Þjóðviljinn - 29.09.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Qupperneq 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. séptembér 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIO Alþýðubandalagið Hafnarfírði Aðalfundi frestað Aðalfundi Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði er frestað til n.k. þri- ðjudagskvölds, 5. október. Fundurinn verður haldinn að Strandgötu 41. (Skálanum) og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. 3) Geir Gunnarsson og Svav- ar Gestsson mæta á fundinn og ræða stjórnmálaástandið. 4) Ónnur mál. Geir Svavar Kaffi á könnunni. Félagar fjöl- mennið. - Sjórnin. Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn á mánudagskvöldið 4. október í Stangveiðifélagshúsinu og hefst kl. 20.30. Dagskrá:l. Inntak nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður og tillögugerð um vetrarstarfið. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Umræðufundaröð um efnahagsmál Hjalti Ragnar Þröstur Ragnar Arn- Björn Árn ason alds Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til umræðufundar um efnahagsmál í Sóknarsalnum að Freyjugötu 27. Fundj^ verða haldnir 3 næstu fimmtu- daga og hefjast þeir kl. 20:30. Fundirnir eru opnir og hvetur stjórn ABR floksmenn til að bjóða vinum og kunningjum með á fundina. I. Efnahagsútreikningur og ákvörðunartaka í efnahagsmálum Er yfirskrift 1. fundarins, sem haldinn verður n.k. fimmtudag 30. sept- ember kl. 20:30 í Sóknarsalnum. Frummælendur: Hjalti Kristgeirsson og Ragnar Árnason. II. Efnahagskerfíð á Islandi Er umfjöllunarefni fundar sem haldinn verður 7. október. Frummælandi: Þröstur Ólafsson. III. Valkostir í efnahagsmálum - Tillögur Alþýðubandalagsins Er yfirskrift síðasta fundarins, sem haldin verður 14. október. Frummælendur: Ragnar Arnalds og Björn Arnórssön. Félagsmenn og stuðningsmenn fjölennið. Stjórn ABR Greiðum félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar hér með á þá Alþýðuband- alagsmenn sem enn skulda gjaldfaliin félagsgjöld að greiða þau sem fyrst Stöndum í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Stjórn ABR Orðsending til styrktarmanna Alþýðubandalagið hvetur styrktarmenn flokksins til að greiða útsenda gíróseðla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Kjördæmisráð Vesturlandi Ráðstefna um dreifbýlismál verður haldin laugardag og sunnudag 9. og 10. október n.k. í samkomuhúsinu í Grundarfirði. Dagskrá ráðstefnunnar er þessi: Laugardag kl. 14-19: Samgöngumái og orkumál. Sunnudag kl. 13-18: Skólamál og atvinnumál. Nánar auglýst síðar. — Stjórn kjördæmisráðs. Hernámsandstæðingar Starfsmaður óskast Samtök herstöðvaandstæðinga óska að ráða mann til að gegna hálfu starfi. Það er fólgið í daglegum rekstri samtakanna auk annarra verkefna sem til falla. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 29604 kl. 16 - 19 daglega. Umsóknir stílaðar á Samtök herstöðvaandstæðinga, pósthólf 314, 101 Reykjavík, berist í síðasta lagi 6. október. Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Fanney U. Kristjánsdóttir Gnoðarvogi 68, Reykjavík andaðist mánudaginn 27. september á Vífilsstaðaspítala. Valdimar Jakobsson Kristján Valdimarsson Arna Jónsdóttir Valdimar Valdimarsson Jóna V. Guðmundsdóttir Samningur milli Islands og Bretlands um gagn- kvæma sjúkrahjálp 22. september s.l. var undirrit- aður í Reykjavík samningur milli Islands og Bretlands um heilbrigð- isþjónustu. Gerir samningurinn ráð fyrir því, að sjúkrahjálp verði veitt ibúum annars landsins sem dveljast um stundarsakir í hinu. Samkvæmt samningnum verður öllum, sem tryggðir eru skv. ís- lenskri almannatryggingalöggjöf, veitt bráðnauðsynleg sjúkrahjálp með sömu skilyrðum og íbúum Bretlandseyja, þar með talin lyf. Bera bresk yfirvöld allan kostnað sem af því hlýst að frátöldum þeim gjöldum sem íbúar viðkomandi landssvæðis greiða venjulega. Samningurinn á þó ekki við um þá sem fara sérstaklega til þess að fá sjúkrahjálp í Bretlandi. Þá gildir samningurinn ekki um þá sjúkra- hjálp sem veitt er af einkalæknum, sem ekki eru á samningum við alm- annatryggingar Bretlandseyja. Slíka þjónustu verða ferðamenn að staðgreiða sjálfir. Tvo ny leiguskip Eimskips Eimskipafélag íslands hefur tekið á leigu breskt gámaflutninga- skip og vinnur félagið einnig að gerð kaupleigusamnings um annað skip af sömu gerð. Bæði skipin verða í Ameríkusiglingum. Fyrra skipið, „City of Hartle- pool“, kom til Reykjavíkur 21. september s.l., en síðara skipið er væntanlegt um næstu áramót. Á því verður íslensk áhöfn. Nýju skipin eru 1599 brúttórúm- lestir og í lestum þeirra eru sérstak- ar brautir sem varna því, að gámar eru þau flytja geti hreyfst í flutn- ingi. Skipin geta flutt 50 frystigáma hvort. Þau leysa af hólmi tvö skip sem Eimskip hefur haft á leigu: Mare Garant, og Junior Lotte. Bjöm Jónsson tll Súdan Björn Jónsson hagfræðingur er farinn til Súdan á vegum Rauða Kross íslands til að leysa af hólmi Jón H. Hólm sem starfað hefur við það undanfarna fjóra mánuði að útvega starfsmönnum Rauða Krossins á sjúkrahúsum og í flótt- amannabúðum í landinu lyf og hjúkrunargögn. Fyrirhugað er að Björn Jónsson verði í Súdan til febrúarloka 1983, en þá taki þriðji íslendingurinn við þessu starfi. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS vekur athygli á eftirtöldum námskeiöum haustið 1982. Rennismíði II. Hefst 2. október, kl. 13:00 á skólaverkstæöi Fjölbrautaskólans í Breiöholti. Steypuskemmdir, grunnnámskeið. Haldið dagana 14., 15., og 16. október á Rannsóknastofnun bygginga- iðnaðarins, Keldnaholti. Vísitölur byggingarkostnaðar. Hefst 21. október kl. 16:00 í Iðnskólanum í Reykjavík. Leiðslukerfi bifreiða. Hefst 2. okt. í Iðnskólanum í Reykjavík. Virðisgreining (ætluð mönnum sem fást við þróun vöru, hönnun, mótun þjónustu o.fl. í iðnþróunarfyr- irtækjum). Hefst 6. okt. kl. 8:30 í Skipholti 37, Iðntæknistofnun íslands. Uppl. í síma 29921. Kostnaðar- og arðsemiseftiriit í byggingariðnaði. Hefst 2. nóv. í húsakynnum Meistarasam- bands byggingamanna, Skipholti 70, Rvík. og 20. nóv. í Iðnskólanum á Akureyri. Upp- lýsingar og skráning í síma 36282. Flísaiagnir. Hefst 3. nóvember, kl. 13:00 á skólaverk- stæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Fræsing I. Hefst 6. nóvember kl. 13.00 á skólaverk- stæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. 3 námskeið einkum ætluð bifvélavirkjum utan af landi: Vökvakerfi, grunnnámskeið, hefst 6. nóv. kl. 8:00 á skólaverkstæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjálfskiptingar, hefst 11. nóv. kl. 8:00 á bif- vélaverkstæði Iðnskólans í Reykjavík. Rafkerfi bifreiða, hefst 8. nóv. kl. 14:00 í Iðn- skólanum í Reykjavík. Rekstrarbókhald fyrir byggingariðnað. Hefst 2. des. kl. 9:00 í Skipholti 37, Iðntækni- stofnun íslands. Uppl. í síma 81533. Járnalagnir, grunnnámskeið. Haldið í Iðnskólanum á Akureyri. Nánar auglýst síðar. PLC-stýringar. Haldið í Reykjavík og víðar af Eftirmenntun- arnefnd rafiðnar, uppl. í síma 81433. Logsuða. Nánar auglýst síðar. Þunnplötusuða (MIG-MAG), fyrir bifreiðasmiði og bifvélavirkja. Nánar auglýst síðar. Grunnþjálfun í vélsaumi. Haldið af Iðntæknistofnun íslands. Uppl. í síma 42411. Sjálfvirkar prjónavélar. Haldið af Iðntæknistofnun íslands. Uppl. í síma 42411. Prjónasnið. Haldið af Iðntæknistofnun íslands, uppl. í síma 42411. Sandsparsl. Nánar auglýst síðar. Líkamsbeiting við vinnu. Námskeið þetta er öllum frjálst til afnota að því tilskildu að sjúkraþjálfari sjái um kennslu og að allt námskeiðið sé kennt. Fræðslumiðstöð Iðnaðarins, Keldnaholti, 110 Reykjavík, (sími 83200/165) veitir upp- lýsingar og skráir menn til þátttöku nema annað sé tekið fram.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.