Þjóðviljinn - 11.06.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 11.06.1982, Side 9
Föstudagur IX. júní 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Norrænt leikhúsfólk hlustar meö andakt á boöskapinn um sigurgöngu Asiumanna og endalok yfirdrottnunar fyrsta heimsins á heimsmarkaöi. Ljósm. — eik Asiu án þess aö meö fylg.i kvaöir um pólitiska eöa efnahagslega undirgefni. A sinn hátt hafa Japanir brætt samanrauttog blátt: Þar er fyrir hendi háþróuö samhyggja á heimspekilegum grunni og stif markaöshyggja og er þetta tvennt samrunniö i japönsku þjóölifi. Þessi samtvinnun er þaö sem Galtung telur aö ráöa muni úrslitum og skapi þjóöum Suð-Austur-Asiu yfirburöi sem vestrænu iönrikjunum tjói ekki að keppa viö. Arangur Japana i bila- skipa- útvarps- og mynda- vélaiðnaði sé aöeins forsmekkur af þvi sem koma skulLsvo langt séu þeir komnir i framtiöar- áætlunum. Brúnt og svart Og þá berst taliö aftur aö viö- brögöum viö þvi óhjákvæmilega. Brúnt og svart gæti tekiö viö af bláu og rauðu og leyst innan- landsmál og samskipti milli þjóöa meö fasiskum lausnum og her- , valdi aö undangengnum upp- j lausnartimum og stjórnleysis- j hugsunarhætti. öll stjórnlist Reagan og Thatcher-stjórnanna i | Bandarikjunum og Bretlandi um þessar mundir miöast viö lokatil- raun til þess aö viöhalda herra- veldi yfir heimsmarkaöinum. Aörar þjóöir eins og t.d. Frakkar og Finnar reyna aö samstilla úr- valsliö sitt til hægri og vinstri undir þeim árum aö allir séu i sama báti i þjóðlegri viöreisn. En slik viðbrögð eru ekki likleg til þess aö duga öllum. Ehda þótt margir stjórnmála- og efnahags- frömuðir á Vesturlöndum remb- ist nú viö aö herma eftir Japön- um, þá er einfaldlega ekki rúm fyrir margar jafn röskar og sam- hentar þjóöir og Japani i efna- hagskerfi heimsins. Lausnin sé fremur fólgin i þvi aö þjóöirnar sætti sig viö minni hlut, en leggi þess i staö rækt viö aö auka sjálfstraust sitt, sjálfsþurftarbú - skap og innra öryggi. Harðnandi átök Galtung sér þaö fyrir aö i okkar heimshluta veröi deilur og átök illvigari i náinni framtiö heldur en á hagvaxtarskeiöi siöustu ára- tuga, þegar deiluaöilum mátti visa á stækkandi köku. Ekki af þvi aö viö séum ekki nógu rik, heldur vegna þess aö ráöandi öfl muni ekki sætta sig viö minnkandi hlut i efnahagsllfi heimsins. Til aö mynda gætu Noröurlöndin átta skapaö sér þægilega tilveru og veriö þvi sem næst fullkomlega sjálfstæö efnahagsheild þó aö hlutdeild þeirra i heimsmarkaði haldi áfram aö minnka hraöfara, ef menn einsettu sér aö láta sér þaö lynda. Hinsvegar sé hættan sú að i Suöur-Evrópu muni brún- stakkar færast i aukana á ný þegar enn frekar kreppir að og kalla á hinn sterka mann. Þess- vegna sé hinn græni kostur svo mikilvægur vegna þess aö hugsanlega geti hann vegiö upp á móti vonleysi og vaxandi fas- iskum tilhneigingum.Ekki megi heldur gleyma þvi. aö 1. heimur- inn hafi á undanförnum árum beöiö hvern „ósigurinn” á fætur öörum og sé nú svo „hársár” að hann megi ekki viö minnsta áreyti. Valdataka Argentinu- manna á Falklandseyjum hefur t.a.m. raskaö ró breska ljónsins sem legið hefur fram á lappir sér meöan heimsveldið breska hefur liöast i sundur, en ris nú upp á afturlappirnar og öskrar i takt viö þá miklu þjóöernishyggju sem blossaö hefur upp i Bretlandi. Jafnvel i Noregi gætu mál þróast á þann veg aö menn vildu I striö út af hagsmunum Norömanna á Suöurskautslandinu, vildi Gal- tung meina. Línur og litir En hvaöa þróun væri þá æski- legust t.d. á Noröurlöndum i ljósi þeirra viöhorfa sem prófessorinn dregur upp? Hann mælir meö þvi að stefnt sé aö þjóöfélagi sem heldur möguleikum opnum fyrir félagslegri nýsköpun og þar sem öllum boöskap og linum er haldiö i hæfilegu umróti. Dökkgrænt (stjórnleysi) dökkblátt (kapital- ismi) og dökkrautt (marxismi) eru ekki litir Galtungs. Blöndun þessa gamalkunna litrófs er æski- legri, ekki til þess aö finna út nýja og æpandi liti, nýjan stórasann- leik og altæk hugmyndakerfi, heldur samspil lita og fjöllyndi i formum og innihaldi stjórnmála og menningarstefnu. ÞaÖ sé nefnilega megingalli á þeim kerfum sem viö þekkjum — hinu sósialiska kapitaliska og hinu blandaða samningahagkerfi á Noröurlöndum — aö þaö efna- hagsskipulag sem stuöst er viö hefur tilhneigingu til þess aö mynda félagslegt stafróf sem smitar út á öll önnur sviö þjóölífs- ins, viljandi eöa óvliljandi, þar sem við á og þar sem alls ekki á viö. 1 okkar menningu stritist menn viö aö finna lausnina og sannleikann, en slikur hugsunar- háttur sé dæmigerö vesturlensk hugmyndafræöi. Þar færi betur aö taka miö af fjöllyndi Asiubúa, sem sjá ekkert athugavert viö aö ákalla Krist aö morgni og Búddha aö kvöldi. Og þegar kristnir trú- boöar I öngum sinum segja aö þetta sé ekki hægt, er svariö ein- faldlega aö vist sé þaö hægt, þvi aö viökomandi sé nýbúinn aö gera þaö. (Þegar hér er komiö sögu rámar viöstadda Islendinga i kristnitöku og úrskurö Þorgeirs Ljósvetningagoöa sem viöhélt friöi meö mönnum). Af þessu megi læra aö sannleikurinn sé ekki og eigi ekki aö vera einn, og einstrengingsháttur leiöi i ógöngur. Sjálfstraust og vellíðan Meö öllum fyrirvörum um aö hiö æskilega væri blanda af rauöu, bláu og grænu, gjarnan meo gullnum bjarma frá Austur- löndum, rakti Galtung siöan i sim- skeytastil meginhugmyndir sinar um samfélag sem léti sér nægja minna og efldist um leið af sjálfs- trausti og velliðan. Þar eiga aö vera samvinnu- fyrirtæki litil, fjölflokka- og fjöl- menningarkerfi, pólitisk vald- dreifing og hætt viö sameiningu sveitarfélaga. Þar á aö steypa goösögninni um sérfræöingana og ráöast aö skiptingunni i verkleg og huglæg störf. Þar eiga menn aö láta sér lynda lægri framleiöni sem tryggir um leiö vinnu handa öllum, þannig aö meira af hugviti og vinnu einstaklingsins komi fram I vörunni i staö stöölunar og fjöldaframleiöslu. Efnahagslifiö á að vera grænna þar sem fólkiö framleiðir meira sjálfu sér til nauöþurfta og tekin veröa upp vöruskipti manna á milli. Þar eiga menn aö sætta sig við minna af svokölluöum llfsþægindum sem nú stuöla framar öllu ööru aö alls- konar illvigum menningarsjúk- dómum. Þar á aö vera minni einkahyggja og tilraunir i sam- býli. Loks á aö hætta rikisumsjá meö þróunaraöstöö en taka þess i staö upp beint samband félaga, stofnana, fyrirtækja og einstakl- inga heimshorna á milli Þaö var og — og mætti þó mörgu viö bæta. Hvernig reiðir fíflinu af? Hér aö framan hefur þess i engu veriö getiö aö Galtung var aö sjálfsögöu meö stööugar tilvis- anir, ályktanir og fullyröingar um leikhúsiö og samskipti fifls og fjárhaldsmanns i bland viö spásagnir um heimspólitiska efnahagsþróun. Þaö leiöir af sjálfu af ekki muni fjárhalds- maöurinn vera örlátari við fifliö ef svo fer fram sem horfir i fyrsta heiminum. Þó ættu leikhúsmenn þaö vopna aö rikisstjórnum væri þaö ómissandi aö geta á alþjóö- legum menningarþingum efnt til tölfræöilegra Olympiuleika um ágæti sitt og örlæti I listum og menningu. Taliö barst og aö skipulags- formum og valdauppbyggingu 1 leikhúsi út frá ákveönum módelum sem mjög eru til um- ræöu meöal leikhúsmanna. Einnig þar varaði Galtung við stóra sannleik og einni allsherjar- lausn, en taldi affarasælast aö blanda saman og skipta um_form eftir þvi hvernig vindar blésu frá fjárhaldsmanni eöa innra meö fiflinu. Megináherslu lagöi hann á aö öll góö list væri liöur i valdabar- áttu. Leikhúsyfirvöld og stjórn- völd i hverju landi beittu þeim valdsmeöulum sem þau heföu yfir aö ráöa — boðskap, umbun og refsingu — og á móti þeim þyrfti leikhúsiö aö tefla eigin boö- skap, sjálfstæöi og andófi gegn hverskyns menningarlegum refsiaðgeröum. Hlutverk leik- hússins væri ekki aðeins aö endurspegla samtiöina, heldur einnig aö forma ákveöinn boö- skap. I boöskap leikhússins og sjálfstæöi listamannsins væri vald þess fólgiö. Reynslan sýndi aö fjárhaldsmaöurinn teldi sér ekki stafa teljandi hættu af leik- húsi sem tönnlaöist á viöteknum andstæðum eöa heföi I frammi áróöur fyrir þekktum skoöunum. Hættulegast væri leikhúsiö þegar leikhúsmönnum tækist aö vera eins og loftnet inn i framtiöina, og kæmu fram meö nýja hluti sem ekki heföu veriö hugsaöir áöur. Þá færi um valdhafana. Sjálfstæði lífsnauðsyn Sjálfstæöi leilkhússins gagn- vart yfirvöldum væri best tryggt með þvi að sannfæra þau um þaö aö niðurskurður á fjárveitingum myndi engu breyta um stefnu eöa störf leikhúsfólks. Hér dró Gal- tung likingu af friöarrannsóknum sem heföu hafist til vegs á Noröurlöndum fyrir tilstilli hug- sjónamanna og yrbi haldiö áfram hvaö sem liöi fjárveitingum. Niöurskurður til leikhúsa og rannsókna af áðurnefndu tagi gæti leitt til þess ab vissar sýn- igar og viss verkefni yröu óviö- ráöanleg, en listamaöurinn getur fundiö nýjar leibir aö markinu og staðið vörö um sjálfstæði sitt og visindamaðurinn fariö sinu fram trúr ætlunarverki sinu viö þrengri kost en allsekki firrtur öllum möguleikum. Magniö er ekki allt- af hiö sama og gæöin. Þegar boöskapur leikhúss og listar heföi náö fram og markinu væri náö héldi listin áfram aö gagnrýna. Þar skildi hún sig frá pólitikinni. Camus heföi sagt aö i sérhverri baráttu milli herra og þjóns væri hann á bandi þjónsins allt þar til hann væri orðinn aö húsbónda. Höfundarkreppa leikhússins Galtung sagöi um þá kreppu sem stundum er rætt um aö leik- hús á Noröurlöndum séu i,aö hún stafaði fyrst og fremst af þvi aö áherslan á höfundinn væri ekki sem skyldi. Sér fyndist þaö blátt áfram ofboöslegt aö sitja i leik- húsi og horfa á leikverk sem skrifuö væru af höfundum sem liföu greinilega I 40 ára gömlum hugmyndaheimi. Höfundar virt- ust vera of bundnir fortiöinni og þekkingarsnauöir um samtiöina. Þeir vissu ekki hvaö væri aö ger- ast og hvaö sennilegt sé aö gerist. Hann lýsti eftir leik- verkum sem endurspegluðu heimsdramatikina og hinar stóru þróunarlinur. Og af hverju væri ekki þegar búib ab gera leikrit um Falklandseyjadeiluna? Kreppa leikhússins er semsagt aö mati Galtungs fyrst og fremst höf- undarkeppa. En tiöindamaöur Þjóöviljans hættir sér ekki út i frekari útlegg- ingar á leikhúspólitik enda ekki fylgst meö norræna leikhúsþing- inu aö ööru leyti en þvi aö vera viöstaddur heimspólitiskar leik- fimisæfingar NorÖmannsins Johans Galtungs einn sólrikan mánudagsmorgun. Einar Karl Sambandiö milli fifls og f járhaldsmanns mun veröa erfiöara samfara versnandi efnahag, en þá riöur á aö fifliö haldi sjálfstæöi sinu, var boöskapur Galtungs til leikhússfólksins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.