur myndaflokkur hefur göngu sina i Sjónvarpinu i dag. Þar er á ferðinni ensku- kennsla, 12 þættir, sem BBC, breska sjónvarpið hefur látiö gera. Þessir þættir eru ætlaöir ungum sem öldnum og er upp- bygging þeirra með þvi sniöi aö fólk getur haft mikiö gagn af, t.a.m. i feröalögum er- lendis. Þeir bera heitiö Könnunarferöin, fjallar um fólk á feröalagi, auk þess sem heimildarmyndir og leiknar frásagnir fá sitt pláss. Athygli skal vakin á aö þættir þessir veröa endursýndir reglulega og veröa þeir aftur á dagskrá á laugardögum. Sjónvarp kl. 18.50 Tveir afbragðsþætt- ir 1 sjónvarpi Þaö er ekki mjög algengt aö mann langi til aö hrósa sjón- varpinu, en þaö kemur þó fyrir. Mig langar til aö þakka fyrir tvo afbragösþætti, sem undanfariö hafa veriö á dag- skránni og veröa vonandi enn um sinn. Svo ólikir sem þessir þættir eru, hvor úr sinum heimshlutanum, hafa þeir báöir til aö bera gæöi, sem eru sjaldgæf i framhaldsþáttum. Þetta er „Lööur” frá Banda- rikjunum og franski þátturinn „Emile Zola”. Þótt flestir hafi ómælda ánægju af þvi aö horfa á „Lööur”, veif ég ekki hvort menn gera sé almennt grein fyrir aö hér er á feröinni sjón- varpsefni, sem aö gæöum stenst samanburö viö þaö besta sem gerter i heiminum i leiklist af þessu tagi. Handrit (NB. skrifaö af konu...) leik- stjórn og leikur er unniö af sjaldgæfri kunnáttu og getu, auk þess sem mikiö mannvit og hlýja er á bak viö textann. Haldiö þiö aö þaö sé tilviljun aö homminn er ein geö- felldasta persónan? Hvaö haldiöi aö svona persóna geti eytt miklu af fordómum? Þaö sem ef til vill gerir þó gæfumuninn i „Lööri” er sú staöreynd, aö hann er tekinn upp meö áhorfendum. Hlátrarnir eru ekta og maöur finnur aö leikararnir eru raunverulega aö „gefa” þegar þættirnir eru teknir upp. Hinn þátturinn sem ástæöa er til aö hrósa er „Zola”, sem einnig er afbragösvel gerður. Þar er á feröinni allt annaö efni og efnistök. Þaö er ánægjulegt aö sjá efni frá þessum hluta Evrópu en aö undanförnu höfum viö séö bæöi þennan franska og spánskan framhaldsþátt i sjónvarpi, og báöir eru mjög góöir. Þaö er ekkert sölu- eöa afþreyingarbragö af þessum franska þætti, eins og oft er meö bresku þættina, heldur er hann einfaldlega trúr þessari átakanlegu sögu og mjög fag- mannlega unninn. ÞS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.