Þjóðviljinn - 24.04.1982, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Qupperneq 3
Helgin 24.-25. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 um helgina synmgar Stórgóð sýning áhugaljósmyndara Ljósmyndaklúbburinn HUG- MYND 81 opnaöi Ijósmyndasýn- inguaö Kjarvalsstööum hinn 21. april s.l. Þar eru sýndar 60 myndir jafnmargra félags- manna. Sýningin er öörum þræöi keppni milli þátttakenda um sex bestu myndir, þrjár svarthvitar og þrjár i lit. Gestir mega greiöa atkvæöi og fá þeir sérstakan seöil til að taka þátt i atkvæðagreiðslunni. Myndirnar a sýningunni eru flestar til sölu. Ljósmyndaklúbburinn HUG- MYND 81 var stofnaður hinn 15. febrúar 1981 og hefur starfað blómlega æ siðan. Sýning þessi er fyrsta sýning klúbbsins, en hann telur nú u.þ.b. 50 félaga á aldrinum 15-55 ára og eru þeir allir áhugaljósmyndarar. Að sögn gels, sem er innan- hússljósmyndari hér, er full ástæöa til að hæla þessari sýn- ingu. Ljósmyndirnar eiga allir mjög góöar myndir og vinna vel úr efninu. Það er þvi fyllsta ástæða til að bregða sér á Kjar- valsstaði á næstunni, en sýning HUGMYNDAH 81 stendur til 2. mai. samkomur 80 ára afmæli Halldórs Laxness: Afmœlishátíð að Varmá 1 tilefni af áttræðisafmæli Halldórs Laxness halda sveitungar hans i Mosfellshreppi upp á afmælið meö hátið á sunnudaginn i iþróttahúsinu að Varmá. Hefst hún kl. 14.00 og eru þar ýmsir dag- skrárliðir, söngur, upplestur, hljóðfæraleikur og fleira. Héraös- bókasafn Kjósarsýslu stendur fyrir sýningu á verkum Laxness á meðan hátiðin varir. Þá verður barnaskemmtun i Hlégaröi á sama tima. Fundur um neytendamál nyrðra Neytendasamtökin á Akureyri halda ráöstefnu um málefni neyt- enda og neytendasamtök laugardaginn 24. april n.k. aö Hótel Varð- borg, Akureyri. Framsögu hafa fulltrúar frá Alþýðusambandi norðurlands, Kaupmannasamtökum Akureyrar, KEA, Kvenna- sambandi Akureyrar og Neytendasamtökum Akureyrar. Rætt verður um eftirfarandi: 1. Eru neytendasamtök nauðsynleg? 2. Hvernig eiga þau að starfa? 3. Hvert er hlutverk félagasamtaka i málefnum neytenda. Fundað í Vogaskólanum Foreldra- og kennarafélag Vogaskóla boöar til almenns fundár laugardaginn 24. april n.k. I Vogaskóla um málefni grunnskóla. Fundurinn hefst klukkan tvöog er ráögert aö honum Ijúki kl. fimm. 1 fréttatilkynningu frá foreldra- og kennarafélaginu segir, að i umræðum um grunnskólamál hafi einkum verið rætt um kostnað viðrekstur skólanna.Tilþessa fundar sé boðað til þess að ræða mál- in frá þeirri hlið, sem að börnunum snýr. Til fundarins er boöiö m.a. skólastjórum grunnskóla, stjórnendum foreldra-og kennarafélaga, fræðsluráði, borgarfulltrúum, fjölmiðlum og áhugasömum kennur- um og foreldrum. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Avarp: Margrét Þorvaldsdóttir, formaður foreldra- og kennara- félags Vogaskóla. Stefna i grunnskólamálum: Kristján Gunnarsson, fræöslustjóri. Fyrirspurnir. Innra starf grunnskóla: Hrólfur Kjartansson, námsstjóri. Fyrir- spurnir. Áhrif skólans á þroskaferil barna :próf . Sigurjón Björnsson. Fyr- irspurnir. Næringarástand og heilsa skólabarna: dr. Laufey Steingrims- dóttir. Fyrirspurnir. Kaffihlé verður klukkan 15.45 - 16 en að þvi loknu almennar um- ræður til klukkan fimm. Hvernig skal rannsaka hugann? Félag sálfræöinema viö Háskóla islands efnir til málþings Iaug- ardaginn 24. aprfl kl. 13.30 i Félagsstofnun stúdenta. Umræðuefnið verður: Hvernig veröur mannshugurinn rannsak- aöur? Fyrirlesarar verða: Anna Valdemarsdóttir sálfræðingur, Jörgen Pind sálfræðingur, Páll Skúlason prófessor i heimspeki. — Áhugafólk er eindregið hvatt til að mæta. r ' Arbœjarunglingar í Maraþondansi Nú um helgina munu unglingar i Arbænum freista þess aö slá ls- landsmetiö i Maraþondansi meö þvi aö dansa samfleytt i yfir 30 klukkustundir. Dansinn mun hefjast kl. 10 á laugardagsmorguninn og fari allt að óskum Arselinga mun metiö veröa slegiö um fimm leytið á sunnudag. Maraþondansinn fer fram i félagsmiðstöðinni Arseli i Arbænum og verður húsið opiö fyrir forvitna áhorfendur bæði á laugardag og sunnudag. Aðgangseyrir verður kr. 10 og mun upphæö sú sem safn- ast renna til iþróttasambands fatlaðra. Réttur til réttinda! „Réttur til réttinda! Hvaða réttindi höfum viö og hvaöa réttindi höfum viö ekki? Hvaöa umbætur viljum viö?” Svo nefnist umræðudagskrá á fundi Samtakanna ’78, félags lesbia og homma á íslandi, en hann verður haidinn á Hótel Loftleiöum i dag, laugardag, kl. 17.00. Rætt verður um misrétti, sem lesbiur og hommar verða fyrir, og kynnt stefna erlendra samstarfsfélaga gagnvart slíku, sem og aö- gerðir og árangur. Fundurinn er opinn öllum lesbium og hommum, félagsmönnum og öðrum. Bœkur um geimvísindi Bækur um geimvisindi og geimferöir Bandarikjamanna veröa sýndar á næstunni i Ameriska bókasafninu, en sýningin opnar mánudaginn 26. april. Þar veröa sýndar á milli 100 og 150 bækur og bæklingar um geimtæknimál, geimferöir og gervihnetti. Sýning- unni lýkur 7. mal. Halldór Laxness r og Islands- klukkan i anddyri Landsbókasafnsins hcfur veriö komiö upp sýningu, sem ber heitiö Halldór Laxness og tslandsklukkan. Á sýning- unni eru handrit skáldsins, minnisbækur og ýmsar þær heimiidir, sem hugsanlegt er aö Halldór hafi haft til hliðsjónar erhann samdi islandsklukkuna. Er þar stuöst viö rannsóknir þær sem Eirikur Jónsson hefur gert á aðföngum skáldsins til sögugeröarinnar, m.a. í göml- um myndum. Sýningin verður opin næstu vik.urnar á opnunartima safns- ins, mánudaga-föstudaga kl. 9- 19 og laugardaga kl. 9-12. n Aðalfundur Verkalýðsmálaráös Alþýðubandalagsinsl K jara-, vísitölu- og efnahagsmál Haldinn að Hótel Loftleiðum á morgun Benedikt Daviösson. Guömundur Árnason. Aöalfundur Verkalýösmálaráös Alþýöubanda- lagsins veröur haldinn á Hótel Loftleiðum, á morgun, sunnudaginn 25. april, og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá: 1. Kjaramál — Framsögumenn: Benedikt Daviösson og Guömundur Árnason. 2. Visitölumál — Framsögumaöur: Þröstur Ólafsson. Þröstur ólafsson. 3. Efnahagsmá! — Gestsson. 4. önnur mál. 5. Kosning stjórnar. Svavar Gestsson. ■ Framsögumaöur : Svavar ■ Aðalfundurin fer fram i Kristalssal Loftleiða. Sameiginlegur málsveröur veröur á Hótel Loft- leiðum kl. 12.15 á sunnudaginn. Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs er opinn öllum stuöningsmönnum Alþýðubandalagsins. Stjórn Verkalýðsmálaráðs Alþýöubandalagsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.