Þjóðviljinn - 04.06.1982, Page 2
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júni 1982
um helgrina
Franskir flugmenn karlrembast i Gamla biói
Listahátíð
um helgina
Sitthvað verður á döfinni á
vegum Listahátfðar um helgina.
Þar ber auðvitað hæst frum-
flutning islensku óperunnar
Silkitrommunnar eftir þá Atla
Heimi Sveinsson og örnólf
Arnason I leikstjórn Sveins Ein-
arssonar og hljómsveitarstjórn
Gilberts Levine. Frumsýningin
verður á laugardagskvöld, en
önnur sýning verður á mánu-
dagskvöld.
Trúöleikur og visnasöng-
ur
Triiðurinn Ruben verður með
sýningu i Norræna húsinu
kl. 16.00 sunnudag, en um hann
hefur verið sagt, að honum tak-
ist meistaralega að láta áhorf-
endur upplifa spennu, undrun —
og ekki sist gleði, eins og trúöa
er vandi.
Um kvöldið, eða kl.20.30 mun
svo Olle Adolphson, vfsnasöngv-
arinn snjalli frá Sviþjóö, stilla
strengi sina og syngja litil ljóö,
og eru það fyrri tónleikar hans á
Listahátið.
Ýkt karlremba
t Gamla biói verða þeir á ferð
og flugi, Frakkarnir Farid
Chopel og Ged Marion, með
sýningu sina: „Flugmennirn-
ir”.
„Flugmennirnir” segir frá
tveimur ameriskum flugmönn-
um i heimsstyrjöldinni siöari,
en i sýningu sinni, sem er sögð
sprenghlægileg, tekst þeim fé-
lögum að svipta dýrðarljóman-
um af hinni amerisku striðs-
hetju — og með ýktri karlrembu
sýna þeir hvernig venjulegt fólk
leitast við að dylja óöryggi sitt.
Um sýningu Frakkanna hefur
verið sagt, að erfitt sé að skil-
greina hana — hún ku vera
„einhvers staðar mitt á milli
látbragðslistar og dans, á milli
Marx bræðranna og Buster
Keaton.”
Það verða áhorfendur auðvit-
að að sjá og upplifa sjálfir, hvað
sem öðru liður — en sýning
þeirra Chopels og Marions hefst
kl.20.00 og verður sem fyrr segir
I Gamla biói.
Víöa leitað fanga í mynd-
list
Ekki ættu myndlistarunnend-
ur aö þurfa að kvarta yfir Lista-
hátið nú, þvi alls veröa ellefu
myndlistarsýningar I tengslum
við Listahátið, auk þess sem
önnur galleri bjóða I sölum sin-
um. Sýninganna þriggja á Kjar-
valsstöðum er getið annars
staðar I blaðinu, en hér verða
nefndar aðrar myndlistasýning-
ar, sem heyra Listahátiö og
opna almenningi um þessa
helgi.
I Listasafni tslands opnar á
morgun, laugardag, sýning á
verkum New York málarans
Walasse Ting, en á sýningu
safnsins eru um 60 málverk,
sem listamaðurinn hefur gert
1981-82. Walasse Ting er þekkt-
ur figúrativmálari, og málverk
hans eru einstætt sambland af
skærum litum og 19. aldar mun-
úö, þar sem tvinnast saman
austræn og vestræn áhrif. Ting
hlaut Guggenheim-verðlaunin
fyrir teiknun árið 1970.
Visnasöngvarinn Olte Adolph-
son syngur i Norræna húsinu á
sunnudagskvöld.
Smælki, nýlist og leirlist
Smælki ’82 nefnist smá-
myndasýning I Gallerý Lang-
brók. Myndirnar eru eftir 14
listamenn, og gerðar úr mis-
munandi efnum. A sýningunni
er m.a. að finna tauþrykkverk,
sauma, vefnað, graflk, skúlptúr
og keramik, en hún er opin dag-
lega milli kl.12-18, en milli
kl. 14-16 um helgar.
Nýlistasafniö sýnir á Listahá-
tið verk eftir átta samtlmalísta-
menn frá fimm þjóðlöndum, en
sýning þessi er sett saman og
skipulögð af sikileyska listfræð-
ingnum Demetrio Paparoni og
Nýlistasafninu. Sýning sam-
tlmalistamannanna er opin
daglega milli kl. 16-22, en milli
kl. 14-22 um helgar.
Fyrsta sýning hins nýstofnaða
Leirlistarfélags verður opnuð á
morgun, 5. júnl, I Listmunahús-
inu viö Lækjargötu. Þar sýna
ellefu félagsmenn verk, sem
gefa góða mynd af fjölbreytni
og grósku I Islenskri leirlist, en
gestur sýningarinnar er danski
listamaðurinn Peter Tybjerg.
Sýning Leirlistaféiagsins verð-
ur opin alla daga nema mánu-
daga frá kl.lÓ-18, en kl.14-18 um
helgar.
— jsj.
Og svo er það fyrsta sýning Leirlistarfélagsins meðal þess fjöl-
marga, sem boðið er upp á I myndlistinni.
Listahátíð ’82:
Kammertónlist
að Kjarvalsstöðum
Meðal þess, sem boðið er upp
á á Listahátið nú, er röð kamm-
ertónleika að Kjarvalsstöðum,
sem ungt tónlistarfólk hefur að-
allega haft veg og vanda af und-
ir leiðsögn Þorgeröar Ingólfs-
dóttur kórstjóra. Tónleikarnir
eru 6 talsins og verða eftirtalda
daga: laugardaginn 5. júni,
sunnudaginn 6., fimmtudaginn
10., þriðjudaginn 15., iaugar-
daginn 19. og sunnudaginn 20
júni. Helgartónleikarnir hefjast
allir kl. 17.00, en virka daga kl.
21.00.
1 efnisskrá að tónleikunum,
sem Kjarvalsstaðir hafa gefið
út, segir Þorgeröur Ingólfsdótt-
ir m.a. I formála:
„Hugmyndin að þessum tón-
leikum kom fram hjá stjórn
Kjarvalsstaða á liðnum vetri.
Var talið æskilegt að beita sér
fyrir flutningi Islenskrar tónlist-
ar á Listahátið og væri það i
samræmi við sýningar staðar-
ins. Sú ákvörðun var tekin að
halda 6 stutta kammertónleika I
þessu skyni.”
1 formála tónleikaskrárinnar
kemur jafnframt fram, að mikil
fjölbreytni sé á efnisskrá tón-
leikanna. Þar er m.a. að finna
einleiksverk fyrir pianó eftir
Snorra Sigfús Birgisson, sem
höfundurinn leikur sjálfur á
morgun, laugardaginn 5. júni,
og verk fyrir 10 manna hóp
Kammersveitar Reykjavikur
eftir Pál Pampichler Páisson,
sem hún mun flytja sunnudag-
inn 6. júni undir stjórn höfundar
sjálfs, en á þeim tónleikum
munu jafnframt Kristján Þ.
Stephensen, Monika Abendroth
og Reynir Sigurðsson flytja
annað verk eftir Pál.
A efnisskrá kammertónleik-
anna er ennfremur að finna nýtt
verk eftir Guðmund Hafsteins-
son, sem nefnist „Brunnu
beggja kinna björt ljós”, og er
það samið við linur úr gömlu
ástarljóði frá 10. öld, sem samiö
var af Kormáki ögmundarsyni.
Ennfremur eru á efnisskránni
verk eftir Þorkel Sigurbjörns-
son, John Speight, Hjálmar H.
Ragnarsson og Hafliöa Hall-
grlmsson.
Ekki er að efa, að tónlistar-
unnendur taki þessum tónleik-
Snorri Sigfús Birgisson.
Páll Pampichler Pálsson.
um fegins eyrum, en þeir fyrstu
veröa sem sagt nú á laugardag
og sunnudag, og hefjast kl. 17.00
báða dagana. —-jsj.
tónlist
E = MC2
Tímalaus tónlist
fyrir ótímabært
fólk!!!!!!!!!!!!!!!!!
1 dag föstudaginn 4. júni,
veröur haldið inni timaleysið á
tónleikum sem Þeyr/Purrkur
Pilnikk/Vonbrigöi haldr;. I Hafn-
arbiói.
Sumir álita þetta fyrstu stór-
tónleika ársins og kannski þeir
einu, en nóg um það. Aðstand-
endur tónleikanna lofa að mark-
visst ástand skapist og engin
verði svikinn.
Stendur til að hafa tvenna tón-
leika þetta kvöld; þeir fyrri
Landsmót
harmonikkuspilara
Spila á
Lækjar-
torgi kl.
16.00 í dag
Fyrsta mót Landssambands
harmonikuunnenda verður
haldið I Reykjavik dagana 4.-6.
júní og hefst ef veður leyfir á
föstudag kl.4 á Lækjartorgi með
uppákomu harmonikuleikara
viðsvegs.1- frá af landinu.
I kvöld verður siöan stórdans-
leikur i Sigtúni, þar sem fjöldi
harmonikuleikara koma fram.
A laugardagskvöld verður
landsmótinu haldiö áfram I
Festi i Grindavik með kvöld-
skemmtun og tónleikum. Aætl-
unarferð verður frá Umferðar-
miðstöðinni kl.8 um kvöldið og
gestunum frá Reykjavik skilað
aftur á sama stað eftir skemmt-
unina.
A sunnudag veröur skemmti-
fundur f Glæsibæ, þar sem
margir harmonikuleikarar
koma fram, bæði einleikarar,
dúettar og stærri hópar.
Allir harmonikuunnendur og
aðrir harmonikuaödáendur eru
velkomnir á þessar skemmtanir
landsmótsins.
byrja klukkan 21.00 og þeir slð- að gera en að mæta.
ari eitthvað um 23.00, þ.e. ef (Fréttatilkynning
timaleysið stenst. Ekkert annað frá allonsanfan).
Tónleikar í Hlégarði
Annað kvöld, föstudaginn 4.
júní efnir Aiafosskórinn til tón-
leika með léttu ivafi I Hlégarði
og hefjast þeir kl.21.
Flutt verður fjölbreytt tónlist,
m.a. eftir Schubert, Pál Isólfs-
son, Sigfús Halldórsson, Jóhann
Sigurjónsson, Oddgeir Krist-
jánsson, Magnús Eiriksson.
Einnig mun kórinn frumflytja
tvö lög eftir stjórnanda kórsins,
Pál Helgason.
Alafosskórinn var stofnaður
1980 af starfsmannafélagi Ála-
foss og er hann aöili að Tónlist-
arsambandi Alþýðu, TÓNAL, og
tekur þátt I kóramóti I Pori i
Finnlandi i júll i sumar. Kórfé-
lagar eru 32 aö tölu og Páll
Helgason, innkaupastjóri hjá
Alafossi hf er stjórnandi hans.
Blandaðurkór úrNjarðvík
syngur fyrir Ámesinga
Blandaður kór sem starfað
hefur af miklum krafti við Tón-
iistarskólann I Njarðvik ætlar i
ferðalag um helgina og syngja
fyrir Arnesinga og aðra ferða-
menn.
Á laugardag ki.14.00 syngur
kórinn I Hveragerðiskirkju fyrir
vistmenn á Asi svo og alla þá
sem vilja á hlýða.
Siðdegis syngur kórinn i Skál-
holti eöa kl. 18.00 Aðgangur að
söngtónleikunum er ókeypis.
Starfsári kórsins lýkur sföan
með tónleikum I Ytri-Njarðvlk-
urkirkju á mánudagskvöldið
kl.12.30.
Stjórnandi blandaða kórsins
er Gróa Hreinsdóttir.