Þjóðviljinn - 23.11.1982, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 23. nóvember 1982 þjöDVILJINN — SIDA 9
Meðal efnis:
landsleikir
íhandknattleik,
blak,
enska
knattspyrnan,
körfuknattleikur o.fl.
ú
Selfoss gæti
fengið fleiri
Það er mikiil hugur á Selfossi
þessa dagana varðandi 3. deildarlið
staðarins í knattspyrnu. Eins og
menn muna, var annar marka-
kónga 1. deildarinnar, Sigurlás
Þorleifsson, ráðinn þjálfari liðsins
á dögunum og nú eru þrír leikmenn
sterklega orðaðir við Selfyssinga.
KR-ingarnir Willum Þórsson og
Stefán Arnarson markvörður
standa í viðræðum við austanmenn
um að leika með þeim næsta sumar
og þá er Magnús Teitsson, fyrrum
unglingalandsliðsmaður og
leikmaður með landsliðinu í hand-
knattleik, einnig inni í myndinni.
Tveir Selfyssingar, Amundi Sig-
mundsson og Einar Jónsson, léku
með ísfirðingum í 1. deild sl. sum-
ar, en sem stendur er allt á huldu
með á hvorum staðnum þeir verða
á komandi keppnistímabili. Líklegt
þykir þó að Einar snúi heim á ný.
Það eru því miklar líkur á að Self-
yssingar þrýsti fast á um að endur-
heimta 2. deildarsætið sem þeir
misstu 1981.
ísfirðingar hafa þegar misst
Gústaf Baldvinsson, þeir hafa ekki
ráðið þjálfara og Selfyssingarnir
eru þeim ekki öruggir. Við það
bætist að ólíklegt er að Gunnar Pét-
ursson, þeirra helsti markaskorari
og einn markahæstu manna 1.
deildar sl. sumar, leiki með næsta
sumar.
Guðmundur Baldursson, einn af
lykilmönnum 2. deildarliðs Fylkis,
hefur verið sterklega orðaður við
nýliðana í 1. deild, Þrótt
Reykjavík.
- VS
Armenningarnir
nú í Kópavogi!
Það eru ekki mörg ár síðan Ár-
menningar urðu Islandsmeistarar í
körfuknattlcik. Síðan hcfur mikið
vatn runnið til sjávar og þeir eru nú
ekki lengur meðal þátttakenda á Is-
landsmótinu. Dyggir Ármenningar
ættu þó að gera sér ferð til að sjá 2.
deildarlið Breiðabliks lcika því
burðarásarnir þar eru gömlu Ár-
menningarnir Átli Arason, Björn
Christiansen og Jón Björgvinsson.
Breiðablik vann Reyni í hörk-
uspennandi leik í 2. deildinni í
Sandgerði um helgina, 85-81, en
staðan var 81-81 rétt fyrir leikslok
í hálfleik var Breiðablik' yfir, 85-
81. Atli skoraði 27 stig fyrir Ár-
mann, Björn 15 og Jón B. 12.
Landsliðsmaðurinn Jónas Jóhann
esson skoraði 31 stig fyrir Reyni,
Magnús 21 og Gunnar 10.
-gsm/VS
Haukar fóru létt með Grindávík
í 1. deild karla í fyrrakvöld. Leikið
var í Hafnarfirði og sigruðu
Haukar 123-65. Haukar hafa 14
stig, hafa unnið alla sína leiki.
„Svona förum við blakmenn að því að fá útrás fyrir árásarhvötina. Liðin eru aðskilin af
neti og því ekki auðvelt að lumbra á andstæðingnum. Á okkar máli er þetta nokkurs konar
líkamlegt: „Þetta var flott hjá þér“. Við höfum tekið þetta upp eftir Finnum en þeir eru
þekktir fyrir góðan liðsanda sem er sennilega enn nauðsynlegri í blaki en öðrum iþrótta-
greinum“. Þannig útskýrir Gunnar Árnason Þróttari, nr 7 á myndunum, þær aðfarir sem
sjást hér að ofan. Sumum finnst þetta nú minna á dans... Myndir: - gel
Nýliðum Bjarma tókst
ekki að vinna hrinu
Nýliðarnir í 1. deild karla í blaki,
Bjarmi úr S-Þingeyjarsýslu, höfðu
ekkert stig út úr ferð sinni á
höfuðborgarsvæðið um helgina.
Það var kannski ekki von, þeir léku
við tvö sterkustu lið deildarinnar,
Þrótt, og ÍS, og töpuðu 3-0 í báðum
tilfcllum.
Sigur Þróttar var nokkuð örugg-
ur, þrátt fyrir nokkra mótstöðu ný-
liðanna en hrinurnar enduðu 15-
13, 15-13 og 15-10. fS vann örugg-
ari sigur, 15-8, 15-2 og 15-7.
f 1. deild kvenna fór ÍS létt með
Víking og þurfti aðeins 29 mínútui
til að sigra 3-0, eða 15-2 15-4 og
15-4 en önnur hrinan tók aðeins 8
mínútur. KA lék tvo leiki syðra,
tapaði 3-0 fyrir Þrótti, (15-1 15-13
og 15-6) og eins fyrir Breiðabliki,
15-2, 15-8 og 15-9.
Þróttur Neskaupstað var þriðja
liðið til að skreppa til Reykjavíkur
um helgina og lék hvorki meira né
minna en þrjá leiki.
Fyrst á föstudagagskvöld, stuttu
eftir lendingu, unnu þeir óvæntan
sigur á Breiðabliki í 2. deild, 3-2,
(15-13,10-15, 4-15,15-11,15-9). Á
laugardag léku þeir við Samhygð í
bikarkeppninni og töpuðu 3-2 í
hörkuleik, (4-15, 15-12, 13-15, 15-
10, 15-5). Loks á sunnudag mættu
Þróttarar HK í 2. deild en þá var
úthaldið á þrotum og HK vann 3-0
(15-2, 15-2, 15-5, 15-3).
Staðan í 1. deild karla:
ÍS...................5 5 0 15:0 10
ÞrótturR..............3 3 0 9:1 6
UMSE..................4 1 3 4:10 2
Bjarmi................4 1 3 3:10 2
Víkingur..............4 0 4 2:12 0
Leeds fékk tvo
leiki í bann
Enska knattspyrnufélagið Leeds
United var í gær dæmt til þess að
leika tvo næstu heimaleiki sína í 2.
deildinni fyrir tómum áhorfenda-
pöllum. Áhangendur Leeds hafa oft
komið félaginu í vandræði og upp-
úr sauð þann 30. október sl. þegar
liðið lék við Newcastle. Dómurinn
Staðan í 1. deild kvenna:
ÍS.....................5 5 0 15:0 10
Þróttur.................3 3 0 9:2 6
Breiðablik..............3 1 2 5:6 2
Víkingur................3 0 3 0:9 0
KA......................4 0 4 0:12 0
Staðan í 2. deild karla:
Fram......................3 2 1 8:5 4
HK........................3 2 1 6:4 4
Breiðablik................4 2 2 8:8 4
Samhygð...................2 1 1 5:5 2
Þróttur N.................3 1 2 5:8 2
Akranes...................1 0 1 1:3 0
- vs
þykir í mildara lagi miðað við það
sem margir reiknuðu með og for-
ráðamenn félagsins, seni höfðu lýst
því yfir að ef til langrar lokunar
kæmi yrði ekkert annað hægt að
gera en að lcysa félagið upp, hljóta
nú að varpa öndinni léttar.
- VS
Platini
með
sigur-
markið
AS Roma hefur aukið for-
ystu sína í ítölsku 1. deildinni í
knattspyrnu eftir 3-1 sigur á
Fiorentinaásunnudag. Bruno
Conti skoraði tvö markanna.
Verona, sem hefur komið
mjög á óvart í vetur, náði
aðeins jafntefli, 2-2, gegn
Cagliari og hefur nú jafnmörg
stig og Juventus, sem sigraði
erkióvinina Torino 1-0 með
marki Frakkans Michel
Platini. - VS