Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 24,—25. apríl 1982 Þessi mynd er tekin vestur eftir Piitaloftinu I Arbænum, en þaö er aukabaðstofa fyrir ofan eldhúsið i nýrrihluta bæjarins. Venjulega voru föst rúm eða bálkar I baöstofum en hér eru þau laus og smfðuð ekki alls fyrir löngu eftir eldri fyrirmyndum. Oft voru baöstofur ekki klæddar á súðina eins og hér, heidur sá í r’áfrið fyrir ofan. Myndir eða skraut annaö á veggjum var næsta fátitt I íslenskum almúgabaðstofum. Þarna skyggnumst við inn I stofu Margrétar Pét- ursdóttur I Arbæ, en hún var móðir siðasta ábú- andans þar. Þessi stássstofa er þvi löngum kölluð Margrétarstofa. Gegnt dyrum má sjá mynd úr mannshári, en mikið var ofið úr þvi ágæta efni á seinni hluta siðustu aldarog fram yfir aldamótin. Gamalt hlóðaeldhús frá fyrri hluta 19. aldar. Frá fornöld og fram til 11. aidar notuðu menn opna langelda til eldun- ar og upphitunar en snemma á miðöldum settu þeir eld- stæðin út undir vegg. Einungis var op beint fyrir ofan hlóðirnar fyrst i stað og þannig er þetta eldstæöi útbúið, en myndin er tekin I elsta hluta Arbæjar. Stæði vindur, á sló þvi reyknum niður og hafa húsráðendur þvl oft mátt standa yfir pottunum I kófi. Ljósm. — gel. Þetta eldhús er úr Efstabæ, sem siðan 1967 hefur staðið I Arbæjarsafni. Það stóð áður þar sem er Spitalastigur 4 og var i öndverðu byggt 1883. Nafn sittdró húsið af þvi að for- veri þess á ióöinni var um langan tima efsti bærinn I Þing- holtunum. Fyrsta raunverulega eldavélin, svipuð þeirri á myndinni, kom til landsins árið 1860 og var I húsi sem enn stendur I blóma, Kirkjutorgi 6 i Reykjavlk. Hér sjáum við næsta skrefiö i eldavélaþróuninni. Myndin er tekin I þeim hluta Arbæjar, sem byggður er 1912 og þessi eldavél var i notkun allt fram til ársins 1948. Þá flutti siðasti ábúandinn frá Arbæ, Kristjana Eyleifsdóttir, og hefur hún sjálfsagt oft staðið við þessa forláta vél. Reyk- rörið sést vel á myndinni, en það gekk upp i gegnum her- bergið fyrir ofan eldhúsið og þvi nýst vel til upphitunar. Hvernig bjuggu qfi og amma Hvernig bjuggu forfeður og for- mæöur okkar fyrir hundruöum ára? Hvernig litu húsgögnin út og hvaö þótti nauðsynlegt i stofuna á þeim árum? Eða var etv. alls engin stofa? Afar erfitt er að gera sér óbrot- gjarna mynd af þvi hvernig inn- búið hjá honum meðaljóni var fyrir 500 eða 1000 árum. Flest okkar gera sér einhverja mynd i huganum, og öll er hún eflaust einföld i sniðum. Bæði voru efnin ekki mikil til hégómans og eins hitt aö afstaöa manna til hibýla var talsvert frábrugðin þvi sem i dag tiökast. Við sem höfum farið á minjasöfn sjáum oftast allt ööru visi húsgögn og uppröðun þeirra en raunverulega tiðkaöist. Sama er að segja um þær fáu ljósmynd- ir sem til eru úr hibýlum t.d. frá 19. öldinni; öllu er raðað upp fyrir „fógógrafinn” og heimilisfólkið komið i sitt finasta púss; þvi er erfitt að fá raunsanna mynd af venjulegu heimili islensku, allt fram til þess tima að myndavélar og flöss fóru að verða almanna- eign. Og þá var langt liðið á öld- ina. Oöru máli gegnir með yfirstétt- arheimilin. Þar höfðu húsráðend- ur bæði skilning og efni á að fá ljósmyndara i heimsókn og er að finna talsvert af myndum frá slikum heimilum allt aftur á 18.-19 öldina. Hins vegar „sitja menn fyrir” á þessum myndum velflestum og einnig tiðkaöist aö raöa bestu húsmununum út i eitt hornið undir öllum fjölskylduljós- myndunum — og smella af! Við bregðum hér upp örfáum myndum sem teknar eru i Árbæj- arsafni og Listasafni Einars Jónssonar, en þar er að finna nokkuð upprunalegt heimili fjölskyldu sem lifði á borgaralega visu timabilið 1920—1940 og þaðán af lengur. Einnig höfum við feng- ið myndir að láni i Árbæjarsafni og Ljósmyndasafninu til að bregða hér upp. Það skal þó tekið skýrt fram að hér er ekki um neina úttekt að ræða á heimilum og húsbúnaði manna aftur á sið- ustu öld — aðeins er brugðið upp nokkrum myndum til gamans svo menn geti borið saman við það yf- irdrifna neyslumynstur sem vér búum við i dag. Og kann ýmsum að bregða i brún! —v Þessi fagurlega skreytta klukka undir glerkúfli er úr búi Einars Jónssonar höggmyndara en myndin er tekin I ibúð hans uppi á lofti i Hnitbjörgum viö Eiriksgötu. Þar stend- ur ibúð þcirra hjóna óbreytt eins og þau skildu við hana og má þar sjá dæmigert heimili efri millistétt- arfólks frá árunum fram undir strið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.