Þjóðviljinn - 19.10.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. október 1982 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 15
„Frá og með næstu áramótum
þurfa Norðurlandabúar ekki að
sækja um atvinnuleyfi hér, nema
um stóra hópa sé að ræða í einu.“
Ljósm. -eik.
En hefur þú hugsað þér að
breyta þessu ákvæði?
- Við erum með endurskoðun á
almannatryggingalögunum í gangi
og þetta mál verður m.a. metið.
Við höfum breytt svona ákvæðum í
atvinnuleysistryggingalögunum.
f>ar var áður gert ráð fyrir því að
viðkomandi fengi ekki atvinnu-
leysisbætur ef makinn væri mjög
hár í tekjum. Við felldum þetta
mark niður í fyrra og það er í sam-
ræmi við sérsköttunarlögin.
örorkubætur og sérsköttun:
Tekið skal til-
lit til tekna maka
ögum
Haraldur Hinriksson,
Keflavík spyr:
Liggur fyrir beiðni frá Lands-
spítalanum um kaup á sérstökum
stólum fyrir sjúklinga í gervinýra?
Svavar: -Þetta mál hefur ekki
komið sérstaklega til mín en hins
vegar hefur verið rætt um kaup á
fleiri nýrnavélum og einnig að við
íslendingar verðum með beinni
hætti en verið hefur aðilar að þessu
norræna samstarfi um skipti á nýr-
um. En til þess að gera líffæraflutn-
inga virkari á milli landa þarf að
breyta hér lögum. Þessi mál eru í
umræðu í ráðuneytinu en eins og ég
sagði þá sýnist að þurfi að breyta
lögunum í þessu sambandi.
Eygló Pálmadóttir, Vog-
um Vatnsleysuströnd
spyr:
Flutningar á nýrum
Breyta
Darf
Hvernig stendur á því að giftar
konur fá ekki örorkubætur ef þær
eru sérskattaðar?
Svavar: - Það er vegna þess að
samkvæmt lögum er það þannig að
þegar ákveðnar eru örorkubætur
þá á að taka tillit til tekna maka.
Þannig eru lögin og þeim lögum
hefur ekki ennþá verið breytt.
Svavar Gestsson,
formaður Alþýðu-
bandalagsins, á beinni
línu Þjóðviljans
Ötakmarkaður bílainnflutningur
og yfirfullar bílasölur________
Fráleitt við þessar
aðstæður
Björgvin Baldursson
Fáskrúðsfirði spyr:
1) Hví í ósköpunum er ekkert
gert varðandi allan þennan bílainn-
flutning til landsins?
Svavar: Það hefur einfaldlega
ekki verið nein pólitísk samstaða
um að takmarka hann og þess
vegna hefur þetta ruðst svona yfir
þjóðina eins og allir sjá, sem er
auðvitað alveg fráleitt við þær að-
stæður sem við búum við.
Viðskiptahallinn alveg rosalegur
og erlendar skuldir að hlaðast upp,
og þá skyldi maður ætla að þá væri
fyrst að taka á þessu, margs konar
innflutningi sem við eyðum dýr-
mætum gjaldeyri í, en um það hef-
ur því miður ekki ennþá náðst sam-
staða. En við höfum verið þeirrar
skoðunar að það mætti gera. Ekki
eingöngu með bíla heldur annað
einnig.
2) Nú standa allar bflasölur yfir-
fullar af gömlum bílum á sama tíma
og aldrei hefur annað eins verið
flutt inn til landsins. Er ekki verið
að sóa fjármunum þarna í stórum
stfl?
Svavar: Þetta er auðvitað alveg
ofboðslegur hlutur og aðvitað ættu
menn að sameinast um það þegar
verið er að takmarka eyðslu í
landinu, jafnvel með kaupsker-
ðingu, þá ætti þetta að fylgja með,
þessi takmörkun á innflutningi. En
það er búið að æra svo suma sjórn-
málaflokka með talinu um
verslunarfrelsi að það er ekki hægt
að koma vitinu fyrir þá jafnvel þó
að þjóðin standi frammi fyrir eins
geigvænlegum vandamálum og nú
er um að ræða.
3) En getur Alþýðubandalagið
ekki tekið sig til og flutt tillögu um
þessi mál á þingi?
Svavar: Það er vel hugsanlegt að
gera það og við getum tekið það til
athugunar í okkar þingflokki, en
það yrði ennþá betra ef við yrðum
bara fleiri í þinginu svo við gætum
ákveðið þetta sjálfir. Það hefur
enginn flokkur nema Alþýðu-
bandalagið þorað að Ijá máls á
neinu í þessa veru. Ástæðan er
auðvitað sú, að þessi öfl, sem eru
alltaf með frelsið á vörunum, þau
eru það öflug hér í landinu m.a. að
áróðurstækjum og aldrei hefur
frelsistalið verið svakalegra en að
undanförnu og eftir því sem minna
er til skiptanna og eftir því sem
íhaldið vill krafsa meira í sinn hlut,
eftir því talar það meira um frelsið.
Atvinnuleyfi útlendinga:_
N or ður landabúar
þurfa ekki leyfi
Birna Bjarnleifsdóttir
Reykjavík spyr:
Þurfa Norðurlandabúar ekki að
sækja um atvinnuleyfí hér á landi
þegar ný lög um þau efni taka gildi
um næstu áramót?
Svavar: Nei, þeir eiga ekki að
þurfa þess ef fáir koma inn í landið í
einu. En ef um hópa fólks er að
ræða þá getur íslenskt verkalýðsfé-
lag, atvinnurekandi eða hver sem
er óskað eftir því að þetta verði
takmarkað og þá taka stjórnvöld
afstöðu til þess.
Nú hef ég áhyggjur af þessum er-
iendu leiðsögumönnum sem alltaf
eru að fara um landið.
Ég reikna með að Leiðsögu-
mannafélagið geti snúið sér til fé -
lagsmálaráðuneytisins og beðið það
um að hafa auga með þessu máli.
Við mundum þá athuga það mál og
meta hvort ástæða væri til þess að
takinarka fjölda leiðsögumanna
eitthvað. En það yrði þá að vera í
samráði við stjórnir hinna Norður-
landanna, þ.e. atvinnumálaráðu-
neyti þeirra. En það þarf ekki sam-
þykki þeirra fyrir slíku því það
liggur alveg fyrir.
En hvað ber að gera ef samning-
ar eru brotnir í þessu sambandi?
Þá á viðkomandi verkalýðsfélag
að leita til Félagsdóms og kæra brot
á samningum. Hann heyrir undir
félagsmálaráðuneytið og þar eru
veittar allar upplýsingar um starf-
semi hans.
Áfengisvandamál og baráttan gegn þeim:
Fyrirbyggjandi
starf mikilvægast
Guðjón Eggertsson,
Reykjavík spyr:
Hefur Álþýðubandaiagið gengið
frá einhverri stefnuyfirlýsingu í
bindindismálum?
Svavar: Flokkurinn hefur gert
ályktanir í bindindismálum og
starfað í bindindisstarfi mjög víða,
m.a. borið ábyrgð á slíkum mála-
flokkum í ráðuneytum. Við leggj-
um á það áherslu að það verði unn-
ið myndarlega að þessum málum
en við teljum að þær aðferðir sem
beitt hefur verið á liðnurn árum séu
kannski ekki nægilega góðar því
það liggur fyrir að áfengissjúk-
lingum fer fjölgandi frekar en hitt.
Hér á landi hefur á síðustu árum
verið aukið mjög við alla aðstöðu
til meðferðar á áfengissjúklingum
en það er auðvitað fyrirbyggjandi
starf sem mestu máli skiptir og við
erum ekki alveg vissir um að sú
tegund af starfi sem tíðkað hefur
verið á síðustu árum, sé alveg það
áhrifaríkasta. Því miður. En ég hef
beitt mér fyrir því að Gæsluvistar-
sjóður hefur fengið fjármagn til að
kosta starfsmann sem sinnir ein-
göngu fræðslustarfi og það er í
fyrsta sinn sern gert er sérstakt átak
íþeim efnum. Fræðslaáyngriárum
skiptir eflaust mestu máli ef takast á
aö minnka áfengisneyslu manna og
forða fjölda manns, frá því að
verða áfengissjúkdómnum að
bráð.