Þjóðviljinn - 29.10.1982, Qupperneq 12
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. október 1982
ALÞÝÐU B AN D AL AGIÐ
Alþýðubandalagið á Neskaupsstað
Skrifstofa félagsins er opin á mánudögum kl. 17.30 - 18.30.
Bæjarráð kemur saman á miðvikudögum kl. 20.00 að Egilsbraut 11.
Ráðið er opið öllum félögum.
Umræðuhópar um skóiamál hóf starf 26. október. Hópurinn kemur
saman annan hvern þriðjudag kl. 20.30 að Egilsbraut 11 og er opinn öllu
áhugafólki. Hafið samband í sfma 7397.
Félagsmálanámskeið hefst laugardaginn 6. nóvermber. Komið verður
saman á föstudagskvöldum og laugardagsmorgnum í sjö skipti.
Leiðbeinandi Gerður G. Óskarsdóttir. Námskeiðið er opið ölium félags-
mönnum og stuðningsmönnum. Skráning í síma 7397.
Félagsvistin hefst 11. nóvember kl. 21 í sjómannastofunni. Stjórnendur
Þórður Þórðarson og Sigfinnur Karlsson. Félagsvistin er opin öllum.
Félagsfundur um stjórnmálaviðhorfin og flokksráðsfundinn verður föstu-
daginn 5. nóvember kl. 20.30. Hjörleifur Guttormsson mætir á fundinn.
Stjórnin.
Alþýðubandalag Héraðsmanna
Almennur félagsfundur verður haldinn í fundarsal Egilsstaðahrepps,
laugardaginn 30. október kl. 13:30.
Dagskrá:
Framboðsmál og kosningaundirbúningur. Kosning til flokksráðs.
Einar Már Sigurðsson formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á
Austurlandi kemur á fundinn. Mikilvægt að sem flestir félagar mæti. -
Stjórnin.
Alþýðubandalagið á Akranesi
Aðalfundur verður haldinn í Rein sunnudaginn 31. október næstkomandi
kl. 14.00. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Kjör fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs. 4. Kjör fulltrúa á flokksrá-
ðsfund 5. Kosning stjórnar Reinar. 6. Kosning ritstjórnar Dögunar. 7.
Önnur mál. 8. Skúli Alexandersson ræðir stjórnmálaviðhorfið. -Stjórnin.
Aðalfundur
Aðalfundur í Alþýðubandalagi Rangárþings verður haldinn þriðjudaginn
2. nóvember að Þrúðvangi 9 á Hellu og hefst kl. 21. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa í flokksráð og kjördæmisráð og
önnur mál.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar um at-
vinnulýðræði miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20:30 í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg.
Á fundinum verða einnig kjörnir fulltrúar félagsins á flokksráðsfund og
kjörnefnd vegna alþingiskosniiiga.
Tillaga kjömefndar um fulltrúa á flokksráðsfund og tillaga stjórnar um
kjörnefnd vegna alþingiskosninga liggja frammi á skrifstofu félagsins frá
og með mánudeginum 8. nóvember. Nánar auglýst síðar. Stjórn ABR.
Menningar- og
friðarsamtök
íslenskra kvenna
halda opinn fund í Sóknargalnum, Freyju-
oötu 27 ítilefniafafvopnunarvikuSameinuöu
þjöanna laugardaginn 30. október kl. 14.
Dagskrá:
1. Kvikmynd, þar sem læknishjónin Helen og
Dill Caldicott ræöa um kjarnorkuvopn,
ábyrgö vísindamanna og fjöldahreyfingar.
2. Hringborösumræöur.
Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir.
Fólki úr heilbrigðisstéttum og þeim sem bera
ábyrgð á þjóðfélaginu er sérstaklega boðið á
fundinn.
Stjórn MFÍK.
Ungt söngfólk
Þjóðleikhúskórinn getur bætt viö sig ungu
söngfólki í allar raddir.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Þjóöieikhússins til 4. nóvember, alla virka
daga kl. 9-17. Sími 11204.
Eru luktir
og glitmerki
í lagi á hjólinu
þfnu?
Rádstefna
um flokkana
og
jafnréttismál
Alþýðubandalagið á Akureyri efnir til ráðstefnu um flokkana og
jaf nréttismál í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 á Akureyri,
laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. október.
Laugard. 30. október
Dagskrá:
Kl.13.30 Ráðstefnan sett
Ávarp: formaður Alþýðubandalagsins.
Svavar Gestsson.
Kl.14.00 Framsöguræður um eftirtalin
efni:
1) Stjórnmálaflokkar, staða þeirra og
starfshættir. Soffía Guðmundsdóttir.
2) Afstaða Alþýðubandalagsins til kvenn-
ahreyfinga og annarra félagslegra hrey-
finga. Helgi Guðmundsson.
3) Jafnréttisbarátta, kvennahreyfingar -
Markmið og leiðir. Sigríður Stefánsdóttir.
Kl. 15.00 Kaffihlé og skipting i umræðu-
hópa
Kl.15.30 - 18.30 Almennar umræður -
umræðuhópar starfa.
Kl.20.30 Kvöldvaka í Lárusarhúsi.
Sunnud. 31. október
KI.10.00 - 12.00 Umræðuhópar starfa
Kl.13.30 Greinargerðir umræðuhópa
lagðar fram
Kl.15.00 Kaffihlé
Kl.15.30 - 17.00 Almennar umræður,
ráðstefnusiit.
Þátttaka tilkynnist í síma (91)17500 og
(96)24270
Alþýðubandalagið á Akureyri
Svavar
Soffía
Helgi
Sigríður
Hjörleifur
Framhald af 7. siðu.
það hækki í 24 mill um 1990 á sama
verðlagi reiknað. Ekki vekur síður
athygli að meðalorkuverð í þeim 13
álverksmiðjum sem Alusuisse á
hlutdeild í er 20 mill/kWh, lægst
hjá ísal 6,5 mill, en hæst í Þýska-
landi og Bandaríkjunum, þ.e. um
og yfir 30 mill.
Ráðherrann sagði:
Þessi greinargerð starfshóps
ráðuneytisins er slíkt grundvallar-
gagn í jressu máli og sýnir ljóslega
og ótvírætt réttmæti íslensks mál-
staðar varðandi kröfuna um allt að
þreföldun raforkuverðs til Isal, að
enginn sem kynnir sér hana getur
verið í neinum vafa um málstað
okkar.
Stuðningur frá
Landsvirkjun
Ráðuneytið sendi raforkuverðs-
skýrsluna með bréfi til Landsvirkj-
unar 31. ágúst sl. og óskaði eftir
urnsögn um meginniðurstöður
skýrslunnar og mat á áhrifum af
umræddum hækkunum á íjárhags-
afkomu Landsvirkjunar. I umsögn
stjórnar Landsvirkjunar sem barst
ráðuneytinu í bréfi dags. 30. sept-
ember sl. segir m.a.: „Með samn-
ingsendurskoðuninni árið 1975 var
brautin því rudd til þess að jafnan
megi taka samningana við Alu-
suisse og ísal til endurskoðunar, ef
samningsforsendur breytast, og að
áliti stjórnarinnar eru slíkar að-
stæður nú fyrir hendi. Stjórn
Landsvirkjunar er því sammála
þeirri niðurstöðu skýrslunnar, að
breyttar forsendur nú gefi tilefni til
endurskoðunar rafmagnssamn-
ingsins með raforkuverðshækkun
fyrir augum.“
í sérstakri greinargerð um raf-
magnsverð til stóriðju, sem fylgdi
umsögninni frá Landsvirkjun kem-
ur fram sú meginniðurstaða að:
„Þegar á allt er litið, virðist raun-
hæft að fara fram á tvö- til þreföld-
un á núverandi orkuverði til lsal.“
Einhliða aðgerðir
- réttur fullvalda ríkis
Undir lok ræðu sinnar sagði
Hjörleifur:
Varðandi raforkuverðið er það
lágmarkskrafa okkar, að fá greitt
a.m.k. framleiðslukostnaðarverð
frá þeim virkjunum, sem ákveðið
er að reisa á næstu árum, þ.e. um
þreföldun á því verði, sem ísal nú
greiðir. Við getum eflaust.unað því
að ná því marki í einhverjum
áföngum á stuttum tíma og höfum
verið reiðubúnir til að taka nokk-
urt tillit til þeirrar kreppu, sem nú
ríkir á álmörkuðum. Fuilt fram-
leiðslukostnaðarverð ásamt fullri
og öruggri verðtryggingu er hins
vegar skilyrði af okkar hálfu varð-
andi samninga til frambúðar, og
það verð hefur verið talið liggja á
bilinu 18 - 22 mill/kWh miðað við
verðlag á miðju yfirstandandi ári.
Um þetta erum við reiðubúnir
að semja, en vilji Alusuisse ekki
lúta að slíku nú fremur en hingað
til, heldur sýna okkur áfrant hrúts-
hornin, er okkur skylt að sækja rétt
okkar eftir þeim leiðum, sem full-
valda ríki eru tiltækar. Tíminn til
samninga er að renna út, einhliða
aðgerðir hljóta að vera á dagskrá
fyrr en varir.
Við háttvirta flutningsmenn
þessarar tillögu vil ég segja að lok-
um. Gerum ekki þann óvinafagnað
að auka innbyrðis sundurþykkju
hér á háttvirtu Alþingi í þessu
mikla hagsmunamáli þjóðarinnar.
Ég er reiðubúinn til að hlýða á mál
Hjúkrunar-
fræðingar
sjúkraliðar
Sjúkrahúsið á Húsavík óskar aö ráöa hjúkr-
unardeildarstjóra og hjúkrunarfræðinga í
fastar stööur nú þegar eöa eftir samkomu-
lagi. Sjúkraliöa frá 1. desember.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, í síma
96-41333 alla virka daga frá kl. 09-16.
Sjúkrahúsið á Húsavík s.f.
Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og
ommu
Helgu Sigurðardóttur
Barmahiíð 6
fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 1. nóvember kl.
15:00.
Guðjón Guðmundsson
Erla Guðjónsdóttir Egill Egilsson
Auður Guðjónsdóttir Rúnar Guðjónsson
Hrafnkell Guðjónsson Guðlaug Jónsdóttir
Helga Guðjónsdóttir Thomas Kaaber
Guðrún Sóley Guðjónsdóttir og barnabörn. Þorsteinn Hilmarsson
Húsavik
háttvirtrar stjórnarandstöðu nú
sent fyrr með það í huga að halda
samstöðu um málsmeðferð og lag-
færa hnökra sem færð eru gild rök
fyrir og sem unnt ætti að vera að
slétta úr.
Ábyrgðin hlýtur hins vegar eftir
sem áður að vera hjá réttu stjórn-
valdi í þessu máli sem öðrum, og
það er engum til góðs að drepa
henni á dreif.
Hver
er þín
afsökun
ijU^FERÐAR