Þjóðviljinn - 19.10.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. október 1982
Ó>vegir svokalladir
a síöustu árum; j
mikiÖ til umræöu
ng ökumannsíns
og Þrándur í Götu
lum stööum. Ó«vegirnir
í öjúpi, Ólafsfjaröarmúfi
IV Vestanmenn kunna
erií Oshlíöar
^OIafsvík
þetur yið að
Sigvaldi Fjeldsted verksyóri við
hinn nýja Ennisveg er frá Asbrún í
Kolbeinsstaðarhreppi. Hann hefur
áður unnið við miklar vegafram-
kvæmdir svo sem við vegauppfyll-
ingu í Borgarfirði, á Holtavörðu-
heiði og við hinn umdeilda Garða-
bæjarveg. Við tókum Sigvalda tali
og spurðum hann um framkvæmd-
irnar við Ennisveg.
— Við byrjuðum hér um miðjan
ágústmánuð með opnun grjót-
náms. Þar er bergið sprengt og
stórgrýtið flutt á stórum vörubílum
niður á fyllinguna í nýja veginum.
Þetta grjót er mjög gott og er úr
sama grjótnámi og það sem fór í
hafnargarðana á Rifi og í Ólafsvík.
Stórgrýtið er notað í grjótvörn sem
á að liggja utan á nýja vegakaflan-
um og ná tvo metra upp fyrir sjálf-
an veginn.
Frá gamla veginum er 500 metra
skering sem við köllum svo, niður á
nýju fyllinguna sem nú er í sjónum.
Skeringin úr hlíðinni á að verða
uppfyllingarefni í nýja vegakafl-
ann.
pfyllingarefni í nýja vegakaflann.
— Nýi vegurinn verður 1.9 km
með landtöku báðum megin. Sker-
ingin er 40 metrar þar sem hún
byrjar og er svo tekin 500 metra
sneið úr hlíðinni niður á nýja veg-
inn. Þannig næst uppfyllingaefni
með tiltölulega lítilli fyrirhöfn,
а. m.k. ef miðað er við að það yrði
sótt langar Vegalengdir.
Nú þegar höfum við tekið það
mikið úr skeringunni að við vitum
að þetta er hægt, en í sneiðinni eru
mörg hörð berglög. Úr þessari
sneið hafa komið 47 þúsund rúm-
metrar af uppfyllingarefni nú þeg-
ar. Það höfum við ekki getað notað
allt saman ennþá en nú erum við að
ljúka við tilraunakaflann, sem er
80 metra langur. Utan á þessa 80
metra kemur svo nokkuð lengri
bráðabirgðagrjótvörn. í vetur
sjáum við svo hvort vegurinn
stendur af sér ágang sjávar og
veðurs.
Þegar við höfum lokið við vegar-
kaflann fyrir veturinn verður fjár-
veitingin í veginn fyrir þetta ár á-
reiðanlega uppurin. Áætlaðar voru
б. 9 miljónir fyrir þennan veg í ár.
Ýmiss kostnaður er fólginn í
byrjunarvinnu, svo sem hönnun-
arvinnu, 700 þúsund fóru í bundið
slitlag á veginn frá grjótnámi í
fyllingu og ýmislegt fleira mætti
tína til. En það er að sjálfsögðu
fjármagnið sem ræður því hvenær
lokið verður við þessar bráðnauð-
synlegu vegaframkvæmdir.
— Til að byrja með voru aðstæð-
ur nokkuð erfiðar við vegakaflann.
Hér hafa verið um tuttugu manns
við vinnu. Stórvirkar vinnuvélar
eru notaðar við verkið. Það á með-
al er stærsta jarðýta sem notuð hef-
Stærstu jarðýtu, sem unnið
hefur við vegaframkvæmdir
á íslandl, er stjórnað af Ágúst
Þorbjarnarsyni. Hann er
ættaður úr Fljótshlíðinni, en
jarðýtan er í eigu Suðurverks
á Hvolsvelli. „Eg fer nú bara
heim þegar þetta er búið, err
ég veit ékki hvort einhver
g verkefhi eru til fyrir ýtuna f
vetur“, sagðl Ágúst þegar við
spurðum hann hvað tæki við
að aflokinni vegavertíð undir
Enni.
glíma við erfið veikefni
ur verið við vegaframkvæmdir á ís-
landi, 60 tonna jarðýta frá Suður-
verki. Önnur stór jarðýta var einn-
ig við að ýta hér, tvær hjólaskóflur,
grjótgrafa við röðun á stórgrýtinu í
fyllingunni, braut í grjótnáminu og
fimm stórir vörubílar við að flytja
frá grjótnáminu.
Nú erum við hættir að vinna við
skeringuna og erum að ganga frá
vegakaflanum fyrir veturinn. Rétt
er að geta þess að hér hefur farið
fram nokkur undirbúningsvinna
við dýptarmælingar, straummæl-
ingar og þvíumlíkt.
Vegurinn verður 10 metra
breiður og veghæðin 4 metrar mið-
að við meðal stórstraumsflóð en
munur flóðs og fjöru er fjórir metr-
ar, þannig að grjótvörnin verður 8
metrar plús tveggja metra garður
sjávarmegin. Þessi vegur er því
engin smásmíði. Reiknað er með
að 170 þúsund rúmmetrar fari í
uppfyllingarefni og um 160 þúsund
rúmmetrar í grjótvörnina.
— Reiknað er með að slitlag
verði lagt á nýja veginn sem tengist
slitlaginu beggja vegna Ólafsvíkur-
og Hellisandsmegin.
— Gamli Ennisvegurinn hefur
alltaf verið hættulegur, menn eiga
alltaf von á grjóti úr honum, einsog
sést á veginum, auk þess sem
aurskriður og snjóflóð eru algeng.
Það virðist heldur hafa ágerst með
tímanum, en því miður verða veg-
farendur að þola veginn í einn vet-
ur enn. Ég ætla rétt að vona að
veruleg fjárveiting fari í veginn
núna, þannig að stefnt verði að því
að ljúka þessum framkvæmdum á
næsta ári, ég er ekki frá því að það
verði hægt.
Trúlega verð ég einnig í þessu
næsta sumar. Jú mér finnst alltaf
gaman að glíma við erfið verkefni.
— óg
Gaman að
Texti: ÓG
Myndir: Gel.
Nýi vegurinn undir Enni á
aó vera þar sem nú er sjár
meófram Enninu. Þarf því
mikla grjótvörn til að
hann standist ágang
sjávar. Þessi mynd er
tekin nióri á uppfyllingu
þarsem skeringin endar.