Þjóðviljinn - 29.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. september 1982 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaður Sunnudagsbiaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlöðversson. Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavik, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Hvert œtlar Ólafur? • Þeir Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra og Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins dveljast nú báðir vestur í Bandaríkjunum. • Upp á sitt eindæmi og án nokkurs samráðs innan ríkis- stjórnarinnar hefur Ólafur knúð dyra í Washington og betl- að þar út framlengingu á gömlu tilboði Bandaríkjastjórnar um að borga að mestu leyti nýja flugstöð fyrir okkur íslend- ingana. • Satt að segja er ömurlegt að sjá Ólaf Jóhannesson í þessu vesæla hlutverki. Við hefðum óskað honum annars og betra hlutskiptis. • Fyrir bænarstað Ólafs Jóhannessonar hefur viðkomandi nefnd á Bandaríkjaþingi fallist á að beita sér fyrir því, að heimildin til bandarískrar fjárveitingar í flugstöðvarbygg- ingu hér verði framlengd í eitt ár - til 1. október 1983. • Þetta breytir hins vegar hvorki einu né neinu um stjórnar- sáttmáia íslensku ríkisstjórnarinnar. Ákvæðin í þeim sátt- mála, er varða flugstöðina, þekkir Ólai'ur Jóhannesson manna best. Þau ákvæði eru svo skýr sem verða má, en þar er kveðið á um, „að ekki verði ráðisti framkvæmdir, nema með samkomulagi allrar ríkisstjórnarinnar.“ • Ólafur Jóhannesson veit einnig fuilvel, að meðan núver- andi ríkisstjórn situr verðurekki tekiðvið þeim bandarísku fjármunum sem veifað er til okkar frá Washington. • Þess vegna er vart hægt að draga aðra ályktun af hinum undarlega einkaerindrekstri Ólafs í Washington en þá, að utanríkisráðherra Framsóknarflokksins stefni að því, að fyrir 1. október í næsta ári hafi sest hér að völdum ný ríkis- stjórn, með nýjum stjórnarsáttmála, og fús til þess að hafa betlilúkurnar á lofti hvar sem færi gefst. • Menn minnast þess reyndar, að Ólafur Jóhannesson hefur áður myndað ríkisstjórn fyrir Geir Hallgrímsson, og máske langar hann til að endurtaka þann leik. Yið skulum þó vona, að slík ríkisstjórn verði þó mynduð hér í Reykjavík, en ekki vestur í Washington, þótt Geir og Ólafur dveljist nú báðir í Bandaríkjunum. • Stundum sést því haldiö fram, að sú risaflugstöð, sem Bandaríkjamenn vilja reisa hér á landi sé til þess ætluð að skilja í sundur farþegaflug og hernaðarstarfsemi á Keflavík- urflugvelli. Slíkt er mikill misskilningur. í skjölum þeirrar bandarísku þingnefndar, sem fjallað hefur um fjárveitingar til þessa verkefnis, kemur þvert á móti fram, að sjálf for- senda fjárveitingarinnar er sú, að þarna verði um að ræða „flugstöð í tvennum tilgangi“ eins og það heitir, - það er til að þjóna almennu farþegaflugi og jafnframt til hernaðarlegra afnota. Þetta er sjálf forsendan. • Þær raddir heyrast einnig að við getum svo sem látið Bandaríkjaher hafa gömlu flugstöðina á móti og þá séu þetta engar gjafir heldur kaup kaups! Slíkt er óburðug röksemda- færsla. Það er rétt sem ýmsir bandarískir öldungadeildar- þingmenn bentu á við umræður um málið í Washington, að þá færi nú skörin að færast upp í bekkinn, ef við íslendingar ætluðum að selja þeim gamla og aflóga flugstöð, sem herinn byggði hér á stríðsárunum og við höfum aldrei borgað krónu fyrir, en fá í staðinn nýja flugstöðvarhöll, margfalda að verðmæti. • Það er engum sæmilega heilbrigðum einstaklingi hollt að lifa á gjafafé og ölmusum. Slíkt eitrar út frá sér. Enn frekar á sú regla við um sjálfstæð þjóðríki í samskiptum við stór- veldin. • Við gætum ugglaust látið Bandaríkjamenn borga fyrir okkur ýmsar framkvæmdir hér, ef við aðeins sýndum þeim næga auðsveipni á móti. En fjármunir sem þannig eru fengn- ir virka sem vanabindandi eiturlyf á þjóðlífið allt. í þessum efnum er hægara að festast en að losna úr viðjunum á nýjan leik. Þess vegna hafnar Alþýðubandalagið slíkri niðurlæg- ingu fyrir bjargálna þjóð, fyrir þjóð sem svo vel er sett, að hér er bílaeign t.d. meiri að tiltölu við fólksfjölda en í nokkru öðru Evrópulandi. - k. klippt Dr. Eric Chivian frá MIT í Bandaríkjunum varar Norðurlandabúa við kjarnorkuvopnum: Læknar fá ekki við neitt ráðið eftir kjarnorkustríð, og þeir verða heldur ekki margir eftir. Lœknar gegn kjarnorku- stríði Læknar hafa ætíð verið kvadd- ir til þess að hlúa að fórnarlömb- um stríðsreksturs. Þetta verður ekki hægt í kjarnorkustríði eða eftir það. Þannig hljóðaði boðskapur doktors Eric Chivian frá Massac- husettes Institute of Technology þegar hann ræddi við blaðamenn í Stokkhólmi, en þar var haldin um helgina, á Suðursjúkrahús- inu, fyrsta norræna ráðstefna samtaka lækna gegn kjarnorku- vopnum. Læknar hafa stofnað samtök í Svíþjóð, Noregi, Finn- landi og Danmörku sem eru í tengslum við „Alþjóðasamtök lækna sem vilja koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld". DoktorDhi- vian, sem er einn af forvígis- mönnum alþjóðasamtakanna, segir að ástæðurnar fyrir van- mætti lækna í atómstríði séu eink- um þrjár: - í fyrsta lagi yrðu fjöldi Iát- inna og alvarlega slasaðra svo gíf- urlegur-hundruð milljón manna - að læknar kæmust ekki yfir að anna þeim jafnvel við venjulegar aðstæður á friðartímum. - í öðru lagi myndi verulegur hluti læknastéttarinnar tortímast í kjarnorkustyrjöld. í hugsaðri kjarnorkuárás á Boston, í nág- renni MIT, er samkvæmt út- reikningum gert ráð fyrir að ein- ungis 10% lækna myndi lifa hana af. - í þriðja lagi myndi allt innra skipulag fieilsugæslunnar tvístr- ast í kjarnorkustríði, með því að sjúkrahús, tæki, lyf og lyfjaverk- smiðjur eyðilegðust, og það myndi enn gera þeim læknum sem af lifðu erfiðara um vik að sinna hefðbundnum verkum sín- um í stríði. - Heilbrigðiskerfið myndi ein- faldlega ekki geta gert nokkurn skapaðan hlut, segir dr. Chivian. Tillögur um meðferð Það er þessi hlið kjarnorku- stríðsins - læknisfræðilegar af- leiðingar þess og áhrif á heil- brigðiskerfið - sem læknar hafa sérfræðiþekkingu á og hafa bund- ist samtökum um að koma til skila, þannig að almenningur fái áttað sig á. En á öðru ársþingi sínu í Bretlandi í apríl sl. samþyk- ktu alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvopnun áskorun til stórveldanna um bann við framleiðslu, prófun og notkun kjarnorkuvopna. Fréttamenn í Stokkhólmi spurðu dr. Chivian að því hvort slíkar pólitískar ráð- leggingar gætu ekkt vakið efa- semdir um óhlutdrægni þessara læknasamtaka. - Við ræddum þetta mjög mik- ið á ársþinginu. En niðurstaðan varð sú að við sem læknar ættum ekki aðeins að koma með sjúk- dómsgreiningu, heldur einnig að gera tillögur um meðferð. Það má einnig líta þannig á, að krafan um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn sé læknisfræðileg afstaða, þar sem að slíkar til- raunir geta verið hættulegar heilsu manna. Nábjargirnar f Bandaríkjunum hafa samtök- in „Physicians for Social Re- sponsibility" vakið hvað mesta athygli allra þeirra samtaka sem berjastgegn kjarnorkuvopnum. í næsta mánuði kemur m.a. út bók á þeirra vegum sem nefnist upp á ensku „Last aid“ (Nábjargirnar) með greinum fjölmargra lækna, þar á meðal nokkurra sovéskra. Þrír sovéskir læknar og jafnmarg- ir bandarískir hittust og f Moskvu í júní sl. þar sem samtöl þeirra voru tekin upp og sjónvarpað í Sovétríkjunum 26. júní. Er það líklega í fyrsta sinn sem banda- rískir ríkisborgarar hafa fengið að tjá sig um pólitískt viðkvæm mál í sovéskum fjölmiðlum, án allrar ritskoðunar. Almannavarnir , gagnslausar Á fréttamannafundinum í Stokkhólmi, sem frá er greint í Dagens Nyheter um helgina, voru sex læknar, og viku þeir sér undan því að ræða pólitísk álita- mál, að sögn blaðamanns. Með þeirri undantekningu þó, að einn af bandarísku læknunum sló því föstu að allar almannavarnaáætl- anir væru vita gagnslausar í kjarnorkustríði, en nefna má að Sovétmenn hafa gert mikið úr sínum almannavörnum og líkar áætlanir hafa verið uppi í Bret- landi og Bandaríkjunum. í Svíþjóð voru samtök lækna gegn kjarnorkustríði stofnuð í desember í fyrra í tengslum við læknaþing. 2400 læknar hafa gengið í sænsku samtökin, og lætur nærri að um 1% sænskra lækna séu félagar í þeim.- ekh. Skoskar tölur Inn um lúguna de(tur úrklippa úr Business Herald, sem útgefið eraf Glasgow Herald í Skotlandi. Lloydsbanki hefur sett saman talnarullu um efnahagsfram- göngu Skota sl. tíu ár, og er það dapurleg lesning. Allt er þar á niðurleið og samdráttur á öllum sviðum. Atvinnuleysi hefur aukist frá 1971 úr 138 þúsund í 325 þúsund, og stöðugildum í atvinnulífinu fækkað úr tveim milljónum í 1.8 milljón. Stálframleiðslan hefur hrapað úr 2.9 milljónum tonna 1971 í 1.9 milljón tonn á sl. ári. Kolaframleiðslan hefur dregist saman um þrjár milljónir tonna á þessu tímabili. Árið 1971 voru byggð 40 þús- und íbúðarhús í Skotlandi, en á síðasti ári 18 þúsund. Og ekki ganga skipasmíðarnar betur, því árið 1971 voru smíðuð 356 þús- und brúttótonn í Skotlandi, en aðeins 41 þúsund á sl. ári. Land- búnaðarframleiðsla hefurstaðið í stað sl. tíu ár, en fiskveiðar dreg- ist saman um tugþúsundir tonna. Versnandi hagur Varla þarf að tíunda það, að þessar tölur þýða versnandi hag launafólks í Skotlandi á tímabil- inu. Verkamaður hefur nú 1.8 pundi minna í vikulaun en áður og verkakonan 1.68 pund, og er þá borið saman á föstu verðlagi. Hvítflibbamönnum hefur farnast heldur betur í Skotlandi en al- mennu verkafólki og hafa fengið nokkurra punda kaupauka á föstu verðlagi í vasann á sl. tíu árum. Skotum hefur fækkað á sl. tíu árum um rúmlega 100 þúsund, og ástæðan er sú að menn hafa lagt land undir fót í atvinnuleit. Smáljósglæta í skoskri tölfræði er fjölgun flugfarþega og aukning í flugfrakt sem kemur á móti sam- drætti í flutningum á landi og vöruflutningum með lestum. Þá má nefna að Skotar standa sig vel á rafeindasviðinu og í vexti fjár- málastofnana. í heildina tekið sýna þessar tölur hvernig krepp- an hefur læðst aftan að Skotum síðustu árin. - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.