Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Fimmtudagur 18. nóvember 1982 am atikaduti Vil selja nýlegt hjónarúm (álm- ur) meö dýnum og lítinn ísskáp - en kaupa eða fá í skiptum breiðan svefnbekk með rúmfat- ageymslu og ryksugu. Hringið í síma 31598. Til sölu 15 ára gamall ísskápur af gerðinni Atlas Crystal King. Kostar aðeins 500 krónur. Upp- lýsingar í síma 79966 á kvöldin og um helgina. Frá froskinum: Hvítur hestur óskast strax! Má breytast í prinsessu við fyrsta koss eða helst alltaf þegar ekki þarf að nota hann til reiðar, þar sem ég á ekki hestahús, bara reiðtygi. Upplýs. í síma 31598. Ódýr en gamall ísskápur til sölu. Upplýsingar í síma 36226. Ódýrt. Bing & Gröndal bollar meö diskum og sykursett, selst ódýrt. Einnig reiknivél. Uppl í síma 15000. Geri upp gamlar bækur. Hall- dór Þorsteinsson. Sími 33526. Allsérstætt rúm til sölu ca 1,20 m á breidd og 1,50 á hæð með skrifborði undir og hillum í kring. Gottþarsemplásserlítið. Uppl. 3 í síma 31197. Efnisskrá. Get tekið að mér að gera efnisskrá yfir tímarit. Upp- lýsingar í síma 53840. Citröen GS Club árgerð 1974 ekinn 85 þús. km. Verð 30 þús. Upplýsingar í síma 28256. Trabant. Óska eftir að kaupa gamlan gangfæran og ódýran Trabant. Upplýsingar í síma 19848. Á ekki einhver gamla komm- óðu til að selja mér. Uppl. í síma 74304. Til sölu gömul Viku blöð. Ekki heilir árgangar. Mjög ódýrt. Sími 41648. Heimasmíðaðurfurusófi með dýnu og púðum frá Pétri Snæ- land til sölu. Ódýrt. Sími 29396. Peis til sölu. Til sölu notaður oturpels. Efnismikil flík tilvalin til breyiinga. Sími 79966. Geymsluhúsnæði. Til leigu rúmgott upphitað geymsluher- bergi með sér inngangi. Upp- lýsingar í síma 41039 eftir kl. 17 í dag og næstu daga. Kerruvagn. 3ja ára vel með farinn kerruvagn til sölu. Upp- lýsingar í síma 23089. Óska eftir ódýrri ritvél helst rafmagnsritvél. Upplýsingar í síma 25763. Skrifstofuhúsnæði óskast helst miðsvæðis. Uppl. í síma 25763 Bráðvantar stóra kommóðu 4-6 skúffur. Uppl. í síma 41039. Óska eftir atvinnu eftir hádegi. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 19172. Atvinna óskast Ýmislegt kem- ur til greina. Tala og skrifa Norðurlandamálin og ensku. Uppl. í síma 41831. Til sölu gamlir pottofnar og WC. Uppl. í síma 14110. Tveir dúkkuvagnar óskast Uppl. í síma 78411. Útidyrahurð í karmi meö hliðarglugga. Volvo Penta utanborösmótorar. Einnig Wil- lys jeppablæjur og gluggar eru til sölu. Sími 41153. ísskápur til sölu. Uppl. í síma 39857 eftir kl. 19. 4 negld snjódekk til sölu á BW 300 línuna. Upplýsingar í síma 73666. Lítið notuð Cany uppþvottavél til sölu. Sanngjarnt verð. Upp- lýsingar í síma 51995. Tek að mér mótafráslátt og hreinsa mótatimbur í ákvæðis- vinnu. Geri tilboð. Upplýsingar í síma 15438. Vél í Wolkswagen (bjöllu) ósk- ast. Upplýsingar í síma 75322 á kvöldin. Óska eftir að kaupa fururúm ca 1.40 x 1.90 m. Upp- lýsingar í síma 37413. Til sölu ný AEG-eldavél með blástursofni (notar 380 volta straum), eldri Indizit- uppþvottavél, vatnsrúm (Oueen-size), nokkrar FUJI-II segulbandsspólur og ein Betamax-videospóla. Upplýs-i ingar í síma 32296. Rauður Austin Mini 75 til sölu, þarfnast bremsu- viðgerðar. Til mála kæmi að taka eitthvað af eftirfarandi upp í kaupin: Litasjónvarp, mynd- segulband (VHS), ísskáp, 8mm Super-kvikmyndasýningavél, skíðagræjur, riffil eða hagla- byssa. Upplýsingar í síma 12253. Hreinlætistæki óskast ódýr. Upplýs. í síma 31197. Stólar, lampar, símaborð o.fl. til sölu. Upplýsingar i síma 35742. Sófasetttil sölu. Hornsófi 7 ein- ingar. Uppl. í síma 45375. Okkur vantar 2ja-3ja herb. íbúð strax. Erum tvö og eitt á leiðinni. Uppl. í síma 32752 á kvöldin. Saumavél óskast. Vel með farin og helst ekki mjög öldruð. Uppl. í síma 53627 á kvöldin. Efnisskrá. Get tekið aö mér að gera efnisskrá yfir tímarit. Upp- lýsingar í síma 53840 eftir kl. 18. Hreinlætistæki óskast (ódýr). Uppl. í síma 31197. Til sölu eru 4 vetrardekk á felg- um og auk þess 4 sumardekk, undan Fíat 850. Upplýsingar í síma 45014. Megininntakið er hjáip til sjálfshjálpar og alger þagnarskylda. Frá fræðsiunámskeiðinu. Ljósm. -eik. Opnum athvarf fyrir áramótin — segir Anna Magnea Hreinsdóttir Við höfum stefnt að því frá upphafi aðopnakvenna- athvarf fyrir áramótin og vonum að það takist. Við höfum augastað á þremur íbúðum hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu og ætlum að leigja þær fram á vorið, en flytja síðan í eigið húsnæði fyrir mitt næsta ár, sagði Anna Magnea Hreinsdóttir, fulltrúi í fram- kvæmdanefnd Samtaka um kvennaathvarf í samtali við Þjóðviljann. Undanfarin kvöld hafa 13 kon- ur setið á sérstöku fræðslunám- skeiði á vegum samtakanna, sem ætlað er til undirbúnings starfi á athvarfinu. Að sögn Önnu Magn- eu er það skilyrði fyrir að geta tekið vaktir á athvarfinu að hafa sótt slíkt námskeið, en þetta var aðeins fyrri hluti þess. Síðari hlutinn verður þegar nokkur reynsla er fengin af rekstri at- hvarfsins, sagði Anna Magnea. Á námskeiðinu var m.a. fjallað um hugmyndafræðilegan grund- völl og innra starf athvarfsins, um réttarstöðu kvenna, löggjöf og skilnaðarferli nauðganir skyndi- hjálp áföll eða lost og samtals- tækni. Leiðbeinendur voru Anne Berit Mörch, Guðrún Jónsdóttir, Ásdís J. Rafnar, Sigurveig Pét- ursdóttir og Sigrún Júlíusdóttir. Kvennaathvarfið er ætlað sem skjól fyrir konur sem flýja þurfa heimili sín undan ofbeldi og hefur undirbúningur tekið mið af rekstri slíkra athvarfa í nágranna- löndum okkar. Anna Magnea sagði að sérfræðimenntun væri ekki skilyrði fyrir starfi á athvarf- inu, það væri ekki hugsað sem meðferðarheimili. Þær konur sem þar starfa eru til að benda á úrræði og veita hjálp til sjálfs- hjálpar, sagði hún. Það verður enginn sem leggur konur þar inn eða skrifar þær út, þær geta leitað þangað þegar þær þurfa á því að halda, kynnst konum sem eru í svipaðri aðstöðu og hugsað sín mál. Megininntakið er hjálp til sjálfshjálpar og alger þagnar- skylda allra sem í hlut eiga. - En hvernig á að fjármagna þessa starfsemi? - Fjárhagurinn er ekkert of góður, sagði Anna. Við eigum núna um 75 þúsund krónur, sem allt eru styrkir frá einstaklingum og nokkrum félagasamtökum. Við höfum óskað eftir fjár- stuðningi frá sveitarfélögunum hér í kring og frá ríkinu og á fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 600 þúsund króna framlagi til athvarfsins. Þá pen- inga og framlög sem við væntum frá sveitarfélögunum munum við nota til þess að kaupa húsnæði á næsta ári, en reksturinn sjálfan verðum við að fjármagna af frjálsum framlögum félaga, stofnana og einstaklinga. Á næstu dögum og vikum munu.samtökin leita til fyrirtækja á Stór-Reykjavíkursvæðinu eftir stuðningi við að búa athvarfið nauðsynlegum húsgögnum og búnaði. Við vonum að okkur verði vel tekið, sagði Anna Magnea, því ef við ættum að kaupa allan búnað fullu verði yrðu peningarnir fljótir að fara. Aðalfundur Samtaka um kvennaathvarf verður haldinn 27. nóvember n.k. Þar verður að sögn Önnu gerð grein fyrir starf- seminni frá stofnfundinum 2 júní sl. og teknar ákvarðanir um fram- tíðina. Þá er stefnt að því að halda opinn fund í byrjun desem- ber til að vekja athygli á baráttu- máli samtakanna. Skrifstofa þeirra er að Gnoðarvogi 44—46 og er opin kl. 13-15 virka daga. Síminn er 31575, og ekki gleyma póstgírónúmerinu, sagði Anna Magnea, þar er 44442-1. Réttarstaða kvenna, löggjöf og skilnaðarferii var meðal þess sem fræðslunámskeiðið tók til. Ljósm. -eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.