Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þetta er eldhúsinnréttingin sem vift létum fyrirtækin gera tilboö I. Hún er I eldhúsi suður I Kópavogi og auðvitaO er það hernaöarleyndarmál frá hvaða framleiðanda hún er! (Ljósm. gel). Hvar er best að kaupa eldhúsinnréttinguna? Allir sem einhvern tima hafa reynt að koma sér þaki yfir höfuðið hafa af því bitra reynslu að eld- húsinnréttingin getur út- heimt stórar fúlgur af innistæðunni i bankanum — ef hún er þá einhver til. Þess vegna er það afar mikilvægt að eldhúsið skili þvi sem af þvi er krafist og þar skiptir auð- vitað mestu máli að það sé góður vinnustaður. Viö ætlum hér á eftir aö leitast við aö gefa ráö þeim sem þess þurfa, varðandi kaup á eldhús- innréttingunni, skipulag þessa mikilvæga hlutar hússins og þá möguleika sem eru varðandi úr- val og fjármögnun. Eitt var þaö sem við rákum okkur á við athugun okkar og það er hversu neytendur/kaup- endur eru illa á vegi staddir varðandi alla upplýsingu um þá dýru vöru, sem þeir e.t.v. eru aö fara að kaupa. Einungis var að finna litskrúöuga bæklinga frá framleiðendum eldhúsinn- réttinganna — sem vissulega voru flestir góöir svo langt sem það nær, en ekki var að finna neina úttekt frá hlutlausum að- ilum. Algengt er aö fólk kaupi 20—30.000 króna innréttingar og þar fyrir ofan en möguleikarnir til að komast að raun um raun- veruleg gæði vörunnar eru af skornum skammti I islenskum verslunum. Hér þarf vissulega að verða bragarbót á og i þessu sambandi væri athugunar vert hvort ekki þyrfti aö koma á neytendastofnun opinberri, likt og tiðkast i okkar nágranna- löndum og sagt er frá annars staðar i blaöinu Hér á eftir teljum við upp öll þau mikilvægu atriöi sem vert er aö hafa i huga þegar velt er fyrir sér kaupum á eldhúsinn- réttingu. Hvernig er skápafyrirkomulagið? • Skáparnir skulu vera nægj- anlega stórir til aö rúma þaö sem i þeim á að vera, svo aö gott sé að komast að öllu. • Gætiö þess að hægt sé að breyta staösetningu hillanna. Of mikið bil á milli þeirra orsakar oft slæma nýtingu. Hver er dýpt efri skápanna? Kemst t.d. stór 26 cm diskur þar fyrir? Of djúpir skápar nýtast illa. • Hillurnar þurfa að vera úr vönduðu, vel völdu efni. Sér- staklega er hætta á aö hillur i tvöföldum (80 cm) skápum svigni undan þunga. • Er sk. bakkar, sem hægt er að draga út I neðri skápunum? Þeir eru djúpir og mjög gott er að geta dregiö bakkahillur út svo innihaldið sjáist. Og bakk- inn þarf að vera á góöri renni- braut eöa hjólum svo auðvelt sé að draga hann ut, lika fullhlað- inn drasli! • Er einhvers konar virnets- hilla i pottaskápnum? Hilla, sem hægt er að draga út. • Eru skúffurnar mismun- andi djúpar og ein þeirra nothæf fyrir hnifapörin? Eru sérstök hólf i efstu skúffunni fyrir hnifa- pörin? • Er læstur „meöalaskápur” inni I kústaskápnum? Þar inni er gott aö hafa læst hólf til geymslu á efnum sem yngstu fjölskyldumeðlimirnir hafa ekki gott af. Eru mátin á einingunum nákvæm? • Nauðsynlegt er að skáparn- ir falli sem best að veggjum svo ekki þurfi að bæta inn i bútum og undirlagi. Mikilvægt er að reikna nákvæmlega út hvernig innréttingin nytir best rými milli veggja svo ekki myndist margir sk. „bakkaskápar”. • Ef um gamalt hús er að ræöa eru einnig ýmsir mögu- leikar til að nýta innrettinguna sem best. Má breyta glugga, færa dýr eða lagnir? • Er innréttingin stööluð? Hver er þá módúllinn, þ.e. I hvaða breiddum eru einingarn- ar? Eöa áttu kost á „klæðskera- saumuðu” eldhúsi? • Attu kost á breytilegri borö- hæð? Hæö á vinnuboröum, sem hæfir þinni stærð best? • Er sökkullinn undir neðri skápum dreginn inn um amk. 10 cm. Það er nauðsynlegt ef þú átt aö geta staðið þétt upp að skáp- um án þess að reka tærnar I! Söluaðili Hæsta verð Lægsta verð Uppsetn. verð Viðar- tegund Efni i borðpl. Skápa- efni Hurða- efni Hillu- efni Dýpt á borðpl. Hæð á borðpl. Dýpt efri skápa Hæð á sökkli Heildar- hæð innr. Greiðslu- skilmálar Alno- eldhús 33500 15200 2300 2300 Eik Plast Spónap. m/plast Spónap. m/plast Massiv Spónap. Spónap. m/plast 60 cm 60 cm 91/86 91/86 35 cm 35 cm 10/15 10/15 210 cm 210 cm Samkomul Samkomul. Hagi hf. 33553 16606 2188 2188 Eik Plast Spónap. m/plast Spónap. m/plast Massiv Spónap. Spónap. m/plast 60 cm 60 cm 90 cm 90 cm 30 cm 30 cm 20 cm 20 cm 210 cm 210 cm 30% v/pöntun 40% v/mótt. Afg. á 2—4 mán. Innbú hf. 11985 10398 1438 1438 omálaö ómálað Brenni Plast Spónap. m/plast Spóna- plötur Spónap. m/plast 60 cm 60 cm 90 cm 90 cm 30 cm 30 cm 22 cm 22 cm 210 cm 210 cm 33% v/pöntun 33% v/mótt. Afg. á 3 mán. Innrétt- ingahúsið 24880 12890 2950 2950 Eik Málað Spónap. m/plast. Spónap. m/plast Massív Spónap. Spónap. m/plast 60 cm 60 cm 91/86 91/86 30 cm 30 cm 14/19 14/19 210 cm 210 cm 33% v/pöntun 33% v/mótt. Afg. á 4 mán. Innrétt- ingaval 31260 13020 X X Hnota Plast Spónap. m/plast Spónap. m/plast Massiv Spónap. Spónap. m/plast 60 cm 60 cm 90 cm 90 cm 30 cm 30 cm 15 cm 15 cm 210 cm 210 cm 25% v/pöntun 35% v/mótt. Afg. á 2—4 mán. J.P.-inn- réttingar 38980 25500 3040 3040 Eik Eik Spónap. m/plast. Spónap. m/plast Massív Spónap. Spónap. m/plast 60 cm 60 cm 90 cm 90 cm 37.5 cm 37.5 cm 11/24 11/24 210 cm 210 cm 33% v/pöntun 33% v/mótt. Afg. á 6 mán. Kalmar- innrétting 29500 13300 2300 2300 Eik Málað Harð- plast Fura/Mas- onit/Spóna plata Massiv Masonít/ Fura Spónap. m/plast 61 cm 61 cm 90 cm 90 cm 30 cm 30 cm 15 cm 15 cm 210 cm 210 cm 25% v/pöntun 45% v/mótt. 30% lánað. Kjölur sf. 35680 19149 2000 2000 Eik Plast Spónap. •m/plast Spónap. m/plast Massiv Spónap. Spónap. m/plast 60 cm 60 cm 85/90 85/90 32.5 cm 32.5 cm 12—16 12—16 210—214 210—214 20% v/pöntun 35% v/mótt. Afg. á 8 mán. J-K 21345 11230 2000 2000 Eik Plast Harð- plast Spónap. m/plast Massiv Spónap. Spónap. m/plast 60 cm 50 cm 90 cm 90 cm 30 cm 30 cm 19.3 cm 19.3 cm 206 cm 206 cm 33% v/pöntun 33% v/mótt. Afg. á 4 mán. Þau a fyrirtæki sem þátt tóku I þessum samanburði eru valin af handahófi. Nokkur vildu sitthvað lesa út úr tölunum en við ráöleggjum auðvitað kaupendum að láta gera tilboö i ekki vera með af ýmsum ástæðum. Það skal tekið skýrt fram aö hér er ekki um neinn al- sinar eigin innréttingar þcgar þar að kemur. Viö þökkum ofangreindum fyrirtækjum gildan samanburð aö ræða þar sem forsendur á bak við verð eru afar misjafnar. Þó má fyrir samvinnuna i þessari „verökönnun” Þjóðviljans!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.