Þjóðviljinn - 29.10.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.10.1982, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. október 1982 HIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgetandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gisli Sigurðsson, Guömundur Andri .Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent Prentun: Blaöaprent h.f. Friður Hvatarkvenna • Formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar skýrir frá því í fréttabréfi félagsins nýverið, að Sjálfstæðiskon- ur hafi sett mjög ákveðna skilmála fyrir því, að þær gengju til samstarfs við konur úr öðrum samtökum um friðarmál. Hvatarkonur hafi sett það skilyrði fyrir því að þær ræddu við aðrar konur um málin, að í sameigin- legri yfirlýsingu kvennahópsins væri t.d. alls ekki minnst á eftirtalin atriði: - einhliða afvopnun - kjarnorkuvopnalaus svæði, hvorki á Norðurlönd- um ná annars staðar. - iriðlýsingu hafsins umhverfis ísland. • JÞessir skilmálar segja vitaskuld sína sögu af því, hverjum vanda það er bundið að ná samstöðu um friðarmál með því fólki sem hefur gert hernaðarbanda- lag að einu lífsakkeri sínu. En það er ýmislegt fleira við skilmála þessa að athuga. • Formaður Hvatar segir, að með þessum skilmálum hafi Sjálfstæðiskonur viljað koma í veg fyrir að Alþýðu- bandalagsmenn eða hverjir þeir sem hún vill kalla kommúnista„eigni sér” friðarmál eða geti boðað„svika- frið” sem hún svo nefnir. Látum svo vera: Ef fólk getur ekki lifað án sinnar kommahræðslu þá verður að hafa það. En hitt er svo athyglisvert, að með fyrrgreindum skilmálum vilja Sjálfstæðiskonur koma friðarkonum íslenskum í mjög sérkennilega stöðu, og skal það skýrt með dæmi. • Alþjóðleg friðarsamtök kaþólskra manna, Pax Christi, héldu árlega ráðstefnu sína í Stuttgart fyrir skömmu; þar var sérstök áhersla lögð á mannréttinda- mál. Par var og gerð samþykkt sem fordæmir enn á ný „hneykslanlegt óréttlæti vígbúnaðarkapphlaupsins” sem stefni framtíð mannkyns í voða og svipti það auði sem hægt væri að nota til að glíma við félagslega eymd. Kaþólskir friðarsinnar krefjast því róttækrar stefnu- breytingar sem felist m.a. í eftirfarandi: • „ Hvatt verði til þess að tekin verði einhliða yfirveguð skref í átt til gagnkvæmrar afvopnunar á sviði kjarn- orkuvígbúnaðar. • Komið verði á kjarnorkuvopnalausum svæðum,| einkum í Evrópu, Austurlöndum nær, Suður-Afríku og á Indlandshafi. Klippt Liðsforingi í fjársterkri klíku og fulltrúi stórauðvaldsins í landinu. Oft hefur það verið haft á orði í þessum dálkum að Sjálfstæðis- flokkurinn væri líkari stóru skrímsli í pólitíkinni heldur en venjulegum borgaralegum flokki. Hagsmunir Sjálfstæðis- flokksins eru fyrst og fremst hags- munir stórauðvaldsins, sem eru túlkaðir og blessaðir jafnt af póli- tískum fulltrúum hans sem mál- gagni. En nú er það svo, að lit- brigði valdsstétta og burgeisanna í landinu eru margvísleg. Sjáif- stæðisflokknum tekst því ekki að koma á framfæri blæbrigðum ólíkra hagsmuna borgaranna og toppanna hvað þá sinna borgara- legri menningu einsog fulltrúar hennar telja sig eiga rétt á. Þess vegna getur Vilmundur Gylfason kvartað með nokkr.um rétti undan því að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi ekki staðið vörð um borgaraleg verðmæti. Fjársterk klíka Gunnar Thoroddsen fjallar nokkuð um þessi mál í gagn- merku viðtali í blaðinu Suðurland (9. okt.). Gunnar segir: „Þær skoðanir og þau viðhorf, sem Sjálfstæðisflokkurinn rúmar innan sinna vébanda, eru oft að- skilin erlendis í fleiri flokka en einn“. En í ljósi þess að Gunnar situr í ríkisstjórn með fleiri flokksbræðrum í andstöðu við meirihluta þingsflokks hlýtur það nú að teljast álitamál hvort flokk- urinn rúmi í rauninni jafn marg- vísleg viðhorf og Gunnar vill vera láta. Enda kemur að því, að Gunnar segir: „Aðalforystan hefur verið 'líkari liðsforingja fyrir tiltölulega •fámennri, fjársterkri klíku, held- ur en leiðtoga fyrir stórum víðsýnum flokki“. Leiftursóknar- klíkan við völd í viðtalinu fer Gunnar vítt og breitt um sviðið. Athyglisvert er að sjá hvaða einkunn Geirsarm- urinn fær fyrir pólitík undanfarið. Gunnar segir frá bágborinni mál- efnalegri andstöðu innan flokks- ins við ríkisstjórnina. „Strax eftir stjórnarmyndunina bað ég þá færa rök fyrir því að einhver ákvæði stjórnarsáttmálans gengju í bága við stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Þeir gátu ekki bent á eitt einasta atriði nema helst það, að talað væri um fé- lagslegar úrbætur í stjórnarsátt- málanum." Og síðar: „Sumpart (hefur) verið reynt að keyra flokkinn á stefnu, þar sem ekki er tekið tillit til þeirra, sem minna mega sín, ekki höfð tilfinning fyrir því að atvinnuleysi sé böl. Þessum sjón- armiðum hef ég verið og er and- vígur." Hallgrímsson og Bingó Það er fróðlegt að bera þessi ummæli Gunnars og reyndar um- mæli hans um atvinnuleysi og lífs- kjarajöfnun í útvarpsumræðun- um, saman við málflutning Geirs Hallgrímssonar og Morgunblaðs- ins um sama efni. Geir notar hvert tækifæri til að gera lítið úr markmiðum eínsog þeim að halda þjóðinni frá atvinnuleysis- bölinu. í útvarpsumræðunum sagði hann (einsog oft fyrr og síðar): „Þegar fokið er í flest skjól og öll markmið ríkisstjórnarinnar og fyrirheit eru aðeins orðin tóm, er þó eitt sem hatturinn er hengdur á. Það að hér sé ekki atvinnuleysi gagnstætt því, sem er með öðrum þjóðum. En, það er rétt að við gerum okkur grein fyrir því ís- lendingar hvort sé hér full atvinna í þessa orðs réttu merk- ingu, hvort vinnuafl landsmanna sé allt bundið við arðbær störf“. Ræða Geirs var reyndar sú gamla þula í anda ofsatrúar frjáls- hyggjumanna sem boraði sig tii- breytingarlaus í hlustir þeirra sem á hlýddu. Og kommúnistarn- ir voru að taka völdin og ger- breyta ævintýraeyju auðhringsins í eitt allsherjar helvíti að austur- evrópskri fyrirmynd. Tíminn stendur í stað, auðhringurinn hvikar hvergi, Geir er ennþá for- maður; bingó. Nýr flokkur? í Ijósi þessa hugmyndafræði- lega klofnings sem Gunnar Thor- oddsen gerir grein fyrir í viðtalinu við Suðurland og Geir Hallgríms- son staðfestir nær færi gefst, þá hlýtur spurningin um frjáls- lyndan borgaralegan flokk (sem hefði ekkert með SÍS að gera) að vera tímabær. Máski á sú spurn- ing meiri rétt á sér nú en fyrir þremur árum? Slíkur flokkur myndi fjörga hvunndagspólitíkina, allavega til að byrja með, hvað sem síðar yrði. En hvort það myndi styrkja sósíalíska hreyfingu í landinu er svo annað mál. - óg. ocj skoriö • Fryst veröi framleiðsla og þróun kjarnorkuvopna og efnavopna.” • Ekki verður betur séð en að hér sé rösklega komið inn á mál sem Hvatarkonur íslenskar vilja lýsa í bann og reikna til svikafriðar undan rifjum þeirra sem vilja „veikja varnir Vesturlanda”. • Hvatarkonur gætu ekki rúmast í friðarhreyfingu kaþólskra með Dom Helder Camara og öðrum mönnum ágætum. Það er meira að segja vafasamt að þær kæmust fyrir meðal þeirra manna sem nú ráða ferðinni í Demókrataflokknum bandaríska! • Skilji menn þessi orð ekki sem svo, að skilmálar Hvatarkvenna ónýti friðarstarf kvenna hér á landi. Samstaða af því tagi hefur þann kost, að fleiri kunna að fræðast um mál sem þeir eða þær létu sig litlu varða áður eða höfðu heyrt helst til fátt um. Enda er það ljóst, að Morgunblaðið er firna óstyrkt á taugum hvenær sem friðarhreyfingar ber á góma - hverjir sem að þeim standa. Sá taugaóstyrkur er góðs viti. -áb. Haustfagnaður A Iþýðuflokksins Einn eftirsóknarverðasti sess í íslenskri pólitík um þessar mund- ir er varaformannsdjobbið hjá Alþýðuflokknum, ef marka má ólguna sem skín út úr krötum þessa dagana. Þar bítast þeir á Magnús Magnússon og Vilmund- ur Gylfason. Miklar líkur eru taldar á því, að Vilmundur hreppi hnossið, enda spámannlega vaxinn til afreka í varaformannsstarfinu. Helstu leiðtogar Alþýðuflokksins aðrir en Magnús, munu heldur ekki vera því afhuga að Vilmundur Reykjavíkurþingmaður verði formlega nær því að verða andlit flokksins útávið, þarsem flestir kjósendur flokksins, þrátt fyrir allt; eru í Reykjavík. Ahrif Magnúsar munu hins vegar hafa farið þverrandi með kólnandi eldstöðvum í Eyjum, og nú mun svo komið að fáir vita um Vilmundur. Vill verða for- maður í litlum huggulegum flokki. Jón Baldvin. Á móti Vilmundi í varafor- mannsembætt- ið, því að erfitt gæti reynst að bera sigurorð úr býtum í ein- vígi við sjálfan varaformann- inn í næsta prófkjöri. hið mikilvæga embætti hans, varaformannsins. Flokksleiðtog- arnir eru logandi hræddir um að flokkurinn þurrkist út í næstu kosningunt. Þess vegna vilja þeir fá andlits- lyftingu, jafnvel þó hún sé frá 1978. Og þeir velja Vilmund „arkitekt kosningasigursins", sem nú á að höfða til fylgisins frá þeirri tíð. Ekki mun það hafa minna að segja um stuðning flokksleið- toga, að Jón Baldvin er settur skör lægra í goggunarröðinni ef Vilmundur er hafinn til vegs á ný. En þeir hafa ástæðu til að vara sig á Jóni Baldvin, sem vill auðvitað ekki að keppinautur sinn um fyrsta sæti á þinglista kratanna í næstu kosningum fái forskot með þessu lagi. í þriðja lagi sjá þeir fram á að Vilmundur yrði þægari í flokkn- um ef hann verður nánast per- sónugervingur hans einsog Magnús Magnússon hefur verið. - óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.