Þjóðviljinn - 18.11.1982, Page 11

Þjóðviljinn - 18.11.1982, Page 11
Fimmtudagur 18. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SíÐA 11 Fashanu má ekki æfa með Forest! Brian Clough, framkvæmda- stjóri enska knattspyrnuliðsins Nottingham Forest, hefur bannað miðherjanum svarta, Justin Fas- hanu, að æfa með liðinu. Fashanu, sem er ættaður frá Nígeríu en leikur með enska landsliðinu undir 21 árs, má ekki einu sinni stíga fæti sínum inn fyrir dyr á City Ground, heimavelli Forest. Ástæðan er talin sú að Fashanu, sem hefur að undanförnu verið í láni hjá Southampton og staðið sig vel þar, neitaði að fara sem láns- maður til 2. deildarliðsins Derby County. Framkvæmdastjóri þar er gamall félagi Clough, Peter Ta- ylor. „Þetta er fáránlegt. Það eina sem ég vil er að berjast fyrir sæti mínu í aðalliði Forest. Að vera á sífelldum þeytingi milli félaga sem láns- maður hjálpar manni ekki til að ná Justin Fashanu sér á strik. Clough vill greinilega losna við mig,“ segir Fashanu sjálfur. - Sebastian Coe, hlauparinn frægi, er orðinn varaformaður 2. deildarliðs Fulham. - Craig Johnston, sem er á sölu- lista hjá Liverpool og vill komast frá félaginu, hefur lýst því yfir að hann vilji ekki fara til WBÁ. sem hafði mikinn áhuga á að kaupa hann, -VS Sedov er farínn Sá nýi kemur 15. janúar Youri Sedov, þjálfari 1. deildarliðs Víkinga í knattspyrnu s.l. þrjú ár, fór af landi brott í fyrra- dag og kemur ekki hingað aftur. í stað hans kemur annar Sovét- maður og hefur hann störf 15. jan- úar. Ekki þorðu Víkingar að ábyrgj- ast nafn hans í gær en hann mun vera um fertugt, hafa verið leikmaður með sovéska lands- liðinu í mörg ár, og aðstoðarmaður Beskov, landsliðseinvalds Sovét- manna. Sedov ber þessum nýja þjálfara, sem kemur frá Spartak Moskva, vel söguna. -VS Léttir sigrar ÍS ÍS vann fremur létta sigra á Vík- ingi í 1. deild karla og kvenna í blaki í fyrrakvöld. í karlaflokki vann ÍS 3-0 (15-6, 15-10 og 15-5) og cinnig 3-0 í kvennaflokki (15-6, 15- 1 og 15-10). Þá léku Fram og Breiðablik í 2. deild karla og þar sigruðu Framarar 3-0 (19-17, 15-9 og 15-7). íslandsmótið innanhúss íslandsmótið í innanhússknatt- ingar þurfa að berast skrifstofu spyrnu kvenna verður haldið K.S.Í. fyrir 22. desember n.k. laugardaginn 15. janúar 1983 í Þátttökugjald er kr. 500.00 Laugardalshöll. Þátttökutilkynn- Fjögur fara héöan á Norðurlandamót ísland á fjóra keppendur á Norðurlandamótinu í badminton sem haldið verður í Kaupmanna- höfn um næstu helgi. Þeir eru Broddi Kristjánsson, Kristín Magnúsdóttir og Þórdís Edwald, TBR og Víðir Bragason, ÍA. Meðal dönsku og sænsku kepp- endanna er margt af fremsta bad- mintonfólki Evrópu, svo sem Morten Frost, Lena Köppen og Jens Peter Nierhoff frá Danmörku, Stefan Karlsson og Thomas Kihl- ström frá Svíþjóð. I 1. umferð keppninnar leikur Broddi við Finnann Thomas West- erholm í einliðaleik, Víðir við Sví- ann Ulf Johansson, Kristín við Lenu Axelsson frá Svíþjóð og Þór- dís mætir einnig sænskri stúlku, Annette Börjesson. Liðið heldur utan á föstudag og er væntanlegt heim á mánudag. Ásamt keppendum verða í förinni Rafn Viggósson formaður BSÍ og Bjarni Lúðvíksson sem sitja munu þing Badmintonsambands Norður- lands, svo og Hrólfur Jónsson sem fer utan sem dómari, en venja er að hvert land sendi einn dómara á mótið. Kristín Magnúsdóttir verður meðal keppenda á Norðurlanda- mótinu í badminton um helgina. Umsjón: Víöir Sigurðsson Evrópukeppni landsliða í knattspjmu: 7 N.Irar slgruðu V.Þjóðverjana! Norður-írland heldur áfram að koma á óvart á alþjóðlegum vett- vangi í knattspyrnu. 1 gærkvöldi léku Norður-Irar við Evrópu- mcistarana og silfurliðið úr heimsmeistarakeppninni í sumar, Vestur-Þjóðverja, í Belfast. Norður-Irar sigruðu 1-0 með marki QPR-leikmannsins Ian Stewart á 17. mínútu en lengi vel leit út fyrir að hann gæti ekki leikið með vegna meiðsla. Leikurinn var liður í Evrópukeppni landsliða. Annar leikur var í 6. riðli í gær. Austurríkismenn unnu Tyrki létt í Vín, 4-0. Toni Polster, Bruno Pezzey, Herbert Prohaska og Walter Schachner skoruðu mörkin. Staðan í 6. riðli: Austurríki..........3 3 0 0 11-0 6 N.írland............2 10 1 1-2 2 Tyrkland............2 10 1 1-4 2 V.Pýskaland.........1 0 0 1 0-10 Albanía.............2 0 0 2 0-6 0 Englendingar afar sannfærandi Englendingar tóku forystuna í 3. riðli í gær er þeir sigruðu Grikki sannfærandi, 3-0, í Saloniki. Fyrsti sigur Englands undir stjórn hins nýja landsliðseinvalds, Bobby Rob- son, og Grikkir, sem vanalega eru afar erfiðir heim að sækja, ógnuðu sigrinum ekki að marki. Það voru aðeins liðnar 80 sek- úndur þegar England skoraði Zico valinn bestur Penarol Penarol frá Uruguay er kom- ið í úrslit Copa de Libertadores, sem er meistarakeppni félagas - liðaí Suður-Ameríku og jafn- gildir Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu. í úrslitaleik mætir Penarol Cobreloa frá Chile. Penarol lér í fyrrakvöld við Zico og félaga úr Flamengo frá Brasilíu sem vann þessa keppni í fyrra. Fyrri lciknum í Urugu- ay lauk með eins marks sigri Penarol og liðið gerði sér lítið fyrir og vann leikinn í Río 1-0. Sigurvegarinn í keppninni mætir Aston Villa, Evrópu- meisturunum, í úrslitaleik heimsmeistarakcppni félagsliða í desembcr. Fyrir leikinn í fyrrakvöld var Zico útnefndur knattspyrnumaður ársins í Suður-Ameríku fyrir árið 1981. -VS Woodcock skoraði tvö. fyrsta markið. Upp úr aukaspyrnu Bryan Robson, sem var nú fyrirliði liðsins í fyrsta skipti, skallaði Kenny Sansom innfyrir grísku vörnina á Tony Woodcock sem skoraði af stuttu færi. Annað markið kom eftir 63 mín- útur. Markvörður Grikkja spyrnti frá marki sínu inn á miðjan vallar- helming Englands. Alvin Martin sendi viðstöðulaust til baka yfir flata gríska vörn, Tony Woodcock komst einn í gegn og lyfti yfir mar- kvörðinn, 2-0. Þá var komið að ný- liðanum Sammy Lee sem þarna lék sinn fyrsta landsleik. Hann fékk knöttinn á vítateigslínu Grikkja eftir aukaspyrnu Robsons og eftir hörkuskot hans breytti knötturinn stefnu af varnarmanni, og mark- vörður Grikkja átti ekki möguleika á að verja, 3-0. Staðan í 3. riðli England.......... Danmork.......... Grikkland........ Luxemburg........ Ungverjaland..... Stapleton bjargaði heiðri íra Það leit ekki vel út hjá írum í 7. riðlinum, riðli íslands, er þeir léku við Spánverja í Dublin. Eftir klukkustundar leik stóð 1-3 fyrir Spán en þá tók Frank Stapleton til sinna ráða. Tvö skallamörk hans með tíu mínútna millibili tryggðu írum jafntefli, 3-3. írar byrjuðu þó vel, Ashley Grimes skoraði strax eftir 90 sek- úndur, 1-0. Maceda jafnaði fyrir hlé og sjálfsmark Mick Martin og gott mark frá Victor komu Spán- verjum í 1-3 áður en Stapleton skoraði sín tvö mörk. Hann hefur nú skorað jafnmörg mörk í 7. riðli, þrjú í þremur leikjum, og í 14 1. deildarleikjum með Manchester United á þessu keppnistímabili! Staðan í 7. riðli: írland..........3 1116-53 Spánn...........2 110 4-33 Swansea tapaði 3. deildarlið Brentford vann afar óvæntan sigur á 1. deildarliði Swansea, 2-1, í enska deildarbikarnum í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Leikið var á heimavelli Swansea, Vetch Fi- eld, en Brentford mætir Nott- ingham Forest á útivelli í 4. um- ferð. Þetta var aukaleikur en liðin höfðu skilið jöfn í London, 1-1. -VS Holland...................2 110 3-23 Malta.....................1 1 0 0 2-1 2 Island....................4 0 1 3 2-6 0 Slakt í Sofia Lélegur leikur í Sofia í Búlgaríu þar sem Júgóslavar náðu tveimur dýrmætum stigum í 4. riðli. Júgó- slavar sigruðu 1-0 með marki Stoj- kovic í fyrri hálfleik. Staðan í 4. riðli: Noregur..............3 1115-43 Wales................1 10 0 1-02 Júgóslavfa...........2 10 12-32 Búlgaria.............2 0 112-31 Skotar lágu í Bern Skotar riðu ekki feitum hesti frá Bern en þar mættu þeir Svisslend- ingum í drullusvaði og snjókomu í 1. riðli. Sviss sigraði sanngjarnt, 2-0, og sýndi sigurinn á heims- meisturum ítala í Róm á dögunum var engin tilviljun. Fyrri hálfleikur var fjörugur og vel leikinn af beggja hálfu en eftir að Claudio Sulser hafði komið Svislendingum yfir á 4. mínútu síð- ari hálfleiksins var aldrei spurning um sigurvegara. Tíu mínútum síðar bætti Andre Egli öðru marki við og Skotar voru búnir að vera. Aðeins markvarsla Jim Leighton frá Aber- deen bjargaði þeim frá stærra tapi. Staðan í 1. riðli: Belgía...............1 1 0 0 3-0 2 Skotland.............2 10 12-22 Sviss................2 10 12-32 A.Þýskaland..........1 0 0 1 0-2 0 -VS. Keegan frá í mánuð Keegan á sjúkrahús Kevin Keegan, fyrrum fyrir- liði enska landsliðsins í knatt- spyrnu, liggur nú á sjúkrahúsi meiddur á auga eftir ágóðaleik sem lið hans, Newcastle, lék í Middlesborough í fyrrakvöld. Leikurinn var til styrktar John Craggs, sem um árabil hefur verið bakvörður hjá Middles- boro en hóf feril sinn hjá New- castle. Keegan verður frá í mánuð og fær ekki að yfirgefa sjúkra- húsið fyrr en á sunnudag. - Aðrar fréttir frá Englandi eru þær að 4. deildarliðið Tran- mere Rovers, sem fyrir nokkr- um áruin var nokkurs konar útibú frá Liverpool, er gjald- þrota. Grípi fjársterkir aðilar ekki inní málið, hættir félagið í deildakeppninni þann 27. nó- vember en það situr nú á botni 4. deildar. Hjá Tranmere hóf enski landsliðsmaðurinn, Steve Coppell, feril sinn. 2 110 5-23 2 110 4-33 2 10 12-32 2 0 0 2 1-4 0 0 0 0 0 0-0 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.