Þjóðviljinn - 19.10.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 19.10.1982, Blaðsíða 16
MOÐVIUINN Þriðjudagur 19. október 1982 Stjórn og stjórnarandstaða: Viðræður hafnar Könnunarviðraeður stjórnar og stjórnarandstöðu um leiðir til að afgreiða bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar á Alþingi hófust í gærmorgun. Kom formaður Sjálf- stæðisflokksins við viðræðna við ráðherranefndina kl. 10, en Kjart- an Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins klukkutíma síðar. Gunnar Thoroddsen lagði áherslu á að hér væri verið að ræða afgreiðslu einstakra þingmála eins og bráðabirgðalaganna, framleng- ingu tekjustofna svo sem venja er til og stjórnarskrármálið. Ekki taldi Gunnar líkur á að stjórnar- andstöðunni yrði boðin aðild að ríkisstjórninni, enda hvorugur að- ila með áhuga fyrir slíku. Hann sagði í samtali við útvarpið í gær- kvöldi að hann teldi ekki ástæðu til að ákveða kosningadag nú þegar, því að trúlega veitti ekki af þing- haldi fram á vor til að afgreiða ýmis nauðsynleg mál. Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt.að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjóm 81382,81482og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsmil Helgarsíioi afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðján Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins mættur til leiks með ráðherrunum Svavari Gestssyni, Gunnari Thoroddsen og Steingnmi Hermannssyni. Ljósm. -eik. Öflugri orrustuþotur á Keflavíkurflugvöll: „Engin formleg beiðni til okkar” segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra Bandaríska blaðið Washington Post segir frá því í grein nýlega að ætlun bandaríska hersins væri að endurnýja flugvélakost orrustu- flugsveitarinnar á Keflavíkurflug- velli og taka í notkun nýja gerð af Phantomþotum, sem búnar eru mun fullkomnari vopnum og rat- sjám. Við spurðum Olaf Jóhannes- son utanríkisráðherra hvort beiðni um þessa endurnýjun heiði komið til utanríkisráðuneytisins: „Nei, það hefur engin formleg beiðni komið til mín um slíkt. Hins vegar hefur aldrei verið nein fyrir- staða gegn því að bandaríkjaher endurnýjaði sinn tækjakost í sam- ræmi við tækniþróunina, svo fremi sem ekki sé um viðbót að ræða“. En hvar eru mörkin dregin? Nú eru þessar nýju vélar mun öflugri. Er það fjöldi vélanna eða hernað- armátturinn sem lagður er til grundvallar? „Ég vil aðeins minna á að í þessu bandaríska blaði, sem ég hef lesið, er hugleiðing blaðamanns, og ég er ekki í aðstöðu til að meta hvort hér verði um aukningu að ræða. Til þess verður tekin afstaða þegar þar að kemur. Hins vegar hafa þessar nýju vélar margt til síns ágætis, m.a. mun lengra flugþol og svo hitt að þær geta tekið sig nánast lóðrétt upp. Þær valda því ekki eins mikl- um hávaða í nágrenni Keflavíkur- Ólafur Jóhannesson flugvallar, ein út af því hefur verið kvartað, sérstaklega í Njarðvík“. En veistu hvenær má búast við því að þessar nýju orrustuþotur verði teknar I notkun? „Ég held að þeir í bandaríska varnarmálaráðuneytinu hafi verið að tala um 1984-1985“, sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra í samtali við Þjóðviljann í gær. — v. Stjórn Félagsstofnunar stúdenta: Vill hækka húsaleígu á Hiónagörðum um 110% Þrælólöglegar aðfarir, segir talsmaður íbúa Stjórn Félagsstofnunar stúdenta ákvað í sumar að hækka húsaleigu á Hjónagörðunum um 110% eða í kr. 2.100 á mánuði og taka inn í leigugreiðsluna vexti og afborganir af 10 ára gömlu byggingarláni. Hafa íbúar á Hjónagörðunum mót- mælt þessu og sagði einn þeirra, Björn Guðbrandur Jónsson í gær, að bæði væri svo mikil hækkun ólögleg skv. húsaleigulögunum og eins gætu íbúar ekki fallist á for- sendur hækkunarinnar. Við teljum eðlilegt að taka þátt í rekstri og viðhaldi Hjónagarðanna með leigugreiðslum, sagði Björn, en teljum fráleitt að fara ofan í okkar vasa til þess að greiða upp byggingarkostnað. Lögfræðingur Huseigendafélagsins úrskurðaði, að leiguíbúðirnar hér féllu undir húsaleigulögin, þannig að stjórn Félagsstofnunar varð að viður- kenna að 110% hækkunin væri ólögleg. Ekki vildu þeir þó bakka meira en svo, að þeir buðu okkur að taka þetta í tveimur skrefum, hluta nú og annan hluta næsta haust umfram vísitöluhækkanir. Á það gátum við ekki fallist, sagði Björn, en 11. október buð- umst við til að taka þátt í vaxta- kostnaði gegn því, að vextir og af- borganir yrðu reiknaðir til 66 ára, sem er endingartími hússins. Þetta tilboð okkar hafa þeir ekki viljað líta á, og raunar hefur virst lítill eða enginn vilji til þess að semja við okkur, sagði hann. Á húsfundi s.l. sunnudag sam- þykktu íbúar þó að greiða heimsenda gíróseðla upp á 2.109 krónur, sem er 110% hækkun. Var það gert með fyrirvara um endur- greiðslu, ef og þegar samkomulag næst. Sagði Björn að gíróseðlunum hefði fylgt bréf, þar sem tekið var fram að samkomulag hefði ekki náðst um leiguna. Hins vegar hefðu seðlarnir verið prentaðir með þessari upphæð í sumar og ekki hefði verið hægt að breyta henni. í bréfi tókum við fram að næsta greiðsla frá okkur yrði skv. vísitöluhækkunum, sagði Björn. Þess má geta að Vaka og umbótasinnar, sem hafa nauman meirihluta í Stúdentaráði samþyk- ktu á fundi í ráðinu nýlega að lýsa yfir stuðningi við stjórn Félagsstofnunar stúdenta í þessu máli gegn íbúunum. Fulltrúar vinstri manna í ráðinu átöldu stjórnina hins vegar fyrir fram- göngu sína. _ÁI. ✓ Ibúðaeign bankanna:________ Þrætt og játað Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í síðustu viku sagðist Albert Guðmundsson alþingismaður „hafa heyrt að bankarnir ættu íbúðir út um land og erlendis“. Við könnun á þessu máli í gær, kom í ljós að einn ríkisbank- anna kannast við að eiga 3 íbúð- ir úti á landi, en hinir sverja það af sér. Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, sagði að bankinn ætti 3 íbúðir, á Akur- eyri, á Egilsstöðum og í Vík í Mýrdal. Þessar íbúðir væru í húsnæði bankans á staðnum og væru þær notaðar þegar senda þyrfti endurskoðendur eða tækni- menn á staðinn; og ef þær væru ekki í notkun, gæti starfsfólk bank- ans fengið að gista þar, ef það á leið um þessa staði. Svo að sjálfsögðu á bankinn, eins og raunar hinir bank- arnir líka, húsnæði fyrir útibús- stjóra sína. Albert Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Útvegsbankans, sagðist ekki kannast við að bank- inn ætti íbúðir úti á landi. í sama streng tók Lúðvík Jósepsson, for- maður bankaráðs Landsbankans, sem sagðist hvergi hafa rekist á það í eignareikningi bankans. Aftur á móti ætti bankinn húsnæði, sem útibússtjórarnir byggju í. Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabanka íslands, sagði að Seðlabankinn ætti engar fbúðir, hvorki hér á landi né erlendis, nema eina íbúð í Reykjavík, sem bankinn hefði verið arfleiddur að á sínum tíma. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.