Þjóðviljinn - 04.11.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 04.11.1982, Síða 5
Fimmtudagur 4. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Opin ráðstefna um fjölmiðlun í Ölfusborgum um næstu helgi: Nýiu tæknlnni fylgja kostir „Engin ástæða til að sjá draug í hverju horni”, segir Vilborg Harðardóttir, sem er meðal skipuleggjenda ráðstefnunnar „Við teljum að það sé ákaflega brýnt að átta sig á hvaða möguleika þær öru tæknibreytingar sem nú ganga yfir í fjölmiðlaheiminum gefa okkur og hvernig hægt sé að hafa áhrif á þróunina, þannig að þeir nýtist til góðs“, sagði Vilborg Harðardóttir í samtali við blaðið en hún hefur ásamt ýmsum áhuga- mönnum um fjölmiðlun undirbúið ráðstefnu um fjölmiðla í nútíð og framtíð sem haldin verður á vegum Alþýðubandalagsins um næstu helgi í Ölfusborgum. Ör tækniþróun „í fyrstu var ætlunin að hafa þetta innanflokksráðstefnu sem mótaði drög að flokkstefnu, en þar sem ekki hafa verið skipulagðir opnir fundir um þessi mál á vegum annarra samtaka, þótti okkur rétt að ríða á vaðið með opna ráðstefnu, þar sem fram kæmu bestu fáanlegu tækniupplýsingar og menn skiptust síðan á félags- legum og menningarlegum við- horfum til þróunar fjölmiðla. í upphafi ráðstefnunnar munu ýmsir tæknimenn miðla okkur af þekk- ingu sinni og veitir ekki af því tækni þróunin er svo ör að jafnskjótt og maður telur sig hafa fengið bæri- lega yfirsýn er tæknin komin feti framar. Margir eru líka haldnir ým- is konar ranghugmyndum um það hvað raunverulega sé í vændum, og það er nauðsynlegt að glöggva sig á hvað ætla má að sé raunhæft á þessu sviði í nánustu framtíð.“ Ekki nóg að banna og stöðva „t>að þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn eða sjá drauga í hverju horni. Margir óttast að þeir möguleikar, sem gervihnettir, ví- deóvæðing og kapalsjónvarp gefa, verði misnotaðir og vilja banna og stöðva. Auðvitað fylgja nýjungum ýmsar hættur, agnúar og erfiðleik- ar, en það er rétt að líta á það líka hvort þeim fylgja ekki einnig kostir sem hægt er að nýta til þess að koma meiri þekkingu og upplýs- ingu á framfæri, á fjölbreyttari og skemmtilegri hátt en nú tíðkast, og þannig að mun fleiri komi því áleiðis sem þeir hafa fram að færa.“ Snertir alla „Fjölmiðlar og þróun þeirra er málefni sem snertir hvert manns- barn í landinu og mótar bæði heimilislíf og þjóðlíf. Við höfum orðið vör við áhuga á þessu málefni og mjög skiptar skoðanir og þess- vegna efnum við til ráðstefnu í Ölf- usborgum um helgina.“ Flokksstarf og fjölskyldulíf „Við höfum í æ ríkari mæli tekið upp þá stefnu í Alþýðubandalaginu að til þess að sem flestir geti verið með, þá sé tekið tillit til fjölskyldu fólks í skipulagi fundarhalda og fólki um leið gefinn kostur á sam- veru utan funda. Þetta kom mjög til tals á jafnréttisráðstefnunni á Akureyri um síðustu helgi, að við yrðum sjálf í eigin starfi að gæta þess að láta ekki flokksstarf og fjöl- skyldulíf rekast á. Þetta reynum við að gera í skipulagi ráðstefnunn- ar í Ölfusborgum um næstu helgi.“ Á síðu 6 í blaðinu í dag er aug- Vilborg Harðardóttir: Flokksstarf og fjölskyldulíf eiga helst ekki að rekast á. lýsing þar sem nánari upplýsingar um ráðstefnuna koma fram. - ekh. „Það er von mín og raunar vissa, að þeir dreifbýlisþingmenn sem tœkju þáttíþessum óvinafagnaði, fái varm- ar viðtökur, þegar þeir koma nœst til að falast eftir atkvæðum okkar“ Þriðja klassa atkvœði Þeir eru teknir til starfa við Austurvöllinn. Af fréttum að dæma eru þar flestir í styrjaldar- ham, eins og verða vill á síðusta þingi fyrir kosningar. Vilmundur hefur þegar hafið kosningabar- áttuna, m.a. í Þjóðviljanum! Mörgum virðist liggja einhver ósköp á að hella sér í kosningarn- ar. Það er eiginlega bara eitt sem veldur því að ekki er hægt að hespa þær af. Stjórnarskránni þarf að breyta áður en þessu þingi lýkur. En hvernig þá? - Um það þýðir helst ekki að spyrja. Þegar spurt er fást lítið annað en loðin svör í véfréttastíl. Þó stendur það uppúr að bráð- nauðsynlegt sé að lagfæra - vægi atkvæða - til að ná fram ein- hverju lágmarks réttlæti fyrir Reykjanes. Ég verð að biðja lesendur að afsaka að líklega mun ég endur- taka hér eitthvað af því, sem ég skrifaði í grein í Þjóðviljanum síðastliðinn aðfangadag. Nefndar eru alls konar tölur, sem eiga að renna stoðum undir kenninguna um misvægi atkvæð- anna og ber þar allt að sama brunni. Suð-Vestlendingar eru hinir óumdeilanlegu „niður- setningar“ þessa þjóðfélags þ.e- .a.s. þriðja klassa atkvæði. Það er eins og venjulega að ekki þýðir fyrir þá að rökræða, sem ekki eru sammála um grund- vallar hugtök, eða tala sama mál eins og gjarnan er komist að orði. Menn verða m.ö.o. að vera sam- mála um að hvítt sé hvítt og svart sé svart. Ég og margir fleiri (hvað sem menn kjósa að lesa út úr skoðanakönnun DV) viljum halda því fram að bláköld höfða- töluregla sé óhæf viðmiðun, þeg- ar leitað er réttlætis í framkvæmd fulltrúalýðræðisins hjá okkur. Segjum t.d. að Reykvíkingar væru 55%. Mér þætti það hrein óhæfa ef þeir fengju 33 þingmenn af 60 útá það. Hitt er svo umdeilanlegt hvort höfuðborgar- svæðið hefur lengi átt bróður- partinn (oftast rúman helming) af hinu kjörna þingliði. Eða hvort er sá maður Reykvíkingur eða dreifbýlismaður, sem bæði á eignir og fjölskyldu og alla einkahagsmuni í höfuðborginni, býr þar 320 daga á ári og hefur gert áratugum saman e.t.v. alla ævi? Breytir það svo miklu þótt honum hafi tekist að verða sér úti um þingsæti í dreifbýlinu? Ég verð að segja það að ég hef aldrei getað vanið mig á að líta á Steingrím Hermannsson sem Vestfirðing, Sverri Hermannsson sem Austfirðing eða Árna Gunnarsson sem Norðlending eystri. Enginn skilji orð mín svo að ég telji þessa þrjá þingmenn neitt verri dæmi en marga aðra. Hinsvegar eru þeir, og aðrir sem eins er ástatt með, ekki öfunds- verðir af því að þurfa þráfaldlega að gera upp á milli hagsmuna kjördæmis síns annars vegar og hagsmuna sjálfra sín og sinna hins vegar. Ég er ekki minnugur á dagsetn- ingar, en ég man til þess að hafa séð þingmenninga Sverri Hermannsson og Vilmund Gylfa- son í umræðuþætti í sjónvarpinu. Þar var meðal annars rætt um völd Alþingis og annarra valda- stofnana þjóðfélagsins. Þing- mennirnir voru sammála um að því færi fjarri að völd Alþingis væru eins mikil og margir ætluðu, ekki væri einu sinni víst að það væri valdamesta stofnun þjóð- félagsins. Þetta held ég að sé hár- rétt hjá þeim félögum. En hverjar eru þá hinar vold- ugu stofnanir, hvar eru þær og hverjir stjórna þeim? Þær eru ekki á Akureyri, Neskaupstað eða ísafirði. Við vitum raunar öll hvar þær eru og æði margir vita líka af hverju. - Ætli það sé ekki sanni næst að nær allar þessar stofnanir séu á höfuðborgarsvæð- inu og nær allir stjórnendur þeirra íbúar þess. Um þetta þarf víst ekki að deila, - hvítt er hvítt! Menn hafa stundum verið að nefna það - með varúð þó - að það geti nú ekki talist neitt ófrá- víkjanlegt náttúrulögmál að allar þessar stofnanir skuli settar niður í kringum Arnarhólinn. Á slíkt tal er oftast litið af valdsmönnum annað hvort sem heimsku eða í besta falli sem skringilega sér- visku, varla að taki því að ansa þessháttar rugli. „Hér á enginn neitt, nema hann hafi bréf uppá það.“ - Held- ur ekki vitsmuni. Hver er kominn til að fullyrða að þeir sjálfum- glöðu verjendur núverandi fyrir- komulags séu nokkru betur á vegi staddir í þeim efnum en við sem þeim hefur þóknast að líta á sem heimskingja eða skringilega sérvitringa? Fjölmiðlar okkar virðast allir - meira að segja Tím- inn - samtaka í áróðrinum fyrir „nauðsyn aukins réttlætis" í vægi atkvæða og þeir eru einnig furðu samtaka í því að þegja yfir „rétt- lætinu" í skiptingu annarra valda í þjóðfélaginu. Það hefur ekki farið framhjá fjölmiðlamönnum hvað þögnin getur verið sterkt áróðursvopn. Mikið væri nú gaman ef ein- hver „rannsóknarblaðamaður- inn“ tæki sig til og kafaði ofaní allt valdakerfið, gerði rækilega úttekt og legði síðan niðurstöður sínar skilmerkilega fyrir alþjóð. Kynni þá að liggja ljósar fyrir en áður hvort einhverjir sitja á ann- arra rétti í þessu þjóðfélagi og þá hverjir kúga hverja. Það er ekki líklegt að slík úttekt verði gerð að forgangsverkefni hjá fjölmiðlun- um okkar í bráð. Það er ömurlegt hvemig atkvæðahræðsla og atkvæðaveiðar leika og hafa leikið þá starfsemi. Valdakerfi þjóðarinnar er vissulega marg- skipt og margslungið. Alþingi er hluti af þessu kerfi, e. t. v. sá vold- ugsti og getur haft nokkur áhrif á gang mála hjá öðrum hlutum þess, þó oft furðulítil finnst manni. Þessi áhrif Alþingis eru þó í mörgum tilfellum einasta Guðjón E. Jónsson skrifar viðspyrna dreifbýlisins í veiga- miklum málum. Að þessu athuguðu kynni það að verða skiljanlegt einhverjum, sem það hefur vafist fyrir áður, af hverju okkur sumum finnst það ekkert sjálfsagður hlutur að „auka til muna réttlæti í vægi at- kvæða.“ Auðvitað ber allt þetta þjark leiðinlega mikinn svip af þeirri leiðindapólitík, sem við köllum hreppapólitík. En það má e.t.v. líka kalla það hreppapólitík að vilja viðhalda byggð sem víðast í þessu landi. Til þess að svo megi vera verður að sjá fyrir sambæri- legri lífsaðstöðu um allt land. En hverjir ætli verði svo sem til þess að standa vörð um hagsmuni hinna dreifðu byggða ef íbúarnir sjálfir og hinir kjörnu fulltrúar þeirra gera það ekki? Ég veit ekki hvort „niður- setningarnir“, sem ég nefndi svo, hafa gert sér grein fyrir því hvað okkur „sveitamönnunum" reynist stundum erfitt að ná því sem við köllum okkar rétt þarna í höfuðborginni. Það er ekki alltaf tekið á okkur með silkihönskum af þeim sem hafa gengið undir það ok að varðveita sameigin- legar eignir okkar allra, bæði í einni og annarri mynd. Það hvarflar jafnvel stundum að okk- ur að þar séu ekki alltaf teknar ákvarðanir eða úrskurðir felldir samkvæmt ítrustu réttlætiskennd eða óumdeilanlegum vitsmun- um. Ykkur að segja hefur það stundum gengið svo langt að greindum hæglætismönnum hef- ur virst það einasta leiðin að segja sig úr lögum við Suð-Vestur- landið. „Gaman væri að sjá hvernig þeim reiddi af, ef við hættum að vinna fyrir þeim“, segja þeir. Rétt er þó og skylt að taka það fram að þessar raddir eru fátíðar og ekki teknar alvar- lega, enda ekki til þess ætlast. Hitt er svo annað mál að svona hugmyndir fæðast ekki að á- stæðulausu. Það er fátt sem bend- ir til þess að til standi að ráða bót á þessu óréttlæti í valddreifingu þjóðfélagsins. Það væri því að bæta gráu ofan á svart ef farið yrði að gera vanhugsaðar breytingar á vægi atkvæða og svipta í leiðinni dreifbýlið þeirri viðspyrnu, sem það hefur haft á Alþingi. Hvað merkja þá öll fögru orðin um jafnvægi í byggð landsins? Það er von mín og raunar vissa að þeir dreifbýlisþingmenn, sem tæku þátt í þessum óvinafagn- aði, fái varmar viðtökur, þegar þeir koma næst til að falast eftir atkvæðunum okkar. Að lokum þetta: Gunnar Thoroddsen, sem nú virðist af flestum talinn djúpvitrastur dýrðarmaður íslenskra stjórn- mála mætti gjarnan ljúka lit- ríkum ferli sínum með einhverju þokkalegra þarfaverki en því sem nú virðist fyrirhugað í kjördæma- málinu. Guðjón E. Jónsson, Akureyri.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.