Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 5
STEFNUSKRÁ 5 Dagvistarrými fyrir öll böm Gæsluvellir borgarinnar og dagmæðra- kerfið hefur verið sameinað dagvistar- kerfinu. Höfuðáhersla er lögð á að staðið verði við áætlun um að fullnægja dagvistar- þörfinni. Mikil vinna hefur verið lögð á að endur- skipuleggja innra starf dagheimila i samstarfi við starfsfólk. Sem fyrr er það stefna Alþýðubandalagsins að öll börn í Reykjavík eigi kost á dagheimilis- eða leikskóla- rými, hæfilegan tíma dag- lega. Með síaukinni þátttöku beggja foreldra i atvinnu- lífinu er það grundvallar- atriði að dagvistarheimili skapi börnum öryggi og góð uppvaxtarskilyrði, þar sem lögð er áhersla á að efla andlegan og líkamleg- an þroska hvers einstak- lings. Mikilvægt er að allt uppeldisstarf sé unnið i nánu samstarfi við for- eldra. Nauðsynlegt er að dagvistarheimilin séu skipuð vel menntuðu starfsfólki, sem eigi að- gang að endurmenntun og fræðslu í samræmi við breytingar á þjóðfélaginu. Alþýðubandalagið hefur lagt áherslu á að búa sem best að Fósturskóla islands. Fjöldi fóstur- menntaðs fólks verður að haldast í hendur við upp- byggingu dagvistarheim- ila. Alþýðubandalagið legg- ur og áherslu á, að kjör alls starfsfólks dagvistar- heimila verði á þann veg, að starfið verði eftirsókn- arvert fyrir fólk af báðum kynjum og í samræmi við þá ábyrgð sem uppeldis- stjarf felur f sér. 10 ára áætlun t stefnuskrá Aþýðubandalags- ins fyrir siðustu borgarstjórnar- kosningar var heitið gerð áætlun- ar um uppbyggingu dagvistar- heimila 1 Reykjavík, sem miöaði að þvi að fullnægja dagvistar- þörfinni. Staðið hefur verið viö þetta fyrirheit með samþykkt áætlunar sem gerir ráð fyrir þvi að áriö 1990 eigi 70% barna i Reykjavik kost á dagvistun, en þar með er taliö að dagvistar- þörfinni sé fullnægt. A kjörtima- bilinu hafa bæst við 609 dagvist- arrými og mun Alþýðubandalagið leggja höfuðáherslu á, að ekki verði hvikað frá áætlun á næsta kjörtimabili. Skóladagheimili Alþýöubandalagiö litur svo á aö þörf fyrir dagvistun skólabarna verði að leysa með byggingu skóladagheimila og einnig með nýtingu skólahúsnæðis þar sem þess er kostur. Nú er rekið skóla- dagheimili i Austurbæjarskólan- um og i undirbúningi eru fleiri slik. Samfelldur skólatimi i ein- setnum skólum er einnig mikil- vægur þáttur til lausnar þessa vanda. Samræming í rekstri Gæsluvellir borgarinnar og dagmæörakerfið hefur veriö sameinað dagvistarkerfinu. Alþýðubandalagið telur mikil- vægt að öll dagvist barna sé undir einni stjórn svo umsjón og sam- ræming geti orðiö sem best. Dagheimilin opnuð nýjum hópum Dagheimilin hafa nú verið opn- uð börnum foreldra i sambúð og eru þeim nú ætluð 10% rýma, og var þetta fyrsta skrefið i þá átt að opna dagheimilin fyrir öll börn. Þegar i upphafi kjörtimabilsins voru dagvistarheimilin opnuð þroskaheftum börnum og leggur Alþýöubandalagið megináherslu á að þroskaheft börn eigi sama rétt til dagvistunar og önnur börn og hefur beitt sér fyrir lagasetn- ingu þess efnis. Aukln sérf ræðiþ j ónusta Nú starfa tveir sálfræðingar og tveir talkennarar viö dagvistar- heimilin og er það stórbætt þjón- usta frá þvi sem áöur var. Aukið samstarf Stefna Alþýðubandalagsins er aö sem nánast samstarf sé milli starfsmanna og stjórnenda. I stjórnarnefnd dagvistarheimila Reykjavikurborgar eiga nú sæti bæöi fulltrúar starfsfólks og for- eldra. Innra starf A kjörtimabilinu vann starfs- hópur, með verulegri þátttöku starfsmanna, upp tillögur um innra starf dagvistarheimila sem þegar hafa verið samþykktar i borgarstjórn. Var þar m.a. kveðið á um eftir- farandi: — menntun starfsfólks, — samvinnu starfsfólks og for- eldra, — tiltekinn undirbúningstima fóstra vegna starfa sinna, — tengsl dagvistarheimila og skóla og er það starf að hefjast á skipulagðan hátt, — sveigjanlegan dvalartima barna á dagvistarheimilum, og er nú i gangi tilraun með 6 tima vistun barna á leikskóla, og leggur Alþýðubandalagið áherslu á aö haldiö verði áfram á þeirri braut. Til eflingar innra starfi hefur Alþýðubandalagið beitt sér fyrir lagasetningum um gerð starfs- áætlunar, sem kveöi nánar á um markmið og leiðir i uppeldisstarfi dagvistarheimila. AÐ KOMAST LEIÐAR SINNAR Alþýöubandalagið mun áfram berjast fyrir bættri almennings- vagnaþjónustu i þvi skyni aö auð- velda fólki að komast leiðar sinn- ar á þægilegan hátt og til að draga úr þörf fyrir notkun einka- bila. Alþýðubandalagiö mun áfram vinna að auknu öryggi gangandi fólks og hjólreiöamanna, með byggingu göngu- og hjólreiöa- stiga um borgina ásamt göngum undir hraðbrautir. Alþýöu- bandalagið mun leggja áherslu á aðhraða gerð þessara stiga og aö viö hönnun nýrra gatna veröi gert ráö fyrir sérstökum akgreinum fyrir h jólreiöamenn. Leiðakerfi SVR er nú i heildarendur- skoðun og i henni hefur verið mótuð mikilvæg stefna Á þessu kjörtimabili hefur ver- ið unnið kerfisbundið að því að tryggja öryggi hins óvarða veg- faranda. Gerðar hafa verið merktar gangbrautir, gangbraut- arljós, þrengingar og upphækk- anir igötum til að draga úrhraöa. Slikum mannvirkjum hefur fjölg- að um nær 100% á kjörtimabilinu. Alþýðubandalagið mun áfram vinna á sömu braut og leggja höf- uðáherslu á sérstök úrræði til að hindra gegnumakstur og hrað- akstur um ibúðahverfi, jafnt i nýjum hverfum sem gömlum. Á undanförnum árum hefur verið unnið að þvi á vegum borg- arinnar aö gera fötluöum hægara um vik aö komast ferða sinna i umferöinni, m.a. með fláum I gangstéttir og sérmerktum bila- stæðum. Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir þvi aö slikar fram- kvæmdir verði stór auknar. Strætó Fyrir tilstuölan Alþýðubanda- lagsins er nú verið aö endurskoða leiöakerfi SVR i þvi skyni aðgera borgarbúum sem þægilegast aö feröast með strætisvögnum. 1 þeirri endurskoðun er lögð höfuð- áhersla á eftirfarandi: — Bætt þjónusta við úthverfin, — ferðati'mi styttur, hraðleiðir úr öllum hverfum borgarinnar á Hlemm og Lækjartorg, — lengstur ti'mi milli ferða vagn- anna verCá lSminútur, — ný hverfi fái þjónustu strax og þau byggjast, — hámarksgönguleið á biðstaði verði 400 metrar. Alþýöubandalagiö mun beita sér fyrir þvi aö á öllum biðstöðv- um veröi komiö upp lýstum og upphituðum biðskýlum eins og þegar er byrjaö á, að áhersla veröi lögöá forgang strætisvagna i umferöinni meö sérstökum um- ferðarljósum sem greiöi fyrir ferö vagnanna. Einnig leggur Al- þýðubandalagiö áherslu á að framkvæmdir við nýja umferöa- miöstöð SVR i Breiöholts-Mjódd hefjist hið fyrsta. Verið er aö endurnýja vagna- flota SVR, 15 vagnar eru þegar komnir i notkun af þeim 43 sem samþykkt hefúr veriö aö kaupa. Alþý ðubandalagiö leggur áherslu á að bæta verði samgöng- ur við útivistarsvæði innan og ut- an borgarinnar og að samræmt veröi leiöakerfi allrar almenn- ingsvagnaþjónustu á höfuðborg- arsvæðinu. Ferðaþjónusta fatlaðra Sérstök feröaþjónusta fyrir fatlaða hófst á árinu 1979 i tengsl- um viö SVR og eru i þessu skyni notaöir þrir sérhannaöir bilar. Fyrsta árið voru farnar 4000 ferð- ir en 1981 yfir 16.000 ferðir. Þessi þjónusta hefur gjörbreytt mögu- Sérstök ferðaþjón- usta fyrir fatlaða hefur eflst hraðfara á kjörtimabilinu. leikum fatlaös fólks til aö sækja. vinnuog stunda nám og félagsli'f. 1 haust er von á fjóröa bilnum til feröaþjónustunnar og er þá von- asttil aö feröaþörf hjólastólafólks veröi fullnægt. Frekari uppbygg- ing þessarar þjónustu er nauð- synlegfyrir aörahópa fatlaðra og mun Alþýöubandalagið áfram berjast fyrir þvi og stuðla þannig aö jafnrétti fatlaðra i starfi og fé- lagsllfi. Bilastæðin og umferð í eldri hverfum Alþýöubandalagið mun áfram fylgja þeirri stefnu aö bilastæðis- vanda miöbæjarins eigi að leysa með þvi' að koma upp bllastæðum iútjaöri miðbæjarins. Samkvæmt þessari stefnu verða i sumar tek- in i notkun stæöi fyrir á þriðja hundraö bila milli Lindargötu og Skúlagötu, i grunni Seðlabankans og viðar. Nú er unniö á vegum borgar- innar aö endurskoöun umferðar I eldri borgarhverfunum og hafa nýlega verið kynntar fyrstu til- lögur þar að lútandi. Alþýöu- bandalagið telur að i þessum til- lögum felisthugmyndir er marka muni timamót I umferöarmálum gamla bæjarins. Þær munu tryggja strætisvögnum greiða leið um svæðið, gangandi vegfar- endum öruggt og notalegt um- hverfi, bilaeigendum eðlilega aö- komu og ibúum svæðisins friðsælt umhverfi án truflandi og hættu- legrar umferðar. Alþýðubanda- lagið mun beita sér af alefli fyrir þvi að þessar hugmyndir veröi að veruleika.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.