Þjóðviljinn - 18.11.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 18.11.1982, Síða 12
12 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1082 Frá Skjaldborg: Þrjár íslenskar bamabækur Skjaldborg á Akureyri hefur gef- ið út þrjár nýjar íslenskar barna- og unglingabækur eftir Guðjón Sveinsson, Indriða Úlfsson og Mar- inó L. Stefánsson. Bók Guðjóns Sveinssonar heitir Ævintýrið við alheimsstjörnuna, ÍNDRIO! ÚLFSSON RFI „TnmnGUR og er þetta tólfta bók höfundarins. Þetta er saga um líf fuglanna og þeirra baráttu um völdin, sem mun væntanlega eiga sér ýmsar hlið- stæður í mannheimum. Sigrún Eld- járn hefur myndskreytt bókina. Afi táningur heitir fimmtánda bók Indriða Úlfssonar. Hún segir frá afa einum sem á sér sumarbú- stað á eyðibýli þar sem hann var fæddur og upp alinn. í sögunni er hann við það þarfa verk að brúa kynslóðabilið; hjá honum dveljast barnabörn hans tvö og fá nú að heyra þegar afi var „táningur" á árum stríðs og hernáms. Manni litli í Sólhlíð heitir bók Marinós L. Stefánssonar kennara. Þessi saga hefur tvívegis verið lesin' í morgunbarnatíma útvarpsins. Hún segir frá hversdagsleika og til- dragelsum í lífi sveitadrengs allt þar til hann er fjórtán ára. Ein þýdd barnabók kemur út hjá Skjaldborg, tólfta bókin í Kátufl- okknum og heitir „Káta í frum- skóginum“. Káta er komin til Af- ríku og eignast þar ýmsa vini, m.a. mungódýr sem verndar hana fyrir eiturslöngum. ALÞVÐUBANDALAGID Alþýðubandalagið í Neshreppi Hellissandi Aðalfundur í Röst, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 21.00. Dagskrá: ljlnntaka nýrra félaga, 2)kosning stjórnar, 3)kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund, 4)önnur mál. - Stjórnin Fundir Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins Meginstarf Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins mun í vetur fara fram á vettvangi opinna starfshópa. Ýmis verkefni liggja nú fyrir hópunum, en að öðru leyti verða þeir mjög sjálfstæðir um val viðfangsefna sinna. Fyrstu fundir hópanna verða sem hér segir: Þriðjudagur 16. nóv.Menntamálanefnd - Félagsmálanefnd Miðvikudagur 17. nóv. Verkalýðsnefnd Fimmtudagur 18. nóv. Fræðslu- og útgáfunefnd Aliir fundirpir verða að Grettisgötu 3 og hefjast kl. 20.30 Munið: Æskulýðsstarf Ab. er opið öllum ungum sósíalistum, flokksaðild er ekki skilyrði. Æskulýðsnefnd Ab. Hver 1 Hverjum er þín 1 bjargar ama Uml afsökun jf* 1 Það gm. næst • ||XER0AR 1 Auglýsið í Þjóðviljanum Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 Starf vigtarmanns hjá Reykjavíkurhöfn er laust til umsóknar. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. des- ember n.k. Reykjavík, 17. nóvember 1982, Hafnarstjórinn í Reykjavík Minninga- bók Skúla á Ljótuimar stððum Út er komin hjá Skuggsjá minn- ingabók Skúla Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum, sem hann hefur gefið nafnið Hver liðin stund er lögð í sjóð. Skúli á Ljótunnarstöðum er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir erindi sín í útvarpi, greinar sínar í blöðum og tímaritum og þá ekki síst fyrir bækur sínar. Skúli segir m.a. frá kennslukonu sinni sem var „elskan hans Þór- bergs“, frá veru sinni í Samvinnu- skólanum, frá pólitískum átökum kenndum við Borðeyri og Finna- galdur. Þetta er sjötta bók Skúla Guðjónssonar, sem hefur fyrir löngu getið sér gott orð sem ágætur höfundur og stflisti. Skuggsjá gefur út. Dyflinar- sögur James Joyce MÁL OG MENNING hefur sent frá sér í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar smásagnasafnið Dubliners eftir James Joyce og er titill bókarinnar á íslensku / Dyfl- inni. Er þetta í fyrsta sinn sem verk eftir James Joyce birtist í íslenskri þýðingu, og er útgáfunni ætlað að vera virðingarvottur við höfundinn á aldarafmæii hans, um leið og ís- lenskum lesendum gefst kostur á að kynnast þessum öndvegishöfundi. Á bókarkápu segir m.a.: „Smásagnasafnið I Dyflinni er æskuverk James Joyce (1882-1941) sem hann samdi rúmlega tvítugur. Þessar sögur jafnast auðvitað ekki á við hin stóru skáldverk hans, Ul- ysses og Finnegans Wake, en þær eru miklum mun aðgengilegri og geta að ýmsu leyti talist lykill að skáldskaparheimi þessa írska rit- snillings“... í safninu er fimmtán smásögur og ritar þýðandinn, Sigurður A. Magnússon, inngang. Ási í Bæ rænir Seðla- bankann Þjófur í Seðlabanka nefnist bæk- lingur eftir Ása í Bæ sem Bæjarút- gáfan hefur gefið út. Þar stiklar höfundur á stóru í sjó- mennskusögu sinni með viðkomu í ýmsum stfltegundum og menning- arsviðum. En aðalefnið er saga af viðureign Ása við Seðlabankann, erindreka hans og talsmenn, út af bát einum litlum sem fór undir hamarinn fyrir margt löngu og stóð mjög lengi á svörum um það, hvað hefði um andvirðið orðið. Koma þar við sögu ýmsir nafnkenndir menn og þjóðfrægir. Stofnfundur sögu- félags Mosfellfnga Sögufélag Mosfellssveitar verð- ur stofnað í dag, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.30, í samkomusal Varmárskóla. Séra Bjarni Sigurðs- son frá Mosfelli mun á stofnfundin- um flytja erindi sem hann nefnir „Um gamla legsteina í Mosfells- kirkjugarði“. Hlutverk sögufélagsins á m.a. að vera að efla áhuga almennings og ráðamanna á hverskonar varðveislu sögulegs fróðleiks, stuðla að því að sveitarfélagið eignist byggðasafn og héraðs- skjalasafn og stuðla að fræðslu um sögu Mosfellssveitar. ri i ái i »i 1*11111 iTm! - K—-ff^ nH u Sjúkraliðar Sjúkraliöa vantar til starfa nú þegar á ýmsar deildir spítalans. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrun- arframkvæmdastjóra, sími 81200. Reykjavík, 16. nóv. 1982 Borgarspítalinn FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Vonarstræti 4 - Sfmi 25500 Laus staða Staða fulltrúa í rekstrardeild er laus til um- sóknar. Reynsla í skrifstofustörfum nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 27. nóv. n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifsto- funni. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri. Blaðberar óskast Sporðagrunnur-Laugarásvegur Bárugata-Öldugata-T úngata Lindarbraut-Nesbali DJOÐVIUINN Sími: 81333 Kennarasamband íslands og Hið íslenska kennarafélag auglýsa laust til umsóknar starf ritstjóra við tímarit um uppeldis- og skólamál. Um getur verið að ræða allt að hálfu starfi. Laun skv. samkomulagi. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist á skrifstofu KÍ, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, fyrir 1. des. 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.