Þjóðviljinn - 18.11.1982, Síða 1

Þjóðviljinn - 18.11.1982, Síða 1
UÚmiUINN Sagt fra afsláttarkortum KRON sem gilda í desember í Búsýslunni Sjá 8. nóvember 1982 fimmtudagur 47. árgangur 259. tölublað Sturlungaöld í Þelamerkurskóla: Skólastjóra og kennara vikið úr starfi Hálfgert upplausnarástand hefur ríkt í allt haust í Þelamerkur- skóla í Hörgárdai í Eyjafirði. Stafar þetta af ósamkomulagi skóla- stjórans, Sturlu Kristjánssonar, og eins kennara, Kjartans Heiðberg, og keyrði svo um þverbak um síðustu helgi að ekki hefur verið hægt að kenna í skólanum síðan á mánudag. Menntamála- ráðherra, Ingvar Gíslason, þraut þolinmæðina s.I. þriðjudag og vék skólastjóranum fyrirvaralaust úr starfi, og sagði Ingvar í gær að kennarinn myndi líka víkja. Ingvar Gíslason sagði í samtali við Þjóðviljann, að það væri sitt álit og meirihluta skólanefndar að ekki fengist vinnufriður við skólann fyrr en þessir tveir menn vikju; Sturla Kristjánsson hefði ekki valdið þessu starfi, honum hefði ekki tek- ist að halda frið við skólann og hefði hann skapað úlfúð í kringum sig. Setti ákveðin skilyrði - Ég hélt að þessi mál væru komin á hreint um mánaðamótin sept./ okt. s.l., en þá setti ég ásamt fræðslustjóra fram ákveðin skilyrði um það hvernig skólastjórinn ætti að starfa, en hann hefur ekki farið eftir þessum skilyrðum og ekki bætt sína skólastjórn og því var ekki um annað að ræða en víkja honum úr starfi. Vissulega er hægt að víkja mönnum úr starfi sem þessu, fyrirvaralaust, en telji þeir sig órétti beitta geta þeir auðvitað sótt sitt mál á hendur menntamála- ráðuneytinu, sagði Ingvar Gísl- ason. Mjög löng og flókin saga mun liggja að baki þeim illvígum, sem þarna hafa átt sér stað og enduðu með brottvikningu mannanna tveggja. Ekki tókst að ná í Sturlu Krist- jánsson, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir í gær. -S.dór. Vflmundur úr Alþýðu- flokknum Vilmundur Gylfason tíikynnti þingflokki Alþýöuflokks- ins í gær að hann myndi form- lega segja sig úr Alþýðuflokkn- um í dag. Jafnframt mun fyrsta þingmálið verða lagt fram af hálfu „Bandalags jafnaðarmanna“ sem sagt er að sé verið að stofna og muni líta dagsins jjós innan nokk- urra vikna. I þingræðu í gær talaði Vilmundur um Alþýðu- flokkinn sem sínn „gamla flokk.“ -ekh Fegursta vetrarveður var í Reykjavík í gær, heiðskírt og logn með vægu frosti. Snjóruðningstæki voru víða á ferð, og þessa mynd tók eik af einu sem er sérstaklega útbúið til að hreinsa gangstéttir. Skerðing verðbóta 1. desember: Minnkar stórlega viðskiptahallann „Auðvitað er hér um að ræða neyðar- ráðstöfun sem gerð er vegna mikils viðskiptahalla á síðasta ári sem eykur erlendar skuldir um 3.1 miljarð króna. Þessar ráðstafanir nú hafa það í för með sér að viðskiptahalli næsta árs verður allt að r/2 miljarði minni á sambærilegu verðlagi,“ sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins í tilefni á- kvörðunar verðbóta á laun 1. desember og sagt er frá í Þjóðviljanum í dag. „Það er athyglisvert að sú skerðing verðbóta sem verður 1. desember er svipuð og gert hafði verið ráð fyrir við setningu bráða- birgðalaganna í sumar. Þá var talað um 7-8% skerðingu, en útkoman varð 7,72%,“ sagði Svavar Gestsson ennfremur. „Með þessum ráðstöfunum er sumsé reynt að draga stórlega úr erlendri skuldasöfnun og treysta efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar. Hins vegar er því miður ljóst, að kreppan er að knýja dyra og því óvíst að þessar ráðstafanir dugi til að treysta stöðu þjóðarbúsins. Til viðbótar þurfa að koma ráðstafanir sem draga úr innflutningi, stuðla 50 miljónum króna varið til láglaunabóta í næsta mánuði segir Svavar Gestsson að gjaldeyrissparnaði og aukinni framleiðslu,“ sagði Svavar. Svavar Gestsson sagði að á næstu dögum yrði gerð grein fyrir því hvernig dregið yrði úr áhrifum verðbótaskerðingarinnar á hag elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig væri verið að skipuleggja greiðslu lág- launabóta, en 50 milljónum króna verður varið í desember til lág- launafólks. 125 milljónir koma svo til viðbótar í því skyni á næsta ári. -v. Sjá 16. Eigendur flatra þaka í Hraunbæ vilja fá bætt mikið tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Kvennaframboðið í Reykjavík: Allmlklar líkur á framboði til þings Allmiklar líkur eru nú taldar á að Kvennaframboðið í Reykjavík bjóði fram til Alþingis við næstu kosningar. Kvennaframboðskonur hafa mjög rætt hugsanlegt framboð síðustu vikur og nýr kraftur kom í þá umræðu eftir að Vilmundur Gylfason kom að máli við nokkra forystumenn Kvennaframboðsins og óskaði eftir samstarfl um framboð. Nokkrir einstaklingar í Kvenn- aframboðinu í Reykjavík, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, könn- uðust allir við að framboð til Al- þingjs hafi verið til umræðu í sam- tökunum undanfama daga. Á- reiðanlegar heimildir Þjóðviljans herma að Vilmundur Gylfason al- þingismaður hafi mjög borið víurn- ar í Kvennaframboðskonur eftir að hann stefndi að sérframboði til Alþingis. Það mun hafa knúið Kvennaframboðið til að taka af- stöðu í málinu og eru taldar veru- legar líkur á að meirihluti verði fyrir framboði til þings á meðal Kvennaframboðskvenna, þegar at- kvæði verða greidd þar um. -v. Hópur kvenna hefur að undanförnn sótt sérstakt fræðslunámskeið til undirbúnings starfi á kvennaath varfi sem opnað verður fyrir áramót.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.