Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 25
Helgin- 24.-25. april 1982 ÞJÍHDVILJINN — SIÐA 25
Eftir áraianga samvinnu arki-
tektsins Flemming Hvidt og
sjúkraþjálfa, hafa margs konar
einingar verih hannaöar, sem
hægt er aö raöa saman i stóla,
sem ætiaöir eru öldruöu fólki og
fötluðu. Fjöldi sjúkrastööva i
Danmörku hafa sýnt þessum hús-
gögnum áhuga og geta þær skipt
um einstaka hluti i stólum eftir
þvi sem þarfir sjúklinganlta
breytast.
Húsgögn
eftir
máli
Flest fjöldaframleidd húsgögn
eru þvi marki brennd aö vera
stööluð og steypt i tiltölulega
svipuö mót. Þaö er hannaöur einn
stóll sem siöan er framleiddur i
þúsundum eintaka. Mennirnir
sem þennan stól þurfa aö nota eru
hins vegar ekki staöiaöir (ennþá
amk!) og því hefur margra ára
reynsla sýnt fram á aö þörfin
fyrir húsgögn, sem eru miöuð
viö þarfir einstakiingsins, er
stööugt fyrir hendi. Sérstaklega
er hér átt viö þaö fólk sem annað
hvort vegna öldrunar eöa fötlunar
af einhverju tagi hafa sérþarfir i
þessu tilliti.
Danskur húsgagnaarkitekt.
Flemming Hvidt, hefur siöan 1973
þróað húsgögn, sérstaklega útbú-
in með þarfir fatlaðra i huga.
Hann hóf viötækar kannanir i
Danmörku sem miðuðu að þvi að
finna þörfina þar fyrir sérteiknuð
húsgögn og á grundvelli þeirra
hóf hann teiknivinnuna. Smám
saman þróaði hann sérstakan
flokk húsgagna sem i eru 23 ein-
ingar. Með þvi aö raöa þeim
saman á mismunandi vegu er
hægt að fá út húsgagn sem sniðið
er aö þörfum hvers og eins. Fjöldi
sjúkrahúsa, elliheimila og
annarra hjálparstöðva notfæra
sér þessa nýjung.
Nú er hafinn innflutningur á
þessum húsgögnum Flemming
Hvidts til Islands og er Epal við
Siðumúla söluaðilinn. bess má aö
lokum geta að sýning verður á
Hótel Loftleiðum dagana 27.-29.
april n.k. á jjessum húsgögnum.
Flemming Hvidt mun halda
fyrirlestur i ráðstefnusal Hótels
Loftieiða hinn 28. april og segja
þar frá vinnu sinni viö þróun
þessara húsgagna. Allir eru að
sjálfsögðu velkomnir á þennan
fyrirlestur.
Li d í 1 • ] | 1 jm i 1
■ 1.1 i 1 n
fjölbrey tt og fullkomin
framleiðsla.
skrifstofusamstæða
sem léttir þér störfin.
Gamla Kompaníið
Bildshöföa18 simi36500