Þjóðviljinn - 24.04.1982, Page 1
Helgin 24.—25. aprll 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15
um helaina
• Leiklist
• myndlist
• tónlist
• kvikmyndir
• samkomur
leiklist
„Meyjar-
skemman”
Frumsýnd í kvöld
„Mcyjaskemman” veröur
frumsýnd i Þjóöleikhúsinu i
kvöid, laugardagskvöld. Texta
Meyjaskem munnar sömdu
A.M. Willner og Heinz Reihert,
en ungverskt tónskáld lagaöi
tónlist Schubcrts aö sviös-
geröinni. Leikgeröina geröi
leikstjóri sýningarinnar Wil-
frieds Steiner. Sinfóniuhljóm-
sveit islands leikur undir stjórn
Páls P. Pálssonar. Sigurjón Jó-
hannsson gerir leikmynd og
búninga, en Björn Franzson
þýddi verkiö.
Aöalhlutverkiö, hlutverk
Schuberts leikur Siguröur
Björnsson, en önnur stór hlut-
verk eru i höndum Júliusar
Vifils Ingvarssonar, Kristinar
S. Sigtryggsdóttur, Katrinar
Siguröardóttur og Elisabetar F.
Eiriksdóttur auk ýmissa fleiri.
Meyjaskemman var fyrst sýnd
hér á landi 1934 i Iönó. önnur
sýning nú er i Þjóöleikhúsinu á
sunnudag.
Katrin Siguröardóttir og Siguröur Björnsson I hlutverkum sinum f
..Meyjaskemmunni”.
„Húsið á
klettinum ”
í Eyjum
Næstkomandi iaugardags-
kvöld, 24. april, kl. 20.30
frumsýnir Leikfélag Vest-
mannaeyja „Húsiö á Klettin-
um”, sakamálaleikrit eftir
George Batson i þýöingu Her-
borgar Friðjónsdóttur.
Leikstjóri er Halldóra
Magnúsdóttir, leikmynd
hannaöi Magnús Magnússon og
ljósameistari er Lárus Björns-
son. Leikendur eru Jóhanna G.
Jónsdóttir, Hanna Birna Jó-
hannsdóttir, Ingveldur Gyöa
Kristinsdóttir, Asta Bjartmars,
Reynir Sigurösson og Runólfur
Dagbjartsson.
Þetta er þriöja uppfærsla
Leikfélagsins á þessu leikári og
mun þetta vera frumflutningur
verksins hér á landi.
Jóhanna G. Jónsdóttir, Ingveldur Gyöa Kristinsdóttir og Hanna
Birna Jóhannsdóttir i hlutverkum sinum i „Húsinu á klettinum”,
sem leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir i kvöld, laugardagskvöldiö
24. april.
Halldór og Tao:
„ Ég er
vinur far-
fuglanna”
„Ég er vinur farfuglanna”
nefnist dagskrá sem veröur flutt
i Þjóöleikhúsinu sunnudaginn
25. april kl. 17.00 I tilefni af átt-
ræðisafmæli Halldórs Kiljans
Laxness. Dagskráin er um Hall-
dór og Tao.
Flytjendur eru rithöfundar,
leikarar og tónlistarmenn, en aö
dagskránni standa Rithöfunda-
samband íslands, Bandalag is-
lenskra listamanna og Þjóöleik-
húsiö. Eru allir velkomnir
meöan húsrúm leyfir, en aö-
gangur er ókeypis. Umsjón meö
dagskránni hefur Baldvin Hall-
dórsson.
kvikm yndir
Jack
London
hjá MÍR
tvo nœstu
sunnudaga
Tvo næstu sunnudaga veröa
sýndar gamlar sovéskar kvik-
myndir geröar eftir skáldsögum
Jacks London i MlR-salnum,
Lindargötu 48. „Glfhundurinn”
verður sýndur sunnudaginn 25.
april og „Mexikaninn” 2. mai
báöa dagana kl. 16.
„Úlfhundurinn” er svart-hvit
mynd, gerö 1946 undir stjórn
sovéska kvikmyndagerðar-
mannsins Alexanders Zguridi
sem var kunnur á árum áöur
fyrir náttúru- og dýraiifsmyndir
sinar.
1 skáldsögu Londons og kvik-
myndinni er lýst lifinu i skógi á
norður slóðum. Allur fyrri hluti
myndarinnar fjallar um úlfa,
lifiö i úlfabæli og uppvöxt
hvoipanna. í siöari hlutanum er
svo sagt frá samskiptum úlf-
hundsins Hvitings og manna.
Með aöalhlutverk i myndinni
fara Oleg Shakov, Lév Sverdlin
og Orip Abúlov. Skýringartext-
ar á ensku. Skáidsagan
„tJlfhundurinn” kom út á for-
lagi tsafoldar 1967.
Aðgangur að MÍR-salnum er
ókeypis og öllum heimill.
ViÖ erum ekki stærstir. en
þú getur treyst okkar ferðum
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarsíígl. Símar 28388 og28580