Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 2
2 SíÐAr— ÞJóÐVlLJINN Miðvíkudagur 29. seþtember 1982 Að hlusta á hátíðni Sumir þeir, sem þjást af heyrnarleysi geta numiö hærri tóna en heilbrigt fólk, þótt þeir heyri ekki lágtíönihljóð eins og mannsrödd, tónlist eða umhverf- ishljóð. Nú hefur bandarískur uppfinningamaður smíðað tæki, sem breytir venjulegum lágtíðni- hljóðum úr umhverfinu í það tíðnisvið, sem viðkomandi sjúk- lingur getur numið. Er hér um eyrnatappa að ræða, sem tengdir eru við elektrónískt upptöku- tæki, sem knúið er rafmagni úr rafhlöðum. Heyrnarskaði af þessu tagi er fremur sjaldgæfur, en hann kem- ur oftast í bernsku og orsakast af of háum sótthitaköstum, veiru- sýkingum eða heilahimnabólgu. Heyrnarsködduð kona hlustar í gegnum hátíðnitækið. Léttfættur moröingi eftirlýstur Léttfættir og vandséðir morð- ingjar hafa valdið usla í breskum sveitum að undanförnu. Þeir rá- ðast nánast á allt ferfætt, vængjað eða með ugga. Venjulega má þekkja þá á dýrum loðfeldi sem þeir bera. Þeir halda sig helst við ár, vötn og læki um allar Bret- landseyjar. Opinbert heiti: Mus- tela vison. Venjulega ganga þeir hins vegar undir nafninu Amer- ískur minkur. Þessa lýsingu á eftirlýstum morðingjum rákumst við á í bresku blaði nýverið. Samkvæmt frétt er fylgdi hefur minkaplága á Bretlandi farið vaxandi að undanförnu, sérstaklega eftir að landbúnaðarráðueytið hætti her- ferð sinni gegn minkunum, en það lét drepa um 10 þúsund dýr á ári að meðaltali fyrir fáum árum síðan, mörgum breskum dýravin- um til mikillar hrellingar. Náttúruverndarmenn á Bret- landi eru þó ekki á einu máli um skaðann sem skepnan veldur, og „Frelsisfylking dýranna“ sem starfar í London hefur reyndar unnið að því að magna minka- pláguna í Bretlandi með því að hleypa minkum út úr búrum sín- um í uppeldisstöðum fyrir pelsdýr. Hjólaði sig inn á þing Sósíaldemókrataforingjar á öðr- um Norðurlandanna hafa jafnan passað sig á því að berast ekki mikið á. Olof Palme, foringi sænskra krata, er þar engin und- antékning. - Hér kemur hann á kjörstað á reiðhjóli. Við minnum á það, að hann vann kosningarn- ar - enda er hjólhestur til heilla bestur, eins og nýlegt máltæki segir. SPEKIN Af öllu ófullkomnu í þess- um ófullkomna heimi er kær- leikurinn það fullkomnasta í sínum fullkomna ófullkom- leika. Gunnar Þorkelsson er orðinn rúmlega 86 ára og lætur vel af lífinu. — Mynd — eik. r A Grandanum Get tuggið smiorið Hann stóð hnarreistur upp við eina verbúðina á Grandagarði og grciddi net í sólskininu: Þarna var tilvalið viðtalsefni. — Hvað ég heiti? Gunnar Þorkelsson, orðinn 86 ára og rúmlega það, sagði hann og glotti. — Hvað ertu að fást við netið? — Skera úr því fyrir aðra. Ég á enga útgerð og hef aldrei átt. En ég hef unnið hjá útgerð alla mína ævi. — Nú, varstu á sjónum áður? — Nei, aldrei á sjó. Vann í landi hjá Alliance í hálfa öld, já minnsta kosti í hálfa öld. — Hvað segirðu, og við hvað fékkstu? — Þurrka fisk og keyra bíla, og hvað sem er. Það er ómögulegt að telja það allt upp. — Og nú ertu að greiða sundur net á Grandanum? — Já, ég er nú bara að dunda mér til skemmtunar. Geri þetta fyrir kunningja mína sem gera út hana Rúnu. Nei, ekki stór bátur, 30 tonna. Jú, það hefur víst geng- ið sæmilega hjá þeim. Þetta eru dugnaðarmenn, eins og allir sjó- menn. Ég, jú ég er að fást við þetta netadútl hérna á Grandan- um. Það er lítið, en þó dálítið stundum. Ég ræð því víst sjálfur hvenær ég lýk þessu. Það er betra að láta ekki standa á því. Og Gunnar heldur áfram að greiða úr netinu. — Hvernig er heilsan? — Það þýðir ekki að vola, meðan maður getur tuggið smjörið. — Svo þú ætlar að halda áfram að eiga við netin? — Ég held þessu áfram þar til ég set upp tærnar. Andskoti, ekki fer ég að ganga aftur til að greiða úr netum. — Ig- Kvenmannsleysi á Falklandseyjum Ekki er öllum áhyggjum létt af Bretum út af Falklandseyjum þrátt fyrir sigurinn yfir Argentín- umönnum. Eftir að hafa ölvað sig í endurheimtu þjóðarstolti breska heimsveldisins eru timburmenn- irnir nú farnir að segja til sín hjá bresku stjórninni. I fyrsta lagi hefur hún orðið að senda fast herlið til cyjanna, sem er helm- ingi fjölmennara en eyjarskeggj- ar voru fyrir. Þetta felur í sér um- talsverð útgjöld fyrir krcppu- hrjáðan ríkiskassann, en hefur éinnig skapað nýtt og óvænt (vandamál: hlutfalli kynjanna á eyjunum hefur verið raskað svo mjög kvenþjóðinni í óhag að til vandræða horfir. Shackleton lávarður, sem mjög hefur Iátið málefni eyjanna til sín taka, hefur nýlega bent á að kvenmannsleysi á Falklands- eyjum geti hæglega leitt til á- rekstra á milli eyjarskeggja og herliðsins, og hefur hann hvatt herinn til þess að senda eins margar konur og mögulegt er til hervörslunnar á eyjunum. Auk þessa sérstæða vandamáls blasir einnig efnahagslegt hrun við eyjunum nema eitthvað verði að gert. Er nú áformað að byggja flugvöll við Port Stanley. Þá á að koma upp prjónaiðnaði á eyjun- um til þess að fullvinna ullina sem þar er framleidd. Fram til þessa hefur sauðfjárræktin á eyjunum verið rekin af fáum stóratvinnu- rekendum, sem búsettir eru á Bretlandi, en nú á að skipa sauð- fjárstofninum upp á milli smá- bænda áeyjunum. Allt mun þetta kosta breska.ríkiskassann umtals- vert fé, - en hver horfir í pundin þegar hið breska þjóðarstolt er annars vegar? Þessi mynd er frá þýsku hvíldarheimili frá því um 1870. Slík hressing- arheimili þykja hvergi betri en á íslandi þar sem margur dvclur sér til hressingar og megrunar t.d. í Hveragcrði. Hins vegar er ckki vitað hvort þessi háttur sem sést á myndinni er þar hafður á. Heyrst hefur að mcgrunarliðið fái einungis gulrótarsafa í eldhúskrók sem kallaður er Sultartangi. Lífernið á þessu fólki hér, er áreiðanlega ckki eins vel til þess fallið að losna við aukakfló.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.