Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 7
STEFNUSKRA 7 SKÓLA OG FRÆÐSLUMÁL Til að efla og bæta starf i grunnskólum leggur Al- þýðubandalagið áherslu á að opið skólastarf verði aukið, að náms- og starfsráðgjöf verði efld, að nemendur fái fieiri námsgreinar um að velja, að tækja og gagnakostur verði aukinn í skólan- um. A5 fjölskyldunni undanskilinni eru skólar sd þjóöfélagsstofnun, sem ætla má aö móti fastar ýms- ar venjur, viðhorf og skoöanir uppvaxandi kynslóöar. Þess vegna varöar það mikiu hvaöa markmið skólastarfi eru sett og hvaöa leiðir eru farnar aö settu marki; af þessu ræöst starfsemi skólanna og kennsiuhættir.og þaö hvernig nemendur skynja sjálfa sig, umhverfi sittog viðfangsefni. Meira frjálsræði við val námsefnis Til aö efla og bæta starf i grunnskólum leggur Alþýðu- bandalagið áherslu á: aö opiö skólastarf veröi aukið, aö náms- og starfsráðgjöf verði efld, aö nemendur fái fleiri náms- greinar um aö velja, aö bæta tækja- og gagnakost skólanna. Þessum markmiöum telur Al- þýðubandalagiö að ná megi með þvi aö: — skólar sem vilja gera tilraun með opið skólastarf fái fjár- stuöning til þess, — starfsfólk fræðsluskrifstofu veröi skólunum til aöstoöar við skipulagningu og gagnaöflun vegna náms- og starfsfræöslu, — skólar sem vilja auka framboð á verklegum valgreinum og auövelda nemendum þátttöku i atvinnulífinu fái til þess þann stuöning sem til þarf, — skólar fái aukið f é til endurnýj- unar á tækjakosti og sjálfraeði , um notkun þess fjár, — fræösluráð beiti sér fýrir þvi að sem auöveldast verði að stunda hvers konar gagnlegar rann- sóknir i skólum borgarinnar. Fækkun 1 bekkjar- starfsskilyröi i' grunnskólum veröi aö fækka i bekkjardeildum, fjölga kennslustundum i forskóla- deildum og að skólastofur 4. - 9. bekkjar veröi einsetnar. Þessum markmiðum má ná meö þvi aö: — breyta fjármálaákvæöum og reglugeröum grunnskólalaga þannig að hver skóli teljist sjálfstæö rekstrareining, — fá samþykki fyrir aukinni kennslu i forskóladeildum, þannig að 6 ára börnum standi tilboða amk. 20 kennslustundir á viku, — vanda gerö áætlana um fjölda nemenda i nýjum hverfum og undirbúa skólahúsnæöi meö hliðsjón af þeim með góöum fyrirvara. þykktar verði tillögur þeirrar nefndar sem vann að endurskoð- un grunnskólalaganna 1979 - 1980 um skólaráö, sem sé ráðgefandi um stjórn skóla, starfshætti og þróun og skipuð fulltrúum kenn- ara, nemenda, foreldra, annarra starfsmanna skólans en kennara, fulltrúa skólanefndar eöa stað- gengli hans og skólastjóra eða fulltrúa hans. Aðbúnaður nemenda Alþýðubandalagið leggur áherslu á að nemendum sem eru i skóla á matmálstimum veröi gert kleift að fá holla og ódýra nær- ingu i skólanum. Þessu má hik- laust hrinda i framkvæmd með þvi að nýta aöstöðu þá sem fyrir er i skólunum til aö geyma og dreifa matarpökkum og drykkj- arvörum, en koma slikri aöstööu upp þar sem hún er ekki fyrir hendi. Skólayfirvöld greiöi kostn- aö af geymslu og dreifingu skóla- máltiða. Alþýðubandalagiö telur aö auka beri samstarf skóla og dag- vistunar. Skipulega verði unnið að gagnkvæmu kynningarstarfi meöal starfsfólks og barna. Fræösluyfirvöld beiti sér fyrir samstarfi viö dagvistun Reykja- vikur um skóladagheimili i sam- ræmi við heildaráætlun. Lögð skal áhersla á að nýta það húsnæði sem losna kann i eldri hverfum til starfsemi sem tengist skólunum, svo sem fyrir skóla- dagheimili. Aukin nýting skólahúsnæðis Alþýðubandalagiö mun beita sér fyrir þvi aö fræösluyfirvöld borgarinnar greiöi fyrir þvi aö húsnæöi skólanna nýtist sem best fyrir íþrótta-, félags-, og tóm- stundastarf i skólahverfum. F ramhaldsskólar Alþýðubandalagiö telur aö stuöla veröi aö mun meiri hag- kvæmni i rekstri þeirra fram- haldsskóla, sem borgin á hlut- deild I aö reka, meö þvi aö skipu- leggja samstarf og verkaskipt- ingu milli Iðnskólans og fjöl- brautarskólanna. Iðnskólanum i Reykjavik verði auðveldað aö þróa áfangakerfi og opna leiöir til framhaldsnáms. Skólinn búi við sömu rekstrar- skilyröi og fjölbrautarskólarnir að þvi er varðar kostnaðarskipt- ingu milli rikis og borgar. Námsfiokkar og fullorðinsfræðsla Alþý ðubandalagið vill að Námsflokkum Reykjavikur verði gert kleift aö bjóöa upp á fjöl- breyttari fræðsluform, svo sem fyrirlestra og fræöslunámskeið um vandamál og áhugaefni sem skirskota til margra eða komast á dagskrá af ýmsu tilefni. Náms- flokkarnir taki upp f auknum mæli samstarf við stéttarfélög og Menningar- og fræðslusamband alþýðu um námskeið og fræðslu fyrir launafólk. Jafnrétti til náms Alþýðubandalagið bendir á að markmiðum grunnskólalaga um jafnrétti til náms verður ekki náö meö því aö vinna eingöngu innan skólakerfisins þvi augljóst er að allt þjóðfélagslegt óréttlæti á sér spegilmynd innan veggja skól- ans. Eitt af brýnustu réttlætismál- um barna og barnafjölskyldna er uppbygging skóladagheimila eöa annarrar aðstöðu sem gæti komið til móts viö þarfir barna útivinn- andi foreldra. Samvinna fræðslu- kerfisins og dagvistunar um lausn þessa máls er bæöi eölileg og sjálfsögð. Sérkennsla Alþýðubandalagiö vill vekja at- hygli á mikilvægi sérkennslu og vill i þvi sambandi benda á að vel skipulögð sérkennsla i hverjum skóla og skólahverfum i heild er nauðsynleg forsenda fyrir sveigj- anleik i skólakerfinu. Sérkennsla gerir skólann hæfari til að bregö- ast fljótt við og gera fyrirbyggj- andi ráðstafanir. deildum - einsetnir skólar Alþýðubandalagið leggur áherslu á aö til þess að bæta V alddreif ing Alþýðubandalagið leggur áherslu á að fræðsluráð borgar- innar beiti sér fyrir þvi' að sam- HT?¥T DDir JATCM A T •ÍJ . ..PPPW555»:| ít«.^*íib p.,1 | ****■*,, J Miimir PQPH Langstærsta framkvæmdin á sviði heilbrigðis- mála er bygging B-álmu Borgarspitalans er byrj- að verður að taka i notkun fyrir áramót, og mun leysa úr brýnni þörf aldraðra langlegusjúklinga. Á siðustu valdaárum Sjálfstæö- ismanna gengu byggingarfram- kvæmdir viö sjúkrahús borgar- innar seint og illa, en á kjörtfma- bilinu sem nú er að lföa hefur ver- ið gengiö skipulega til verka. Slysadeiid Borgarspitalans og göngudeildir hafa flutt i nýja þjónustuálmu sem einnig hýsir heilsugæslustöö fyrir Fossvog. Lokiö var við byggingu þjónustu- álmu í Arnarholti og sundlaugar- bygging viðGrensásdeild er langt komin. Langstærsta fram- kvæmdin er þó B-álma Borgar- spftalans. Áformað er aö taka eina hæö í notkun fyrir áramót og hygginguna alla á næstu tveimur árum. Nú hefur verið lagöur grund- völlur að uppbyggingu heilsu- gæslustöðva i Reykjavik. Mikil- vægt verkefni á næsta kjörtíma- bili verður að byggja upp heil- brigðisþjónustu i' hverfum borg- arinnar, jafnt þjónustu inni á heilsugæslustöðvum og þjónustu i heimahúsum. Við þá breytingu þarf að gæta þess aö ýmis heilsu- vernd sem nú er vel skipulögö haldist áfram i traustum skorð- um og á það ekki sist við um ung- barnaeftirlit. Það eftirlit ber að efla. Þrátt fyrir hverfaskiptingu heilsugæslunnar á fólk að hafa rétt til að halda áfram þeim heimilislækni sem það hefur kos- iö, þótt hann starfi i ööru heilsu- gæsluhverfi. Gera ber áætlanir um nýbygg- ingar eöa kaup á varanlegu hús- næði fyrir heilsugæslustöðvar borgarinnar og ganga eftir þvi að rikið leggi þar fram lögboðinn skerf þannig að uppbyggingu á þegar samþykktum heilsugæslu- svæðum verði lokið innan 8 ára. Alþýðubandalagið telur brýnt að efla útideild og unglingaathvarf og verja meira fé til fyrirbyggjandi starfs meðal unglinga sem eiga i félagslegum erfiðleikum. Alþýöubandalagiö leggur áherslu á góöa féiagslega þjón- ustu er stuöli aö sem jöfnustum möguieikum einstaklinga og fjöl- skyldna til alhliöa þroska og virkrar þátttöku á öllum sviöum þjóölifsins. Allir borgarbúar eiga aö hafa greiðan aögang að Félagsmála- stofnun borgarinnar til ráögjafar, upplýsinga og aöstoöar. A kjör- tfmabilinu hcfur Aiþýöubanda- lagiö lagt áherslu á endurskipu- lagningu Félagsmálastofnunar og hverfaskiptingu hefur verið komiö á til þess aö færa þjónust- una nær fólkinu. Alþýöubanda- lagið mun á næsta kjörtfmabili beita sér fyrir þvl aö tillögum aö nýju skipulagi stofnunarinnar veröi hrint I framkvæmd. Útideíld, unglingaathvarf Starfsmenn útideildar og ung- lingaathvarfs fylgjast betur en flestir aðrir með þeim unglingum sem eiga í mestum félagslegum erfiöleikum i borginni og vinna ómetanlegt starf. Alþýðubandalagiö telur brýnt aö efla þessa starfsemi, sem nú hefur fengið stórbætt húsnæði, og leggur á þaö áherslu að sá eyrir sem sparaður er til fyrirbyggj- andi starfs með unglingum, tákn- ar fyrr en varir burt kastaða krónu i vonlitlu lækninga- og endurhæfingarstarfi. Alþýðubandalagiö vill sérstak- lega stuöla að auknu samstarfi þeirra aðilasem áeinn eða annan hátt vinna fyrirbyggjandi starf meðal unglinga. Kvennaathvarf Alþýðubandalagið fagnar þvi að núeri' undirbúningi stofnun at- hvarfs þar sem konur og börn eigi húsaskjól þegar dvöl i heimahús- um veröur þeim óbærileg vegna ofbeldis. Flokkurinn mun beita sér fyrir þvi aö fjárhagslegur stuöningur borgarinnar við rekstur sliks at- hvarfs verði til reiöu þegar það tekur til starfa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.