Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 8

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. september 1982 Miðvikudagur 29. september 1982 'ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9 Óheppnari en við hin • Mikill meirihluti fanga á ís- landi tilheyrir verkalýðsstétt- inni. • Mikill meirihluti fanga á ís- landi hefur ekki lokið skyldu- námi. • Mikill meirihluti fanga á ís- landi skiptir oft um starf. • Mjög lágt hlutfall fanga á ís- landi er í hjónabandi eða sambúð - og er ekki um að kenna lágum aldri. • Oljóst er hvar um þriðjungur fanga á Islandi býr; hinir leigja eða búa hjá öðrum. • Um helmingur fanga á Islandi hóf afbrotaferil sinn 18 óra eða yngri. • Geðrænar truflanir eru al- gengar meðal fanga á íslandi og margir þeirra eiga við fíkniefnavandamál að stríða. Og hvað gerum við hin? Við lokum þá inni. Veitum þeim litla eða enga kennslu. Við stingum geðsjúkum afbrotamönnum bak við lás og slá. í stuttu máli sagt: við reynum að gleyma þeim sem fyrst - ekki satt? í rauninni voru þessir samborg- arar aðeins óheppnari en margir aðrir, sem lausir ganga. Samfélag okkar er ekkert öðru vísi en önnur að því leytinu, að „afbrotaleiðirn- ar“ eru stéttunum misjafnlega greiðar. Hvað um „hvítflibbabrot- in“ svokölluðu ? Skattsvikin? Það heyrist oft sagt, að við séum öll jöfn fyrirlögunum. Má vera. En það er hreint ekki sama hvers eðlis afbrotið er. Skattsvikarinn er ekki venjulegur afbrotamaður í augum almennings. Það þykir sjálfsagt að svíkja undan skatti. Að stela úr búð eða íbúðum annarra er hins vegar ófyrirgefanlegt. Við erum nefnilega hreint ekki jöfn. Við vitum, að þeir sem eiga í hættu að stíga afbrotabrautina, koma úr umhverfi, sem þeir hafa engan þátt átt í að skapa. Um það bil helmingur fanga hérlendis ólst upp með aðeins öðru foreldri. Mjög hátt hlutfall foreldra stundar ofdrykkju á heimilum. Síðan leiðir hvað af öðru. Börn, sem slík aðstaða er búin eiga heimtingu á hjálp okkar hinna. — 0 — Upplýsingar hér að ofan má fá úr tímaritinu Vernd, 2. tbl. 1982. Þar er greint frá helstu níðurstöðum forkönnunar á „félagslegum að- búnaði, geðheilsu, lyfja- og vímu- efnaneyslu 72 fanga í Reykjavík 1979“ eins og það er látið heita. Forkönnun þessi var unnin undir yfirstjórn Ólafs Ólafssonar, land- læknis, og unnu Guðsteinn Þeng- ilsson og Guðmundur S. Jónsson, læknar, að könnuninni. Ætlun landlæknisembættisins er að hafa könnun þessa viðameiri, og m.a. láta hana ná út fyrir Reykja- vík. Á Litla-Hrauni mun Bryn- leifur Steingrímsson, læknir, fram- kvæmda könnunina. Þá hafa Gfsli Guðmundsson, sálfræðingur, og Hannes Pétursson, yfirlæknir, ver- ið fengnir til að gera könnun í Reykjavík. ast Hvað er verið að gera? Af geöheilbrigðismálum íslenskra fanga er þaö að frétta, aö allir sem málið varðar hafa orðið ásáttir um að stofna beri sérstaka deild fyrir þá. Margir vilja hafa þá deild innan fyrirhugaðs fangelsis að Tunguhálsi í Reykjavík. Ólafur Ólafsson, landlæknir, sagðist eindregið vera á móti því, að þessi deild yrði byggð þar. „Hún á heima í tengslum við geð- sjúkrahús," sagði hann í samtali við blaðið. En málið er semsé í „athugun" í kerfinu meðan fundin er leið sem allir geta verið sammála um. Á meðan fara geðsjúkir afbrotamenn til Vestervik í Svíþjóð, en þar er Bogi Melsted yfirlæknir geðsjúkrahússins, og hafa tekist samningar milli hans og landlæknisembættisins, um þennan hátt. Af fræðslu- og endurhæfingarmálum er það að segja, að almenn hegningarlög eru í endurskoðun í nefnd, sem Jakob Hav- steen er formaður fyrir. Nefnd þessa kaus hið háa Alþing í vor samkvæmt tillögu Guðmundar J. Guðmundssonar og Helga Selj- an um gagngerar endurbætur á málefnum fanga. -ast Á vinnuhælinu að Litla-Hrauni er skylt að veita 24 ára föngum og yngri kennsiu minnst 4 klst. á viku. Aðrir „mega“ nota sér fræðsluna. Þetta er það eina, sem hið opinbera hefur að segja um fræðslumál fanga. Fræðslumál fanga þarfnast vitsmunalegrar umræðu” Rætt viö Heimi Pálsson, skólameistara á Selfossi „Það eru gerðar tvöfaldar kröfur til nemenda í öldunga- deildinni, þ.e.a.s. yfirferðin er helmingi hraðari. Það eitt er merki um, að þetta er ekki „lausn“.“ Þennan dóm fellir Heimir Páls- son, skólameistari á Selfossi, um þá ákvörðun að færa nemendurna þrjá af Litla-Hrauni í öldunga- deildina. „Þessir menn hafa orðið utan- garðs í skólakerfinu mjög snemma og þurfa þess vegna verulega upp- örvun til þess að takast á hendur nám. Og nú þurfa þeir allt í einu að leggja helmingi harðar að sér. Ég óttast, að þetta kunni að reynast þeim ofviða, þótt auðvitað voni all- ir hið besta. Þá ber einnig að líta á aðlögunar- þáttinn, en hann hlýtur að vega hér þungt. Þetta eru ungir menn og eiga heima innan um ungt fólk. Nemendur í öldungadeildinni eru eldri. Þessir þrír nemendur falla ekki inn í hópinn á svipaðan hátt og þeir gerðu í nemendahóp dag- skólans. Og það er einmitt þetta - aðlögunin að mannlegum félags- skap - sem er þessum mönnum nauðsynleg.“ í fangelsi í Finniandi Heimir skólameistari sótti nám- skeið í sumar í fangakennslu og var það haldið í fangelsi í Finnlandi. Við spyrjum Heimi nánar út í nám- skeiðið. „Jú, það var í alla staði mjög eftirminnilegt. Bæði vegnastað- ■setningar „skólans" og svo náms- efnisins. Þetta stóð í vikutíma og það sóttu kennarar, fangelsisstjórar og svo fangar. Það fjallaði um fanga- fræðslu og þarna voru fluttir margir fyrirlestrar og bornar fram margar skýrslur." Nemendurnir voru sóttir á morgnana í rútum og þeim ekið í fangelsið, þar sem þeir voru yfir daginn. „Maður var alltaf hálffeg- inn, þegar dyrnar opnuðust í lok dagsins," segir Heimir og brosir við. „Þarna ríkti mikill heragi yfir föngunum, og sem betur fer eigum við engin svona fangelsi hér. Þarna í Finnlandi sá ég sjón, sem ég jafna mig sennilega aldrei á og vil ekki sjá aftur; í einu fangelsanna sem við heimsóttum var mæðra- deild, og þar voru konur með brjóstmylkinga. Aðbúnaðurinn var í alla staði eins góður og hugs- ast gat, miðað við aðstæður. En að hafa kornabörn í fangelsum....!" „Endurkomu- hlutfall fanga er víðast hvar um 80 prósent. — Skólanám utan fangelsis skilar aðeins 55 prósent „endurkomu- hlutfalli” Heimir Pálsson Félagsleg aðlögun mikllvægust Undanfarin ár og raunar áratugi hafa verið gerðar margs konar til- raunir með fangelsi og mikil um- ræða farið fram víða um heim um gildi innilokunar sem siðbótar. Margs konar fangelsi eru til, allt frá þrælkunarbúðum til opinna fang- elsa, þar sem menn njóta nokkurs frjálsræðis, og reynt er að líkja sem mest eftir aðstæðum þess sem ger- ist „úti“. Niðurstöður rannsókna á því hvað telja megi „siðbætandi" refs- ingu ber alls staðar að sama brunni: „siðbótin" vex í réttu hlutfalli við þá framkomu sem manninum er sýnd (rétt eins og gerist hjá okkur hinum, og ætti ekki að koma neinum á óvart.) Hér, sem á öðrum sviðum mann- legs lífs, á við hið fornkveðna: Ger- ið öðrum það sem þér viljið að aðrir geri yður. Sem er raunar miklu skiljanlegra (og flestum auðveldara) með þessari framsetn- ingu: Það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér, það skaltu ekki gera öðr- um. Þar með talin hlýtur að vera fangelsisvist. Skólaganga í réttu umhverfi eina bótin í fangelsinu, sem Heimir „sat“ í sl. sumar, vakti ein rannsóknarskýrsla sérstaka athygli hans, ,,..og var raunar það eina, sem gerði mann bjartsýnan," eins og hann orðar það. I skýrslunni kom nefnilega . fram, að það eina, sem ber ein- hvern árangur í endurhæfingarátt meðal fanga var það, sem nokkrir embættismenn uppi á fslandi hafa verið að gera tilraun með austur á Litla-Hrauni og Selfossi! „Það verður að leyfa þessum mönnum að njóta skólagöngu í réttu umhverfi,“ segir Heimir. „Allt annað kemur að litlu haldi“. Rannsóknarskýrslan danska greindi frá áhrifum skólagöngu á „endurkomu“ fanganna, þ.e. lík- um þess að skólaganga kæmi í veg fyrir áframhaldandi afbrot. Skólaganga utan fangelsis er það eina sem forðar mönnum frá vítahring afbrotanna. — „Skólaganga utan fangelsis er það eina sem skilar árangri.” „Endurkomuhlutfallið" liggur alls staðar í kringum 80 prósent. í þessari skýrslu kom í ljós, að „endurkomuhlutfallið" hjá föng- um, sem stundað höfðu skólanám utan fangelsis, var ekki nema 55 prósent. „Það var afskaplega gleðilegt að heyra, að við höfðum þreifað okk- ur inn á rétta braut,“ segir Heimir. „Og það var kannski þeim mun meira áfall að rekast síðan á þenn- an múr, sem viðhorf manna eru hér, eftir að hafa fengið þetta veg- anesti.“ Gerðar hafa verið margar til- raunir með kennslu innan fangels- ismúra. Sú kennsla þarf alls ekki að vera verri en sú, sem fram fer „úti“. Málið er bara það, að inni í fangels- um ríkja allt aðrar sálfræði- og fé- lagslegar aðstæður en utan þeirra. í rannsókn Dananna kom fram, að þetta var raunar það eina, sem nokkur áhrif hafði. Heimir bætti því við, að Danirnir ætli að endur- taka rannsóknina því þeir þyrðu ekki almennilega að trúa þessu! Húmanismi örfárra embættismanna Við spyrjum Heimi hverja hann telji framvinduna verða. „Ég held, að fangar hljóti áfram að verða til,“ segir Heimir. „Og sömuleiðis andstaða gegn þeim, Ég vona þó innilega, að einhver vits- munaleg umræða komist í gang hér á landi, en við erum satt að segja býsna aftarlega á merinni. Sú umræða myndi ef til vill leiða til þess, að yfirvöld sjái sóma sinn í að koma þessum málum á eðli- legan gundvöll. Þetta er rekið núna á húmanisma örfárra embættis- manna og enginn lagakrókur til um þetta. En við komumst auðvitað ekkert áleiðis án lagalegra heim- ilda.” - ast Heimsókn að Litla- Hrauni: „Núllið? Þú hefur ekk- ert að gera með það úr þessu, það er alveg horf- ið,“ segir Sveinn Agústs- son og beygir sig yfír borð- ið hjá nemanda sínum. Við Gunnar ljósmyndari göngum inn í herbergið og við okkur blasir best út- búna kennslustofa lands- ins; kaffíð bíður ávallt heitt á könnunni og nem- endur geta gengið í það að vild. Stofan er einnig björt og vistleg og kennslugögn fá nemendur í hendur eftir óskum. „Hér fer fram sannkölluð einkakennsla,“ segir Sveinn Ágústsson, kennari að Litla-Hrauni. Vistlegasta skóla- stofan á landinu Það kemur í ljós, að við Sveinn erum skólasystkin úr Kennaraskól- anum, höfum ekki hist síðan út- skriftin var um árið - fyrr en nú. Og þá við fremur skrýtnar aðstæður að flestra mati: skólastofan vistlega tilheyrir vinnuhælinu að Litla- Hrauni. Við hittumst því í fangelsi! - Er þetta ekki draumastarf allra kennara? „Jú, svo sannarlega. Hér fer fram sannkölluð einkakennsla og maður getur veitt hverjum og ein- stökum nemanda svotil alla sína aðstoð. Þetta er starf, sem alla kennara hlýtur að dreyma um,“ segir Sveinn. Inni hjá Sveini voru tveir nem- endur, þegar okkur bar að garði, og tóku þeir heimsókn okkar vel. Voru kannski innst inni hálf-fegnir að sleppa frá bókunum smástund. Og svo eru gestakomur á þessum stað meiriháttar tíðindi. Sveinn Ágústsson hefur verið kennari á vinnuhælinu í tæp 4 ár. Hér geta menn valið hvort þeir vilja fara í hellugerðina eða aðra vinnu, sem stunduð er á hælinu, eða setjast á skólabekk hjá Sveini. Flestir kjósa raunar vinnuna, en að meðaltali stunda milli 10 og 20 prósent námið. Að jafnaði eru um 50 menn á Litla-Hrauni og þessa stundina hefur Sveinn sex nemend- ur. „Jú, ég kenndi og kenni þeim, sem eru í Fjölbrautaskólanum á Selfossi," segir Sveinn. „Þetta eru allt skínandi góðir nemendur og þeim hefur gengið afskaplega vel. Þessir þrír eru nú svo langt komnir, að ég skipti „bekknum“ í tvennt; þeir koma hér seinnipartinn, en hinir þrír fyrri part dags.“ Og hvað er svo verið að kenna? Sveinn kveður það afskaplega einstaklingsbundið, því mjög mis- jafnt er hvenær mennirnir hættu skólagöngu. Sumir hafa lokið skyldunni, en aðrir ekki. Yfirleitt reynir Sveinn þó að láta nemendur fylgjast að, og hefur það gengið vel. Ekki var hægt að segja annað en inni ríkti frjálslegt andrúmsloft - þrátt fyrir girðinguna fyrir utan. Þetta er örugglega vistlegasta skólastofa landsins, klædd viðarþiljum og rjúkandi kaffi á könnunni daglangt. „Það eru margir í verri fangelsum en við, þótt þeir séu „frjálsir“,“ sagði annar nemandinn, sem staddur var inni. Nú koma inn í skólastofuna tveir af þeim þremur nemendum Sveins, sem sækja Fjölbrautaskólann. Tal- ið berst að ýmsu efni, en við spyrj- um þá hvernig þeim hafi fallið að þurfa að skipta yfir í öldunga- deildina. Sammála voru þeir um það að þetta væri helv... skítt. „Én það verður bara að hafa það - maður verður að klóra sig fram úr þessu,“ sagði annar þeirra og rétti úr sér. Undirrituð vonar að þeim takist það.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.