Þjóðviljinn - 18.11.1982, Síða 5
Fimmtudagur 18. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Aðalvinningurinn
í Happdrætti Þjóðviljans:
Spameytinn
en þó snarp
ur fjöl-
skyldubíll
Þessa dagana eru að detta inn um bréfalúgurnar hjá
velunnurum Þjóðviljans umslög með árlegum happ-
drættismiðum í Þjóðviljahappdrættinu. Happdrættið
hefur um árabil verið ein meginstoðin undir útgáfu
blaðsins, og þó segja megi að oft hafí verið þörf, þá er nú
nauðsyn á að því verði vel tekið vegna nýju prent-
smiðjunnar og mikils kostnaðarauka við útgáfuna af
þeim sökum.
Aðalvinningurinn í happdrætt-
inu er Daihatsu Charade bfll, sem
kostar 128 þúsund krónur. Bfllinn
er mjög faÚegur eins og meðfylgj-
andi mynd ber með sér. Hann er
framhjóladrifinn og rúmar _
manns, sparneytinn en þó snarpur
fjölskyldubfll. Hér er um að ræða
einn vinsælasta smábílinn á mark-
aðnum í dag með vél sem er 60
hestöfl, þriggja dyra og fjögurra
gíra, svokallaða „Runabout"
tegund.
Á næstu dögum munum við
kynna aðra vinninga í Happdrætti
Þjóðviljans; húsgögn eftir eigin
vali frá TM fyrir 25 þúsund krónur,
Nordmende hljómflutningstæki
„íslenskir verkalýðssinnar hafa
verið formlega klofnir alltfrá árinu
1930. Það gœti t.d. verið verðugt
sögulegt hlutverk fyrir yngri sósíal-
ista að vinna að aukinni samvinnu
þeirra og markvissri baráttu“.
Meira um
íslenska
vinstrimennsku
Sl. fimmtudag birtist hér í
Sjónarhorni grein, sem höfund-
urinn, ungur róttækur rithöfund-
ur kallar í undirfyrirsögn „svar
við grein Margrétar Björnsdóttur
í Þjóðv. 29. október.“
Eg verð að játa að mér gengur
illa að skilja þessa grein hans sem
„svar“ við minni grein - og varð
hugsað þegar ég las hana, að
þarna hefur rithöfundurinn
Kristján borið fræðimanninn
Kristján ofurliði. í þessu „svari“
sínu rangfærir og snýr Kristján
ekki einungis út úr minni grein,
heidur einnig fyrri grein sinni,
sem ég hafði svarað í Þjóðv. 29.
október. Ég hirði ekki um að
sýna fram á þetta með tilvitnun-
um (gæti hins vegar sent Kristjáni
slíkt prívat, ef hann óskar), í
fyrsta lagi vegna þess að þetta má
vera öllum augljóst er lesið hafa
greinarnar og í öðru lagi vegna
þess að ég tel að menn eigi ekki
aðíþyngja lesendum og rekstrar-
reikningi Þjóðv. með efni sem
einungis varðar eina persónu
(svo sem Kristján gerir í sinni síð-
ari grein).
Nauðsyn
heiðarlegrar
og málefnalegrar
umrœðu
Mér er hins vegar í mun að
áfram haldi með heiðarlegum og
málefnalegum hætti sú umræða
er Kristján hóf með sinni fyrri
grein um slæma stöðu íslenskrar
vinstrihreyfingar, einangrun og
sundurþykkju s.n. ’68 kynslóðar
og hvernig úr megi bæta. Hér
virðist Kristján mér ekki sam-
mála, því í seinni grein sinni fórn-
ar hann möguleika siðaðrar um-
ræðu á altari aulafyndni. Kannski
vegna þess að hann eins og
reyndar fleiri hefur ekki áttað sig
á því að persónulegt leshringja-
grín á ekkert erindi í opinbera
stjórnmálaumræðu - eöa kannski
vegna þess að örlög íslenskrar
vinstri hreyfingar eru honum
Vinsælasti smábfllinn í dag: Daihatsu Charade, er aðalvinningurinn i Happdrætti Þjóðviljans.
fyrir 19.170 krónur og 4 ferðir eftir
eigin vali fyrir 15 þúsund krónur
hver.
Miðinn í Happdrætti Þjóðviljans
kostar 75 krónur og dregið verður
1. desember n.k. Eru menn hvattir
til að bregðast nú skjótt við þegar
þeir heyra umslögin detta inn um
lúgurnar og gera upp á skrifstofu
Alþýðubandalagsins, Grettisgötu
3 eða á afgreiðslu Þjóðviljans Síðu-
múla 6. Jóna Sigurjónsdóttir ann-
ast happdrættið að þessu sinni og
hún er í síma 17500.
-AI
Námsstefnur á Akureyri og í Reykjavík:
Viðhald og endurbætur
gamalla húsa
Kringum næstu mánaðamót
gangast Byggingaþjónustan og
Fræðslumiðstöð iðnaðarins fyrir
námsstefnum um viðhald og endur-
bætur gamalla húsa, og er þá fyrst
og fremst átt við timburhús og járn-
varin timburhús. Námsstefnurnar
verða á Hótel KEA dagana 26. og
27. nóvember n.k. og í Reykjavík
dagana 3. og 4. desember. Á þeim
verður leitast Við að koma sem
mestum og bestum upplýsingum á
framfæri til byggingameistara,
eigenda gamalla húsa og forráða-
manna bæjar- og sveitarstjórna.
í fréttatilkynningu sem Þjóðvilj-
'anum hefur borist segir að mjög
færir fyrirlesarar hafi verið fengnir
til þess að námsstefnurnar megi
takast sem best.
Tilkynningar um þátttöku skulu
berast til Byggingaþjónustunnar,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík, sími:
29266 eða til Byggingaþjónustunn-
ar á Akureyri í síma 96-21022.
Lágmarksþátttaka á hvort nám-
skeið eru 30 manns.
ekki það hugar- og hjartansmál
sem hann lætur.
Einangrun,
tœkifœrismennska
og rógburður
í minni grein setti ég fram þá
fullyrðingu, að ’68 kynslóðin
hefði sjálf kosið sér pólitíska ein-
angrun. Flestir hefðu forðast alla
sem ekki „aðhylltust ákveðna
kreddu”, „stundað þrotlausa
naflaskoðun í sellum og leshringj-
um“ og stofnað ótal einangraðra
og áhrifalitla „áhugamanna-
hópa“. Ég vil ekki fortaka að allt
þetta stúss hafi haft ýmis áhrif til
hins betra í mannlífi og hugmynd-
um landsmanna og átti satt að
segja von á að Kristján reyndi að
sýna fram á það, m.a. vegna þess
að í fyrri grein sinni fullyrti hann
að aðferðir sjöunda áratugarins
hafi verið „réttar á þeim tíma“.
Ég sagði ennfremur að fáir
hefðu gengið til liðs við hagsmun-
asamtök þeirrar alþýðu, sem þeir
þó þóttust vera að berjast fyrir.
Þessa sjálfvöldu einangrun frá
venjulegu fólki tel ég veigamikla
ástæðu þess hvernig komið er
fyrir áðurnefndri kynslóð. Kyn-
slóð sem m.a. hefur sl. áratug
staðið fyrir hverju tækifæris-
framboðinu af öðru. 1971 var
boðið fram í nafni andstöðu við
staðnað flokkakerfi, 1974 í nafni
gamals Kínverja, 1974 og ’78 í
nafni IV Alþjóðasambandsins,
1982 í nafni reynsluheims kvenna
og næst eiga það víst að vera
Margrét S.
Björnsdóttir
skrifar
óhreinindi, þ.e. umhverfis- og
mengunarmál.
Algengur er í þessum hópi
vægðarlaus rógur um forystu-
menn íslenskrar verkalýðshreyf-
ingar og á stundum finnst manni
sem þar fari mun hættulegri
menn en íslenskir kapítalistar.
(Ó það er dýrðlegt að drottna). •
Og ekki er minni hrok-
inn og fyrirlitningin í garð Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags.
Allt séu þetta ólýðræðislegar,
staðnaðar og borgaralegar stofn-
anir sem hafi það helst að mark-
miði að hlaða undir völd og veg-
semdir tækifærissinnaðra for-.,-
ingja á kostnað alþýðufólks.'
Fussum svei, þá sé nú betra hið
pólitíska hreinlífi „Sósíalismi í
einu herbergi“ sem Einar Már
Guðmundsson yrkir um. Þrátt
fyrir að þú sért, eins og hann segir
í kvæðinu.
„örlítid þreyttur á frösunum
á staðhœfingum þínum sem reynast ávallt
réttar í ein rúmi
á reyksvœldu þunglyndu fundunum
örlítið þreyttur á sjálfum þér
þriggja binda útgáfum af atburðum
og fólki sem skilur ekki orð..."
Sögulegt hlutverk
ungra sósíalista
Það hvarflar ekki að mér að
þessi hagsmunasamtök íslenskrar
alþýðu séu yfir alla gagnrýni haf-
in. Og mér er fullljóst að tækifær-
isframboðin gera m.a. út á syndir
Alþýðubandalagsins, eins og ég
reyndar benti á í Þjóðv. eftir síð-
ustu borgarstjórnarkosningar.
Gagnrýni er hins vegar tilgangs-
lítil ef hún byggir á fordómum og
hroka í stað þekkingar og sam-
stöðu.
íslenskir verkalýðssinnar hafa
verið formlega klofnir allt frá ár-
inu 1930. Það gæti t.d. verið verð-
ugt sögulegt hlutverk fyrir yngri
sósíalista að vinna að aukinni
samvinnu þeirra og markvissari
baráttu. Það verkefni krefst
starfs innan samtaka íslenskrar
alþýðu og baráttu gegn fordóm-
um og innbyrðis sundurþykkju er
þar ríkir. Tel ég að sósíalistar
'verðu kröftum sínum betur með
þeim hætti, í stað þess að vera
bara róttækir úti í bæ, sjálfum sér
til ófullnægju, afturhaldinu til
ánægju, en hagsmunum alþýðu-
fólks síst til framdráttar.
Margrét S. Björnsdóttir er
þjóðfélagsfræðingur að mennt,
menntaðistf V-Þýskalandi. Hún
er kennari við fjölbrautaskóla.
Margrét cr virkur félagsmaður í
Alþýðubandalaginu. Hún hefur
skrifað greinar áður í
Þjóðviljann.