Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 2
2
STEFNUSKRA
atviivivi iftPYnm
rY. 1 V lll1N UUIV K iJvll
SEM MANNRETTINDI
Bæjarútgerð Reykjavikur hefur verið stórefld ný
skip keypt og rekstur endurskipulagður.
Alþýðubandalagið telur
að réttur til vinnu sé eitt
mesta mannréttindamál
samtímans. Hin alþjóðlega
kreppa hefur dæmt 40—50
milljónir manna til at-
vinnuleysis i iðnríkjum
Vesturlanda. i Ijósi alvar-
legs kreppuástands í helstu
viðskiptalöndum isiend-
inga eru atvinnumálin
þýðingarmestu úrlausnar-
efni næstu missera á
islandi.
Alþýðubandalagið fagn-
ar þvi að það viðhorf
sósíalista að sveitarfélög
eigi að hafa forgöngu í at-
vinnumálum hefur unnið á
víða um landið. Flokkurinn
telur það höfuðskyldu
hverrar sveitarstjórnar
að tryggja öllu vinnufæru
fólki örugga atvinnu# og
aðstoða þá hópa er sakir
fötlunar# aldurs og ann-
arra félagslegra og heilsu-
farslegra aðstæðna eiga
erfitt uppdráttar á al-
mennum vinnumarkaði.
Alþýðubandalagið telur
að stuðla beri á allan hátt
aðbeinni þátttöku vinnandi
fólks í rekstri og stjórnun
atvinnuf y rirtækja, t.d.
með stofnun framleiðslu-
samvinnufélaga og auk-
inni aðild starfsmanna að
stjórn fyrirtækja.
Félagslegur
rekstur
Alþj'ubandalagið telur gildi
félagslegs atvinnureksturs hafa
sannast i atvinnuþróun viöa um
land. Um áratugaskeið hefur
samvinnurekstur veriö olnboga-
barn i Reykjavik, en á liönu kjör-
timabili hefur sameiginlegt fisk-
vinnslufyrirtæki borgarbúa,
Bæjarútgerð Reykjavikur, veriö
stórefld, rekstur endurskipu-
lagöur, og ný skip keypt. Alþýðu-
bandalagið leggur áherslu á aö
unniö verði áfram aö eflingu BÚR
og aö þar verði sérstaklega aukin
rannsóknar- og þróunarstarfsemi
i úrvinnslu sjávarafla.
Alþýöubandalagiö mun stuðla
aö eflingu samvinnu- og félags-
reksturs i höfuöborginni eftir
mætti.
Ný og tleiri störf
Atvinnumálanefnd borgarinnar
hefur unniö aö margvislegum
verkefnum á kjörtimabilinu.
Fyrirtæki sem á stjórnarárum
Sjálfstæöisflokksins lögöu á flótta
út fyrir borgina hyggja nú á upp-
byggingu innan borgarmarka.
Alþýöubandalagið leggur áherslu
á aö á næsta kjörtimabili verði
sérstaklega hlúð aö þeim þætti i
ströfum atvinnumálanefndar
sem miöar aö nýsköpun atvinnu-
reksturs og fjölgun starfa, eink-
um I iðnaöi og öörum framleiðslu-
greinum.
Alþýöubandalagiö telur brýnt
að haldið veröi áfram stuöningi
við nýiönaöarverkefni svo sem i
rafeinda- og endurvinnsluiönaði.
Flokkurinn bendir á aö skapa má
mörg ný störf með þvi aö auka á
skipulegan hátt viðgerðar- og viö-
haldsstarfsemi á eldri húsum i
borginni. Skipaverkstöð i Reykja-
vik hefur lengi verið baráttumál
Alþýðubandalagsins og brýnt er
að framkvæmdir við hana hefjist
á næsta kjörtimabili
Koma þarf á auknu samstarfi
og samráði milli Reykjavikur-
borgar, rikis og nágrannabyggöa
um samræmda atvinnustefnu og
atvinnuöryggi á höfuðborgar-
svæöinu. 1 þvi sambandi veröi
kannaö hvort æskilegt sé að koma
á fót starfi iönþróunarfulltrúa
fyrir Samtök sveitarfélaga á
höfuöborgarsvæðinu á sama hátt
og gert hefur verið i öörum lands-
hlutum.
Alþýöubandalagið mun beita
sér fyrir þvi aö samstarfi borgar-
stjórnar Reykjavikur við verka-
lýösfélög um atvinnumál og
könnun atvinnuástands veröi
komið i fast og reglubundiö form.
Ibúða- og
atviimusvæði
f skipulagsstarfi borgarinnar
hefur á kjörtímabilinu verið
miöað við aö ibúðar- og atvinnu-
svæöi séu I æskilegri nálægö og
eðlileg samverkan verði þar á
milli er þau byggjast upp. Halda
þarf áfram á þessari braut og sjá
svo um að ávallt séu fyrir hendi
nægar og hentugar lóöir fyrir at-
vinnustarfsemi I borginni.
Vinna fatlaðra
Alþýöubandalagið mun fylgja
eftir ávinningum á ári fatlaöra i
borginni. Stuöla þarf áfram aö
aukinni þátttöku fatlaöra á al-
mennum vinnumarkaöi, ekki
aöeins I borgarfyrirtækjum,
heldur einnig með sérstökum
samningum við fyrirtæki.
I tilefni af ári fatlaöra veitti
borgarstjórn þremur miljónum
króna til byggingar verndaös
vinnustaöar á vegum öryrkja-
bandalags Islands. Fjölgun
verndaðra vinnustaða er nauðsyn
og ætti þar einnig aö hafa i huga
aldrað fólk meö starfslöngun og
starfsorku.
Vlnnuskipti og
verklok
Fólki sem komið er af léttasta
skeiöi og skipta þarf um atvinnu
veröi auðveldað þaö með aukinni
starfsfræðslu, endurhæfingar-
námskeiðum og beinni aðstoð
Ráðningarstofu Reykjavikur.
Gera þarf sérstakar ráöstafanir
til stuöning húsmæörum sem leita
út i atvinnulifiö. Stuðla þarf að
sveigjanlegri verklokum hjá
borgarstarfsmönnum og mögu-
leikum á skiptum yfir i umsýslu-
minni störf með hækkandi aldri.
Sumarvínna
skólafólks
Haldiö veröi áfram á þeirri
braut aö tryggja vinnu fyrir þann
mikla fjölda skólafólks sem á
hverju sumri þarfnast vinnu.
Verkefni á vegum borgarinnar
veröi i rikara mæli en áöur skipu-
lögö meö tilliti til þessa hóps.
Fyrirtæki og fólk flúðu borgina á mörgum síðustu
valdaárum Sjálfstæðisflokksins vegna rangrar
stefnu í skipulags- og atvinnumálum. Nú fjölgar á
ný i Reykjavik og fyrirtæki hyggja á uppbygg-
ingu.
Alþýðubandalagíð leggur áherslu á áframhald-
andi eflingu BtJR og annars samvinnureksturs í
borginni. Á landaukanum sem fyllt hefur verið
upp á kjörtimabilinu er ákveðið að reisa nýja
frystigeymslu BÚR.