Þjóðviljinn - 25.08.1982, Blaðsíða 5
Miövikudagur. 25. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5-
„Eftir að lánin voru verðtryggð eða veitt með raunvöxtum er .
með öllu óraunhæft að ætla ungu
fólki að greiða meginhluta nýrra íbúða upp á fáum árum
eins og áður var gert með aðstoð verðbólgunnar”
Á taks er þörf í
húsnœðismálum
Sjónarhorn
Ólafur Jónsson
„Til þess aö bankarnir veröi aöilar aö varanlegri lausn húsnæöis-
málanna þarf aö koma ööru fyrirkomulagi á lánastarfsemi þeirra
til ibúöabygginga.”
Aö undaníörnu hafa oröiö
nokkrar umræður i dag-
blöðunum um fjárhagsörðug-
leika Byggingasjóðs rikisins og
vaxandi erfiðleika þeirra sem
standa i Ibúðarhúsabyggingum.
Ekki er hér um nýtt vandamál
að ræða eða óvænt áföll eins og
um er rætt i ýmsum atvinnu-
greinum, heldur vanda sem
vanrækt hefur verið að taka
þeim tökum sem nauðsynlegt
er.
Til þess að fyrirbyggja mis-
skilning og óþarfan ótta hús-
byggjenda er rétt að taka það
fram að húsnæðismálastjórn
hefur til þessa veitt öll lán til
ibúöarbygginga með sama hætti
og undanfarin ár. Það er heldur
ekkert nýtt að húsbyggjendur
eigi i erfiðleikum með að fjár-
magna framkvæmdir sinar.
Orsök vandans
Orsök þess vanda sem nú er
uppi i ibúðarbyggingum, bæði
lánveitenda og framkvæmda-
aðila, er sú stórfellda breyting
sem gerð var á aðstöðu ibúðar-
byggjenda með verðtryggingu
allra lána til húsnæðismála og
stórfelldri hækkun vaxta á
almennum lánamarkaði.
Þeim breytingum hefði þurft
að fylgja strax eftir með veru-
legri hækkun lána til ibúðar-
bygginga og lengingu á láns-
tima, sérstaklega á fyrir-
greiðslu banka og sparisjóða.
Eftir að lánin voru verðtryggð
eða veitt með raunvöxtum er
með öllu óraunhæft að ætla ungu
fólki að greiða meginhluta
nýrra ibúða upp á fáum árum
eins og áður var gert með aðstoð
verðbólgunnar. Þvi er nú óhjá-
kvæmilegt, að þjóðfélagið
tryggi fjármagn, með einum
eða öðrum hætti, til fjárfest-
ingar i ibúöarbyggingum. A
þessu er nú vaxandi skilningur i
öllum stjórnmálaflokkum en
þeirsem fjármálum ráða i þjóð-
félaginu hafa verið tregir til
framkvæmda vegna núverandi
ástands á lánamarkaöi.
Fjármagn
hefur aukist
Skylt er þó að geta þess að
fjármagn til húsnæðismála
hefur verið aukið verulega á
siðustu árum. Ef útlán
Byggingasjóðs rikisins og
Byggingasjóðs verkamanna eru
skoðuð saman hafa þau aukist
um 10 til 20% á ári umfram
verðlagshækkanir.
Með húsnæðislöggjöfinni frá
1980 var megináherslan lögð á
byggingar verkamannabústaða
samkvæmt óskum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Jafnframt
hafa verið teknir upp nýir lána-
flokkarhjá Byggingasjóði rikis-
ins, til dvalarheimila aldraðra,
til endurbóta á eldra húsnæði og
til orkusparandi aðgerða á eldra
húsnæði. Þrátt fyrir aukið fjár-
magn hefur húsnæðismála-
stjórn þvi ekki getað hækkað lán
til nýbygginga nema sem
nemur hækkun á bygginga-
kostnaði á hverjum tima.
Þrátt fyrir fögur orð stjórn-
málamanna fékkst tillaga
félagsmálaráðherra um nýja
tekjuöflun til hækkunar á lánum
ekki afgreidd á siðasta Alþingi.
Auka þarf
íbúðabyggingar
Árleg þörf fyrir nýjar ibúðir
er talin vera 2000 til 2100 ibúðir.
Á siðastliðnu ári voru fullgerðar
1575 ibúðir. Oleystur vandi
safnast þvi upp ef ekkert verður
að gert.
Nýrra aðgerða er þvi þörf til
þess að auka ibúðabyggingar i
landinu og bæta stöðu þeirra
sem standa i húsbyggingum.
Þeim aðgerðum má ekki slá á
frest þrátt fyrir erfiða stöðu i
fjármálum þjóðarinnar. Þeir
sem enga ibúð eiga verða að
eiga þess kost að fá 60 til 80% af
kostnaðarverði nýrra ibúða að
láni til 25 ára að lágmarki. Þeir
sem eiga ibúð til að selja og eru
að byggja i annað eða þriðja
sinn geta komist af með mun
lægra hlutfall. Til þess að gera
það mögulegt þarf sameiginlegt
átak rikisvaldsins, lifeyrissjóð-
anna og lánastofnana i landinu.
Hvort það er gert með þvi að
fjármagna lánasjóði húsnæðis-
málastjórnar eða með öðrum
hætti tel ég ekki aðalatriði, en
nauðsynlegt er að um sam-
ræmdar aðgerðir verði að ræða.
Með nýsettum bráðabirgða-
lögum hefur rikisstjórnin stigið
fyrsta skrefið og ber að fagna
þvi sérstaklega. Með þvi að
byggja upp traust lánakerfi til
húsnæðismála er verið að bæta
og jafna lifskjörin i landinu.
Hlutur lífeyris-
sjóðanna
Með kaupum á skuldabréfum
eru lifeyrissjóðirnir langstærsti
aðilinn i fjármögnun húsnæðis-
lánasjóðanna. Samkvæmt láns-
fjáráætlun sem samþykkt var á
Alþingi er áætlað að þeir kaupi
skuldabréf af Byggingasjóði
rikisins og Byggingasjóðiverka-
manna fyrir 297 miljónir króna.
Er þá miðað við að þeir kaupi
skuldabréf af fjárfestingarlána-
sjóðum fyrir 40% af sinu ráð-
stöfunarfé. 1 lok júlimánaðar
höfðu sjóðirnir aðeins keypt
skuldabréf af bygginga-
sjóðunum fyrir 108 miljónir og
er það mikið áhyggjuefni fyrir'
húsbyggjendur.
A þessu ári hefur ásókn sjóðs-
félaga i lán aukist mjög vegna
skorts á fjármagni á lána-
markaði og stjórnendur sjóð-
anna hafa látið undan þeirri
ásókn þó vitað sé að i mörgum
tilfellum sé lánið ætlað til ann-
arra hluta en húsnæðismála.
Verði framhald á þeirri þróun
eru allar áætlanir um upp-
byggingu lánakerfis á vegum
húsnæðismálastjórnar óraun-
hæfar.
Núersamkvæmtlögum öllum
skylt að greiða hluta af launum
sinum i lifeyrissjóö. A meðan
sjóðirnir þurfa ekki á öllu sinu
fjármagni að halda til greiöslu á
lifeyri þá hefur þeim sérstak-
lega verið ætlað að lána fjár-
magn sitt til húsnæðismála. Til
þess að tryggja að sjóðirnir
sinni sérstaklega þvi vérkefni
væri athugandi að binda láns-
réttinn við byggingu eða kaup á
ibúð i staðinn fyrir 5 ára
greiðslu á iðgjaldi.
Bankarnir þurfa
að aðlaga lánin
Bankar og sparisjóðir merkja
húsnæðismálum verulegan
hluta af sinum útlánum. Ekki
skal dregiö i efa að það fjár-
magn sé að mestum hluta notað
til að byggja eða kaupa ibúð, en
sé það gert er ákaflega óraun-
hæft ab ætlast til þess að lánin
séu greidd á 2 til 4 árum. Slik
skammtimalán komu húsbyggj-
endum að gagni á meðan lánin
voru óverðtryggð og með lágum
vöxtum en við núverandi
abstæöur leysa þau engan
vanda.
Til þess að bankarnir verði
aðilar að varanlegri lausn hús-
næðismálanna þarf að koma á
öðru fyrirkomulagi á lánastarf-
semi þeirra til ibúðarbygginga.
KEA-menn fjalla um
m j ólkursölumál
Þann 14. júli s.l. var á Akureyri
haldinn fundur mjóikursamlaga á
2. verðlagssvæði, þ.e. mjóikur-
samiaganna á svæðinu frá Pat-
reksfirði til Hornafjarðar. Tilefni
fundarins var að ræða skipulag
mjólkursölumála i landinu til
fundarins og sóttu hann um 30
manns. Fundarstjórar voru Stef-
án Halldórsson formaður sam-
lagsráðs Mjólkursamlags KEA
og Haraldur Gislason mjólkur-
samlagsstjóri á Húsavik.
Til fundarins var sérstaklega
boðið þeim Inga Tryggvasyni,
formanni Stéttarsambands
bænda, Gunnari Guðbjartssyni,
framkvæmdastjóra Framleiðslu-
ráðs og Óskari Gunnarssyni,
framkvæmdastjóra Osta- og
smjörsölunnar.
Ingiog Gunnar, ásamt Val Arn-
þórssyni kaupfélagsstjóra og
Þórarni Sveinssyni framleiðslu-
stjóra fluttu erindi á fundinum og
urðu að þeim loknum allmiklar
umræður um mjólkur- og land-
búnaðarmál.
1 umræðum manna kom mjög
fram að athuga þurfi leiðir til að
jafna aðstöðu hinna ýmsu sam-
lagat.d. meðendurskoðun á sölu-
svæöaskiptingunni og/eða skil-
virkara verðmiölunarkerfi.
Sölusvæðaskiptingin er byggö á
öðrum þjóðfélagsaðstæðum en nú
eru fyrir hendi og þarf að jafna
þær aðstæður að framleiðendur
52% mjólkurmagnsins ráði 74%
af ferskvörumarkaðnum. Það er
mikilvægt, að heildarsamstaöa
náist um þær ráðstafanir sem
þarf að gera, en markmiðið hlýt-
ur að vera að allir sitji við sama
borð.
Nauðsynlegt er að mjólkur-
samlögin finni sér sameiginlegan
starfsvettvang, með sameigin-
legri yfirstjórnun mjólkurmála.
Ljóst má vera að náist ekki sam-
staða á breiðum grundvelli um
slika skipan mála hljóta samlögin
á 2. verðlagssvæði að mynda
samtök sin á milli, til þess að
vinna að framgangi hagsmuna-
mála sinna. Samþykkt var til-
laga, þar sem lögð var áhersla á
eftirfarandi markmið:
Mótun langtimastefnu og heild-
armarkmiða mjólkuriönaöar og
mjólkurframleiðslu i landinu.
Skilvirkari verðútjöfnun er nú
•er.
Endurskoðun á markaðsmálum
mjólkuriðnaðarins og núgildandi
sölusvæðaskiptingu.
Siðari hluti amerísku
kvikmy nda vikunnar í
Tjarnai'-biói verður nú í
vikulokin, en myndirnar
sem týndust eru nú komn-
ar fram.
Sigurjón Sighvatsson,
umsjónarmaöur vikunnar
sagði í viðtali við blaðið í
gær að þessar myndir, sem
eru raunar þær pólitísk-
ustu af myndum kvik-
myndavikunnar, hefðu
fundist í New York. Hefðu
þær lent í rangri póstf lokk-
un og engin skýring á því
hvers vegna það gerðist.
Þetta eru fimm myndir,
þar á meðal hinar frægu
myndir „Kaffistofa kjarn-
orkunnar" sem er heimild-
armynd unnin úr gömlum
áróðurskvikmyndum
Bandaríkjastjórnar um
kjarnorkusprengingar og
áhrif þeirra, og kvikmynd-
in „Hjartaland", sem
fjallar um landnám vest-
ursins séð frá sjónarhóli
konunnar. Hinar myndirn-
ar eru „Yf ir-undir skáhallt
niður", „Hinir sjö frá Se-
caucus snúa aftur" og
„Clarence og Angel".
Myndirnar verða sýndar
frá og með f immtudegi 26.
ágúst til 29. ágúst.
Dagskráin
Fimmtudagur
26. ágúst:
Kl. 5 YFIR-UNDIR, SKA-
HALLT NIÐUR.
Kl. 9 HINIR SJÖ FRA SECAU-
CUS SNÚA AFTUR.
Kl. 11 CLARENCE OG ANG-
EL.
Föstudagur
27. ágúst:
Kl. 5 HINIR SJÖ FRA SECAU-
CUS SNÚA AFTUR.
Kl. .7 KAFFISTOFA KJARN-
ORKUNNAR.
Kl. 9 HJARTALAND.
KI. 11 TYLFTIRNAR.
Laugardagur
28. ágúst:
Kl. 3 HJARTALAND.
Kl. 5 YFIR-UNDIR, SKA-
HALLT NIÐUR.
Kl. 7 CLARENCE OG ANGEL.
Kl. 9 KAFFISTOFA KJARN-
ORKUNNAR.
KI. 11 NEÐANJARÐARKNAP-
ARNIR.
Sunnudagur
29. ágúst:
Kl. 3 KAFFISTOFA KJARN-
ORKUNNAR.
Kl. 5 HJARTALAND.
Kl. 7 TYLFTIRNAR.
KI. 9 KAFFISTOFA KJARN-
ORKUNNAR.
Kl. 11 HINIR SJO FRA SECAU-
CUS SNÚA AFTUR.
Ameríska kvikmyndavikan:
Týndu myndimar lentu
í rangri póstflokkun
• •