Þjóðviljinn - 18.11.1982, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1982
MOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson.
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri
Thorsson.
Augiýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristin Pétursdóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaðaprent h.f.
Leiðtogaskipti
í Sovétríkjunum
• Eftirmanni Leoníds Brésjnéfs í embætti aðalritara
Kommúnistaflokks Sovétríkjanna fylgja nokkuð þverstæðu-
kenndar vangaveltur og spádómar í fjölmiðlum þessa dag-
ana. Annarsvegar er það ekki talið boða nema illt, að hinn
nýi oddviti Sovétríkjanna hefur um langt skeið stjórnað
leyniþjónustunni og ber því ábyrgð á harkalegri meðferð
sem andófsfólk af ýmsu tagi hefur sætt. Hinsvegar er talsvert
um það skrifað, að Júrí Andropof sé tiltölulega góður kost-
ur, hann hafi verið heldur betur siðaður lögreglustjóri en
flestir fyrirrennarar hans og sé hann í raun vel að sér og
kannski einskonar umbótasinnaður tæknimaður valdsins.
Er þá gjarna vitnað til þess, að Andropof er talinn hliðhollur
þeirri tegund lagfæringa á efnahagskerfinu sem hefur skilað
eftirtektarverðum árangri í Ungverjalandi Kadars.
• Það er líka athyglisvert, að svo misjafnar umsagnir um
nýjan sovéskan leiðtoga fara alls ekki eftir pólitískum lit
þeirra málgagna sem þær birta.
• Það hefur verið ítrekað hér í blaðinu, að þau Kremlar-
fræði sem spá í einstaklinga innan hinnar sovésku forystu
hafa oft reynst haldlítil. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að
æðsta valdastofnun Sovétríkjanna, framkvæmdanefnd
Kommúnistaflokksins, er harðlokuð í öllum starfsháttum.
Það hefur jafnan gengið treglega að fá upplýsingar sem
treysta mætti um þann ágreining um stærri mál sem hlýtur
öðru hverju að rísa í þeim hópi. Af þessum sökum vita menn
ekki nema fátt eitt um nýjan forystumann, þegar hann hefst
til æðstu valda, og drjúgur tími verður að líða áður en það
kemur ótvírætt í Ijós, hvort hann hyggur á meiriháttar
breytingar eða ekki.
• Vissulega er mikilla breytinga þörf í Sovétríkjunum -
hverjar sem nú kynnu að vera framkvæmanlegar. Leoníd
Brésjnéf fær þá kveðju frá fjölda fréttaskýrenda, að stjórn-
artíð hans hafi einkennst af íhaldssemi og hálfum lausnum,
sem urðu svo engar lausnir, dugðu kannski hvorki til umbóta
né óbreytts ástands. Til staðfestingar á slíku mati nefna
menn ýmisleg þau vandræði sem Sovétríkin eiga við að glíma
í alþjóðamálum, erfiða stöðu þeirra í Austur-Evrópu, rýrn-
andi álit þeirra í ýmsum hlutum þriðja heimsins og þar fram
eftir götum. Eða þá til dæmis að taka matvælaástandið
innanlands sem gerir stórt strik í alla efnahagsreikninga
Sovétmanna og er í hrópandi andstöðu við þau fyrirheit um
framfarir og úrbætur sem gefin hafa verið allar götur frá
1957.
• Það er mjög líklegt að í Sovétríkjunum láti margir sig
dreyma um umbætur sem gengju í átt til hins ungverska
fordæmis: einstök fyrirtæki yrðu sjálfstæðari, visst svigrúm
gefið fyrir einkaframtak í þjónustugreinum og landbúnaði,
framleiðsla á neysluvarningi hefði forgang og fylgdi öllu
saman slökun á pólitísku eftirliti. Þessháttar innanlandspó-
litík ætti sér svo hliðstæðu í opnari og virkari slökunarstefnu
á alþjóðlegum vettvangi en hingað til hefur þekkst og þar
með raunverulegum árangri í afvopnunarmálum. Breyting-
ar í þessa átt eru mögulegar, en enginn getur spáð um það,
hvort og hvernig þeir möguleikar verði nýttir. Hitt er svo
ljóst, að ef engu má breyta, þá stóraukast hættur á aftur-
hvarfi til Stalínstíma með enn auknu valdi lögreglu og hers
og styrjaldarótta.
- áb.
klippt
i Þingið
I öllum
ií; opið
/
<an
Stytta af
Jónasi f
Reykjavfk
um stuAu cfnaha
flokksfojmaðurinn
IbKhinda þyrfti efr
einsoj; þær sem rik
nú aA fást við til að
cins árs. Þá sagði
fyndist athyitlisvei
manna vaeri sem •
krafan um takmo
ingi. .Við tnilum
ur.“ sa»{ði hann o
að taka þ.vrfti up|
Jhi ekki með þv
Koinlu haftanna.
FJOLMENN ASTAI
FLOKKSlMNGIÐ1
Hart deilt um málefni Tímans:
Þórarinn Þórarinsson
hótaðj aó segja af sér
Tímans tönn á
flokksþingi
Nú eru dagar flokksþinga og
eitt af þeim málum sem þá koma
upp er nærvera fréttamanna:
Helgi H. Jónsson fréttamaður og
varaþingmaður vildi loka þingi
Framsóknarmanna nú um helg-
ina, en fékk ekki stuðning. Og af
því að þetta mál kom nú upp hjá
Framsóknarmönnum er ekki
ófróðlegt að rekja tvö tilbrigði
við umræðu þings þeirra um dag-
blaðið Tímann.
Morgunblaðið segir svo í bak-
síðufrétt (og nokkru ýtarlegar
inni í blaðinu):
„Einnig kom fram hörð gagn-
rýni á málgagn flokksins Tímann
og lýsti ritstjóri hans, Þórarinn
Þórarinsson, því yfir á sunnu-
dagskvöld, að hann myndi segja
af sér ef ádeilan snerist um
leiðaraskrif hans.
í drögum að ályktun um
Tímann var sérstaklega deilt á
pólistísk skrif blaðsins. Við yfir-
lýsingu Þórarins komu forystu-
menn flokksins hver af öðrum í
ræðustól og sögðu Þórarinn bezta
leiðarahöfund landsins,
ádeilunni væri beint að öðrum
þáttum. Fram komu ýmsar
breytingartillögur og var þeim
vísað til starfshópsins á ný. I gær-
morgun var síðan samþykkt á-
lyktun, þar sem flokksþingið lýs-
ir yfir ánægju með forystugreinar
Tímans en telur nauðsynlegt að
beita blaðinu meira í hinni póli-
tísku baráttu."
Frásögn Tímans af þessu máli
er svo nokkuð öðruvísi, eins og
vonlegt er. Tíminn segir:
„Miklar umræður urðu um
Tímann eins og oft hefur orðið á
þingum og fundum flokksins, en
allir voru á einu máli um að efla
blaðið og gera veg þess sem mest-
an enda væri Framsóknarflokkn-
um nauðsyn að eiga öflugt
málgagn og láta ekki deigan síga
þótt fjölmiðlaveldi pólitískra
andstæðinga gerist sífellt
öflugra."
Tvenns konar
tónn?
Dragi svo hver sínar ályktanir
af þesum einföldu dæmum.
Það var reyndar nokkuð fróð-
legt sem haft er eftir Tómasi Áma-
syni viðskiptamálaráðherra um
tillögu Helga H. Jónssonar um að
loka þinginu fyrir aðvífandi frétta-
mönnum. Tómas sagði að slíkt
þing sem þetta yrði ekki rekið
nema með opnum tjöldum.
„Hann benti á, segir Mbl. enn-
fremur, að nefndarstörf færu
fram fyrir luktum dyrum og menn
gætu tjáð sig þar opinskátt".
Ekki verður betur séð en það
sem Tómas ráðherra meinti hafi
verið á þesa leið: Það verður ekki
komist hjá fréttamönnum úr
þessu, en menn skuli þá temja sér
tvennslags talsmáta - annan slétt-
an og felldan og eilftið undir rós,
meðan opnir þingfundir standa -
og annan tón, opinskáan, á
nefndarfundum.
Ólíkt hafast
þeir að
Það var ekki alveg spauglaust
að Framsóknarþingið skyldi sam-
þykkja með „dúndrandi lófataki"
að láta reisa styttu af Jónasi frá
Hriflu í Reykjavík og skuli hún
risin áður en gamli maðurinn á
aldarafmæli.
Ólíkt hafast þeir að, Fram-
sóknarflokkurinn og Kommún-
istaflokkurinn sovéski. Fyrst var
Jónas útskúfaður, afhjúpaður og
jarðaður pólitískt í lifanda lífi -
svo rís hann upp dauður til endur-
heimtrar virðingar og eilífðar í
bronsi uppi á stalli. Hjá Kreml-
verjum er atburðarásin þver-
öfug: fyrst hefja þeir Stalín á
stall með sætum hymnum, en að
honum Iátnum afhjúpa þeir
hann, útskúfa og færa úr virðu-
legu grafhýsi, steypa svo styttum
hans af stalli.
Tvöfalt flokka-
kerfi
Sem sagt: gott. Af flokksþingi
krata hefur ýmislegt spurst, sem
blöð hafa svo velt sér í munni.
Ásta Benediktsdóttir, formaður
Kvenfélags Alþýðuflokksins í
Reykjavík, fer í fyrradag inn á
mál sem mun eiga sér nokkra
hliðstæðu í öllum flokkum. Hún
lýsir vonbrigðum og undrun yfir
því að við kosningu til flokks-
stjórnar voru „fulltrúar" Reykja-
víkur nánast þurkaðir út.“
Sérstæðasta og um leið einna
sterkasta einkennið á íslensku
flokkakerfi er nefnilega það, að í
hverjum flokki eru dreifbýlis-
flokkur og suðvesturhornsflokk-
ur starfandi. Þessi staðreynd er
oft ansi þungvæg, og á gífurlega
mikinn þátt í því hve erfitt til
dæmis yngra fólk margt virðist
eiga með að átta sig á því hver er
hvað og hver er ekki hvað í ís-
lenskum stjórnmálum. -ÁB
Mönnum til tilbreytingar í
skammdeginu skal hér vitnað til
nokkurra fréttaklausa úr bresk-
um blöðum, sem minna á nokkr-
ar þær hliðar á tilveru granna
okkar í suðri sem spaugilegar eru
- viljandi eða óviljandi.
Fiskirœktar-
raunir
„Hreppsnefndin í Kenver
ræddi á fundi sínum um það,
hvaða fiskitegund ætti að rækta
upp í ánni Sterrymore, sem renn-
ur gegnum plássið. Þar komu
fram þær upplýsingar, að eftir að
þúsund pundum hafði verið varið
til að hreinsa ána og breyta far-
vegi hennar, hefði hún þornað
upp. Talsmaður hreppsnefndar-
innar sagði: „Flokkur manna hef-
ur verið sendur upp í fjöllin til að
finna aftur upptök árinnar“.
Dýrmœtur
hundur
Rannsókn er hafin í Good
Hope spítala í Sutton Coldfield, á
því, að hr. Peter Berger, einn af
yfirmönnum á skurðlækninga-
deild spítalans, notaði örbylgju-
skanner sem kostaði 5000 pund
til að ganga úr skugga um það,
hvort tíkin hans væri hvolpafull.
(Daily Mirror).
Hestar og menn
Wager liðþjálfi sagði síðar:
„Prinsessan talaði um hinn skelfi-
lega harmleik hestanna sem urðu
fyrir sprengju IRA-manna“.
Cook liðþjálfi bætti við: „Hún lét
einnig í ljós mikla samúð með
mönnunum sem týndu lífi eða
særðust."
Tré í borg.
Borgarráðið í Birmingham
hefur ákveðið að sett verði niður
tré með grönnum bolum til að
ræningjar geti ekki falið sig á bak
við þau. Birmingham hefur þegar
byrjað á þeirri nýbreytni að
planta trjám með hérumbil
lóðréttum greinum í námunda
við dómkirkjuna til að koma í veg
fyrir að fuglar geri sér hreiður í
þeim. (Gardneres Chronicle).
Lítillœti
„Eins og alltaf sannfæri ég
andstæðinga mína í pólitík með
töfrum og rökvísi minna sjónar-
miða einum saman. Einn eða
tveir hafa til þessa sýnt andóf, en
enginn vafi er á því að þeir muni
fyrr eða síðar láta undan.“
(íhaldsmaðurinn Norman Tebbit
í Sunday Times.)