Þjóðviljinn - 29.10.1982, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 29.10.1982, Qupperneq 16
DJOÐVIIJINN Föstudagur 29. október 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsúni Helgarsími sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Fundur félagsmálaráðherra, Svavars Gestssonar í gær: Þegar búið að ákveða tvöföldun framlaga til Byggingasjóðs ríkisins á næsta ári. Ljósm - eik. Lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn: Hækka um 25% 1983 Tekin verður ákvörðun um frekari hækkun fyrir 1984 Kjaradeilan við ÍSAL___________ Verkfall boðað Trúnaðarráð- og stjórnir verka- lýðsfélaganna, sem aðild eiga að samningum við ISAL, hafa boðað verkfall hjó álverinu frá og með 5. nóvember til þess að knýja á um samninga fyrir þann tíma. Staðið hefur í samningaþófi í sex vikur og lagði samninganefnd einróma til að verkalýðsfélögin boðuðu verkfall þar sem enn ber mikið á milli og ekkert hefur miðað í samkomu- lagsátt þrátt fyrir fundi í vikunni milli deiluaðila á vegum sáttasemj- ara ríkisins. Sameiginleg launakrafa verka- lýðsfélaganna á hendur ÍSAL er um 18% launahækkun og að 1. des- ember hækki laun sem nemur verð- bótaskerðingu þeirri sem þá á að koma til framkvæmda. ÍSAL hefur boðið 4% launahækkun frá undir- skriftsamningaog2,2% hækkun 1. janúar 1983. I gagnkröfum ÍSAL er þess krafist að framleiðslubón- us, sem starfsmenn hafa fengið greiddan mánaðarlega og árs- fjórðungslega, verði afnuminn. í viðræðum um sérkröfur hefur ver- ið þrýst á um fjölgun starfsmanna í vissum deildum álversins, en því hefur ISAL svarað með tillögum um frekari fækkun. Það er Verkamannafélagið Hlíf, og félög rafvirkja, bifvélavirkja, vélvirkja og fl. sem fara með samn- inga gagnvart ÍSAL. - ekh Lán til þeirra sem byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð munu hækka um 25% strax á næsta ári scm þýðir að Húsnæðisstofnun lánar þá 45% af byggingakostn- aði skv. vísitölu íbúðar. Þá er á- kveðið að framlag ríkissjóðs til Byggingasjóðs ríkisins verði tvö- faldað að raungildi frá þessu ári. Þetta kom m.a. fram á frétta- mannafundi sem félagsmálaráð- herra Svavar Gestsson hélt í gær í tilefni þess að fyrir liggja tillögur starfshóps vegna fjárhagsvanda hinna opinberu byggingasjóða. í tillögunum, sem Svavar Gestsson tók fram að hefði verið mjög vel tekið í ríkisstjórn, er einnig gert ráð fyrir því að Bygg- ingasjóður verkamanna haldi ó- skertum tekjum sínum sam- kvæmt lögum. Þá verði öllum líf- eyrissjóðunum í landinu gert sicylt að kaupa skuldabréf fyrir eigi lægri upphæð en sem nemur 45% af ráðstöfunartekjum sín- um, af Byggingasjóði ríkisins, Byggingasjóði verkamanna, ríkissjóði, Framkvæmdasjóði og öðrum fjárfestingalánasjóðum. Er gert ráð fyrir að Seðlabankinn geri tillögur um fyrirkomulag, sem tryggi betur en nú er, aðild lífeyrissjóðanna að húsnæðis- lánakerfinu. Auk þess er gert ráð fyrir því að reglum lífeyrissjóðanna verði breytt á þann veg að lán til sjóðfé- laga verði einungis veitt til hús- næðismála. Einnig að ríkisstjórn- in beiti sér fyrir samkomulagi við viðskiptabanka og sparisjóði um samræmda þátttöku í fjármögn- un'húsnæðislána. Er reiknað með að 'innlán í banka og sparisjóði í 2-4 ár inn á sérstakan húsnæðis- reikning, veiti rétt til 15 ára við- bótarláns við lán frá Bygginga- sjóði ríkisins. Fjölmörg önnur atriði eru í til- lögum starfshópsins og má m.a. benda á tillögu um einföldun fjár- mögnunar og afborgana, heimilt verði að veita viðbótarlán til þeirra sem taka út skyldusparnað sinn til að byggja eða kaupa íbúð, nýjar reglur um verðtryggingu af- borgana, tillögur um skipulagt á- tak í byggingu leiguíbúða, eink- um fyrir námsmenn og aldraða, þjónustu- og upplýsingarstarf- semi á vegum Húsnæðisstofnun- ar verði stórefld og að kannaðar verði leiðir til að lækka bygging- akostnað. í tillögunum er gert ráð fyrir að frumvarp til laga um breytingu á lögum Húsnæðisstofnunar, verði flutt á yfirstandandi þingi að lok- inni endurskoðun sem taki mið af framangreindum tillögum. -v. Miklar hækkanir hita og rafmagns: Beðið um 30% hækkun Á fundi stjórnar Landsvirkjunar í dag verða væntanlega tekin til um- ræðu tilmæli rfkisstjórnarinnar um að fyrirtækið hækki ekki gjaldskrá sína á heildsöluverði rafmagns nema um 22% en fyrirtækið hafði áður tilkynnt 35% hækkun 1. nó- vember. Þá liggja nú fyrir í iðnaðarráðuneyti rúmlega 30% hækkunarbeiðnir á smásöluverði rafveitnanna og eru þær beiðnir miðaðar við að 35% hækkun verði á gjaldskrá Landsvirkjunar. Hefur gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur hækkað um 65% það sem af er ársins, Hitaveitu Reykja- vfkur um 52.5% og Landsvirkjunar um 58%. Næsta verðlagning á orku Rafmagnsveitu Reykjavíkur fer eftir ákvörðun Landsvirkjunar um heildsöluverðið, sem hugsanlega verður tekin í dag. Hitaveita Reykjavíkur hefur lagt fram beiðni um 30.8% hækkun nú 1. nóvember og fáist hún hefur gjaldskrá fyrirtækisins hækkað um 83.3% á þessu ári! Þorvaldur Mawby framkvæmdastjóri Byggung:____________ „Þreyttur á yfirboðum” „Hér er um að ræða raunsæjar tillögur og ég verð að segja að við vorum orðnir þreyttir á því að sjá í blöðum fréttir um tillögur á Alþingi og víðar um 80% lán til íbúðabygginga“, sagði Þorvaldur Mawby framkvæmdastjóri Bygg- ung í Reykjavík á blaðamanna- fundi í gær. „Þegar þessar tillögur eru skoðaðar nánar kemur auðvitað í ljós að þær eru óraunhæfar með öllu og langt frá því að vera í takt við raunveruleikann", sagði Þor- valdur Mawby einnig í gær. Stórhýsi Rafmagnsveitu Reykjavíkur rís: Tók 4.3 milj. erlent lán M.a. notað til greiðslu á skammtíma skuldum segir fjármálastjórinn „Við tókum crlent lán að upp- hæð 4.3 miljónir dollara núna í haust sem að hluta til var varið til að greiða skammtímaskuldir sem við söfnuðum upp vegna ertlðleika í rckstri Rafmagnsveitunnar á síð- asta ári“, sagði Eiríkur Bricm fjár- málastjóri Rafmagnsveitu Reykja- víkur í samtali við Þjóðviljann í gær. Reykvíkingar og höfuðborgar- gestir hafa tekið eftir stórhýsi miklu sem risið hefur óðfluga á horni Grensásvegar og Suður- landsbrautar undanfarin misseri. Þarer Rafmagnsveita Reykjavíkur að byggja hús sem á að rúma skrif- stofur fyrirtækisins og fleira. Byr- jað var á jarðvinnu haustið 1980 en að sögn Eiríks hafa framkvæmdir ekki fyllilega gengið samkvæmt áætlun. „Upphaflega var stefnt á að Ijúka framkvæmdum í árslok 1982 en nú er einsýnt að við flytjum ekki inn fyrran á miðju næsta ári“, sagði Eiríkur. Við spurðum hann þá hvernig hús þetta væri fjármagnað: „Það er náttúrlega augljóst að neytendur borga brúsann að lok- um, þ.e.a.s. greiðendur orku- reikninganna hér. Eins og áður sagði tókum við þetta erlenda lán nú í haust, m.a. til að greiða niður skammtímalán, sem höfðu safnast upp, en það eru engin skörp skil á milli fjárútláta ti reksturs og ný- framkvæmda af þessu tagi. Við erum nú á þremur stöðum í borg- inni með starfsemi okkar og m.a. í leiguhúsnæði í Hafnarhúsinu við mjög óhentugar aðstæður. Það var því talin nauðsyn að ráðast í ný- bygginguna við Suðurlandsbraut og stóð raunar til að gera það eftir að framkvæmdir hófust við Árrnúl- ann fyrir áratug síðan". . Nú voru erfíðleikar í rekstri Raf- magnsveitunnar á síðasta ári. hafa skapast skilyrði til að fjárfcsta í ný- byggingu nú? „Það er rétt að við áttum í afar miklum erfiðleikum í fyrra, m.a. vegna þess að við fengunr ekki þær hækkanir á gjaldskrá sem við þurftum til að standa undir rekstri. I ár hefur þetta lagast að mun enda þótt til dæmis sú 32% hækkun sem við förum fram á 1. nóvember n.k., sé engan veginn nægjanleg. Hins vegar var talið að þörfin fyrir sam- eiginlegt húsnæði veitunnar væri það brýn að það réttlætti þá miklu fjárfestingu sem byggingin hlýtur að hafa í för með sér“ sagði Eiríkur Briem fjármálastjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur að lokum _ v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.