Þjóðviljinn - 18.11.1982, Side 9
Fimmtudagur 18. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Deilu-
mál
rædd í
Moskvu
Huang Hua, utanríkisráð-
herra Kína, og Andrej Grom-
iko utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna áttu með sér einnar og
hálfrar stundar fund I Moskvu
í fyrradag eftir að útför Bresj-
nevs hafði farið fram. Hafa
jafn háttsettir embættismenn
ríkjanna tveggja ekki átt við-
ræður síðan þeir Kosygin og
Chou En-lai hittust á flugvell-
inum í Peking 1969.
Markar fundurinn tímamót
í bættri sambúð ríkjanna, og
var ákveðið að halda
viðræðum áfram á næstunni.
Kínverjar hafa sem kunn-
ugt er sett fram þrjú megin-
skilyrði fyrir bættri sambúð:
lausn á landamæradeilunni,
Afghanistanmálinu og Kam-
pútseu. Haft var eftir Deng
Tsjaoping í síðustu viku að
Kínverjar myndu halda
viðræðum áfram ef Sovét-
menn gripu til raunhæfra
aðgerða í einu þessara mála.
Talið er að auðveldast verði
fyrir ríkin að semja um fækk-
un herliðs á landamærum ríkj-
anna.
Andropov: Mun hann reyna
að linna leið út úr Afghan-
istan?
Þá er ekki talið ólíklegt að
Andropov vilji leita lausnar á
Afghanistanmálinu. Hann
átti 40 mínútna fund með Zia
Ul-Haq, forseta Pakistans
eftir jarðarförina, þar sem
Afghanistanmálið var á dag-
skrá. Þá átti hann einnig við-
ræður við Karmal forseta Afg-
hanistan og Indiru Gandhi,
þar sem sama mál var á dag-
skrá. Fréttaskýrendur segja
það áberandi að sovéskir
fjölmiðlar hafi ekki minnst á
Karmal í frásögum af jarðar-
förinni, og er talið að þeir hafi
ekki viljað styggja Kínverja
með því að hampa honum.
Sovétmenn hafa nú yfir 100
þúsund hermenn í Afghanist-
an að því er talið er, og hafa
þeir skýrt nærveru sína með
„erlendri íhlutun“ frá Pakist-
an. í reynd þýðir þetta að So-
vétmenn krefjast viðurkenn-
ingar á stjórn Karmals af*
hálfu Pakistans og Vestur-
veldanna. Hvort Andropov
hefur slakað á þeirri kröfu er
óljóst, en hins vegar er talið
að hann muni leitast við að
finna pólitíska lausn á málinu.
Andropov átti einnig fund
með George Bush og George
Schultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og þeir áttu
einnig viðrasður við Huang Hua
og Zia Ul-Haq, þar sem
Afghanistan-málið hefur efa-
laust verið á dagskrá. George
Bush varaforseti Bandaríkj-
anna sagði fyrir brottförina
frá Moskvu að vandamálin í
samskiptum landanna væru
erfið, en ekki óleysanleg.
-ólg
Jarðarför Leonid Bresjnevs var
sjónvarpað í beinni útsendingu um
stóran hluta hcimsins. í V-Evrópu
voru það bara ísland, Spánn,
Grikkland og Tyrkland, sem ekki
höfðu pantað útsendingarrétt.
Uppruni mannsins
Fjórar bandarískar sjónvarps-
stöðvar sendu út beint frá athöfn-
inni.
Að frátalinni heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu og olympíu-
leikjunum er þetta talin hafa verið
með viðameiri sjónvarpsútsend-
ingum, og hafa ekki færri séð hana
en brúðkaup Karls og Díönu í
fyrra, að því er talið er. A myndinni
sjáum við lík Bresjnevs borið til
grafar. Lengst t.v. er Tichonov
forsætisráðherra, þá eftirmaður
Bresjnevs, Júrí Andropov. Á eftir
honum kemur Konstantin Tjer-
enko og lengst til hægri sést í And-
rej Gromyko utanríkisráðherra.
Nýir fomleifafundir í Kenya
Þeir eru trúlega margir, sem
hafa fylgst með hinum
stórfróðlegu þáttum
forsögufræðingsins og
mannfræðingsins Richard
Leakey um uppruna og
þróun mannsins í
sjónvarpinu undanfarnar
vikur.
Leakey, sem er Keneyabúi
og forstöðumaður
þjóðminjasafnsins í Kenya,
kynnti nýlegaá
blaðamannafundi í Nairobi
nýjan fornleifafund, sem
hann telur að eigi eftir að
varpa nýju Ijósi á uppruna
mannsins.
Hér er um að ræða 22 kjálkabrot
úr veru, sem lifað hefur fyrir 15
miljón árum síðan og verið lík
manni í útliti.
Það var nánasti samstarfsmaður
Leakeys sem fann beinin í „Stóra
sprungudal" í Kenya, en hann tók
þátt í rannsóknarleiðangri undir
stjórn japansks mannfræðiprófess-
ors. Fundust beinin hinn 15. októ-
ber síðastliðinn í Samburufjöllun-
um um 40 km. fyrir norðan Na-
irobi.
Það sem gerir fund þennan
mikilvægan, sagði Leakey, er að
hann mun gera vísindamönnum
kleift að finna Kenyapithecus
endanlegan stað í þrónunarsög-
unni.
Kenyapithecus er apategund
með mannsmynd, sem talin er hafa
lifað við Viktoríuvatn í Kenya fyrir
um það bil 14 miljón árum. Það var
faðir Leakeys, sem einnig var for-
sögufræðingur, er gaf apategund
þessari nafn eftir fornleifafund frá
1961.
Sérfræðingar telja að þessi forn-
leifafundur stafi frá sameiginlegum
forföður apa og manna, en á þess-
um tíma er ekki talið að þróunar-
leiðir þeirra hafi verið orðnar að-
skildar.
Fyrir fáum árum var það al-
mennt álitið, að mannapinn Ram-
apithecus hafi verið síðasti sam-
eiginlegur forfaðir apa og manna,
en hann og náskyldar tegundir hafa
fundist í Asíu, Evrópu og Afríku
og hefur hann lifað á tímabilinu frá
8-15 miljón árum síðan. Flestir
fornleifafundir af Ramapithecus
hafa fundist í Pakistan, en einnig í
Kína, Tyrklandi og A-Afríku.
Þegar Louis Leakey, faðir Ric-
hards, fann steingervingana í
Austur-Afríku fyrir rúmum 20
árum síðan og skírði þá Kenyapit-
hecus til aðgreiningar frá fyrri
fundum vakti það deilur meðal
fræðimanna. Þeir drógu í efa að um
sérstaka tegund væri að ræða.
Ramapithecus og sú undirtegund
hans, sem kölluð hefur verið Sivap-
ithecus voru smávaxnir apar er
lifðu fyrir 10-20 miljónum árasíðan
og hafa verið taldir forfeður orang-
útanapans. Það vakti mikla athygli
þegar bandarískur prófessor frá
Harvard lýsti því yfir í byrjun þessa
árs, að hann hefði fundið 8 miljón
ára gamlar leifar af Sivapithecusi í
Pakistan. Það þýddi að ættkvíslir
manna og apa hefðu ekki greinst í
sundur fyrr en eftir þann tíma,
sagði prófessorinn. Sú niðurstaða
er reyndar sögð í samræmi við nið-
urstöður rannsókna erfðafræðinga
á genum manna og sjimpans-apa,
en þær niðurstöður hafa bent til
þess að greiningin hafi byrjað fyrir
5 miljón árum en ekki 15 eins og
áður hafði verið haldið. Richard
Leakey hefur stutt niðurstöður
hins bandaríska prófessors, og
hann segir að hinn nýi fundur í
Lois Leakey með fyrsta kjálkann af
Kenyaphitecus fyrir 20 árum síðan.
Kenya muni geta leitt í ljós, hvort
Kenyapithecus hafi verið eins kon-
ar órangútanapi er gekk á fjórum
fótum, eða áður óþekktur forfaðir
mannsins er gekk á tveim fótum,
eða hvort hér sé um áður óþekkta
veru að ræða.
Leakey segir að rannsóknar-
svæðið í Samburuföjllunum í Ken-
ya, sem er eldfjallasvæði, sé ríkara
af forsögulegum minjum um for-
feður mannsins en nokkur annar
þekktur staður á jörðinni, og er
hann nú að safna fé til frekari rann-
sókna, á meðan nánari rannsóknir
fara fram á hinum nýfundnu
steingervingum.
Apamaðurinn frá Java, sem lifði
fyrir 1/2 miljón árum síðan -
málverk.
Það var í Samburufjöllunum í Kenya sem Richard Leakey og samstarf:
menn hans fundu steingervinga af Kcnya-mannapanum í síðasta mánuð
Aður hafði Leakey gert merka fundi í Koobi Fora.