Þjóðviljinn - 11.06.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 11.06.1982, Side 16
DJÚÐVIUINN Föstudagur 11. júní 1982 Abalilmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mónudag til föstudags. Utan þess tima er hcgt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná 1 af- greiðslu blaðsins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Á skrifstofum Dagsbrúnar og Verslunarmannafélagsins: Rólegur verkfalkdagur Tiöindamenn Þjóöviljans fóru á stúfana I gær til aö kanna viö- brögö manna viö verkfallinu og fylgjast meö verkfallsvörslunni. Greinilegt var aö stærstu vinnu- staöirnar virtu yfirleitt bann verkalýösfélaganna en aftur á móti þar sem einn eöa tveir starfsmenn vinna jafnaöarlega, voru einkennilega margir synir og dætur aö hjálpa foreldrunum viö reksturinn! A skrifstofu Verslunarmanna- félags Reykjavikur var margt um manninn og formaðurinn Magnús L. Sveinsson stjórnaöi sinu liöi eins og herforingi. Aö sögn Péturs Maack umsjónarmanns verk- fallsvörslunnar var litiö um brot framan af degi. Þó vildi hann nefna aö til árekstra heföi komiö um morguninn á Hótel Loftleiö- um þegar sýnt var aö of margir starfsmenn unnu i gestamóttöku hótelsins. Náöu menn sam- Halldór Björnsson varaformaöur Dagsbrúnar kvaö þetta hafa veriö tiltölulega rólegan verkfallsdag. Höfö voru afskipti af um 10 vinnu- stööum og gengu 6—8 menn til verka. Ljósm. —kv. Magnús L. Sveinsson formaöur Verslunarmannafélags Reykja- vikur stjórnaöi liöi sinu eins og herforingi á skrifstofu félagsins. Ljósm. kv. komulagi eftir smá þóf og siödeg- is voru I móttökunni aöeins viö störf hótelstjóri og yfirmaöur i móttökunni. Hins vegar var verk- fallsvöröum V.R. meinaö aö ganga gegnum skrifstofur hótels- ins og kvaö Magnús L. Sveins- son grun leika á aö þar heföu fé- lagar i V.R. veriöviö störf i gær- morgun. A skrifstofu Dagsbrúnar var varaformaöur félagsins fyrir svörum, Halldór Björnsson. Hann kvaö þetta hafa verið rólegan daga hjá þeim Dagsbrúnarmönn- um. Ekki heföi veriö skipulögð bein verkfallsvarsla á einstökum, vinnustööum heldur heföu menn fylgst meö gangi mála frá skrif- stofu félagsins. 3 vaktir voru á feröinni um bæinn og kom til nokkurra deilna sem þó heföi ver- iö hægt að ráöa fram úr eftir um- ræöur. Viö fylgdumst þessu næst með verkfallsvörslu á nokkrum stöö- um I borginni og fara frásagnir af þeim hér á eftir. __ Verkfallsveröir viö Grensáskjör voru þess albúnir aö varna viöskiptavinum verslunarinnar inngöngu. Ljósm. kv. Á verkfallsvakt með Verslunar- mannafélaginu: „Greini- lega farið að slá í þig maður” sagði kaupmaðurinn við verkfallsvörðinn! Þaö var lif og fjör viö versl- unina Grensáskjör þegar okkur bar aö garöi i fylgd verkfalls- varöa frá Verslunarmannafélagi Reykjavikur. Verkfallsveröirnir Birna Þóröardóttir og Þorsteinn Jónsson höföu strax um morg- uninn tekiö eftir verkfallsbroti á þessum staöog nú skyldi ráöist til atlögu. Kaupmaöurinn, sem aö sögn meöstarfsmanns heitir Benedikt Kristþórsson, kvaöst I engu mundu sinna tilmælum Versl- unarmannafélagsins um aö þarna mættu engir vinna nema fram- kvæmdastjóri verslunarinnar, maki hans og börn undir 16 ára aldri. Fjöldi viöskiptavina dreif nú aö og vildi kaupa i matinn. Akváöu verkfallsveröir aö loka dyrum verslunarinnar enda væri þar veriö aö fremja verkfallsbrot þar sem viö afgreiöslu væru 3 menn auk verslunarstjórans. Eftir hálf- tima þóf og stundum stimpingar viö ákveöna viöskiptavini, ákváöu verkfallsveröir aö láta undan siga meöan veriö væri aö athuga betur hverjir mættu af- greiöa i versluninni og hverjir ekki. Þjóöviljanum er ekki kunn- ugt um hverjar lyktir þess máls urðu. Stærri verslanir voru viöa opnar i gær i Reykjavik og trauöla hægt aö una skýringum þess efnis aö þar ynnu aöeins eig- endur. Til dæmis var verslun Karnabæjar viö Austurstræti opin hverjum sem inn vildi ganga svo dæmi sé tekiö. — v. Nokkrir við vinnu án heimildar í fylgd með verkfallsvörðum Dagsbrúnar Guömundur Hallvarösson og félagar hans úr Dagsbrún höföu veriðkallaðir nokkrum sinnum út þennan verkfallsdag og kváðust þeir ekki hafa lent I teljandi árckstrum. Við Þjóðviljamenn fylgdum þeim eftir á nýbygginga- svæði vestan Borgarspitalans þar sem frést hafði af verkfallsbrjót- um við vinnu. Fyrst komum viö aö tveimur mönnum sem unnu viö mótaupp- slátt. Þar voru þeir bræöur Atli Elfar Atlason trésmiöur og Ómar Atlason ófélagsbundinn skólapilt- ur. Atli Elfar kvaöst vera meövit- aöur um að hann væri aö brjóta verkfall enda heföu veröir frá Trésmiöafélagi Reykjavikur komiö aö máli viö hann er hann vann í dagsverkfalli Sambands byggingamanna I mánuöinum a undan. Verkfallsveröir bentu þeim bræörum á aö þeir yröu aö taka afleiöingum geröa sinna og kváöust þeir albúnir aö mæta þeim örlögum sinum. Litlu ofar I næsta grunni varö á vegi okkar jaröýta ein mikil sem svarf klappirnar. Ýtustjór- inn drap samstundis á vélinni þegar verkfallsveröir birtust en lét nokkur orö falla um gagnsemi þess aö rjúka i verkfall nú. Þeir Guömundur og félagar úr Dagsbrún athuguöu þetta bygg- ingarsvæöi i fylgd blaöamanna og var fátt athugavert. Þó var einn vörubilstjóri aö vinna og kvaöst vera bróöir eigandans! Hann lagöi strax niöur vinnu þegar honum var bent á aö hann væri aö fremja verkfallsbrot. — v. r— - - — j Ertu með I á Laugarvatn? i Síðustu j forvöð J Nú fer hver aö veröa siöastur ■■ aö panta vikudvöl á Laugar- Ivatni I júli á vegum Alþýöu- bandalagsins. Frestur til þess aö panta og staöfesta pantanir ■ rennur út I næstu viku, nánar tiltekiö á miövikudag. Hér spjalla þeir Guðmundur Hallvarðsson og hans menn, til hægri, við tvo verkfallsbrjóta I nýbyggingu vestan við Borgarspitalann. Ljósm. kv. Höfuðstöðvar Alþýðubandalagsins fyrir sumarfri og samveru á Laugarvatni verða I Héraðsskóianum. Ljósm. eik. Eins og auglýst hefur veriö I vikudvöl annarsvegar frá 19. til Þjóöviljanum er um aö ræöa 25. júli og hinsvegar frá 26. til Þó nokkrir komu ! til vinnu á Kefla- víkurflugvelli: Vamarmála-I deíld með hótanír í ; garð starfs-! manna | hersins j Það hafa verið smávægi- I leg verkfallsbrot I versl- • unum hér á Suðurnesjum, en við höfum getað sannfært I flesta um að storka okkur I ekki á þann veg. Sömu sögu J er hins vegar ekki að segja um Völlinn, þar fóru nokkrir I starfsmenn til vinnu i > morgun, en samt er árangur J okkar I verkföllum á Vell- I inum framar öllum vonum”, I sagði Magnús Gislason for- ! maður Verslunarmannafé- ■ lags Suðurnesja i samtali við I Þjóðviljann i gær. Varnarmáladeild Utan- I rikisráöuneytisins sendi Verslunarmannafélaginu á | Suöurnesjum bréf fyrr i vik- i unni, þar sem ■ segir m.a., að I þeir starfsmenn hersins sem I færu I verkfall heföu ein- | ungis tekjutap upp úr sliku ■ auk þess sem „óvist væri | hvort þeir ættu afturkvæmt ■ til fyrri starfa”. „Þetta bréf er ekkert I annaö en hótun til okkar * félagsmanna. i þvl er einnig J sagt aö hermenn veröi látnir I ganga i þau störf Islendinga I sem veröi aö sinna vegna ' sérstakra öryggisþátta. Viö J höfum nú ekki ennþá komiö I auga á hverjir þessir I öryggisþættir eru. 1 þaö ' minnsta hafa þeir ekki verið J nein hindrun þegar helgi- I daga hefur boriö upp á i I miðri viku og starfsmenn ■ veriö i fríi”, sagöi Magnús. J Hann kvaöst einnig mót- I mæla harölega þeirri túlkun I varnarmáladeildar Utan- * rikisráöuneytisins aö verk- J falliö á Keflavikurflugvelli I væri ðlöglegt, þar sem I herinn væri ekki viösemj- * andi Verslunarmannafélags- J ins. „Þaö eru 270 félagar i I Verslunarmannafélaginu sem starfa á Vellinum, og * viö eigum i kjaradeilu viö J okkar vinnuveitanda sem er I herinn.” Magnús sagðist vera von- ■ góöur um aö verkfalliö á I Keflavikurflugvelli yröi enn I viðtækara I dag en i gær. „Viö ræddum viö flesta þá ■ starfsmenn sem mættu til I starfa á Vellinum I gær, og I ég get fullyrt aö margir I þessara starfsmanna höföu • aöra skoðun á okkar verk- I falli eftir aö viö höföum rætt I viö þá I gær.” 31. júli. I sumarfrii og samveru J Alþýöubandalagsins á Laugar- vatni veröur lögö áhersla á úti- I vist, vandaöa dagskrá, kvöld- vökur og umræöur. Þeir sem þegar hafa pantaö á Laugarvatni eru minntir á aö greiöa fjóröung kostnaöar til • staöfestingar fyrir 15. júni á I skrifstofu Alþýöubandalagsins aö Grettisgötu 3. Enn eru nokkur pláss laus báöar vik- • urnar og er fólk hvatt til þess aö draga ekki aö panta. Alþýðubandalagiö

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.