Þjóðviljinn - 23.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.11.1982, Blaðsíða 4
12 StDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. nóvember 1982 Umsjón: Viðir Sigurðsson Úrslit: 1. deild: Aston Villa-Man.Utd...........'2:1* Coventry-Luton Town........... 4:2 Everton-W.B.A...................0:0 Mansh.City-Birmingham...........0:0 Norwich-Stoke City..............4:2 Notts County-Liverpool..........1:2 Southampton-lpswich............0:1 Sunderland-Nottm.Forest....... 0:1 Swansea-Arsenal.................1:2 Tottenham-West Ham..............2:1 Watford-Brighton................4:1 2. deild: Blackburn-Bolton...............1:1 Cambridge-Q.P.R.................1:4 Carlisle-Newcastle..............2:0 Charlton-Rotherham..............1:5 Chelsea-Shrewsbury..............1:2 Derby County-Oldham.............2:2 Grimsby-Burnsley................1:2 Leeds-Middleborough.............0:0 Leicester-Cr.Palace.............0:1 Sheffield Wed.-Burnley..........1:1 Wolves-Fulham...................2:4 Bikarkeppnin 1. umferð: Aldershot-Winbourne.............4:0 Altrincham-Rochdale.............2:1 Blackpool-Harwich...............3:0 Boston-Crewe....................3:1 Bournemouth-Southend............0:2 Briston R.-Wycombe W............1:0 Carshalton-Barnet...............4:0 Chesham-Yeovil..................0:1 Chester-Northwich V.............1:1 Chesterfield-Peterboro..........2:2 Colchester-Torquay..............0:2 Darlington-Scunthorpe...........0:1 Enfield-Newport.................0:0 Gillingham-Dagenham.............1:0 Halifax-North Shields...........0:1 Hartlepool-Lincoln..............3:0 Holbeach-Wrexham.............. 0:4 Huddersfield-Mossley............1:0 Hull-Sheffield United...........1:1 Macclesf ield-Worcester.........1:5 Mansfield-Stockport.............3:2 Northampton-Wimbledon...........2:2 Orient-Bristol City.............4:1 Oxford-Folkestone...............5:2 Plymouth-Exeter.................2:0 Portsmouth-Hereford.............4:1 Port Vale-Bradford C............0:1 Preston-Shepshed Chart..........5:1 Slough Town-Millwall............1:0 Swindon-Wealdstone..............2:0 Reading-Bishop’s Stortford......1:2 Tranmere-Scarborough............4:2 Walsall-Kettering...............3:0 Weymouth-Maidstone..............4:3 Windsor&Eton-Brentford..........0:7 Workington-Doncaster............1:2 Worthing-Dartford...............2:1 YorkCity-Bury...................3:1 Workingham-Cardiff..............1:1 Staðan: Liverpool 15 9 4 2 35:13 31 Watford 15 8 3 4 30:15 27 Nottm.For 15 8 2 5 25:21 26 WestHam 15 8 1 6 29:23 25 Manch.Utd 15 7 4 4 20:14 25 AstonVilla 15 8 1 6 23:18 25 Manch.City 15 7 3 5 19:18 24 Tottenham 15 7 2 6 27:20 23 W.B.A 15 7 2 6 24:23 23 Stoke City 15 6 3 6 30:25 21 Coventry 15 6 3 6 17:21 21 Ipswich 15 5 5 5 24:16 20 Arsenal 15 5 5 5 16:16 20 Everton 15 5 4 6 25:24 19 Swansea 15 5 3 7 22:25 18 Notts County.. 15 5 3 7 18:26 18 Brighton 15 5 3 7 15:32 18 Luton Town.... 15 3 7 5 30:32 16 Southampton. 15 4 3 8 14:28 15 Norwich 15 3 5 7 19:26 14 Sunderland.... 15 3 5 7 18:29 14 Birmingham... 15 2 7 6 9:24 13 2. deild: Q.P.R 16 9 4 3 25:13 31 Fulham 15 9 3 3 36:21 30 Sheff.Wed 15 9 3 3 30:17 30 Wolves 15 8 3 4 23:15 27 Leeds 15 6 7 2 20:14 25 Oldham 15 6 6 3 26:20 24 Grimsby 15 7 2 6 22:23 23 Shrewsbury.... 15 7 2 6 20:21 23 Barnsley 15 5 6 4 20:18 21 Crystal Pal 15 5 6 4 16:14 21 Carlisle 15 6 3 6 31:31 21 Leicester 15 6 2 7 26:17 20 Newcastle 15 5 4 6 23:24 19 Rotherham 15 4 7 4 21:23 19 Chelsea 15 4 6 5 18:17 18 Blackburn 15 5 3 7 22:28 18 Middlesboro.... 15 4 6 5 18:27 18 Charlton 15 5 2 8 22:33 17 Burnley 15 4 2 9 21:28 14 Cambridge 16 3 4 9 19:28 13 Bolton 15 2 4 9 12:25 10 Derby County. 15 1 7 7 12:26 10 Markahæstir: Eftirtaldir hafa skorað flest mörk i 1. deildarkeppninni. Mörk í deildabikar og Evrópukeppni eru ekki talin með: Luther Blissett, Watford..........11 lan Rush, Liverpool...............11 Brian Stein, Luton................11 John Deehan, Norwich.............. 9 Bob Latchford, Swansea............ 8 John Wark, ipswich................. 8 GarthCrooks,Totteham............... 7 David Moss, Luton................. 7 lan Wallace, Nottm.For............. 7 Enska knattspyrnan: Vonbrigði með Lundúnaliðin Leikur Lundúualiðanna tveggja, Tottenham og West Ham, olli von- brigðum. Hann var fremur slakur en West Ham, sem þó lék án Alan Devonshire, var mun betri aðilinn og hefði verðskuldað sigur. Steve Archibald sá um að „The Ham- mers“ töpuðu enn dýrmætum stig- um á útivelli með því að skora sigurmarkið, 2:1, þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. A 34. mínútu skoraði Francis Van der Elst fyrir West Ham og allt stefndi í enn eitt tap Tottenham. Ekki bætti úr skák að Steve Perr- yman haltraði meiddur af leikvelli skömmu síðar. Ricky Villa var al- veg tekinn úr umferð af Paul Allen og West Ham virtist hafa leikinn í hendi sér. Steve Archibald var ekki á sama máli. Hann jafnaði fljótlega í síðari hálfleik eftir slaka sendingu Jimmy Neighbour til baka og rétt á eftir skaut Chris Hughton í stöngina á marki West Ham. Síðan kom sigur- markið undir lokin og áhangendur Tottenham vörpuðu öndinni léttar. • - VS Aston Villa komið í hóp efstu liðanna Tæplega 36.000 áhorfcndur á Villa Park í Birmingham urðu vitni að fjörugri og æsispennandi viður- eign stórliðanna Aston Villa og Manchester United. Mikill meiri- hluti þeirra fór ánægður til síns heima þar sem Villa hafði fram þrjú stig, sigraði 2:1, og er farið að nálgast efstu liðin. United hefur hinsvegar ekki gengið sem best undanfarið og leikurinn á laugar- dag var þeirra sjöundi í röð á úti- velli án sigurs. Leikurinn var aðeins 11 mínútna gamall þegar Villa tók forystuna. Gordon Cowans sendi fyrir mark United, Allan Evans skaut í varn- armann, knötturinn hrökk til Gary Shaw sem skoraði af stuttu færi. Það tók United aðeins 9 mínútur að jafna. Hinn ungi Norman Whit- eside lagði þá grunninn að marki sem Frank Stapleton skoraði með laglegu skoti, 1:1. A sjöundu mínútu var Shaw felldur af Arnold Muhren, innan vítateigs að því er virtist, en dómar- inn dæmdi aukaspyrnu á teignum. „Réttlætinu var fullnægt", sagði þulur BBC því á sömu mínútunni skoraði Peter Withe eftir fyrirgjöf, 2:1, og það reyndist vera sigurmark Villa. Stemmningin á Villa Park var gífurleg, United sótti meira það sem eftir var en Villa fékk hættu- legri færi, Gary Bailey, markvörð- ur United, forðaði þriðja markinu á síðustu stundu er hann bjargaði glæsilega af tánum á Shaw sem var kominn einn í gegn. Bestu menn vallarins voru landsliðsfyrirliðinn Bryan Robson hjá United og Jim- my Rimmer markvörður Villa. Steve Coppell lék með United að nýju meiðslin. - VS Peter Withe sá um sigurmark Aston Villa Mikill heppnisstimpill á sigri Liverpooi gegn Motts John Barnes Watford skoraði eitt marka Liverpool er komið með fjögurra stiga forystu í 1. deild, en rnikill heppnisstimpill var á sigrinum í Nottingham. Notts County átti all- Sá svarti flaðraði upp um stöngina! Miklir markaleikir voru í Coven- try og Norwich. Paul Dyson og Ste- ve Whitton komu Coventry í 2:0 gegn Luton eftir markalausan fyrri hálfleik. Brian Ilorton og Brian Stein jöfnuðu, 2:2, en mörk Whitt- on og Garry Thompson innsigluðu Coventry, sem lék nú öllu skemmti- legri og opnari knattspyrnu en til þessa í vetur. Stoke komst yfir í Norwich með marki Sammy Mcllroy en þrjú mörk á átta mínútum snemma í síð- ari hálfleik sneru stöðunni í 3:1, Norwich í hag. Johan Deehan skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Mark Barham kom einnig við sögu. Brendan O’Callaghan lagaði stöðuna fyrir Stoke áður en Keith Bertschin skoraði dýrmætt mark sem lyfti Norwich endanlega úr botnsætinu, 4:2. Ekkert var varið í leik Everton og WBA en Manchester City hefði unnið Birmingham ef ekki hefði komið til stórbrotin markvarsla í 3 mínútur þegar stór svartur hundur komst inn á völlinn. Hann flaðraði upp um eina markstöngina en ekki var getið um hvort hann hefði náð að spræna utan í tréverkið eins og hunda er siður. - VS 1..' 4L 1 ' an fyrri hálileikinn og hefði þá get- að gert úti um leikinn. Aðeins mark Trevor Christie eftir sendingu Ian McCulloch skildi liðin að í leikhléi og á upphafsmínútum síðari hálf- leiks skoraði Liverpool mörkin tvö sem dugðu til sigurs. Fyrst Craig Johston og þá Kenny Dalglish, 1:2. Notts sótti linnulítið eftir það en hafði eftir það en hafði ekkert upp úr krafsinu. Watford er að sækja sig á ný og er komið í annað sætið. Brighton reyndist ekki mikil fyrirstaða og gengur hroðalega í útileikjunum. Straxá2. mín. skoraði LutherBlis- sett úr vítaspyrnu fyrir Watford en annað markið, frá John Barnes, kom ekki fyrr en klukkutíma síðar. Þá skoraði Blissett öðru sinni af vítapunktinum og Les Taylor bætti fjórða markinu við áður en Gerry Ryan, varamaður, náði að skora fyrir Brighton, 4:1. Nottingham Forest er komið í toppslaginn og hefur ekki tapað í síðustu sex leikjunum. Ian Wallace skoraði sigurmarkið í Sunderland. Ipswich er loks komið um miðja deild eftir sigurinn í Southampton. Franz Thijssen skoraði eina mark leiksins. Bob kom Latchford Swans- ea fljótlega yfir gegn Arsenal og 1:0 var staðan lengi vel. Tony Wo- odcock jafnaði, 1:1, og tveimur mínútum fyrir leikslok náði Lee Chapman að tryggja Arsenal sigur á Vetch Field. - VS Gary Thompson tryggði Coventry endanlega sigur Ulfarnir teknir í gegn af Fulham í 2. deild tók Fulham Úlfana í karphúsið í síðari hálfleiknum á Molyneux. Wolves leiddi 2:1 í hálf- eik en átti enga möguleika eftir >að. Gordon Davies 2, Ray Lew- ngton og Robert Wilson skoruðu fyrir Fulham en Andy Gray og Wa- yne Clarke fyrir Wolves. Alan Simonsen gat ekki leikið Tieð Charlton gegn Rotherham vegna meiðsla og útkoman var 1:5 skellur þrátt fyrir að Derek Hales næði forystunni fyrir Charlton. Ronnie Moore skoraði tvö fyrir Rotherham. Kevin Mabbutt skoraði sigurmark Palace í Leicest- er og Steve Wicks, Tony Sealy og Clive Allen voru meðal marka- skorara nýja toppliðsins, QPR. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.