Þjóðviljinn - 04.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.06.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II um helgina Cr Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo. Allt á ferð og flugi. Afi (Gisli Halldórsson), presturinn (Guðmundur Pálsson), fikniefna- lögreglan (Kjartan Ragnarsson) og Rosetta (Margrét ólafsdóttir). Hassið og Jói hætta Nú dregur að lokum leikárs- ins hjá Leikfélagi Reykjavikur. Um helgina er næst siðasta sýn- ingarhelgin i vor. 1 kvöid (föstu- dagskvöld) er siðasta sýningin i vor á Sölku Völku eftir Halldór Laxness en verkið verður tekið upp aftur á næsta Ieikári. i lok mánaðarins verða sýningar á þvi á svonefndu Leikhúsi þjóð- anna i Búlgariu. A laugardagskvöldið er italski gamanleikurinn Hassið hennar mömmueftir Dario Fo á fjölun- um, en i þessu verki er fjallað um fikniefnamál i gamni og al- vöru. Nú eru aðeins eftir tvær sýningar á þessu verki i vor. Asunnudagskvöldiðer svo Jói Kjartans Ragnarssonar sýndur og eru einnig aðeins eftir tvær sýningar á þvi verki. Þetta leik- rit Kjartans hefur eins og reyndar öll hans fyrri verk hjá Leikfélaginu, vakið mikla at- hygli og verið sýnt i allan vetur við fádæma góðar undirtektir. Þjóðleikhúsið Amadeus kveður Um helgina verða siðustu sýningar Þjóðleikhússins á Amadeusi á þessu starfsári. Næst siðasta sýningin verður I kvöld, og sú siðasta á sunnu- dagskv öld. Amadeus var frumsýndur I janúar s.l. og hefur notið mikill- ar hylli áhorfenda. Stórviðburður leikársins hjá Þjóðleikhúsinu veröur hins veg- ar nú á laugardagskvöldið þeg- ar frumsýnd verður ný ópera, „Silkitromman”. Tónlistin er eftir Atla Heimi Sveinsson og textinn eftir örnólf Arnason. Gilbert Levine er hljómsveit- arstjóri og stjórnar Sinfóniu- hljómsveit íslands. Aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar á Silkitrommunni á Listahátið... Alþýðuleikhúsið Aukasýning á Don Kíkóta Mánudaginn 7. júni verður aukasýning á Don Kikóta i Al- þýðuleikhúsinu, vegna mikillar eftirspurnar og eins i tilefni leiklistarþings sem stendur yfir i Reykjavik þessa dagana. Aðsókn að Don Kikóta hefur verið góð og sýningin hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. myndlist Halldór Ásgeirsson litar veggi og gólf í Rauða húsinu á Akureyri A morgun, 5. júni, kl. 16 opnar Halldór Ásgeirsson myndlistar- sýningu I Rauða húsinu á Akur- eyri. A sýningu Halldórs ber að lita verk máluð á striga og pappir vitt og breitt um veggi og gólf salarins, gluggatjöld, borð og stól, svo eitthvaö sé nefnt. A sýningunni vinna málverkin saman þannig að skapast ein- hverskonar heild, þó að hvert verk um sig eigi sitt sjálfstæöa líf. A vissan hátt er Halldór að tengja eldri og yngri mýtólógiu inn i sinn eigin myndveruleika. Sýningin stendur til 13. júni og eropin daglega milli kl. 16 og 20. Frá sýningu Halldórs i Rauöa húsinu. Langbrækur á Listahátíð: Smælki í galleríinu A Listahátlð ’82 opnar Galleri Langbrók smámyndasýningu, laugardaginn 5. júni. Aöstand- endur Langbrókar, sem eru 14 konur, taka allar þátt i sýning- unni. Verkin sem sýnd verða eru unnin i ýmis efni, svo sem textíl, keramik, skúlptúr og grafik og er hámarksstærð verkanna 15 x 15 sentimetrar. Sýningin veröur opin fram til 27. júni virka daga kl. 12 — 18 og um helgar frá kl. 14 — 18, i húsa- kynnum Langbrókar, Land- læknishúsinu við Amtmanns- stig. gallerí LaNGBROK AnUmannJMÍgur I, 101 Rfyijjivik Nemendur Bað- stofunnar með sýn- ingu í Keflavík Nemendur Baðstofunnar i Keflavik halda málverkasýningu dag- ana 5. — 13. júni I Fjöibrautaskólanum I Kcflavik. Sýningin verður opnuð á laugardag kl. 14, og verður hún opin um helgar frá kl. 14.00 — 22.00en virka daga frá kl. 17.00 til 22.00. 13 myndlistarmenn sýna verk sín í veggkössum í Austurstræti Gluggað í myndir Aiinýstárleg myndlistarsýn- ing mun standa yfir i Austur- strætinu næstu dagana i tilefni en ekki á vegum Listahátiðar. 13 myndlistarmenn islenskir munu sýna verk sin i tveimur sýningarkössum utan á húsinu Austurstræti 8. Skipt verður um verk annan hvern dag I kössun- um, þannig að það ætti alltaf að vera forvitnilegt að ganga fram hjá og glugga i kassana. Þeir myndlistarmenn sem sýna I kössunum tveimur eru: Arni Ingólfsson, Arni Páil Jó- hannsson, Asta Rikharðsdóttir, Dalli, Eggert Pétursson, Elin Magnusdóttir, Harpa Björns- dóttir, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Kristbergur Pétursson, Kristinn Harðarson, Magnús Kjartansson, Pétur Stefánsson og Tumi Magnússon Kynnisferð í Heiðmörk Á laugardaginn efnir Skóg- ræktarféiag Reykjavikur til kynnis- og gróðursetningarferð- ar undir leiösögn kunnugra i Heiðmörk. Lagt verður upp frá Eiliðavatnsbænum kl. 14.00 sið- degis. Umhverfismálanefnd Banda- lags kvenna i Reykjavik vill sérstaklega hvetja konur i að- ildarfélögum Bandalagsins til þátttöku og vekur jafnframt at- hygli félagskvenna á daglegri kennslu þessa viku kl. 17-19, i gróðrarstöð Skógræktarfélags- ins I Fossvogi. Þá vill nefndin benda á að skógræktarferö I Heiðmörk, úti- vistarsvæði Reykvikinga, er til- valin fyrir alla fjölskylduna. Ur Heiðmörk. Skógardagurinn I tiiefni af skógardeginum iaugardaginn 5. jún! n.k. efnir Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar og Garðabæjar til kynningar á starfsemi sinni. Farið verður frá tþróttahúsinu I Hafnarfirði kl. 13.30 og ekið að Gráheiluhraunsgirðingu og trjágróður skoðaður þar, iitiö verður á græðireit féiagsins I Hvaleyrarvatnsgirðingu. Ef veöur leyfir veröur litið á trjágróður og hugað að örnefnum I grenndinni. — Allir velkomnir. — Stjórnin. Útimarkaður 1 Njarðvík Systraféiag Ytri-Njarövikurkirkju heldur útimarkað á laugardag kl. 2 e.h. á túninu við kirkjuna. Þar verða til sölu sumarblóm, fjölær blóm, pottablóm, kökur og kaffi. 1 fyrra um svipaö leyti hélt félagið svona markaö og gafst hann mjög vel; aðsókn var gifurleg og mikið fjör. Systrafélagið hvetur Suðurnesjabúa alla, að koma á kirkjutúniö til að fá sér kök«r og blóm. il — - ffNp&ri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.