Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 5

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 5
Miðvikudagur 29. september 1982 ÞJÓÐVILJINN____StÐA 5 „Mannúðlegir vinnu- staðir, launajöfnun og aukin samneysla eru leiðir sem geta stuðlað að betra samfélagi“ Hefur hagkerfíö brugðist? Erfíðleikar í efnahagsmáium Islendinga og annarra vestrænna ríkja hljóta að kalla fram cfa- semdir um ágæti þess hagkerfís sem þessar þjóðir búa við í dag. Spurningin er hvort ekki þurfí að leita nýrra leiða í stjórnun efna- hagslífs, breyta framleiðsluhátt- um og verslun og endurskoða skiptingu valds og auðs. Velferð á veikum grunni Hin miklu áföll sem þjóðarbú- ið hefur orðið fyrir á undanförn- um mánuðum hafa nú leitt til vís- itöluskerðingar í landinu auk fleiri atriða er draga skulu úr verðbólgu og víxlhækkun verð- lags og launa. Versnandi markaðshorfur, mikill viðskipta- halli og aukin skuldasöfnun hjá erlendum bönkum og lánasjóð- um eru á góðri leið með að stofna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Þegar vandinn í efnahagsmál- um okkar er svona mikill, vaknar sú spurning hvaðan þessi vandi er kominn og hvaða leið skuli farin til að leysa hann. Efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar fela ekki í sér varanlegar lausnir á um- ræddum vanda og þær boða enga raunhæfa stefnubreytingu í efna- hagsmálum yfirleitt. Þessar svo- kölluðu efnahagsráðstafanir gera ekki annað en að fresta allsherjar gjaldþroti þjóðarbúsins. Þær eru einskonar framlenging á forleik þess harmleiks sem síðar tekur við í formi kreppu og atvinnu- leysis. Beinir styrkir til einkafyrir- tækja á kostnað vinnandi stétta og skerðing á kaupmætti launþega kemur að vísu í veg fyrir atvinnuleysi fyrst um sinn en kaupskerðing leiðir alltaf til sam- dráttar og síðar til atvinnuleysis. Ekki er rétt að álykta að ríkis- stjórnin ein beri ábyrgð á versn- andi afkomu þjóðarinnar, en einnig er fráleitt að gera sér vonir um varanlegar lausnir frá ríkis- stjórn sém lætur núverandi hag- kerfi ráða ferðinni. Það er alveg sama hvert litið er í kringum okkur. Hvorki .,leiftursóknarstjórnir“ Bretlands og Bandaríkjanna né hófsamari ríkisstjórnir í Mið-Evrópu eða á Norðurlöndum ráða fram úr efnahagsvanda nútímans. Marg- ar tiiraunir eru gerðar en allar án árangurs. Yfirleitt felast aðgerð- irnar í tilfærslum á fjármagni, hækkun eða lækkun skatta, styrkveitingum til iðnaðar og niðurskurði af ýmsu tagi. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hversvegna engin lausn finnst á efnahagsvandanum en kannski er ein ástæðan sú að eng- in ríkisstjórn á Vesturlöndum þorir að fara nýjar leiðir og brjótast út úr því úrsérgengna markaðskerfi „frjálsrar verslun- ar“ sem við hrærumst í. Kökunni skipt Þegar gegndarlaus ofneysla og eftirlitslaus fjárfestingastefna hástétta og auðvalds leiða til við- skiptahalla og óeðlilegrar skuld- asöfnunar hjá erlendum bönkum er gripið til sparnaðrráðstafanna og kjaraskerðinga á borð við bráðabirgðalög núverandi ríkis- stjórnar. Árangur slíkra aðgerða er umdeildur en afleiðingar þeirra á kjör launafólks eru augljósar. Það er athyglisvert að samhliða niðurskurði og samdrætti á Vest- urlöndum hefur bilið á milli ríkra og fárækra breikkað. Því miður er ísland þar engin undantekn- ing. Versnandi afkoma illa rek- jnna fyrirtækja hefur sumsstaðar leitt til kjarasamninga sem fela í sér kauplækkanir. Hvarvetna láta verkalýðsleiðtogar telja sér trú um að tímabundin kjara- skerðing leiði á endanum til fullr- ar atvinnu og kaupmáttar- aukningar. Atvinnuleysi og hót- anir um fjöldauppsagnir nægja til að fulltrúar verkafólks standa tómhentirupp frá samningaborð- inu og prísa sig sæla ef þeim tekst að verja kaupmátt nokk- urnveginn og atvinnu um stund- asakir. Með minni kaupgreiðslum spara vinnuveitendur stórfé sem meðal annars er notað til að fjár- festa í afkastameiri framleiðslu- vélum sem auka sjálfvirkni og atvinnuleysi um leið. Það er rétt- lætiskrafa að launþegar, þ.e.a.s. skattgreiðendur hafi meiri áhrif á stjórnun fyrirtækja ef þeir eiga að bera tap þeirra. Sparnaðarráð- stafanir bæði hér og annarsstaðar koma verst niður á verkalýðnum sem vinnur við framleiðslu og dreifingu á iðnaðarvörum og öfl- un hráefna til þeirra. Þeir efna- minnstu eru látnir færa mestu fórnirnar þegar bjarga skal atvinnuvegum frá gjaldþroti. Okkur er talin trú um að há laun geri iðnaðinn ósamkeppnis- færan en lágt kaup leiði til betri samkeppnisaðstöðu á erlendum mörkuðum og þarafleiðandi til framleiðsluaukningar sem tryggi atvinnu og velferð. Þessi kenning er nú í heiðri höfð allsstaðar á Vesturlöndum, gallinn er bara sá að hún stenst hvergi nema þar sem vinnandi fólk lifir á mörkum þess sem getur talist mannsæm- andi líf. Kauplækkun hjá launþegum hlýtur að leiða til minni kaupmáttar almennings. Minni kaupmáttur þýðir aðhald í peningamálum og minni neyslu en slíkt dregur úr framleiðslu og velduf samdrætti og atvinnuleysi og þannig koll af kolli. Hagkerfi „frjálsrar verslunar" hrynur nú eins og spilaborg alls- staðar á Vesturlöndum. Tímabil hagvaxtar og velferðar virðist á enda. Það er kaldhæðni örlag- anna að boðberar þess markaðs- lögmáls sem fer eftir framboði og eftirspurn skuli tala um þenslu eftirstríðsáranna með tárin í augunum. Hlutverk verkalýðs- félaganna Eins og öllum er kunnugt eru verkalýðsfélög á Vesturlöndum tiltölulega frjáls. Hlutdeild þeirra í mótun efnahagsmála er tölu- verð. Samþykki frjálsra verka- lýðsfélaga á kaupránssamningum og kjaraskerðingarlögum kemur því nokkuð á óvart. Verkalýðsfé- lög voru ekki stofnuð til að skerða kjör launafólks og sið- ferðislega hafa stjórnir þeirra ekkert umboð launþega til að setja stimpil sinn á vísitöluskerð- ingu og kauprán. Upphaf allrar verkalýðsbaráttu fól í sér kröfur um réttláta dreifingu valds og arðs á öllum sviðum atvinnulífs- ins. Samstaða og baráttuhugur og ekki síst trúin á frelsi, sósíalisma og betra samfélag knúðu fram miklar breytingar á stjórnarfari og efnahagsmálum iðnríkja um allan heim. Baráttan fyrir réttlátri skipt- ingu auðæfa þjóðarinnar var einnig háð áratugum saman hér á landi. Árangur þeirrar baráttu felst' að verulegu leyti í félags- legum úrbótum sem margar hverjar voru knúðar fram af dug- legum samningamönnum og síð- an fjármagnaðar af launþegum í formi skatta. Bæði við samninga- borðið og á Alþingi hafa fulltrúar verkafólks náð fram breytingum til hins betra fyrir launafólk, en þeir hafa ekki barist gegn núver- andi hagkerfi um langt árabil. Kjarabarátta nútímans felst einkum í peningakröfum. Lífsgæða-kapphlaupið hefur kallað fram kaupkröfukeppni milli stétta. Afleiðingin er launakerfi sem samanstendur af rúmlega 900 launaflokkum. Margir eiga erfitt með að skilja hvernig þetta launakerfi virkar enda hafa forsendur verkalýðs- baráttunnar breyst. Það er athyglisvert að skamm- sýn krónutölubarátta ýmissa launþega á kostnað annarra launþega gerist æ tíðari hér á landi. Samstaða og samflot með- al verkafólks og launþega hins opinbera er ekki lengur viðhöfð, heldur eiginhagsmunastreita og skæruverkföll einstakra stéttafé- laga án samráðs við aðrar stéttir vinnandi fólks. Sumir telja sig svo mikilvæga að þeir geti gert meiri kröfur en aðrir án tillits til þe.ss að sundrung meðal launþega bitnar á þeim sjálfum þegar til lengdar lætur. Ragnar Þórsson skrifar: Verkalýðsleiðtogar sem brjóta niður samstöðu verkafólks og launþega í landinu eru hlutverki sínu ekki vaxnir. Frjálshyggja og æfintýramennska eiga ekki heima í fremstu víglínu- stéttar- baráttunar. Leið til betra samfélags Þegar talað er um versnandi horfur í efnahagsmálum er ekki úr vegi að rifja upp þá atburði sem urðu í heimskreppunni miklu fyrri hluta aldarinnar. Al- gjört hrun efnahagslífsins, gífur- legt atvinnuleysi og sundrung innan verkalýðsstéttarinnar ruddu brjáluðum einræðisherr- um brautina til valda. Afleiðing- arnar eru öllum kunnar. Úr rúst- um seinni heimsstyrjaldarinnar risu velferðarríki Vesturlanda. Hagvöxtur, full atvinna og batn- andi lífskjör fylgdust að þar til markaðir voru mettaðir og fram- boð varð meira en eftirspurn. Samdráttur og atvinnuleysi tóku við og fyrstu einkenni nýrrar heimskreppu hafa þegar litið dagsins ljós. Þó svo að hagkerfi Vestur- landa bregðist í annað sinn, vilja ráðamenn ekki viðurkenna galla þess og leita nýrra leiða í stjórn efnahagsmála. í stað þess láta stjórnmálamenn og almenningur auðvaldið draga sig út í leiftur- sókn og kauprán. Á meðan fjölg- ar atvinnuleysingjum svo miljón- um skiptir. Samhliða niðurskurði í opinberri þjónustu viðkomandi þjóða hafa félagsleg vandamál þeirra aukist til muna. Vonleysi og ráðleysi hafa m.a. leitt til aukinnar fíkniefnaneyslu og af- brotum af öllu tagi fjölgar ört. Þegar enga vinnu er að fá og börnin eiga sér litla sem enga framtíð, þá sannast svart á hvítu að velferð Vesturlanda er byggð á veikum grunni. Ef Vesturlandabúar að með- töldum okkur íslendingum vilja bjarga virðingu sinni og veita komandi kynslóðum framtíð og frelsi, verður ekki hjá því komist að breyta hagkerfi og valddreif- ingu í iðnaði og verslun. Fram- leiðsla og þjónusta verða að ntið- ast við þarfir okkar allra sem vinnum og búum í þessu landi. Við verðum að ráða yfir atvinnu- vegunum sjálf, en ekki þeir yfir okkur. Allsstaðar í kringum okk- ur hefur kolvitlaus fjárfestinga- stefna og eftirlitsleysi af hálfu hins opinbera leitt til fjöldaupp- sagna, gjaldþrota og lokunar fyrirtækja. Vonandi verður ástandið í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem 10 - 14% vinnufærra manna ganga atvinnulausir okkur víti til varnaðar. Niðurskurður á allri fé- lagslegri þjónustu í þessum löndum eru staðreyndir sem vert er að hafa í huga þegar „Chicago boys“ og frjálshyggjuhagfræðing- ar slá um sig með marklausum spám og niðurstöðum. Frjáls verslun, eftirlitslaus só- un á verðmætum og peningum al- mennings, opinberir styrkir til illa rekinna einkafyrirtækja, brask og spilling og taumlaus græðgi hástétta ogauðvalds, óða- verðbólga og svokallað atvinnu- leysi, allt þetta eru einkenni vest- ræns hagkerfis. Slíkt hagkerfi leiðir ekki til farsældar. Við verð- um að sporna við þesari þróun og berjast fyrir breytingum og nýj- ungum í stjórn atvinnulífsins á ís- landi. Taumlaus rányrkja á auð- lindum og fiskistofnum og útsala á raforku til útlendra auðhringa eru óréttlætanleg mistök ráða- manna sem stjórna frá degi til dags. Hagsmunir þjóðarinnar verða að vega þyngra en mútufé útlends auðvalds þegar nýta skal auðlindir landsins. Við skulum horfast í augu við ófarir kapital- ismans undanfarin ár og segja skilið við hann áður en ný heimskreppa dynur yfir. í eðii og veruleika kapítalismans er ekkert rúm fvrir jafnrétti og frelsi. Tíu miljónir atvinnuleysingja í löndum EBE eru lýsandi dæmi þess. Fátækt annarsvegar cg lúx- uslíf annarsvegar eru þær and- stæður sem kapítalisminn byggist á. Við skulum velja okkur þá leið sem tekur tillit til allra, ekki bara fárra útvaldra sem lifa í vellyst- ingum. Mannúðlegir vinnustaðir, launajöfnun og aukin samneysla eru leiðir sem geta stuðlað að betra samfélagi. Atvinnulýðræði er raunhæf krafa þeirra sem vilja tryggja áhrif og réttindi vinnandi fólks. Við skulum verja það sem hefur áunnist t.d. í heilbrigðis- málum og menntamálum gegn skurðhnífum íhalds og aftur- halds. Vð getuin barist á raunhæfan og trúverðugan hátt fyrir sósíal- isma á íslandi. Ragnar Þórsson. Ragnar Þórsson er verkamaður í Reykjavík. Hann hefur lagt gjörva hönd á ýmislegt. Ragnar hefur skrifað greinar í Þjóðvilj- ann m.a. frá Þýskalandj.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.