Þjóðviljinn - 12.11.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 12.11.1982, Side 2
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Fjórar myndir um kjamorkuvígbúnað Þessa dagana stcndur hópur áhuga- manna um afvopnun og frið fyrir kvikmyndadagskrá í C-salnum í Regnboganum. Sýndar eru fjórar myndir, sem allar fjalla um ein- hverjar hliðar kjarnorkuvígbún- aðarins. Myndirnar eru þessar: Sprengjan lit, 1980. Blaða- og sjónvarpsfréttamaðurinn Jonathan Dimbleby lýsir þróun kjarnorku- vopna frá Hiroshima til tölvustýr- ingu. Hann tekur fyrir marga þætti vígbúnaðarkapphlaups, meðal annars kenníngar um „ógnarjafn- vægi“ og „takmarkað kjarnorku- stríð.“ Leyniferðir Nixons s/h 1976. Far- ið er í heimsókn í kjarnorkustjórn- stöð í Dakota fylki í Bandaríkjun- um, sem sýnir á mjög áhrifaríkan hátt heim þeirra er verja, viðhalda og koma til með að skjóta kjarn- orkueldflaugarnar. Röksemda- færsla þeirra takmarkast af „það er ekki fyrir okkur að spyrja hvers vegna“ og „við hlýðum aðeins skip- unum.“ Paul Jacobs og kjarnorku gagnrýni lit 1979. Myndin segir frá til- raunum stjórnvalda í Bandaríkj- unum að kæfa upplýsingar um hættu þeirrar geislavirkni sem staf- ar af kjarnorku- og kjarnorku- vopnaprófunum. Paul Jacobs var blaða- og kvikmyndagerðarmaður sem stóð í baráttunni við að koma upplýsingum á framfæri þangað til hann dó sjálfur af krabbameini ors- ökuðu af geislavirkni 1978. í túninu heima lit 1981. Myndin fjallar um bandaríska herstöð í Ás- tralíu, búnaðinn og hlutverk henn- ar og hugsanlegan gang atvikanna þar, ef til kjarnorkuátaka kæmi. Seinni hluti myndarinnar segir frá íhlutun CIA í innanlandspólitík í Ástralíu í gegnum aðsetur þar. Myndirnar verða sýndar í C-sal Regnbogans föstudags-,la:ugar- dags- og sunnudagskvöld kl. 7, 9 og 11. Tónlistarperformansar í Nýlistasafninu um helgina „Það hefur verið ágæt aðsókn hjá okkur í vetur, enda höfum við verið með áhugaverðar sýningar. Fyrst var DieterRoth og nú síðast þau Guðjón Ketilsson og Guðrún Hrönn. Um helgina verða sýnd verk eftir mig og Guðrúnu Tryggvadóttur og jafnframt verða tveir tónlistarperformansar,“sagði Arni Ingólfsson, sem sýnir verk sín í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Sýning þeirra Árna og Guðrúnar verður opnuð kl. 20.00 í kvöld með performans eftir Bob Becker, en hann er Bandaríkjamaður. Á morgun, laugardag, verður per- formans kl. 20.00 eftir Rod Som- mers sem er „breskur" Hollending- ur og kennir hér í Myndlista- og handíðaskólanum. Sýningin er op- in fram á sunnudagskvöld. Frönsk kvöld Næstu daga tökum við sérstaklega fyrir mat frá Frakklandi. Hinn frábæri franski matreiðslumeistari Paul Eric Colmon, eldar franskan mat eitis og hann gerist beztur SOIREE FRANCAISE MENU LA SOUPE DE CRABES OU LA TERRINE DE RÉNNE MARINÉ — O — LA COQUILLES SANT-JACQUES AU GRATIN OU LES ÉSCARGOTS AU PERNOD — O — LE GIGOT A L’AIL ET AU THYM OU LE POULET AU VINAIGRE — O — LES LÉGUMES DE SAISON LA SALADE MIMOSA — O — LA MOUSSE DE ROQUEFORT OU LA GLACE AUX BETTERAVES ) f kJ Grettir Björnsson harmonikkusnillingur leikur franska slagara á harmonikkuna. Verið velkomin B2N um helgina Æft á steinaspilið. Ljósm - eik - Gjörningur og steinaspil leiklist Súrmjólk á sunnudag Barnaleikritið Súrmjólk með sultu verður sýnt á sunnudag kl. 15 í Alþýðuleikhúsinu Hafnarbíói. Sýningar eru nú að nálgast 6. tug- inn og fer þeim brátt að fækka, og er því hver að verða síðastur að sjá þessa vinsælu leiksýningu. Skáld-Rósa í Kópavogsbíói Leikfélag Hornafjarðar er nú á leikferð með Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson og verður sýning í Kópavogsbíói í kvöld, föstudag, kl. 20.30. Leikstjóri er Jón Sigur- björnsson, en með helstu hlutverk fara Ingunn Jensdóttir, Haukur Þorvaldsson og Halldór Tjörvi. Miðapantanir eru í síma 41190, og miðar verða seldir við innganginn. Leikfélag Rvíkur: Fimm sýningar um helgina í kvöld er 9. sýning á írlands- kortinu hjá LR og er uppselt á sýn- • inguna. Þá eru miðnætursýningar á Hassinu hennar mömmu í kvöld og annað kvöld í Austurbæjarbíói. Skilnaður Kjartans Ragnarssonar verður sýndur annaðkvöld í Iðnó og Jói, einnig eftir Kjartan verður sýndur á sunnudagskvöldið. Þetta er annað leikárið sem Jói er á fjöl- unum, og eru sýningar á verkinu þegar orcjnar yfir 100. Atómstöðin hjá LA: Síðustu sýn- ingar nyrðra Um helgina verða síðustu sýning- ar norðanlands á Atómstöðinni í uppfærslu Leikfélags Akureyrar. Aðsókn hefur verið mjög góð og hefur Þjóðleikhúsið boðið LA að sýna í Þjóðleikhúsinu 23. nó- vember. Það eru því síðustu forvöð fyrir þá sem búa á Akureyri og nágrenni að sjá sýninguna um helgina. Sýn- ingarnar eru í kvöld kl. 20.30 og annaðkvöld á sama tíma. Leikgerð gerði Bríet Héðinsdóttir, og er hún jafnframt leikstjóri. Fáar sýningar eftir á „Prests fólkinu” Nú fer að fækka sýningum á „Prestsfólkinu" hjá Nemenda- leikhúsinu, en þessi sýning hlaut sem kunnugt er mjög góða dóma. í kvöld er 15. sýning á verkinu, en sú 16. á sunnudag, og byrja báðar kl. 20.30. Fjalakötturinn:_______ Fyrsta mynd Polanskis Nú um helgina verður sýnd í Fjalakettinum fyrsta myndin sem Roman Polanski gerði í fullri lengd: Hnífur í vatninu, en hún er gerð í Póllandi 1962. Hún fjallar um ung hjón sem ætla að eyða helgi um borð í seglskútu og taka ungan puttaling upp í bíl sinn á leiðinni. Aðrar myndir helgarinnar eru: Trial, byggð á sögu Kafka, leik- stjóri er Orson Welles. Aðalhlut- verk: Anthony Perkins. Myndin er gerð í Frakklandi 1962. Stella, gerð í Grikklandi 1956. Leikstjóri er Michael Cacoyannes, og í aðal- hlutverki er Melina Mercouri. Þjóðleikhúsið:________ Amadeus og Gosi í síðasta sinn Tvær vinsælar sýningar verða í siðasta sinn í Þjóðleikhúsinu um helgina, Amadeus og Gosi, en sú fyrri er í kvöld, en Gosi á sunnudag kl. 14.00. Garðveislan er a sviðinu annað kvöld og Hjálparkokkamir á sunnu- dagskvöldið. Þetta er í 18. sinn sem Garðveislan er sýnd, en 7. sýn- ing á Hjálparkokkunum. Tví- leikurinn er svo í kjallaranum í 19. sinn á sunnudagskvöldið. myndlist Vefjarlist Laugardaginn 13. nóvember opnar Elín Th. Björnsdóttir sýn- ingu á vefnaði á Hofsvallagötu 16. Sýningin stendur fram til 21. nó- vember og er opin alla virka daga frá kl. 19.30 - 22 og um helgar frá 14 - 22. Elín Th. Björnsdóttir hefur unn- ið við vefnað í 30 ár á Vefstofunni Ásvallagötu 10 A, sem hún hefur sjálf rekið í 10 ár. Upp á síðkastið hefur hún bryddað upp á nýjung- um í mynstri og reynt fyrir sér í gerð veggstykkja. Állt garn, sem Elín notar er íslenskt. Sýningin er sölusýning. Akranes:____________ Sýning 1 Bókhlöðunni I kvöld, föstudaginn 12. nóvemb- er, verður opnuð í Bókhlöðunni á Akranesi sýning á verkum Krist- jáns Hall. Það er Lionsklúbbur Ákraness sem gengst fyrir sýning- unni. Á sýningunni eru 30 myndir mál- aðar víðs vegar að á landinu. Þetta er 12. einkasýning Kristjáns og önnur sýning hans á Akranesi. Sýningjn verður opin alla virka daga frá kl. 18 - 22 og um helgar frá kl. 14 - 22 fram til 21. nóvember. Allur ágóði af sýningunni mun renna til líknarmála á Akranesi. Myndlistarmenn í eina sæng Myndlistarmenn hafa hingað til skipt sér í félög eftir sérsviði þeirra. Þeim hefur fjölgáð með árunum eftir því hve einstökum myndlistar- greinum hefur vaxið fiskur um hrygg. Þannig hafa því verið starf- rækt sex félög. Þau eru Félag ís- lenskra myndlistarmanna, Hags- munafélag myndlistarmanna, Is- lensk grafik, Leirlistafélagið, Mvndhöegvarafélag íslands og Textílfélagið. En nú hafa myndlistarmenn ák- veðið að ganga í eina sæng og boða stofnfund Sambands íslenskra myndlistarfélaga að Hótel Borg laugardaginn 13. nóv. kl. 13.30. Ragnar Lár sýnir í Gallery Lækjartorg Ragnar Lár opnar sýningu í Gallery Lækjartorg á sunnudag, og sýnir hann þar olíumálverk og teikningar. Sýning hans verður op- in daglega til 21. nóvember. Gunnar Hjaltason sýnir í Háholti Gunnar Hjaltason opnar á laugardag málverkasýningu í Há- holti við Reykjanesbraut. Gunnar hefur haldið 20 málverkasýningar. Sjón í Skmggubúð Á morgun, laugardaginn 13.11 kl. 15, opnar í Skruggubúð,, Suðurgötu 3a, sýning á teikningum i og smáhlutum eftir Sjón. Sjón er, íslenskur súrrealisti sem hefur, starfað með súrrealistahópnum Medúsa síðustu ár. Hann hefur áður sýnt á samsýningum Medúsu og er höfundur nokkurra ljóða- bóka. Sýningin mun standa til 29. nó- vember, og verður Skruggubúð op- in kl. 15-21 um helgar, en kl. 17 - 21 virka daga. Á morgun verður gjörningur í Norræna húsinu kl. 8.30 og koma þar fram sameiginlega listamenn- irnir Bat-Yosef, Haukur og Hörður, Elías Davíðsson og Ort- hulf Prunner. Hugmyndin er að þrjár listgreinar, myndlist, hreyfi- list og tónlist renni saman í eina heild. Bat-Yosef mun mála Thorvaldsen- sýningunni að ljúka Um helgina lýkur sýningu á verkum Thorvaldsen á Kjarvals- stöðum, en þessi sýning hefur vak- ið mikla athygli og fengið ágæta aðsókn. Karólína Lárusdóttir sýnir í vestursal og fyrir framan hann eru handprjónaðir kjólar eftir Aðal- björgu Jónsdóttur. tónlist Kammermúsík Næstkomandi þriðjudag, 16. nó- vember, verða haldnir fyrstu tón- leikar Kammermúsíkklúbbsins á þessu starfsári. Þeir verða á Kjarv- alsstöðum og hefjast kl. 20.30 Á efnisskrá er tríó fyrir píanó, fiðlu og celló í c-moll op.101 eftir Jóannes Brahms, tríó fyrir píanó, fiðlu og celló í a-moll op.50 eftir Piotr Tchaikovski. Flytjendur eru Árni Kristjánsson sem leikur á pí- anó, Laufey Sigurðardóttir, sem leikur á fiðlu og Gunnar Kvaran sem leikur á celló. Savrígúl Kúrbanova, eindansari með Rúbob-sveitinni frá Tadsjik- istan. Lokatónleikar Tadsjikanna Lokatónleikar og danssýning listafólksins frá sovétlýðveldinu Tadsjikistan, sem kom hingað til lands í síðustu viku tjl þátttöku í Sovéskum dögum MÍR, verða í Gamla bíói á sunnudagskvöld 14. nóvember kl. 20.30. Listafólkið, óperusöngkonan Ojat Sabzalíéva, píanóleikarinn Valamat-Zade og Söng- og dans- flokkur rúbob-leikara Ríkisfíl- harmóníunnar í Tadsjikistan, hef- ur komið fram á allmörgum tón- leikum, m.a. í Reykjavík, Mos- fellssveit, Hveragerði og Vest- mannaeyjum, hvarvetna við ágæta aðsókn og frábærar viðtökur. Á efnisskrá tónleikanna er ein- söngur og einleikur á píanó, sveit hljóðfæraleikara leikur og dans- flokkur sýnir; leikið er á gömul bræðurna Hauk og Hörð, en þeir sýna hreyfilist við tónlist eftir Elías og Orthulf. Tónlistin er samin fyrir íslenska steina, eða réttara sagt hljóðfæri sem Elías hefur sett saman úr íslenskum steinum og kallar steinaspil. Gjörningurinn er haldinn á vegum Gallery Lækjar- torgs. þjóðleg hljófæri, m.a. strengja- hljóðfærið rúbob og ásláttar- hljóðfærið dojru. í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir sýning á listmunum frá Tadsjikistan, svo sem vefnaði, ísaumi, þjóðbúningum, skraut- munum, keramik, tréskurði, myndum máluðum á tré o.fl. Sýn- ingin er opin kl. 16-19, nema á laugardag og sunnudag kl. 14-19. Djass í Stúdenta kjallaranum Djass verður í Stúdentakjallar- anum ásunnudaginn kl. 21.00. Þeir sem spila eru Eyþór Gunnarsson á píanó, Friðrik Karlsson á gítar, Gunnlaugur Briem á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Tómas Einarsson á bassa. Tónlistarfélagið Stjernlöf syngur Tónlistarfélagið gengst fyrir tón- leikum á morgun, laugardag kl. 2.30 í Austurbæjarbíói. Söngkon- an Ingrid Stjernlöf syngur við undirleik dr. Erik Werba. ýmislegt Menningar- dagar á Hellissandi Listráð Neshreppinga gengst um helgina fyrir Menningardögum á Hellissandi og fær norðlenska lista- menn til liðs við sig. Ilefst dagskrá- in kl. 20 á laugardagskvöld og lýkur kl. 18 á sunnudag. Markmiðið með Menningardögunum er að efla tengsl foreldra og skóla og auka áhuga heimamanna á listum Norðlensku listmálararnir Örn Ingi, Aðalsteinn Vestmann, ÓlafurTorfason og Sigurður Aðal- steinsson sýna verk sín. Tónlist- armennirnir Kristinn Örn Kristins- son, Michael John Clark og Paula Parker koma fram einnig Signý Pálsdóttir leikkona og Guðlaugur Arason rithöfundur les úr verkum sínum. Heimamenn verða líka þátttak- endur f Menningardögunum. Haf- steinn Engilbertsson les úr óprent- uðu handriti sínu og fjórir krakkar úr grunnskólanum lesa eigin ljóð. Þau heita: Ella Björk, Viggó Ein- ar, Eggert Amar og Iris Bjarg- munds. Foreldradagur í Fellahelli í tilefni af 8 ára afmæli félags- miðstöðvarinnar Fellahellis sem var 9. nóvember hefur verið ák- veðið að hafa opið hús fyrir ung- linga úr Breiðholti og foreldra þeirra n.k. sunnudag 14. nóv. milli kl. 14. - 17. Ætlunin er að kynna foreldrum það starf sem fram fer í Fellahelli og gefa þeim kost á að hitta starfs- fólk. Einnig verður selt kaffi og kökur sem unglingarnir baka sjálfir og munu þeir njóta ágóðans af söl- unni. Eru allir foreldrar eindregið hvattir til þess að láta loksins verða af því að kynnast þeim stað sem börn þeirra eyða miklu af frítíma sínum. Námskeið í kvikmyndagerð Á laugardaginn 13. nóv., verður haldið á vegum Samtaka áhuga- manna um kvikmyndagerð náms- keið í kvikmyndagerð. Leiðbeinandi verður Þorsteinn Pálsson kvikmyndagerðarmaður. Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði kvikmyndagerð- ar og síðan verður tekið fyrir hvernig taka á kvikmynd og nokkr- ar myndir skoðaðar í þeim tilgangi. Námskeiðið verður haldið í Álfta- mýrarskóla og hefst kl. 14.00. Allir kvikmyndaáhugamenn eru velkomnir. Fundur í félagi áhugamanna um réttarsögu Fyrsti fræðafundur í Félagi áhuga- manna um réttarsögu verður haldinn mánudaginn 15. nóvember kl. 20.30 í stofu 103 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans. Fundarefni er Um staðfræði Landnámubókar, og frummælandi er dr. Haraldur Matthíasson fyrrv. mennta- og skólakennari á Laugarvatni. Síðan verðar almennar umræður. Félags- menn og aðrir áhugamenn úm sagnfiæðileg efni og þjóðleg fiæði eru hvattir til að fjölmenna. Breskur Pub á Hótel Loftleiðum Barnum á Hótel Loftleiðum hef- ur verið breytt í breskan Pub og þar skemmtir píanóleikarinn Sam Avent. Pubbinn er opinn á hverju kvöldi fram til 21. nóvember en þá skemmtir Sam í síðasta sinn. Ymsir smáréttir eru á boðstólum eins og tíðkast á krám í Bretlandi. Sam Avant hefur skemmt víða um heim við góðar undirtektir og margir þekkja kappann frá fyrri heimsóknum hans hingað. í kvöld, föstudagskvöld, verður sérstakt Villibráðarkvöld að Hótel Loft- leiðum og þar gefst tækifæri til að smakka gómsæta rétti sem ekki em í boði á öðrum tímum. „Mjólkurdagar 1982” á laugardag og sunnudag Á morgun, laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. nóv. verða hald- nir „Mjólkurdagar“ í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar, Bitruhálsi 2. Allir eru að sjálfsögðu velkomn- ir á „Mjólkurdaga 1982“, aðgangur er ókeypis og opið verður báða dagana frá kl. 13.00 til kl. 20.00. -mhg Hópurinn sem æfir „Höfuðbólið og hjáleiguna“ í Keflavík. Leikfélag Keflavíkur frumsýnir gamanleikinn Höfuðbólið og Hjáleguna eftir Sigurð Róbertsson í Félagsbíó Keflavík, laugardaginn 13. nóv. n.k. kl. 21, leikstjóri er Jónína Kristjánsdóttir. Leikritið fjallar á gamansaman hátt um brottrekstur Lúsifers frá himna- ríki og um sköpunina. Með helstu hlutverk í leiknum fara Árni Margeirs- son, Jóhannes Kjartansson, Gísli Gunnarsson, Guðfinnur Kristjánsson og Unnur Þórhaílsdóttir. Önnur sýning verður þriðjudaginn 16. nóv. í Félagsbíó. Mótei Loftleiðir sími 22322 Blómasalur: Villiréttakvöld föstudag og laugardag. Opið frákl. 12-14.30 og kl. 19- 23.30 alla daga. Vínlandsbar: Breskur „pub“ Opið alla daga vikunnar frá kl. 19-23.30 nema um helgar, en þá er opið til kl. 01. Opið í há- deginu kl. 12-13.30 á laugar- dögum og sunnudögum. Veitingabúðin: Opið alla daga vikunnar kl. 05-20. Maustið sími17759 Opið allan daginn alla daga. Fjölskylduhátíð á sunnudag. f baðstofunni eru leiktæki, ví- deótæki með teiknimyndum, blöð o.fl. fyrir börnin. Þar fá þau pylsur, hamborgara, gos o.fl. og fóstran okkar gætir þeirra á meðan fullorðna fólkið gæðir sér á góðmetinu í aðalsalnum. Fjöllistamaðurinn Valter Vasil kemur í hádeginu, eftirmiðdagskaffinu og um kvöldið og leikur listir sínar fyrir gesti okkar. ¥í eitingahúsið Borg Föstudagur: Opið frá kl. 18-03 Diskótekið Dísa Laugardagur: Opið frá kl. 18- 03 Matur framreiddur frá kl. 18 Diskótekið Dísa Sunnudagur: Síðdegisjass kl. 16.30 Gömlu dansarnir kl. 21-01 Mótel Saga sími 20221 HÓTEL SAGA Föstudagur: Súlnasalur: einkasamkvæmi, en Grillið og Mímisbar opinn. Laugardagur: Súlnasalur: Einkasamkvæmi til kl 23. Eftir það verður opið til kl. 03 Hljóm- sveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Á meðan þið bíðið er bæði Grillið og Mímisbar opinn Sunnudagur: Grillið, Mímisbar og Súlnasalur opinn til kl. 01 Mótel Esja Skálafell sími 82200 M lúbburinn sími 35355 FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR: Opið trá kl. 22.30-03. Hljóm- sveitin Starf og diskótek. læsibær sími 86220 Opið frá kl. 22-03.Hljómsveitin Start og diskótek. Nektar- dansmærin Cathy Star skemmtir. LAUGARDAGUR: Opiðfrá kl. 22-03. Hljómsveitin Start og diskótek. Nektar- dansmærin Cathy Star skemmtir. SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 21-01. Hljómsveitin Glæsir og nektardansmærin Cathy Star. rtún sími 85090 FOSTUDAGUR OG LAUGARDAGUR rGömlu dan- sarnir. Opið frá kl. 21 -02. Hljómsveitin Drekar og söngkonan Mattý Jó- hanns. Forstjóri Nýja dansksó- lans kynnir. Kynnt verður til- högun danskeppninnar. Föstudagur: Skálafell: Opið frá kl. 19. Haukur Morthens og félagar órscafé sími 23333 LAUGARDAGUR:Skálafell: Opiö frá kl. 19. Sunnudagur Skálafell: Opið frá kl. 19. Haukur Morthens og félagar TÍSKUSÝNING alla fimmtu- daga á Skálafelli. Og munið Kaffihlaðborðið alla sunnudaga á Esjubergi. Laugardagur: Þórskabarett 1 Laugcrdagur: Þórskabarett 2 Sunnudagur: Þórskabarett 3 Opnað fyrir matargesti kl. 19. Dansað til kl. 03 Dansbandið leikur fyrir dansi á efri hæðinni en Diskótekið í fullum gangi á neðri hæðinni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.